Vísir - 22.10.1913, Síða 3
V í S 1 R
lagið. í fjelaginu eru hjer í bæ á
annað hundrað meðlimir, konurog
karlar, því þó það sje aðallega
kvenfjelag, getur hver sá karlmaður
orðið meðlimur í því, sem óskar
þess. Öll starfsemi fjelagsins er í
kristilegum anda, en ekki bindur
það sig við neinar sjerstakar trúar-
skoðanir.
Að endingu vil jeg benda bæar-
búum á, að nú er tækifæri til þess
að styrkja þenna þarfa fjelagsskap
með því að gefa til tombólu, sem
halda á innan skamms til ágóða
fyrir fjelagið, og draga síðan á henni.
Þvíbetursem tombólan verður styrkt,
þess fleiri bænum bágstaddra verður
hægt að sinna næstkomandi vetur.
Hvítabandskona.
Eftir
H. Rider Haggard.
----- Frh.
»Rís þú upp, sonurl* mælti
klerkur og leit ekki upp úr skjöl-
um sínum. ■* Árla vek jeg þig að
vísu, en árla verður þú að leggja
af stað, ef þú ætlar þjer að kom-
ast burt úr Dúnvík fyrir birtingu
og sleppa heill á húfi. Laugarker er
í svefnherbergi mínu þarna, og er
þar vatu til að þvo þjer og stóll
til að krjúpa við og gjöra bæn þína.
Mát.u hvorugt vanrækja — því blóð
er á höndum þjer og þú þarfnast
mjög guðs hjálpar.c
Hugi fór nú á fætur, geispaði
og staulaðist í svefnherbergi klerks;
var hann enn þjáður af svefnhöfga,
og hvarf hann ekki fyrri en hann
hafði stungið höfðinu niður í kerlaug
með ísköldu vatni. Að því búnu
fjell hann á knje og baðst fyrir,
eins og honum hafði verið boðið,
af heilum hug og alvöru mikilli, og
hvarf svo aftur inn í gestasalinn.
Hann sá þar menn all marga
saman komna er hann kom inn.
Greip hann því til sverðsins, en
það var ekki sverð hans sjálfs, er
hann hafði vegið með frænda sinn,
heldi;r var það riddarahjör niikill
og bitur, er sjera Andrjes gaf hon-
nm ásamt herklæðum öllum. Hann
brá sverðinu og gekk fram all djarf-
mannlega, því hann hjelt að fjand-
menn sínir hefðu fengið vitneskju
um hvar hann væri, og myndi nú
hugrekkið koma sjer að mestu liði.
Þannig gekk hann þangað er birtu
bar af lampanum, grár fyrir járnum
með brugðinn brand.
»Hvað er þetta, sonur minn?« var
spurt í all styggum rómi, og kendi
Hugi þá gerla rödd föður síns. »Er
þjer ekki nóg að þú hefur vegið
frænda þinn? Hyggst þú líka að
ráða á bræður þína og mig þar á
ofan? Má það vel ætla er þú veð-
ur að oss vígbúinn með nakinn hjör
í hendiU
Hugi slíðraði sverð sitt er hann
heyröi þessi orð og gekk til þess
er mælti. Sá var snotur maður, vel
limaður, í kaupmannskápu, er brydd
var öll loðskinnum og fóðruð. Fjeli
Hugj á knje fyrir honum.
»Jeg bið þig fyrirgefningar, faðir
minnl. sagði hann. »Sjera Andrjes |
mun hafa sagt þjer hvernig ástatt j
er. — Jeg átti hendur mínar að verja ''
Kutter „Haganes”
fæst keyptur í því ástandi, sem hann nú er í, í Slipprt
um. SKrifleg tilboð sendist
H|r P. J. Thorsteinsson & Co.
P
í Reykjavík, fyrir 25. þ. m.
og munt þú varla geta sakað mig
um blóðsúthellingu þessaU
»Full er þjer þörf fyrirgefningar-
innar,» mælti herrann frá Krossi.
»Og ef þín er ekki sökin eða þessa
grindhoraða þjóns þíns þarna með
bogann, þá veit jeg ekki hvers hún
er.«
Þá gekk til þeirra í stofuna há
kona og íturvaxin. Það var Ragna,
í sínum eigin fötum og var nú
fögur mjög eftir hressandi blund.
»Mín er sökin, herra minn!« mælti
hún Iágt en fasL »Jeg átti bágt mjög
og jeg sendi Huga boð og bað
hann um að finna mig í Blíðuborg-
armýri. Þar var okkur gert fyrirsát
og þar var það, að Jón frá Kleif-
um bróðir minn, sló Huga högg
mikið á nasirnar. Hvort myndir þú,
sem ert Krossverji, hafa kosið þann
kostinn, að hann hefði látið berja
sig að ósekju og gefið sig Norð-
manndíumanninum á vald?»
»Nei, það veit guð og forfeður
mínir allir, að það hefði jeg ekki
viljað, og síst að hann hefði þolað
svívirðingu af Kleifamanni bótalaust
— þótt hann hefði mátt hafa sig
hægari er þú varst nærstödd,* mælti
kaupmaðurinn. »Og það veit trú
mín, að ef hann hefði verið slíkt
ragmenni, hefði hann upp frá þeirri
stundu ekki verið sonur minn, hvort
sem hann hefði verið lifatidi eöa
dauður. En, Ragna rauðskikkja! —
Þú og hann og þetta ástamakk ykk-
ar hefur orðið valdandi mikilla hörm-
unga fyrir mig og mitt hús. Sjá þú
nú hvað af þessu hlýst! Fjandskap-
ur og yfir vofandi blóðhefndarvíg
milli ættanna, er engiun getur enn
sjeð fyrir endann á. En seg þú mjer,
Ragna, — hvernig getur þú geng-
ið að eiga son minn, er þú sjerð
að blóð bróður þíns er á höndum
hans?*
»Það er á höfði Jóns, en ekki
höndum HugaU mælti hún dapur-
leit. »Jeg aftraði Jóni og Hugi gaf
honuni grið einu sinni. Gátum við
frekar gért?«
»Jeg veit ekki, Ragna! Jeg veit
aðeins hvað þú hefur gert, — þú
og Hugi og Rikki. Fjórir dauðir
og tveir særðir — það er reikning-
urinn er jeg verð að borga með
þeim kostum, er jeg get best feng-
ið. Án alls efa fara þar fleiri á eft-
ir bráðum, hvort sem það verða
Krossverjar eða Kleifamenn. Nú, það
verður að fara sem guð vill og fel
jeg honum að gera þar jafnaðar-
reikninginnb Frh.
tækifærisgjöf eru
JDeSia falleg, Iifandi
X? blómstnr.
Fœðl fæst í Þingholtstræti 3.
, Sömuleiðis efribekkja menntaskóla-
i bækur.
Ódýrast fæði er selt í Þingholts-
stræti 7.
Gott fæði fæst á Spítalastíg 9
(uppi).
Fæði og húsnæði fæst á Klapp-
arstíg 1 A.
Gott fæði fæst í Pósthússstr. 14B.
Ágætur miðdegisverður og aðrar
máltíðir fást á Laugaveg 30A.
Fæði og húsnæði fæst á Klapp-
arstíg 1B.
Þjónusta fæst. Uppl. á Lauga-
veg 50 B.
Gott fæði fæst f Þingholtsstræti
18 (uppi).
/Vlíiiiir Góöur heitur
ÍTÍCtlUi • maturafmörg-
um tegundum fæst allan dag-
inn á Laugaveg 23.
K Johnsen.
Fæði og húsnæði fæst í Miðstr. 5.
Gott fæði fæst í Bárunni (uppi).
Gott fæði fæst í Þingholtsstræti
18 uppi.
gott og ódýrt, fæst á Laugaveg 32.
Undirrituð tekur kvenfólk og
karlmenn til þjónustu.
Ólína Bjarnadöttir,
Laugaveg 44. (uppi).
Gott fæði fæst á Ránargötu 29.
Frú Björg Einarsdóttir
frá Undirfelli.
Ágætur miðdegismatur og
aðrar máltíðir.
Laugaveg 30 A.
SigurjónJönsson Ph. Bv A. M.
frá háskólanum í ChicagO,
kennir ENSKU Garðastræti 4,
Eins og að undanförnu veiti jeg
stúlkum tilsögn í að strjúka lín.
Guðrún Jónsdóttir
Þingholtsstræti 25.
Orgelspil kennir undirrituð sem
að undanförnu
Jóna Bjarnadóttir
Njálsgötu 26.
Barnakennsla. Nokkur
börn geta fengið góða kennslu
J á Vesturgötu 46. Komið til
viðtals kl. 11—2.
CymMína
hin fagra
Skáldsaga
efíir Charles Garvice.
----- Frh.
»Jeg sá ávísunina í kvöld!* sagði
jarl rólega.
Slade hrökk við og fitlaði við
húfuna sína.
«Jæja, þeir borguðu hana, en jeg
hafði ekkert gagn af því, — jeg
tapaði fjenu!«
. Arnold Ferrers glápti á hann
grimmúðugum augum. Nú voru
ekki nema fáar klukkustundir til
morguns og þessi húðarselur, þessi
þorpari oggálgamatur, var aftur kom-
jnn til þess að vera þröskuldur í
vegi hans.
?Þú getur sparað þjer þessar
lygar þínar, kunningi!« sagði hann
rólega. »Þú fjekkst fjeð og hefur
það hjá þjer ennþá. Þú getur ekki
hafa eytt því. En mjer er sama
hvort þú hefur það eða ekki. Skjótt
sagt, hvað viltu mjer?«
Slade sleikti út um.
»Svo satt er það sem jeg stend
hjer, — jeg á engan eyri. Jeg tap-
aði fjenu. Jeg get svarið það. Jeg
býst ekki við að þjer trúið mjer,
herra. En okkar beggja vegna vona
jeg að þjer bætið einhverju við
mig!«
»Ekki einum eyri!« sagði Arnold
Ferrers. »Þú ert enginn asni, Slade
Þú ert lubbamenni og blauöur mann -
hundur, en auli ertu ekki. Líttu á
mig!« — Slade gaut hvarflandi
flóttalegu glyrnunum út undan sjer
og sá hve hörkulega jarlinn hvessti
augun á hann. »Sýnist þjer jeg
þesslegur, að jeg láti þig kúga út
úr mjer fje eða láta slíkan glæpa-
dólg hafa mig að leiksoppi? Held-
urðu að jeg sje svo huglaus, að
þú getir hrætt út úr mjer peninga
eða þagnarmútur hvenær sem er?«
»Nei, herra! ó—nei, — en pen.-
inga verð jeg að fá, mikla eða litla.
Svo sannarlega sem jeg stend hjer,
er þetta seinasta sinnið sem jeg
ónáða yður. Jeg ætlaði að fara —
fara langt burtu, en jeg tapaði pen-
ingunum, — jeg dró burtfcrina allt
of lengi á langinn. Þetta er nú
það sanna í því efni. — Svo. voru
hafðar gætur á mjer, en jeg slapp
úr greipum þeirra landveg hingað.
Og ef þjer gefið mjer fargjald, þá
fer jeg til strandar og fer burt á
fiskiskipi. Trúið mjer í guðs bæn-
um, herra!«
Hannsneri húfunni milli óhreinna
handanna og mændi bænaraugum
framan í jarlinn.
»Æ, horfið þjer ekki svona á
mig, herra! Jeg má engan tíma
missa. Þeir eru ef til vill á hælum
mjer og ef jeg næst, þá er úti um
mig — og yðurU sagði Slade enn-
fremur.
Arnold Ferrers hló harður, kaldur,
og miskunnarlaus.
»Jeg bið afsökunar«, mælti hann
»en jeg held að jeg skilji þig ekki
til hlítarU
Slade gaut augunum út undan
sjer til hans.
»Nú, svo? Þjer skiljið mig ekki!
Hver fjekk mig til þess að gera