Vísir - 25.10.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 25.10.1913, Blaðsíða 2
V I S l K Hjá Einari Jón:syni. Eftir Dr. Sig. Júl. tóhannesson (Lögberg). D(ag einn fyrripart Ágústmán- aðar — jeg man ekki hvern daginn — vorum við Jóhann bróðir minn staddir í Kaupmannahöfn. Hafði jeg mikið hlakkað til að sjá þann stað fyrit margra hluta sakir. Þangað hafði hugur minn stefnt þegar jeg var unglingur, þvi jeg hafði farið í skóla með þeim ásetn- ingi að lesa þar lög þegar jeg yrði stúdent; en vasinu leyfði það ekki og tók jeg það all nærri mjer þá, þótt jeg sjái ekkert eftir því nú. Jeg hafði skoðað þá alla sem börn hamingjunnar, sem þangað gætu komist og horfði eftir skóla- bræðrum mínum í þungu skapi, þegar þeir j>sigldu», sem kallað var, en jeg vatð að sitja heima. Það vildi svo til þenna sama dag að við mættum nokkrum íslend- inguni að vestan og urðum 11 alls í hópnum. Var þar Árni Eggerts- son með konu og syni, Jón Vopni með syni og systur, bræðurnir Sveinn og Thorbergur Thorvalds- synir og Jón Stefánsson læknir. Okkur kom saman utn að heim sækja listamanninn íslenska Einar Jónsson myndhöggvara. Hann hefur listastofa sína í fremur af- skektum stað í bænum og leiðin- legum, og húsið ytra er mjög óað- gengilegt, gamalt og Ijótt; var auð- sjeð að fátæktin, sem venjulega er fylgikona ungra listamanna, hafði ráöið því hvar og hvernig heimil- ið skyldi vera. Mjer fannst það alveg eins ónærgætnislegt af náttúrunni eða tilviljuninni, eða hvað maður á nú að kalla það, að hafa neytt listamanninn okkar íslenska til að hafast við í þessutn kofaræfli, eins og mjer hefur sturtdum fundisl það ófyrirgefanlegt af henni að úthluta stórri, göfugri sál ljótan og hrör- legan líkama, en smíða fagurt út lit utan um andlegt hismi og hje góma. En sleppum því að sinni. Við gengum að dyrunum, þar var rifað á hurðina sjálfa —' ekki á spjald — nafnið »Einar Jónsson* með venjulegu skrifletri, hvítu, meðallagi stóru, rjett eins og það hefði verið skrifað með krítarmola. Við drápum á dyr og út kom maður á fertugsaldri, fremur lítill vexti en einkar vel vaxinn, alvarlegur, en þýðlegur í viðmóti; hrafnsvart hærð- ur, fríður sýnum og einkar blátt áfram. Það var Einar Jónsson. Hann bauð okkur að ganga inn og heilsaði okkur með þjettu handtaki eins og ílest fólk gerir sem er trútt og vinfast. Jeg skai skjóta því inn i, að Ólafía Jóhannsdóttir sagði mjer það einu sinni, að betur mætti þekkja fólk af handtakinu en flestu öðru og jeg hefi oft tekið eftir því síðan að það er satt. Þegar að mjer kom í röðinni og jeg fór inn hjá Einari, ávarpaði hann mig eins og hann var vanur þegar við vorum saman í Reykjavík fyrrum, með orðun- um »kondu’ sæll, 5iggi!« Þið getið ekki trúað hvað jeg kunni vel við það; mjer fanst við vera orðnir drengir aftur, þetta var svo blátt áfram og tilgerðarlaust. Það er eitt stórt herbergi sem Einar hefur þarna, og partur af Bækur, innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNQ kaupa menn í BÖKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR. l.ækjargötu 2. Kálmeti og Ávextir nýkomið LIVERPOOL, svo sem Appelsínur, 2 teg. , Bananar Epli, 2 teg. Melónur Perur, 2 teg. Sítrónur Tomater Vínber Agurkur Gulrætur Kartöflur Laukur Rauðbeður Rauðkál Púrrur því hálfþiljaður af í einu. horninu; þar er skrifstofa hans og alls ekki fjölskrúðug. Dálítið skrifborð, einn stóll, og Iegubekkur. Á einum veggnum uppi yfir legubekksendan- um hjekk mynd af aldraðri konu; það var móðir listamannsins og á móti henni kvenmannsandht steypt úr leir; það var systir hans. Allt var þokkalegt og einstak'ega hreint, bæði maðurinn sjálfur og skrifstofan, þótt fátæklegt væri. Grunaöi jeg hann hálfpartinn um að einhver kynni að koma til hans öðru hvoru sem gerði sig heimakominn, því röð og regla var dálítið öðruvísi en karlmönnum er lagið að hafa þeg- ar þeir eru einir um hituna. Jeg þekkti það frá mínum einlífisdög- um. Nú fórum við að fitast um og báðum við hann að synaokkur og skýra fyrir okkur helstu mynd- irnar, sern hann hafði gert. Var hann fús til þess og áttum við þar mjög skemtilega stund. Einar Jóns- son er því miður of lítið kunnur Vestur-íslendingum og langar mig því til að reyna að kynna þeim hann með fám línum, þótt það geti ekki orðið nema ófullkomið. Til þess að njóta Iistaverka nægir ekki að heyra þeim lýst, rnaður verður að sjá þau og helst að geta skoðað þau og íhugað í næði. Þau eru skáldverk eins og Ijóð Shakspears eða Stephans . G. sem stækkar og miklast eftir því sem betur er íhug- að og brotið til mergjar. Samt sem áður ætla jeg aðeins að nefna og lýsa stuttlega nokkrurh af verk- um hans. Erh. Kaffið í Nýhöfn er indælt og ágætt, ódýrt og bragðgoít og Ijúffengt og hreint, malað og brennt,—það er fyrirtak fágætt,— fá þjer eitt pund, og þú iðrast þess seint. | OL Gunnarsson | læknir Lækjargöfu 12A (uppi). 5 Liða- og bein sjúkdómar ? s (Orthopædisk Kirurgi) 2 B9 Massage Mekanotherapi. ■ |- Heima 10—12. 4j Eggert Claessen Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Veujulega heima kl 10—11 og 4 —5. Taisími 16. 1 Besm fatakaup á tí || Laugaveg I. | Jón HaSlgríirnsson ^ ?c9 Borðið aðeins Suchards ^9 súkkulaði. Án efa besta át- $2) súkkulaðið. Fæst alstaðar. Eeykt síld. komin í' LIYE&POOL. Fágætur fug’L Sjera Sigurður í Dannebrog fæst á brjefspjaldi i Grjótagötu 12. SULTETÖJ og SYROP fæst alltaf best og ódýrast í LIVERPOOL Nu með »Sterling« kom í bæarins édýrustu verslun mikið úrval af allskonar Leir- Gler- og Porcelain-vörum. Pað sem allt annað, er ávallt best að fá í verslun Jóns Ámasonar. Vesturgötu 39. Eldur! "»■ Eldur! Vátryggið í „General" ’ Umboðsmaður SIG. THORODDSEN, Fríkirkjuveg 3. Heima 3-5. Sími 227. AVEXTI R, nýir, sykraðir og syltaðir, fást langbestir og ódýrastir í LIVERPOOL. Oymbelína Mn fágra Skáldsaga eftir Charles Garvice. ---- Frh. Slade hneppti að sjer frakkanum og setti húfuna á hausinn. »Jeg keinsi engan veg,« mælti hann aumingjalegur í róm. »Jeg er alls laus! Mjer er eins gott að bíða hjer og láfa taka mig og hengja!« Arnold Ferrers tók pyngju sína upp, tæmdi úr henni í lófa hans og fleygði henni á borðið. »Þarna eru skildingar, —síðusfu aurarnir sem þú færð hjá mjer! Hana,— og snáfaðu svo af stað! Jeg er farinn að sjá eftir hvað jeg var inildur, — jeg er viss um það, að eftir 5 mínútur sje jeg eftir því að % hafa ekki gert út af við þig! Farðu, meðan þú máttL Slade stakk fjenu í vasa sína með skjálfandi hendi og slettist að glugg- anum. Þegar hann var kominn upp í gluggakarminn, leit hann við, leit um öxl steinþegjandi. Og hafi hatrið brunnið út úr augum nokkiirs manns nokkurn tíma, þá logaði þab í augum Slades er hann leit á jarl- inn. Arnold Ferrers var að grípa til skammbyssunnar, en þá hentist Slade út um gluggann. Sigurvegarinn í þessum skærum miili tveggja erkibófa nennti ekki að hafa fyrir því að loka glugganum aftur. Hann vissi að það var eng- in hætta á því að Slade hætti sjer aftur inn. Hann þóttist hafa kom- ið honum betur af sjer en þótt liann hefði skotið hann. En jhann var þreyttur af geðshræringunni og stfmabraki þessu, stundi við þungan og fleygði sjer á hægindi sitt óg lagði aftur augun. Svefninn, erhon- um hafði til þessa verið varnað, lagðist nú á hann eins og líkklæði. Vindillinn fjell úr hendi honunr, hann lagði höfuðið fram á hand- leggina og sofnaði eins og barn, eða, öllu heldur eins og dauðadæmd- ur bófi, er sefur sætt og vært síðustu nóttina fyrir aftökuna. XXXVII. Þegar Godfrey og hertoginn komu á járnbrautarstöðina, var þar auð- vítað enginn fyrir til þess að taka á móti þeim. Þeir rjeðu því af að fara fótgangandi til Bellmaire. Godfrey hafði ekki látiö með einu orði í ljós við hertogann, hvað hann ætlaðist fyrir, en náðugur hertoginn virtist bera svo ótakmarkað traust til hans, að hann var albúinn þess að fylgja honum, hvert er hanu vildi; fann hann og ef til vill til þess, að sjer bæri að bæta úr vantrausti því er hann hafði áður sýnt Godfrey. Þeir hjeldu leiðar sinnar í myrkr- inu og mæltu varla orð af vörum. Þeir “höfðu báðir nóg að hugsa. En loks hóf hertoginn máls: »Jeg bið yður ekki að segja mjer fleira, en þjer sjálfur viljið, Brandon! En hvað ætlið þjer að gera hjer? Verið viss um, að jeg iðrast engan veginn eftir að hafa farið hingað 1 með yðuroger albúinn þessaöað-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.