Vísir - 03.12.1913, Blaðsíða 1

Vísir - 03.12.1913, Blaðsíða 1
819 W ^ t| \T | q S *• er elsta — besta og út- h 15 »lö3I breiddasta dagblaðið á § f| íslandi. & £2 » *wb * sKWBæB^MfææBesæœæKææææsiaKææf \) 9 vsu Vísir er blaðið þitt. | Hannáttu að kaupa fyrst og fremst. Kemu • út alla daga. — Sínii 400. Agr í Hafnarstr. 20/ kl. 11 árd.til 8 síðd. Miðvikud. 3. des. 1913. Veðrátta í dag: Loftvog £ '< 'r6 c3 »- JG T3 C > bJD c 10 <v > Vn,.e. 741,1 2,7 N 3 Alsk. R.vík 745,6 2,7 N 7 Heiðsk. ísaf. 751,7 5,2 N 9 Skýað Akure. 747,3 4,5 NNA 4 Alsk. Gr.st. 710,5 13,0 N 2 Skýað Seyðisf. 745,5 3,4 NA 2 Hríð þórsh. 737,0 2,5 ANA 4lHeiðsk. N—norð- eða norð?.n,A—aust-eða austan.S—suð- eða sunnan, V— ves-t eða vestan Vindhæð er talin ístigumþann- ig: 0—logn, 1 —andvari, 2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stínningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9 stormur, 10—rok,ll — ofsaveður, 12—fárvíöri. Skáleturstölur í hita merkja frost. O'í AÍ Biografteater joí A OlO| Reykjavíkur |OlO Tveir þrautseigir eiskhugar. Gamanleikur. Aðalhlutverkið leikur John Bunny. Sameiginlegur óvinur. Sjónleikur í 2 þáttum. Aðalhlutverkið leikur Miss Dorothy. Æfintýri hinna nýgiftu. Franskur gamanleikun___ ■ ikklstur fást venjulega tilbunar 1 "á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og 1 gæð gæði undir dómi almennings. Sími 93. — Helgi Helgason. NOTIÐ SENDISVEIN frá Sendísveinaskrifstofunni. Sfml 444. K. F. U. M. Kl. 5 Væringjaæfing í K. F. U. M. — 6 Öll Y—D mœti. — 7 Þrastaæfing. — 81/2 Samvera í U—D. Munið eftir Tombólunni á laug- ardagskveldið. fl R B Æ N U M Mars seldi afla sinn í gær í Englandi (Hull) fyrir 503 sterlp. (o: kr. 9054.) Great Admiral seldi afla sinn í gær í Englandi fyrir 600 sterlp. (o: kr. 10 800.) Apríl kom í morgun. Fjekk voða veður. Seldi aflann fyrir 560 sterlingspund. Bjarni Björnsson endurtekur kvöldskemtun sína (eftirhermur og gamanvísur) annað kvöld. Botnía kom í morgun til Seyð- isfjarðar. Fer þaðan í fyrramálið. Kemur við á Norðfirði og Eski- firði utan áætlanar. Vesta kom til Vestmannaeyjar kl. rúmlega 9 í morgun. Verður líklega komin hingað í fyrramálið. Sterling fór frá Patreksfirði kl. 4 í gær. Átti að koma við f Ólafs- 25 blöð (frá 25. nóv,) kosta á afgr. 50 au. Send út um land 60 au.—Einst.blöð 3 au. vík en var ókominn þangað kl. 972 í morgun. Mun liggja á Grnndar- firði. TJppþct í verslunarskólanum. Síðastliðinn laugardag skrifuðu 56 af nemendum verslunarskólans skóla- stjóra Ólafi G. Eyólfssyni brjef og skoruðu á hann að segja af sjer stöðu sinni við skólann, jafn- framt því skrifuðu þeir forstöðu- nefnd [skólans annað brjef og báðu hana að víkja skólastjóra Ó. G. E. frá starfi hans við skól- ann og jafnframt útvega hæfan mann í hans stað, í því brjefi var jafnframt skýrt frá ástæðum fyrir þessari ósk nemendanna, er voru m. a. þær, að skólastjóri stundaði ílla kennslu þá, er hann ætti að veita þeim, í stað þess að kenna þeim, væri hann að lesa blöð og væri annars hugar, viðhefði ókurteis orð við pilta í kennslustund- um o. fl. Á mánudagsmorgun kl. 8, er skólastjóri gekk inn í kennslustof- una, gengu allir nemendur skólans út að 5 cða 6 frátöidum, er eftir sátu. Var piltum þá skýrt frá því, að forstöðunefnd skólans vildi fá þá til viðtals ld. 9. En á meðan þeir biðu þess tíma, gen^u þeir um götur bæarins í einni fylkingu. Kl. 9 mættu þeip aftur í skól- anuni, var þá forstöðunefnd skól- ans þar komin og Jón Ólafsson, formaður hennar, talaði til pilta, sagði aöferð þeirra ósæmilega, um ástæður þær, er þeir bæru fyrir sig, kvaðst hann ekki ræða, þeir skyldu fá »frí« til miðvikudags. Þeir, sem þá ekki kæmu í skólann skoðuðust sem burt farnir úr honum. Einn pilta vildi þá ræða ýtar við skóla- nefnd um málið fyrir nemenda hönd, en J. Ól. tók í öxl hans og bað hann þegja og fara út. »Þá förum vjer líka!« sögðu hinir og gengu allir burtu. Síðar, kl. 4 s. d., hjeldu nemendur fund með sjer í húsi K. F. U. M Hvað þar gerðist, hefur eigi heyrst nema fullnaðarályktun munu þeir enga tekið hafa, en ætla að sjá hvað skólanefnd býður og krefst af þeim á miðvikudaginn. Hrafnkell. eru smíðaðir 'fljótt og vel hjá Birni Simonarsyni gullsmið, Vallarstr. 4. Skrifstofa í Hafnarstræti -20. (uppi) opin kl. 12—3; Sími 400. Óprúttni. Svo sem mörgum mun kunnugt, stefndi »Vísiro. Vilh. Finsen fyrir að hafa í óleyfi notað frjett úr sim- skeyti s?m til »Vísis« kom að morgni 24. f. m. Átti að taka málið fyrir í gær, en sökuni þess, að sáttakæran eigi var framlögð, fórst sáttafundurinn fyrir. Þó var nokkuð rætt um málið með þeim Júlíusi Halldórssyni, sem mætti fyrir hönd »Vísis«, og Finsen rit- stjóra, sem kom mjög ókurteis- lega fram, vægast orðað, en eigi gat hr. Finsen lagt fram nein skil- ríki fyrir heimild sinni, nema vott- orð frá verslunarstjóra Nielsen, en hann hafði fengið frjettina frá öðr- um manni sem heldur ekkert sím- skeyti hafði fengið, að því er hann (Nielsen) sjálfur skýrir frá. túlíus íialldórsson. Ferðir Vigfúsar Sigurðssonar, ----* Frh. Tjaldinenn höfðu góða drauma um nóitina blandna gleðilátunum, sem heyrðust heiman frá prestsetr- inu gegnum svefninn. En allir þögðu yfir draumum sínum um morguninn, sögðu aðeins undan og ofanaf, og áttu svo hver sína sælu endurminningar fyrir sjálfa sig. Hafa sennilega allir verið á brúðar- bekknum þá nótt. Tímanlega var lagt af stað frá Hálsi og var það til þess að ná með fjöru vöðlunum í Eyafjarðar- botni, því það styttir nokkuð leið, að þurfa ekki að fara inn á vöð á Eyafjarðará. En sumir í ferðinni voru þó með sjálfum sjer að hugsa um, að víst væri gaman að hleypa á sund í Eyafirði og dróu í kyrþey úr ferðarhraðanum,] í þeirri veru að allvel væri farið að falla að, þegar komið væri á vaðlana. Veðrið var Ijómandi, logn og sólskin, og raunar gat ferðin ekki tafist verulega, svo ekki bæri á. Fagurt var að líta yfir Eyafjörð og »Pollinn« ofan af Vaðlaheiði og með sjerstakri ánægju litu menn Grænlands farið «Godthaab« liggj- andi þar fram undan bæarbryggj- unni. Þangað áttu aö fara menn, hestar og farangur innan skamms og að fiytjast með því langt norð- ur í íshaf til Norður-Grænlands, þar sem sjaldan hafa menn stígið á land. Og enginn gat vitað, hvað sú ferð bar í skauti sínu. Margir höfðu dáið hörniungar dauða á norður- leiðum og orðiö að þola þrautir miklar. Víst var uin það að þetta var hættuför, en þó þráði allur þessi litli hópur að fara hana, að und- Langbestí augl.staðar b ænum. Augl. sje skilað fyrir kl. 6 daging fyrir birtingu. an skildum ef til vill einum manni. Lunager, sem hafði þótt Vatna- jökulsferðin allerfið. En góða veðrið gaf mönnurn heldur ekki tækifæri til að hugsa um annað en björtu hliðina á ferða- laginu mikla þvert yfir Grænlands- auðnir, þar sem breiðast er. Farangurinn var skilinn eftir á Veigastöðum og svo riðnir vaðl- arnir, þó allmikið væri farið að falla að, og er yfir var komið höfðu þeir fjelagar ánægjuna af því, að hella úr stígvjelum sínum. Vigfús fór nú með hestana upp að Ásláksstöðum í góðan haga| og annars tóku þeir fjelagar sjer að- setur á Hótel Akureyri. IITrá QtlöwdumS Eldsvoði f Grimsby. 1 260000 króna tjón. Eldur mikill kom upp 22. f. m. í Grimsby, svo magnaður, að ekki hefur slíkur orðið þar í manna minnum. Brann þar sögunarmylna ein mikil og trjáviðarbirgðir; átti slökkviliðið afar örðugt að slökkva eldinn, komu og menn af gufu- skipum á höfninni til hjálpar meö slókkviáhöld sín. Fjöldi húsa, er heyrðu til mylnunni, brunnu og bálið greip yfir margar ekrur; log- aði heila nótt í trjáviðinum, svo ekki varð við neitt ráðið. Járnbraut skemmdist þar allmikið á næsta svæði víð mylnuna. Skaðinn er talinn í fljótu bragði 1 260 000 kr., en þó grunur á að hann sje miklu meiri. Um upptök eldsins er ókunn- ugt. Vísi-konungurinn Breta á Indlandi, Hardinge lá- varður, er sjúkur mjög og búist við að hann segi af sjer þá og þegar. Þess er getið til 24. f. m og talin nokkur vissa fyrir, að Kitchener lávarður, sigurvegar- inn frá Omdurman, verði þar næsti vísi-konungurinn, vegna þekkingar og reynslu þar eystra frá eldri tíð. Oeirðir í Suður-Afríku. í námum við Kap-borg gerðu um 5000 innfæddra manna upphlanp 22. f. m. Lögreglan kom til og sló í bardaga, — var lögreglan grýtt og meidd, en þeir hófu skothríð á móti, fjellu 3 en 22 menn særðust hættulega. — í Umzintoborg í Durban kröfðust um sömu mundir 1000 Indverjar af yfirvöldunum, að laus yrði látinn samlandi þeirra, en er því var neitað gengu þeir um göturnar í hergöngu og grýttu og meiddu lögreglumenn hvarvetna á leið sinni. — f Pietermaritzburg eru allsherjar verkföll í öllum iðuaðargreinum og ræður lögregluvaldið ekki við neitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.