Vísir - 17.12.1913, Blaðsíða 1
839
erelsta— besta og út-
breiddasta dagblaðið á
AD\s\v
Vísir er blaöið þitt. I
Hannáttu að kaupa fyrst og fremst.
Kemur út alla daga. -
Agr í Hafnarstr. 20. kl.
- Simi 400.
11 árd.til 8 síðd.
30 blöð (frá 16. des,) kosta á afgr. 50 au. Skrifstofa
Send út um land 60 au.—Einst.blöð 3 au. opin kl. 12-
í Hafnarstræti 20, (uppi),
-3; Sími 400.
Langbestí augl.staður í bænum. Aug.
sje skilað fyrir kl. 6 daging fyrirbirtiugu.
Miðvikud. 17. des. 1913.
Veðrátta í dag:
Loftvog £ I Vindhraði ÖC ci 'TZ c o QJ >
Vm.e. 751,5 8,1 SV 8 Alsk.
R.vík 748,0 6,7 s 5 Regn
ísaf. 745,1 0,2 0 Snjór
Akure. 745,3 9,0 s 8 Skýað
Gr.st. 713,5 3,0 sv 5 Ljettsk.
Seyðisf. 749,1 13,5 sv 7 Heiðsk.
þórsh. 765,7 7,5 v 7 Alsk.
Ú R BÆNÚM
Hjalti Jónsson, skipstj. á s/s
Apríl, er mælt að bjóði sig fram
til þingsetu fyrir Vestmanneyar.
Dvelur hann nú nokkra daga
á eyunum, meðan skipið fer til
Englands að selja aflann.
fslenskt almannak hefur Vöru-
húsið gefið út fyrir 1914 og sent
Vísi eintak. Samúel skrautritari
héfur búið það undir prentun.
Vísir þakkar gjöfina.
Chekara, enskt línuveiðaskip,
kom hingað í gær með brotna-
gufupípu.
Vesta var ófarin frá Patreksfirði
kl. 10 í morgun. Hefur tvívegis
lagt af stað þaðan og snúið til baka
í bæði skiftin,
Kong Helge kom í gær frá
útlöndum. Meðal farþega voru
Natan umboðssali, Taft banka-
stjóri, Jes Zimsen ræðismaður,
og Sigfús Árnason frá Vestmann-
eyum.
Norðurljósið (D. D. P. A.) kom
í gær frá Vestm.eyum. Með því
kom Friðrik Gunnarsson túlkur.
Austanpóstur kom í gærkvöldi.
Þingvallasveitarmenn eru hjer
nokkrir á ferð og segja þeir harð-
jndi mikil þar eystra svo menn
muni vart eftir að vetur hafi lagst
jafnsnemma að og í ár.
Þeir höfðu með sjer um 1000
rjúpur, er gangverð þeirra nú í
bænum 35 aur. fyrir jólin.
Afmæli í dag: Guðm.Gíslason,
skósmiður.
Heimastjórnardeilan
írska.
Fremur virðist horfa til sátta með
Úlster-búum og Bretastjórn. Þeir
Carson lávarður og forsætisráð-
herrann breski, hafa komið sjer
saman um, að Úlster skuli standa
eins og áður undir vernd breska
þingsins og ekki skuli beita her-
valdi gegn hjeraðsbúum fyrir upp-
reistar hug þeirra; en jafnframt
hefur Bretakonungur gefið út kon-
ungsúrskurð 6. þ. m., er bannar
innflutning allra vopna, tundurefna
og hergagna til frlands.
Ofsarifrildi
þaö, er varð á ríkisdegi Þjóðverja
(þýska þinginu) út af aðförum
Foerstuers undirliðsforinpja í Elsass,
og lauk með vantraustsyfirlýsingu
til ríkiskanslarans, — hafði þann
árangur, að keisarinn hefur kvatt
herdeildina alla burt úr Alsace,
þar sem Foerstuer hafði svívirt
bæarbúa í orði og lent í skærum
með bararbúum og hermönnum
hans, grjótkasti og hrindingum.
Auk þess hefur Foerstuer verið
vikið frá herdeildinni, og Reutter
herdeildarforingja verið vikið úr
hernum að fullu og öllu, sem ber-
andi ábyrgð á sljórii og framferði
herdeildar þessarar. Mælt er, að slíkur
gauragangur og varð á þinginu áð-
ur en nefnd vantrauslsyfirlýsing var
samþykkt gegn Bethman-Hollweg
með 293 gegn 54 atkv., sje eins-
dæmi í þingsögu Þjóðverja í seinni
tíð, og voru það einkum jafnaðar-
menn í þinginu, er hvellinn gerðu
hæstan og hömuðust að kanslar-
anum og hermálaráðheranum, von
Falkenheim, er gerð voru slík ó-
hljóð, að þegar hann vildi taka til
máls, fjekk hann engu orði upp
komið mínútum saman fyrir ólát-
um. Voru jafnaðarmenn honum
reiðastir fyrir það, að um 30 borg-
arar f Alsace höfðu verið hnepptir
í varðhald fyrir mótmæli gegn
svívirðingum hersins.
Dýrt heitrof.
Það er hvorki meira nje minna
en 9 000 0000 skaðabætur fyrir
heitrof, . er frú ein í St. Louis i
Bandaríkjunum, Úrsúla Barbara
von Kalinaursky barónessa gerði
tilkall til frá milljónamæring ein-
um í Vesturheimi, Michael Hurley
að nafni. Hún kvaðst hafa kynst
honum fyrst í París 1912 og
tveim dögum síðar hjelt hann
veislu og gerði þar heyrinkunna
trúlofun þeirra. Dagana þar á
eftir kvaðst hún hafa eytt 36 000
krónum í undirbúning undir brúð-
kaupið, en er að því kom var
hann allur á brott. Kunnings-
skapur þeirra tókst með þeim
hætti, að bifreiðar tvær, er þau
óku í, rákust á, og við það tæki-
færi þeyttist Hurley upp í vagn
hennar og kastaðist við árekstur-
inn beint í fang henni. En ekki
varð samt vinskapurinn með
þeim varanlegri en þetta.
Keisarfrúin þýska.
Viktoría Ágústa er mjög sjúk
talin 7. þ. m., en mjög leynt fer
um hvað að henni gangi. Sím-
að hefur verið eftir lækni bresk-
um. Mælt er að keisari sitji við
sóttarsæng hennar öllum stund-
um, er hann fær við komið frá
nauðsynlegustu og óhjákvæmi-
legustu stjórnarstörfum, jafnvel
matist í herbergi hennar, og eru
Þjóðverjar áhyggjufullir mjög um
heilsufar hennar.
Ávarp
Eins og flestum bæarbúum er kunnugt, er sjaldan langt liðið at
desembermánuði þegar skortur og neyð fer að heimsækja ýms heimili
hjer í bænum. I jólavikunni kanu að vísu að rætast nokkuð úr fyrir
ýmsum, því að margir verða þá til að rjetta fátækum hjálparhönd; en
eftir nýárið harðnnar oftast aftur að stórum mun og bágindin haldast þá
þangað til fer að líða að vorinu og atvinna glæðist. Þannig hefur það
verið, og ekki er útlit fyrir að hagur fátæklinga verði betri í vetur,
nema miður sje.
Af ofangreindum ástæðum hefur undirrituð framkvæmdarnefnd Uir—
dæmisstúkunnar hjer í bænuni áformað að gangast fyrir því, að fátæk-
lingar eeti fer.gið ókeyois máltíðir meðan harðast er í vetur og veita
þær í Goodtemplarahúsinu k'. 10 til kl. 1 árdegis virka daga eftir því
sem föng leyfa.
Vjer treystum því að fjeiagar vorir og margir aðrir góðir borgarar,
styðji fyrirtæki þetta með gjöfum, sem vitanlega mega vera í matvörum
sem peningum, er öllu verður varið í þarfir fátæklinganna, því að
húsnæði fæst ókeypis og mest öll vinnan líka.
Vjer búumst við að ýmsum sem daglega bíða árangurslaust eltir
viunu niður við bryggjurnar allan morguninn bæði svangir og kaldir,
þyki vænt um að geta sest í hlýtt herbergi í G.-T.-húsinu og fengið
þar ókeypis máltíð ef buddan er tóm, en annars fy ir nokkra aura, ef
þeir kunna betur við það, og sömuleiðis er sennilegt að mörg fátæk
móðir vilji líta inn með eitthvað af börnum sínum, sem ekki eru f
barnaskóla Reykjavíkur og fá því ekki að borða þar.
Vjer vitum að góðgerðasemi er mikil hjer í bæ, en margir munu þó
hvorki hafa tíma nje tækifæri til að kynna sjer, hvar skorturinn og þörfin
er mest, en það munum vjer eftir megni láta oss hugarhaldið um, og ekki
gleyma þeim heimilum eða einstæðingum, jafnvel þótt þeir leiti ekki strax
lil vor að fyrra bragði.
Allt er undir því komiö að bæarbúar vilji trúa oss og þeim, sem
kunna að ganga í lið með oss, fyrir þessu starfi
Vjer treystum því að ritstjórar blaðanna flytji þetta ávarp vort, taki á
móti gjöfum og kvitti fyrir þær í blöðunum, og sömuleiðis tekur hver af
oss undirrituðum nefndarmönnnm við gjöfum í þessu skyni.
Ekkert væri osskærara, enað undirtektirnar yrðu svo góðar að vjer gætum
byrjað starfsemi þessa sem allra fyrst, eftir nýárið þegar þörfin verður
sennilega einna mest. Vjer væntum þess að um jólin njóti fátæklingar
venjulegrar jólaglaðningar hjá fjelögum og einstökum mönnum og gerum
því ekki ráð fyrir svona matgjöfum þá daga.
Undir eins og vjer sjáum oss fært að byrja að úlhluta máltíðum, verður
þess getið í báðum dagblöðunum.
Reykjavík 4. desember 1913.
5. A. Gíslason, Ási. Einar þorsteinsson, Lindargötu 19.
Guðjón Jónsson, Kleppi, Páll Jónsson, Laugaveg 11.
Jönina Jónatansdöttir, Þingholtsstræti 15.
Otto N. þorláksson, Vesturg. 29. Flosi Sigurðsson, Þínholtsstr. 15.
Guðm. Gamalielsson, Lækjarg. 6 A, Sigurjón Jönsson, Laugav. 63.
Jón Hafliðason, Hverfisgötu 4 F.
Vjer undirritaðir gefum þessu fyrirtæki bestu meðmæli vor:
Páll Einarsson, borgarstjóri. Kristján Jónsson, dómstjóri.
Arinbj. Sveinbjörnsson, bóksali, bæarfulltr. L. H. Bjarnason, próf., bæarfulltr.
Ásgeir Sigurðsson, kaupmaður. Magnús Blöndahl, kaupmaður.
Ásthildur Thorsteinsson. Morten Hansen, skólastjóri.
Bjarni Jónsson, prestur. Ólafur Ólafsson, fríkirkjuprestur.
Björn Kristjánsson, bankastjóri. Páll Gíslason, kaupmaður.
G. Björnsson, landlæknir P. J. Thorsteinsson, kaupinaður.
Halldór Daníelsson, yfirdómari. Sighvatur Bjarnason, bankastjóri.
Hannes Hafstein, ráðherra. Sveinn Björnsson, yfirdómslögmaður, bæarfulltr
Indriði Einarsson, skrifstofustjóri. Th. Jensen, kaupmaður.
Ingibjörg H. Bjarnason, forstöðukona kvennaskólans.
Tryggvi Gunnarsson. f. v. bankastjóri, bæarfulltrúi.
Jóh. Jóhannesson, kaupmaður. Þorleifur Bjarnason, adjunkt.
Jóhann Þorkelsson, dómkirkjuprestur. Þórhallur Bjarnarson, biskup.
Jón Helgason, prófessor. Þorsteinn Guðmundsson, fiskimatsmaður.
Jón Hj. Sigurðsson, hjeraðslæknir. Þórunn Á. Björnsdóttir ljósmóðir.
Kl. Jónsson, landritari, bæarfulltrúi. Þórunn Jónassen, ekkjufrú.