Vísir - 17.12.1913, Blaðsíða 4

Vísir - 17.12.1913, Blaðsíða 4
V í S » R ijggpx&mv&v&v&mv&Hm* 3 ^estur^ötu (husi Ó'. Eiríkssonar) er opnuð ný verslun. Þar fæst: Ýms Barnaleikföng, Jólatrjesskrauf, Jólakerti, > Spil, Póstkort, Flugeldar, Sælgæti, Lakrits, Avextir nýir og í dósum, Vindlingar, Vindlar o. m. fl. Eftir H. Rider Haggard. ----- Frh. Hann tók ofari húfuna og tók til ináls af mikilli kurteisi: »Oöfuga hefðarmey!« mælti hann »Víst mun þig furða það mjög að hitta mig hjer eftir brjef það, er jeg ritaði þjer, þar sem jeg kvaddi þig. En muna munt þú það, að í því brjefi gerði jeg ráð fyrir að forlögin mundu aftur láta okkur mætast ein- hverntíma. Og er það mjer sjálfrátí, að jeg er aftur kominn hingað og spá mín rættist svo skjótt. Sann- leikurinn er sá, að þegar jeg var nærri kominn alla leið til Lundúna, komst jeg á snoðir um, að mjer væri þar allmikil hættu búin vegna falsákæru nokkurrar og rógburðar vondra manna. Var það slík hætta, að jeg taldi hyggilegra að halda aftur til Suðurfylkis og ná í skip við einhverja austlæga höfn. Kom jeg hingað í gærkveldi og frjetti að þú værir farin úr klaustrinu og svo það að ykkur feðginum hefði orðið sundurorða. en hann setti þig í varðhald í þessum ílla bústað. Tel jeg það óhappaverk hið versta, en sannast er það, að svo er hann frá- vita af sorg, sjúkdómi og hugar- móði, að hann veit varla hvað hann gerir.« Hann þagnaði, en er Ragna svar- aði engu, tók hann afiur til máls. »Meðaumkvun með þjer í þess- um bágu kjörum, — já, og ást sú, er etur hjarta milt upp til agna sem eyðandi eldur, ollu því, að jeg fór á fund föður þíns og fjekk leyfi hans til þess að vitja um þig, til þess ef auðið væri að mjer tækist að mýkja skap þitt og hug í hans garð.« Aftur þagnaði hann. En Ragna þagði líka. »Og svo hef jeg frjettir að færa þjer«, bætti hann þá við, »er jeg býst við að þjer þyki daprar og mjer fellur þungt að hljóta fyrstur að verða til að færa þjer, þótt niaður sá, er þau snerta einkum, væri fjand- maður minn og meðbiöill. Hugi frá Krossi, maðurinn, sem þú hefur talið þig heitbundna, er dauður!« Hún titraði við lítið eitt, er hún heyrði þessi orð, en enn svaraði hún engu, því hún Ijet seint af því, er hún hafði.ásett sjer. Greifinn mælti þá em fremur: »Fregn þessa sögðu mjer tveir af mönnum hans sjálfs, sem við mættum á fiótta frá Lundúnum til Dúnvíkur. Svo er að sjá, sem sendi menn föður þíns hafi fyrri orðið á konungsfund en Hugi, og sagt honum vígin í Blíðuborgarmýri. Svo kom Hugi sjálfur, en þá ljet konungur handtaka hann og vofuna hans, bogvaldinn mikla, hóf rann- sókn gegn þeim fyrir morðið á Jóni bróður þínum, riddurum mín- um og Tómasi frá Kesjulandi, er þeir lýstu djarflega á hendur sjer. Hans Hátign konungurinn var örvita af reiði og kvað á þessum tímum voða glæp að hafast slíkt að, því nú væri ófriðartímar og veitti ekki af að halda á hverri hönd til þess að berjast við Frakkn. Kvað hann nú dauðadóm skyldu koma í veg fyrirað slíkar innanlandsóeirðir ætlu sjer stað framvegis. Bað hann nú að Ieiða kaupmanninn á höggstokk. en að hengja bogmanninn, fjelaga hans, og gaf þeim færi eina stund til þess að búa sig undir dauðann. Já, og svo var konungur reiður,« mælti Játmundur ennfremur og gaf nánar gætur að, hversu henni yrði við orð sfn, en sá henni hvergi bregða, — »að hann ljet reiði sína Iíka bitna á mjer, því hann gaf skip- un um að grípa mig höndum, hvar sem jeg fyndist, og varpa mjer í dýflissu, ásamt riddurum mínum, uns jeg hefði hreinsað mig að fullu fyrir | rjetti af sökum þeim er bornar væru | á mig. Málgegn föður þínum lætur j haiin niður falla, þar sem hann missti | son sinn, og hann hefur miklar mæt- ( ur á honum. Fyrir sakir þessar er ; injer nú einn kostur nauðugur, að forðast Lundúnaborg og leita mjer . hælis hjer. Frh. !_________________________! [ Niðursoðnir i ávextir, Kex—Krydd, Matarsalt, Búðingsduft, o. fl. fæst hjá ; Jt\C. m I k m 1 i m 53 fe m Bí i £3 K 53 K 1 §£ i lakksamlegci er tekið á móti allskonar náttúrugripum til náttúrusafnsins i barnaskóla ísafjarðar, svo sem fuglum, fiskum, eggjum, sniglum, steíntegundum o. s. frv. SCHLESCH. m | Mikið úrval I af f Skúfhólkum 1 (gull, silfur og plett), ásamt stóru úrvali af steinhring- um o. fl. smíðisgripum mjög ódýrt hjá Birni Símonarsyni gullsmið. Vallarstræti 4. Ij3te3te3te2te5te2te&3te5te2te# f\x\t\$at £ eru smíðaðir fljótt og » vel hjá J Birni Simonarsyni ö gullsmið, Vallarstr. 4. Kína lífs-elixír fæst hjá 3t\c, J^axwasow. Stúlka óskar eú;r vist. Uppl. gefur D. Östlunc Unglíngs-stúlk^ prifin, trú og dygg, og sem er barngóð, getur fengið v?trarvist í góðu húsi hjer í bænum. Tilboð , merkt »Vetrar- stú!ka«, sendist á afgr. »Vísis«. gHÍ5»ÆDI|| Herbergi til leigu. Upplýs- ingar á Laugaveg 46 B. Eimreiðln 1—8 ár til söl« með góðu verði Afgr. v. á. Hálslin fæst strauað á Hverfis- götu 6. Ungur, ábyggilegur og duglegur maður óskar eftir atvinnu við verslun (utan-eða innan-búðar); má einnig vera erfiðisvinna. Afgr. v. á. TAPAÐ-FUNDIÐ Þeir, sem eiga föt til hreinsuiiar og pressunar á Hverfisgötu 2B, vitji þeirra innan þriggja daga eða þau verða seld. Sá eða sú, sem lánað hefur tveim piltum af Barðaströnd rúm- stæði, gjöri svo vel að vitja þeirra á Hverfisgötu 2B. Silfurbúinn kambur tapaðist á Laugavegi í gærkvöldi. S'dlist gegn fundarlaunum á Laugaveg 23. Akkeri og einn hlekkur úr keðju hefur fundist milli Duusbryggju og steinbryggju. Vitja má til Vigfúsar Einarssonar, Laufásveg 27. KAUPSKAPUR Bókasafn alþýðu í skrautbandi, Musik til Bellmanns samlede Skrifter og ýmsar sögubækur, með gjafverði á Laugavegi 22 (steinh.). Brúkuð föt af heilbrigðu fólki tekin til sölu á Laugaveg 76 (búöin). Lúðu- og steinbitsriklngur er hestur á Klapparstíg 1, Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil. Östlundsprentsmiðja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.