Vísir - 18.12.1913, Blaðsíða 1

Vísir - 18.12.1913, Blaðsíða 1
Bgsæææa íKHSMB»«a«8WH»Í®SS8KK»^SSKa^ VícjV erelsta— besta og út- V loll breiddasta dagblaðið á íslandi.* j saffirat.* & | Vísir er blaðið þitt. jS Hann áttu að kaupa fyrst og fremst. í» Kemur út alla daga. — Sími 400. Agr i Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8síðd. 30blöð(frá 16. des,) kosta á afgr. 50 au. Send út um land 60 au.—Einsl.blöð 3 au. Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi), opin kl. 12—3; Sími 4Ó0. Langbestí augl.staður í bænum. Aug. sje skilað fyrir kl. 6 daging fyrirbirtiugu. Flmmtud. 18. des. 1913. Veðrátta í dag: Loftvog £ 1 Vindhraði Veðnrlag Vm.e. 752,0 3,8 A 6;Skýað R.vík 749,9 1,5 A 2 A -k.l ísaf. 753,3 1,4 A 5'Skýað Akure. 754,1 0,8 SSV 1 Ljettsk. Gr.st. 718,0 2,5 SA 4 Skýað Seyðisf. 755,7 2,5 A 3 kegn þórsh. 768,0 8,1 SV 7 Alsk. N—norð- eða norðan,A —aust-eða austan.S—suð- eða sunnan, V— ves-t eða vestan Vindhæð er talin ístigumþann- ig: 0—logn, 1 —andvari, 2—-kul, 3— goia, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvas5viðri,9 stormur, 10—rok.ll — ofsaveður, 12—-fárviöri. Skáleturstölur í hita merkja frost. jUvabwf (á morgun). Innihald; Fáninti. Orðsending til pðstmeistara. Stjónarskráin í ríkisráðinu. Kosningadagurínn. Þingmannatfni o. fl. o. fl. Jeg tek að mjer að smíða ails- konar húsgögn, einnig að inn- ramma myndir. Allt fijótt og vel af hendi ieyst. Komið fljótt, því nú er stutt til jóla. Reykjavík n/12 1913 Sig. Skagfjörð, I Grjótagötu 14. Ú R BÆN UH Jólablað Æskunnar hefur Vísi verið sent, snyrtilegt með mörgum myndum. Jólakvæöi eru þar eftir Guðm. Guðmundsson, Guðm. Magnússon, Ben. Þ. Gröndal og jólasögur eftir Jón Trausta, Þor- stein Finnbogason og Jóhannes Friðlaugsson. Blaðið kostar að eins 10 aura. Almanök — tvö sendi Brauns verslun Hamborg Visi í gær, bæði til að hanga á vegg. Var annað með skrautlegri mynd yfir. Vísir þakkar gjöfina. Gefin saman: 13. þ m. Þor- steinn Bjarnason, Hverfisgötu 3 A, og ym. Anna Friðfinnsdóttir s. st. Jón Gunnarsson, samábyrgðar- stjóri, er tekinn við gœslustjóra- starfinu í Landsbankannm af Jóni Ólafssyni, sem sagði því lausu áð- ur tími hans var útrunnin (31. jiíní). Matth. Óíáfssyni alþm. og kaupm. í Haukadal er veitt erind- rekastarfið fyrir Fiskifjelag íslands frá 1. næsta mán, Ólafi T. Sveinssyni, vjelfræðing frá Flateyri, er vcitt vjelaleiðbeininga- starfið fyrir Fiskifjelag Islands frá 1. n. m. gRADDIR ALMENNINGS Mjólkur sölureglugerðin Og bæarstjórnin. Bæarstjórnin samþykkti á fundi 4. þ. m. að færa lágmark mjólkurfit- unnar úr 3,259/0 niður í 3°/o- Urðu nokkrar umræður um þetta í bæar- stjórninni og þó furðu litlar, því þetta er sama og ekki lítil verð- hækkun á mjólk, sem áður var mjög dýr. Var þetta samþykkt á þeim grundvelli, aö af 95 sýnishornum, sem heilbrigðisnefnd Ijet rannsaka, reyndust 59 undir 3,25%, en ein- ungis 36 yfir því marki. Þessi rann- sókn þykir bæarstjórn og heilbrigðis- nefnd nægilegur grundvöllur til að lækka fitumarkið. En hvernig eru þessi sýnishorn fengin? Er nokkur trygging fyrir því aö þessi sýnishorn sjeu tekin af óblandaðri kúamjólk? Jeg geri ekki ráð fyrir því. Sýnishornin eru senni- lega tekin hjer á mjólkúrsölustöðun- um af handahófi. Tryggingin fyrir því, að mjólkin sje óblönduð eða óþynnt, því alls engin, rannsóknin þar af leiðandi einskis virði, Til þess að slíkar rannsóknir sjeu nokk- urs virði og hægt sje að nota þær sem undirstöðu til að ákveða lág- mark mjólkurfitunnar, þá verða þær að vera gerðar á mjólk, sem óyggj- andi vissa er fyrir að sje óblönduð, en sú vissa er ekki fengin með pví að taka mjólkina, sem rannsaka skal, á útsölustöðunum. Þessi vissa fæst ekki með öðru móti en því, að heil- brigðisfulltrúinn mjótki sjálfureða láti mjólka að sjer áhorfandi þá mjólk, sem ætluð ertil rannsóknanna. Önnur aöferð er ekki óyggjandi og hafi þessi aðferð ekki verið viðhöfð, þá er ekkert mark takandi á þessum rannsóknum. Nú er kúamjölk í vísindabókum talin að eiga að innihalda 3.7% fitu. Gamla lágmarkið (3.25°/0) er því 72% fyrir neðan það og V2°/o er mikið af ekki hærri tölu, það er tæpur % af fitumagninu. Hvort íslensk mjólk sje yfirleitt svo kosta- rýr eða hvað þær rannsóknir hafa verið nákvæmlega og samviskusam Iega gerðar, sem gjörðar voru áður en gamla lágmarkið var sett, veit jeg ekki. En hitt veit jeg, að ef þetta lágmark er of hátt, þá er íslensk mjólk mjög rýr. Frh. jHrRÁ ÚTLðNDOH^ Forsetakosningin ónýt í Mexíkó Þing Mexíkómanna hefur' 9. þ. m. ónýtt kosningu Huerta forseta og er ákveðíð að ný kosning fari fram í júlímán, — Þingið býst við að Huerta haldi |ró völdum þangað til í septemberlok. Mynd af Vilhjálmi Stefánssyni og skipi hans »Kar!uk« flytvrr enska blaðið »DaiIy Mirror* 10. þ. m. Er þar skýrt frá því eftir síniskeyti frá honum, að skip hans hafi rekið til hafs í stormi 24. sept. og voru á því 25 menn, og hafi hvorki hann nje aðrir fund- ið það síðan. Eldsvoði f námum. Þrettán manns biðu bana og marga vantar í námum í Rybuik í Schlesíu, er eldur kom upp í 8. þ. m. og kviknaði í gasi. Krýning Japanskeisara er ákveðið að fari fram 3. nóvem- ber að ári, Frá Kaukasus. í Jekaterinodar í Kaukasus rjeð- ust 20 vopnaðir ræningjar 6. þ. m. á landstjórann þar og rændu hús hans. Bardagi var harður og biðu 11 menn bana, en 6 særðust. Landstjórinn komst Iífs af. TIL JÓLA verður gefinn 6% afsláttur af öllum vörum frá hinu lága verði r verslun Ingvars Pálssonar Hverfisgötu 11. Rfkiskanslarinn þýski fer ekki. Bethmann-Hollweg er ekki á því að láta af völdum. Hann hjelt ræðu í ríkisþinginu þýska 9. þ. m. og fórust meðal annars svo orð: »Hin svonefnda vantrausts-yfir- lýsing yðar á mjer hefur ekki haft óg mun ekki hafa nokkur áhrif á mig. Jeg hef hvorki beiðst nje mun beiðast lausnar hennar vegna. Sjerhver tilraun til þess að reyna að hafa áhrif á ákvörðunarvilja keisarans í því efni er gagnstæð ríkisgrundvallarlögunum. Keisarinn einn og enginn annar er að rjett- um ríkisgrundvallarlögum sá, er rjeltinn á, að skipa og víkja frá kanslara ríkisins, og jeg ætla mjer af alefli að beita mjer gegn sjer- hverri tilraun hverju nafni sem nefn- ist, er'þingið kann að gera til þess, að ganga á stjórnlögmæt einkarjett- indi keisarans! Já, herrar inínir! Sjerhverri slíkri tilr)un (hvert sem tiún kemur fram í synjun á að afgreiða fjárlög e/a á annan lrátt) af þingsins hálfu, skal verða mætt með ósveigjanlegri andspyrnu. Vjer höfum ekki þingræðisstjórn hjer, eins og á Frakklandi og á Bretlandi, og jeg skal róa að því öllum árum af ýtrasta megni, að slík skipun komist aldrei hjer á, þótt hreyfing- ar yrði vart í þá átt.« Kanslarinn hefur þannig steytt hnefann framan í ríkisþingið, haft vantraust þess að engu, sýnt þeim franr á máttleysi og fullkomið alræði keisarans. Nærri má geta, að jafn- aðartnenn í þinginu urðu reiðir, og er viðbrugðið ræðu þeirri er Scheide- mann, eftirmaður Bebels, hjelt þá, — þótti hún hin skörulegasta og sýndi Ijóst að lítið gæfi hann eftir fyrirrennara sínum. Kvað hann meðal annars örðugt mundu verða fyrir kanslarann að koma málum ríkisins fram við erlendar stjórn- ir, er allir vissu að náiega allt þing ríkisins væri hætt að bera traust til hans, og þarmeð þjóðin mest öll. 1. sögu-kvikmynd. Til þess aö verða við óskum margra manna, ætlar Nýa Bíó að sýna flokk sögu-kvikmynda og hefjast þær í kveld með kvikmynd eftir hinni heimsfrægu sögu Vlctor Hugo’s: Notre-Dame- kirkjan í Parísarborg. Kynnið yður fiokkinn frá upphafi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.