Vísir - 26.12.1913, Blaðsíða 3
V f S I R
SetidvB au^t
(í .nanlega.
bak. liestt rinn íí't afl mjak..st til ’—
en aftur á bak, tii þess er bann var
kominn aö nœstu iiúshlið, þá fðr
hann að prjóm, hrærði með lióf-
unum í hreina, norræna loftinu,
steig í framlappirnar aftur, leit við
með örlagaþrungnum glampa í
augunum, og virtist nú hafa tekið
fasta ákvörðun. Hann fór að nudda^
mjer við húsvegginn, sem var klædd-
ur bárujárni. Jeg sætti lagi eitt
sinn, er hann dró andann, og hopp-
aði af baki. Jeg aftók að ríða þess- !
um hesti. Jeg vildi fá annan.
Alstaðar umhverfis mig voru
glottandi íslendingar og töluðu mál
feðra vorra, sem var ekki betra en
kínverska fyrir mig.
Jeg skýrði fjelögum mínum frá
því, að hestur sá, er jeg fyrir 22
árum sem ungur stúdent hefði riðið
á frá herragarði einum í Smálandi
til Vimmerby tvisvar í viku, til að
sækja póstinn, hafi verið þrítugur
mjólkurvagnshestur og að engin
íllkvitni eða strákskapur hefði nokkru
sinni fengið að komast inn í sálu
hans. Jeg vildi fá hest sem líkast-
an honum, ef hægt væri.
Kalli Danfel 7, sem auðvitað átti
hesthús í Stokkhólmi og hafði
tamið margan einn Bukefal, tók
við viðsjárgripnum og fjekk injer
sinn hest. Hann stóð kyr eins og
ronshesturinn á Gústafs Adólfs-
torgi.
Lestín lagði af stað, en minn
hestur virtist vera í þönkum. Hann
hreyfði sig ekki úr sporunum. Jeg
reyndi að gera íslendingum skiljan-
legt með bendingum, að fá mjer
eitthvert keyri. En það er lítið um
trje á íslandi. Jeg tók af mjerbelt-
ið og sveiflaði því ægilega. Óg allt
beinu vaknaði hesturinn úr þönk-
um sínum og komst á þá hreyf-
ingu, sem jeg aldrei mun gleyma.
Hinir voru orðnir langt á und-
an. Það var eins og afturhlutar
hesta þeirra væru að hælast um,
hve langt jeg væri orðinn á eftir.
Og einhver eftirlægur neisti af
keppni fór að vakna í sál míns
hests og hann komst á stökk, þótt
vegurinn væri mjór og grýttur.
Ekki mín vegna — það skuluð
þið ekki hugsa — heldur sín vegna.
En að fáum mínútum liðnum fannst
honum brokk vera betra og sam-
rýmilegra virðingu sinni, Það er
brokkið það, sem jeg ávalt mun
minnast. Hann var svo gífurlega
hastur, að innan skamms voru öll
bönd brostin af innýflunum i mjer.
Vælindaö hringaði sig eins og orm-
ur uppi í kverkuin og hjartað ætl-
aði niður úr þindinni. Og í rnag-
anum hefur hlotið að líta út eins
og f álapyttl. Jeg náði fjelögum
nn'num, einmitt er þeir voru að
fara yfir dálitla á. Jeg æpti í þá,
þuldi þar erfðaskrá mína í stuttum
greinum og baö þá hugga fjöl-
fclvylduna, þegar heim kæmi. En
amiðurinn var hærri en óp mitt. —
Frh,
*) Einn förunauturinn frá Stokkhólmi.
Violanía.
(Framhald af Cymbelínu.)
—— Frh.
Giovauna stóð upp, g:kk fast að
rúminu, tók í hönd henni og strauk
um vanga henni. Vanginn var kald-
s'amur.
»Vertu róleg, barnið mitt! Þú
ert hjá mjer,« sagði Givoanna.
Violauta virtist nú fyrst koma
auga á konuna, en ekki sagði hún
neitt, bara horfði á hana.
Giovanna helti nú víni úr könn-
unni í glasið.
»Drekktu þetta, barnið mitt! Þetta
er ósvikið vín.«
Violanta drakk úr glasinu, er
gamla konan bar það að vörum
henni og studdi við hnakka hennar.
Svo lagði hún höfuðið aftur út af á
koddann. EFtir litla stund var sem
líf færðist í augu henni, eins og
móða hyrfi af þeim. Og Giovanna
gaf henni annað víng'as til.
Þegar hún hafði teigað úr því í
botn og iegið ttundarkorn hreyf-
ingarlaus, sá roða bregða fyrir í
kinnum henni, — svo var sem
þróttur og líf færðist í hana og
hún fjekk tnálið.
»Guð hjálpi mjer! - Hvar er
jeg?« hrópaði hún veikri röddu.
»Þú ert þar, sem þjer skal ekk-
ert íllt verða gert. Vertu róleg,
— óttaslu ekKi, Violanta Forthclyde.«
Violanta hrökk við er hún heyrði
nafnið sitt.
»Pabbi, — mamma! Hjálp!hjálp!«
hrópaði hún og reyndi að rísa upp.
Giovanna klappaði blíðlega á
koll henni og ýtti henni með mestu
hægð út af á koddann aftur. Hún
mælti á ítalska tungu, er Violanta
skildi vel og talaði.
-Hvað hefur mjer verið gert?
Hvar — hvar er jeg?« sagði Vio-
lanta.
»í Neapel, barnið mitt. — Já,
þjer hefur verið gert tii miska og
þú verður að vera róleg, ef jeg á
að geta hjálpað þjer.«
»í Neapel? En, guð núnn góð-
url Hvernig er jeg komin hingað?
Hvar er ungfrú Marion? Hvar er
Vancour hertogi? Hvar? hvar?
»Kæra Violanta. Jeg get ekki —
má ekki segja þjer neitt,« sagði
Giovanna með áherslu. »En þú
ert undir minni vernd. Þjer skal
ekkert íllt verða gert, bara ef þú
lætur mig ráða! Þú færð síðar að
vita allt, en nú — nú verðum við
að vera rólegar.«
»Fólkið mitt?«
»Þú mátt ekkert lmgsa um það
núna, — þú íærð að sjá það síðar,
— ef guð og hin heilaga mey lof-
ar. —«
»Svik! svik! — Allt svik! Hvað
hef jeg til saka unnið? Hví eltir
þessi voðamaður mig á röndum?«
»Hver?«
sRubeoli greifi. Varðveittu mig
frá þeim voðamanni. Jeg er hrædd
viö hann.«
»Jeg skal gera það, Violanta. En
þá verður þú að treysta mjer.«
»Má jegtreysta — þjer? Á jeg —
að þora það?«
Og Violanta horfði í augu Gio-
vönnu og vöknaði um brár. Og
hún sá þar ekkert hræðilegt, — ekk-
ert nema sorg.
"Fyrirgefðu! Jeg er svo hrædd!
Jeg sje allstaðar svik — skelfingu.-.
Giovamn hje’.t fast og innilega í
bönd henni.
>Er pabba og tnömmu mikil
hætta bú:n?«
»Nei, vertu óhrædd. — Þetta
lagast allt, — bara ef þú ferð að
mínum ráðum. Nú sæki jeg ávexti
handa þjer, — þú verður að nær-
ast á einhverju. En inundu það, —
þiggðu ekkert af neinum, nema
mjer, hvorki mat nje drykk, — ekki
nokkra ögn. Og ef einhver kemur
hjer, sem jeg vona að jeg geti
komið í veg fyrir, þá láttu engan
bilbug á þjer fiuna, annaðhvort
svaraðu engu eða þá fullum hálsi.
j Jeg skal vera hjá þjer, þegar jeg
! get, — jeg skal vernda þig. En nú
, fer jeg og sæki ávextina, — þú
verður að maíast, — það varðar
líf þitt.«
Frh.
/SÍ
LÆKNAR
eru oftast til fyrirliggjandi hjá
Birni Símonarsyni gullsmið,
- Vallarstræti 4.
is
1 Guðm.Björnsson
landlæknir.
y Amtmannssfíg 1. Sími 18.
sj Viðtalstími: k! 10—11 og 7—8.
Ö1 Gunnarsson
læknir.
Lækjargötu 12A (uppi).
Liða- og bein-siúkdómar
(Orthopædisk Kirurgi)
Zi
ts
?L
Massage, Mekanotherapi.
Heima 10 —12. Sími 434.
Massage-lœknir
Guöm. Fjetursson.
Heima kl. 6—7 e. m.
Spítalastig 9. (niðri). Sími 394
M. Magnús,
iæknir og sjerfræðingur
í húðsjúkdómum.
Viðtalstími 11 — 1 og ó72—8.
Sími 410. Kirkjustræti 12.
Þorvaldur Pálsson
læknir,
sjerfræðingur í meltingarsjúkdómum.
Laugaveg 18.
Viðtalstfmi kl. 10—11 árd.
Talsímar: 334 og 178.
Híuá
Þórður Thoroddsen
fv. hjeraðslæknir.
ágj Túngötu 12. Sími 129.
SS Viðtalstími kl. 1—3. SS
m m
Magnús Sigurðsson
Yfirrjettármálaflutningsmaður.
Kirkjusírœti 8.
Venjulega heima kl. 10 — 11.
Yfirrjettarmálaflutningsmaður,
Póslhússtrætí 17.
Venjulegaheima kl. 10—11 og4—5.
Talsími 16.
psr E L D U R !
Váiryggið í „General“.
Umboðsmaður
Sig. Thoroddsen.
Fríkirkjuveg 3.— Heima 3—5.
Sími 227
1
Óskaðlegt mönnum og húsdýrum.
Söluskrifstofa: Ny Östergade 2.
aKöbenhavn.
Fallegustu líkkisturnar fást
hjá mjer—altaf nægar birgð-
ir fyrirliggjandi — ennfr. lik-
klæði (einnlg úr silki) og lík- p
kistuskraut. , |
Eyvindur Árnason. k
^a$t\a vaulsfi\kV\a.
Eftir
H. Rider Haggard.
—— Frh.
VIII.
Það var klukkan rúmlega 3 sama
daginn, sem Ragna drakk mjólkina
og nokkrum stundum eftirað hana
tók að dreyma, að Hugi kom og
menn hans, heilir á húfi en þrek-
aðir mjög, námu staðar á hestum
sínurn nærri uppgefnum fyrir
klausturdyrunum í Dúnvik.
»Það er best að fara þegar til
virðulegs borgarstjóra og birta hon-
um skriflega skipun konungs, herra!«
sagði Grái-Rikki, er þeir riðu um
Aðalstræti. »Þú eyddir að óþörfu
miklum tíma í marklausan skotleik
í Windsor, þvert á móti vilja mín-
um. Og nú eyðir þú enn meiri
tíma i óþarfa hjal í Dúnvík. Nú
er sól að lækka á löfti, og má vel
vera að Frakkar hafi fengið njósn
af ferðum vorum og sjeu varir um
sig, og hver getur sjeð til að leggja
ör á streng í myrkri?*
»Nei, maður!« svaraði Hugi fast-
mæltur. »Fyrst verð jeg að vita
hvernig henni líður!«
»Ungftú Rögnu líður hvorki bet-
ur nje ver fyrir það, þótt þú vitir
líðan hennar, en sá, sem þjer væri
þörf að tala við, getur sloppið
fyrir það hjá fundi þínum, því
vafalaust hefur hann á hverju strái
njósnarmenn. En ger þó sem þjer
líkar og Ieyf mjer að þakka guði
fyrir, að engri stelpu hefur enn
tekist að bregða fyrir mig fæti, lik-
lega sðkum bess, að jeg var ekki
fæddur asni!«