Vísir - 10.01.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 10.01.1914, Blaðsíða 2
V í sil R fá ekki betri gjafir, en hinar ágætu mynda- bækur og sögubækur með myndum frá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Oft er þörf en nú er nauðsyn, að spara peninga sína. V Verslunin ,Asbyrgi‘, Hverfisgötu 33, selur vörur sínar með sama verði og fyrlr jólin, t. d. sjerlega gott verð á kaffi og sykri, kakaó pd. 85 aura súkkulaðí — 75—100 — kex, sætt — 30 aura margarine, 4 tegundir, á 40—55 aura. ostar, 4 tegundir, o. fl. o. fl. í versluninni „ÁSBYRGI“, Hverfisgötu 33. Mðarhús til sölu á framtíðarstað bæarins, rjett við höfnina. (Til afnota 14. maí.) Afgr. v. á. Palladómar. ---- Frh. II. Stefán Síefánsson. 1. þingmaður Eyfirðinga. (F. 29. júní 1863). Hann hefur setið níu þing, 1901 til 1913, allt af í umboði Eyfirðinga, Sjö fyrstu þingin var hann 2. þing- maður, en tvö hin síðari 1. þing- maöur þeirra. St. er svo farið, að hann er maður í hærra Iagi, flatvaxinn nokkuð, beinamikill og þreklegur, mikill um herðar, lítið eitt lotinn, limaður vel og vel á sig kominn um allt. Hann er fríður sfnum, dökkgráeygur, hvass- eygur og þó hýreygur, bjartleitur og sljettleitur, enni mikið nokkuð og hafið, brúnastór og þykkleitur, munn- fríður og neffríður, dökkur nokkuð á hár og hærður ve), skegglaus, nema granarskegg og er það Ijóst nokkuð, svipgóður og svipþjettur. Býður hann góöan þokka í við- kynning og sanivinnu og er þó svo þjettur og sækinn, að vel fær hann vilja sínum haldið, er það skiftir hann máli. Það mun hafa verið álit ekki fárra manna um St á fyrstu þingárum hans, að ekki mundi svo úr honum rekjast, að hann mætti um marga hluti telja til þeirra nýtari manna á þingi, og þó mun það þegarhafaí ljós komið, að hann var þess búinn, að halda fast á málum sínum og kjördæmis síns, ef við þurfti og hann fengi því við komiö. Munu bonum þá ekki hafa látiö allijett sum þingstörfin, enda ekki vasast íþjóð- málum áður og ekki haft til brunns að bera í þeim efnum annað'enal- mennustu þekking bænda. En reynslan hefur sannleikann í ljós leitt um þingmennsku St., svo sem um annað. Hann hefur hag- fært sjer þingreynslu sína, numið það af öðrum, er beíur mátti vera, lagst á málin með föstu fylgi, gaum- gæfni og alúð, og verið ólatur til starfanna, enda orðinn viðsæmanlega leikinn og hagsýnn í störfum. Dylst engum, þeim er til þekkir, að þing- mennska hans hefur tekið miklum framförum. Er það því virðingar- verðara, ef þess er gætt, að dómur sumra er sá, að hann sje ekki nema meðalmaöur að skýrleik að eðlis- fari, Þó að talið hafi verið, að St. sje ekki mælskumaður, hvorki að orð- færi eða efnisskipan, þá dylst það ekki að hann er búinn þeim þing- mannskostum, er nú voru greindir, og auk þess svo fasttækur og liðleit- inn við áhugamál sín og það, er kjördæmi hans má til heilla horfa eða kjósendur hans hafa falið honum, að um það eru menn vart á tveim áttum, að ekki kaupa aðrir menn betur málum sínum á þingi en hann. Það hefur og sýnt sig, að St. nýtur trausts meðal þingmanna, og mun það aukandi farið hafa. Hann hefur verið skipaður í margar þær þingnefndir, er fjallað hafa um mikils- verð mál, og mætti þar ærið upp- telja. Skal aðeins á þessu gripið; Landbúnaðarmál, brunabótamál, fiski- veiðar, kirkjumál, skólamál (gagn- fræðaskólar, kennaraskóli, lagaskóli, lærðiskóli), þjóðjarðasala og kirkju- jarða, Iæknahjeruð, læknaskipun, skatta- og toll-mál, kennslumál, vá- trygging sjómanna, ræktunarsjóður, fjárlög, símamál, hagfræðisskýrslur, hjeraða-samþyktir (veiði, mótak, frið- un sels o. fl.), landsreikningar (þrem sinnum í reikningslaganefnd) og stjórnarskráin. St. er um sumt ekki rninni ný- mælamaður en aðrir þingmenn, og hefur hann ekki fáu af því fleytt í friðarhöfn, mörgum þingmönnum framar, þótt ekki hafi allt af byrlega blásiö, og aldrei hefir hann verið þar gleyminn á kjördæmi sitt. Sleppt verður aö telja laganýmæli hans. Þó verður eitt að nefna. Það er Iögin um merking á kjöti. Frum- varp til þeirra laga flutti hann með Pjetri á Gautlöndum og Þorleifi á Hólum. Mun mega víst telja, að þau lög sjeu eitt með því þarfara í búnaðar- og viðskifta-löggjöf vorri, og er það mál nýtra manna, að þegar sje sjeður órækur vottur þess í kjötsölunni. Það er og sannast, að St. sýnir sig að vera þjóðhollur framfaramaður, og vill efla og bæta á alla lund aðalalvinnuvegi vora, jafnt og hann annars vill fara spar- lega með fje landsins. Reyndar segja sumir, að hann eigi úrvöndu að ráða með sparnaðinn, ef Eyfirð- ingar vilji fá brýr, síma, vegi o. fl. Frh. Eftir Rider Haggard. ----- Frh. «Vera má, að svo sje,« svaraði Ragna — »jeg skal biðja fyrir hon- um, því að það er skylda mín, Og jeg mun einnig biðja þess, að jeg hitti aldrei fyrir annan vin slíkan, sem faðir minn reyndist mjer.« Hún laut síðan andartak niður að Huga og fórnaði höndum yfir hon- um, eins og hún væri að blessa hann, Síðan hvarf hún á braut jafn- hljóðlega, sem hún hafði komið. Þrír dagar Iiðu áður Hugi kom aftur til sjálfs sín og var hann þá svo máttfarinn, að hann varð að liggja rúmfastur hálfan mánuð og mátti varla svo mikið, sem mæla orð frá munni. Arnaldur klerkur stundaði hann kostgæfilega með hjálp Gráa-Rikka, er jafnan færði húsbónda sfnum mjólkurblöndu til Íþess að nærast á og sat með bog- ann á baki sjer og öxi í hendi, en opnaði aldrei sínar nauðljótu varir. Klerkur sagði sjúkingnnm, að Ragna Iværi heil á húfi, en liann mætti ekki sjá hana fyrr en honum væri batnað. Hugi þráði bata sinn og hrestist smámsaman. Kom að því einn góðan veðurdag, að hann mátti rísa úr rekkju og setjast á bekk f geisl- um vorsólarinnar fyrir opnum glugga. En hann var ekki fær um að ganga, og olli þvf ekki einung- is áfall það, er hann hafði fengið af höfuðhöggi Kleifa-mannsins, held- ur og annað meiðsl, er hann varð nú fyrst var. Kom það nú f Ijós, aö þegar hann hafði fallið fyrir hinu mikla höggi, er nær hafði enst hon- um til bana, þá hafði undist undir honum fóturinn um vinstri öklann, tognaö svo á sinum og undist í Iiðnum, að hann varð aldrei síðan með öllu óhaltur. Einkum kendi hann þess meins á vorin, en engi gat sagt honum, hvort fremur olli því það, að hann hafði hlotið meiðsl- ið á þeim árstíma, eða veðráttufarið var þess valdandi. En þennan heillaríka dag setti hann slíkt lítt fyrir sig. Hann fann nú nýtt fjör færast í æðar sínar og vænti nú hins langþráða fundar Rögnu rauðskikkju. Loksins kom hún, vörpuleg, hugþekk og yndis- leg, því að harmur hennar og ótti var hjá liðinn og hafði hún náð sjer aftur til fulls. Hún kom ásamt Arnaldi klerki, því að hann vildi ekki við þau skiljast, og sagði nú hvort öðru sína sögu í viðurvist hans. Nú fjekk Hugi fyrst sannar frjett- ir af varðhaldsvist hennar og hversu svívirðilega henni höfðu verið byrl- aðar óminnisveigar. Hann frjetti um andlát Jóns frá Kleifum, jarðarför hans og erfðir Rögnu að öllum auðæfum hans. Þó dró það nokk- urn skugga yfir auðsæld þessa, að Akkúr hafði ekki svifist þess, að eigna sjer arfinn, og sent úttilskip- anir um hann á frakkneska tungu, »til allra þeirra er það varðaði*, »fyrir hönd löglegrar eiginkonu sinn- ar, frú Rögnu Akkúr, greifainnu af Noyónu«. — Hann frjetti einn- ig hversu konungur hafði brugðist reiður við, er hann spuröi undan- komu Akkúrs, og að hans hátign hafði slegið eign sinni á landeignir drottinssvikara þessa í Suðurfylki, en þar hafði að vísu ekki verið feitan gölt að flá, þvf að eignirnar voru svo margveðsettár, að þær voru einskisvirði. Loks spurði hann og það, að Ját- varður konungur hafði getið þess í brjefi til Andrjesar Arnalds, er þangað hafði borist þennan sama morgun, að hann sakaði á engan hátt Huga frá Krossi um undan- komu Akkúrs. Þess var enn getið í brjefi konungs, að hann kvaddi Huga frá Krossi á fund sinn, ef hann rjetti við af áverka þeim, er Jón frá Kleifum hafði veitt honum og hann myndi hafa hlotið grimm gjöld fyrir, ef hann lifði. Skyldi Grái-Rikki vera í för með Huga og áttu þeir að hitta konung annað- hvort á Englandi eða í Frakklandi, því að þangað hafði konungur heitið för sinni hið bráðasta, til þess að jafna á fjandmönnum sínum. En Dúnvíkinga og borgarstjóra þeirra bar konungur ekki undan sökum. Þess var enn getið í brjefi kon- ungs, að Játmundur Akkúr hefði þegar sagt upp hlýðni og hollustu við Englakonung, er hann steig fæti á land í Norðmandíi og heföi þegar skorið upp herör og safnað liði til ófriðar gegn sjer. Ennfrem- ur teldi Akkúr sig löglega kvænt- an Rögnu rauðskikkju og krefðist því að taka arf allan eftir Jón frá Kleifum, en um þetta kvaðst kon- ungur þarfnast skýrslu, því að ef þetta reyndist rjett hermt, þá ætlaði hann sjálfur að slá eign sinni á all- an Kteifa-auð, Endaði brjefið á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.