Vísir - 10.01.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 10.01.1914, Blaðsíða 1
Vísir er blaðið þitt Hann áttu að kaupa fyrst og fremst Kemur út alla daga. Sími 400. Agr. í Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8 síðd. 25 blöð (frá 8. jan) kosta á afgr. 50 au. Send út um land 60 au.—Einst. blöð 3 au. Skrifstofa í Hafnarstræti 20. opin kl. 12—3, Sími Langbestí augl.staður i bænum. AugL sje skilað fyrir kl. 6 daging fyrir birtíugu. Laugard. lO. ]an. 1914. 12. vika vetrar. Háflóð kl. 4 árd. og kl. 4,24' síðd. Á morgun Afmœli: Frú M. N. A. Ólsen. Frú Svanlaug Benediktsdóttir. Lúðvíg Lárusson kaupmaður. Magnús Vigfússon Miðseli. Tryggvi Árnason trésmiður. ■ fkklstur fást venjulega tilbúnar ■ á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og I gæð gæði undir dómi almennings. — Sími 93. — Helgi Helgason. D ' ' Biografteater 13IO Reykjavíkur Glæpamannaforinginn „ TI G E R E N “ Leynilögregluleikur í 4 þátt- um; hin áhrifamesta kvik- mynd, sem enn liefir sýnd verið. — Sýningin stendur yfir miklu lengur en 1 kl.st. Betri sæti 50 aura, almenn sæti 35 aura, börn 15 aura. r Arvakur 9. janúar. Innihald: þingmannaefni. Ljenharður fógeti. Af verkunum skuluð þjer þekkja þá. Minnisseðill. Innl. og útl. frjettir o. fl. o. fl. Biblí ufyrirl e stur í Betel sunnudag 11. jan. kl. 6V2 síðd. Efni: Vltruntii í Dan, 7. kap. Hver eru hin 4 dýr, sem þar nefnast? lltuu mlk.ll and> stæðingur Gnðs; liver er hannl Allir velkomnir. O. J. Olsen. Myndir sýndar fyrirlestrinum til skýringar. Akureyri í dag. Kornforðabúr hefur sýslunefnd samþykkt að setja á stofn. Felur hún einum kaupmanni að út- vega svo fljótt sem hægt er 600 tunnur af korni og greiðast hon- um kr. 1,25 á tunnuna fyrir að liggja með það. Sildarafli er nokkur inni á Eyaíirði. Selur talsverður úti á firðin- um og hefur verið skotinn all- mikið. Dánir eru Guðmann Jónsson, bóndi og hómópati í FJjótum, og Jón Haltsson, bóndi i Skíðadal. laugard. ÍO. jan. kl. 8V2 líðd. í Inist K.. F. tJ. 91. (við Amtmannsstíg). Fundarefni: 1. Bœjavstjórnavkosn- ingin. 2. Fánamálið. Aríðaudi að bæjarstjórnarkjósendur úr Sjálfstæðis- flokki fjölmenni, jafnt konur sem karlar. U. M. F. R. Fundur á morgun í Bárunni kl. 4 síðd. (ekki ld. 6). Fundarefhi: Fyrirlestur — Skinlaxi (mjög fjörugur). Aðalfundur undirbúinn o. m. fl. — Mjög áríðandi að allir fjelagar ltomi og það stundvíslega. Stjórnin. (Hockey-fj elag-ið). Fundur á morgun (sunnudag) kl. 1* á liád. í Bár- unni uppi. Áríðandi ínálefni. Allir meðlimir mæti. Stjórnin. UR BÆNUM Fánanefndin hefur auglýst út um land, að menn sjeu beðnir að gefa henni nýar tillögur um fánagerð og sjeu þær komnar henni í hendur fyrir marslok. Stúdentafjelagið hjelt fund í gærkvöldi og skýrði formaður alþýðufræðslunefndarinnar, Jón Þorkelsson skjalavörður, frá starfi hennar síðastliðið ár og lagði fram endurskoðaða reikn- inga, sem voru samþ. með öll- um samhlj. atkv. Alþýðufræðslu- nefndin var síðan endurkosin. Þá hjelt Björn bankastj. Krist- jánsson skörulegan fyrirlestur um þingræði og voru síðan stuttar umræður. Þýskur botnvörpungur kom hjer snöggvast inn á liöfn í gær. Sagði fisk mikinn við Reykjanes, en ílt til veiða sökum storma. „Baldur“ kom í fyrrakvöld og »Bragi«. í gærdag, af veiðum við Vesturland; höfðu fiskað lítið. „Apríl“ fór til Englands í gær. Með honum tóku sjer far: Jón Björnsson kaupmaður, Ólsen umboðssali, Björn Ólafsson skiþ- stjóri, að sækja nýtt botnvörpu- skip, »Maí«, Jensen-Bjærg kaup- maður, Tómas Jónsson, Bjarni Bjarnason klæðskeri og nokkrir aðrir farþegar. 102 máltiðir gaf »Samverjinn« í gær. 79 börn komu, 10 karl- menn og 6 konur. En 7 manns var sendur matur heim, voru sumir þeirra veikir, en aðrir of klæðlitlir til að koma. Nokkrir menn komu forvitnisferð inn í matstofuna, einn þeirra lagði á borðið 18 kr. gullpening, er hann fór. K. HV XJ. 3ML fimmtán ára. Fyrir 15 árum, 2. jan. 1899, stofnaði sjera Fr. Friðriksson »Kristilegt fjelag ungra manna« hjer í Reykjavík. Var stofn- fundurinn haldinn í framfara- félagshúsinu á Vesturgötu og fjelagsmenn voru tómir drengir. Afmælisfundur þess var hald- inn hjer í fyrrakveld í sam- komuhúsi fjelagsins og var allfjölmennur. Fyrst var byrjað með sálmasöng og bænagerð, eins og venjulegt er. Þá var samspil, Karl Rudin ljek á harmóníum, en Loftur Guð- mundsson og Jón Helgason ljeku á fiðlur. Þá hélt sjera Bjarni Jónsson stutta ræðu og minntist ýmsra atvika frá fyrstu árum félagsins. Hann gat þess, að hann teldi það eina af gæfustundum lifs síns, er hann hafði fyrst kynnst sr. Fr. Fr. og þá um leið K. F. U. M.; það hefði meðal annars haft þær afleiðingar, að hann hefði, undir eins og hann kom til Hafnar til guðfræðisnáms, gengið i K. F. U. M. í K.höfn og kynnst þar ýmsum af bestu mönnum dönsku kirkjunnar. Eftir ræðu sjera Bjarna söng söngflokknr K. F. U. M. 4 lög undir stjórn Halld. Jónassonar cand. phil. Tókst það mjög vel, enda þótt flokkurinn sje fámennur (13) og hafi ekki Leikfjelag Reykjavfkur Laugard. (10. jan.) kl. 8 síðd. Ljenharður fógeti. Aðgöngumiða má kaupa í Iðnó. haft mikinn tíma til æfmga. Sungið var: »Fannaskautar faldi Iiáunm, »Yfir syeitum tíbrá titrar«, »Birlir ijfir breiðum« og »Eldgamla fsafold«. Þá sagði Guðm. Kr. Guð- mundsson kaupm. frá æfi fje- lagsins meðan það hjelt fundi í hegningarhúsinu og barna- skólanum. Hann endaði mál sitt með því að skora á fjelags- menn, að hugsa alvarlega um að taka nú á sig öll útgjöld af húseigninni, svo að ekki þyrfti að leita til annara um hjálp til þess. »Reynum að bera þær byrgðar sjálfir um leið og vjer keppum eftir þvi fegursta í heimi, að fylgja Jesú eftir.« Þá Ijek Karl Rudin á harm- óníum. Þá kom Pjetur Gunn- arsson hótelstjóri í ræðustólinn og sagði frá æfi K. F. U. M. í Melsteðshúsi, þar sem fjelagið tók verulega að festa rætur og hinar ýmsu deildir mynduðust. Loftur Guðmundsson ljek á harmóníum. Síðan flutti framkvæmdarstjóri fjelagsins, Páll Guðmundsson, stutta ræðu. Sagði hann frá fyrstu viðkynningu sinni við K. F. U. M. fyrir 5 árum og fór nokkrum orðum um hag fjelags- ins, síðan það kom í núverandi hús sitt. Svo sungu menn sólskinssöng- inn. Þá voru teknir í fjelagið 10 nýir fjelagsmenn. Loks mælti sjera BjarniJóns- son nokkur orð og bað fjelags- menn að gæta jafnan gleði krist- ins manns, og var svo fundi slitið kl. rúmlega 11. Yfir höfuð var fundurinn hinn ánægjulegasti og sýndi hvað fagrar minningar eru tengdar við fjelagið hjá ýmsum ungum mönnum bæjarins. Fundarmaður. Syrpa komin (II, 1). Vitjið hennar til Árna Jóhannssonar í Lands- bankanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.