Vísir - 10.01.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 10.01.1914, Blaðsíða 4
FRÁ OTLðNDlJMBII Ódáöastjórnln í Mexikó. Xtjáu hundruð manns dœmdir til dnnða. Enn einusinni mæna allra augu til Mexíkó með ógn og viðbjóði. Þar er þá fyrst frá að segja, að um áramótin stóð þar orusta milli stjórnarmanna og uppreistarhersins í 36 kl.- stundir við Ojiuaga. Fjellu afarmargir af báðum og særð- ust, en uppreistarmenn voru liðfleiri og unnu sigur. Snjer- ust og margir stjórnarliðar í lið með fjandmönnum hennar eða flýðu. Meðal þeirra er fjellu var Caravaro hershöfð- ingi, foringi sjálfboðaliða stjórn- arinnar, enskur maður. Stjórn- arherinn flýði inn í Ojiuaga- borg og gefst varla upp fyr en í fulla hnefana, en ytri vígi borgarinuar eru i höndum upp- reistarmanna. Ortega, foringi uppreistarmanna, hefur fengið skipun yfirstjórnarinnar um að taka af lífi 1800 stjórnarsjálf- boðaliða og fanga og 2 liðs- foringja; er stjórnarvöldunum kunnugt um skipun þessa. Blöð- in, einkum »Times« í Mexikó, kveða svo að orði, að »í djöful- legum blóðþorsta og tilfiuning- arlausri grimmd komist hvorki Kínverjar nje Tyrkir í hálf- kvisti við Mexikómenn«. Svo mikið er vist, að aldrei hefur þar verið háð geigvænni borg- arastyrjöld, þar sem bæði stjórn- in og fjandmenn hennar reyna að skara fram úr, hverjir fyrir sig, i verstu grimmd og ill- mennsku. Er nú svo komið, að varla er þar nokkrum út- lending vært i landi eða ótta- laust.enda þótt erlendrar vernd- ar njóti. Hefur verið ráðið á þá og hús þeirra, konur og börn skotin til bana, hús brennd og rænd. — En stórþjóðirnar sitja hjá og horfa í gaupnir sjer og þora ekki hver fyrir annari, að skerast í leikinn og gera enda á athæfi þessara mannhunda. Skip þau er þar eru og herdeildir Bandamanna við landamærin þora hvorki nje geta nokkuð aðhafst,—eru því meir til málamynda en verulegs gagns. Stórbruni á Montreal. 20 stórhýst brcnnn. Vatnsskortur hefir að undan- förnu verið i Montreal-borg í Bandaríkjunum og stóð mörgum ótti af. Varð og skjótt sú raunin á, að ekki var ótti sá ástæðulaus. Sprenging varð f vjelavopnabyrgi þar 29. f. m. og hlaust af íkveykja. Brunnu þar 6 bifreiðar, en eldurinn braust út og varð ekki við ráðið, því vatn fjekkst hvergi nóg til að slökkva. Brunnu þar á svipstundu 20 stórhýsi og nam tjónið mörgum miljónum króna. — Fjöldi fólks er hús- næðislaus og meiðsli urðu all- mikil og brunasár, en mann- VÍSIR Saltkjöt fœst á 30 aura pundið d Hverfisgötu 3 hjá 9 9 Amunda Arnasyni. Barnastúkubörnin Bollapör! Jollapör! Ekki færri en 50 tegundum af Bollapörum er úr að velja í ILolasnndi, getur því hver fengið það, sem hann óskar eða þarfnast, hvort heldur það eru Bollapör til daglegrar heima- brúkunar eða þau, sem prýða eiga fagurskreytt borð, þegar vinir koma í heimsókn. Enn- fremur eru nýkomin Sykurkör Og Rjómakönnur með ÍJölbreytt- um litum, og ótal margt fleira. Komið og skoðið. eru beðin að mæta við skrúðgönguna á morgun kl. lOVs árd. og þau, sem geta, hafi með sjer smáflögg. VINNA tjón ekki. Eldinn tókst að slökkva með því að sprengja í loft upp mörg hús á svæði því er bálið stefndi á, og er það tjón gífurlegt. Hnngurmorða ]>jóð. Svo mikil hungursneyð er i Aomori og Hokkaido hjeruð- unum í Japan, að slík hefir ekki komið þar síðan 1869. Upp- skeran hefir brugðist svo, að ekki er nema Viooo hluti af því, sem í meðallagi er, og fiskiveiðar hafa gersamlega brugðist. Alt fé er rifið út úr bönkunum, mörg þús. manns deyja daglega úr hungri og foreldrar selja dætur sinar í vændiskvennahús. Stjórnin hefir veitt sex milljónir »yen« til að afstýra neyðinni. Loftskeytl á botnvörp- ungum. Nú um nýárið hefir verið ákveðið að hafa loftskeytatæki á öllum botnvörpungum frá Húll. Þá geta eigendur og út- gerðarmenn skipanna jafnan gert skipstjórum sínum viðvart, hvar bestur sé markaður og hvert þeir skuli flytja afla sinn, auk annara þæginda, er loft- skeyti hafa í för með sjer. Herskipakaup Tyrkja. Tyrkir hafa nýlega keypt heljarmikinn bryndreka af Brasilíustjórn, »Rio de Janeiro«, fyrir frakkneskt lánsfé auðvitað. Hefir það vakið mjög gremju Frakka, þar sem lánsféð átti að nota til friðsamlegra fyrir- tækja, og síst til þess að sýna Grikkjum í tvo heimana i Egeahafl. Eru Grikkir æfir mjög og Frakkar fyrir þeirra hönd, er telja sig bandamenn þeirra, þrátt fyrir ógætnisorð Konstantíns konungs f Berlin i sumar í garð Frakka, er hann hrósaði Þjóðverjum um skör fram. Bryndreki þessi kostaði miljón sterlingspunda og jafnmiklu fje af láninu verja Tyrkir til vígbúnaðar drekan- um. Hafa þá Grikkir ekkert herskip er mætt geti dreka þessum, enda láta nú Tyrkir all-vigamannlega og þykjast ekki þurfa að gefa upp eyjar sinar fyrir þeim. Hungurmoröa lista- maður. Pólskur málari, Wenceslas Pelzyunski, er sýnt hafði mál- verk sin í Paris í sumar og haust og vakið talsverða eftir- tekt, fannst dáinn úr kulda og hungri í málarastofu sinni í Rue de Vaugirard. Hann kom til Parísar fyrir nokkrum mán- uðum til þess að reyna að selja myndir sínar, en þær eru frum- legar mjög, og fór hann aðra leið en almenningur þekkti í listreglum sínum, — fólkið er þar lengi að venjast við og melta það sem nýtt er og keypti þvi ekki myndir hans, þrátt fyrir það þótt að honum væri dáðst og náðarsamlegast látin í ljósi von um mikla framtið listamannsins. Hann var fjár- vana, varð oft að svelta dög- um saman og veðsetja aleigu sína. Hann fannst liggjandi andvana i rúminu. í herberg- inu var tómur spírituslampi, gamall yfirfrakki og myndbol- ur. Pelzyunski hafði orðið að selja öll málaraáhöld sín og myndadúka. Nú er talið víst að rifist verði um málverk hans og þau keypt dýrum dómum, — til þess að reisa honum veglegan minnisvarða, — þeg- ar búið er drepa hann úr hungri. 400 ár eru I dag siðan lokið var fyrstu prentun á Nýja testamentinu á grísku. Utgefandi þess vaf hinn frægi spánverski kardínáli og stjórn- málamaður Francisco Jimenes (f 1517). Atti þetta að vera upphaf að flokk bóka, er hjet Compluten- ser Polyglolte. Ekki var farið að selja bók þessa fyr en 1522 og því vannst Erasmusi frá Rotterdam tími til að láta prenta aðra útgáfu, er kom á • markaðinn á undan hinni. Böð geta kvennmenn fengið á Laug- ardögum, kl. 6—10 síðd. og karlmenn á sunnudögum, kl. 8—12 árd. Hverfisflötu 4 B (Dagsbrún). Síml 438. Ungur maður dskar eftir atvinnu viö verslunarstörf eða eitthvaö þess- háttar. Afgr, v. á. Stúlka óskast í vist nú þegar. Lúð víg Lárusson, Pingholtsstr. 31. Stúlka óskast i vist í Vestm.- eyjum. Afgr. v. á. Unglingsstúlka til að gæta barna, óskast nú þegar. Afgr. v. á. KAUPSKAPUR „Porterastangir“ með hringj- um, brúkaðar, óskast til kaups. Afgr. vísar á. Mjólk, mikil og góð, fæsl nú á Laugaveg 52. Fuglakjöt er til sölu ódýrt á Laufásdag 15. Húsið nr. 57 við Vesturgötu er til sölu. Uppl. á Laugav. 79. HÚSNÆÐI Herbergi óskast til leigu, hent- ugt fyrir verkstæði, helst við Laugaveg eða aðra aðalgötu bæarins. Uppl. á afgr. Vísis. 4—5 herbergja íbúð á góð- um stað í bænum, á móti sól, óskast til leigu 14. maí. Afgr. v. á. TAPAЗFUNDIÐ. Silfur-brjóstnál fundin. Vitja má á Vesturgötu 20. Sá, sem hirt hefur skrifuð blöð, er gleymdust frammi i póststofu i fyrradag, er beðinn að skila þeim sem allra fyrst á Skóla- vörðustíg 16. 10 kr. seðill tapaðist á mið- vikudaginn síðasta. Afgr. vísar á eiganda. KENNSLA Kennslu f Frakknesku veitir Adolf Guðmundsson, Vesturg, 14. (í Fjelagsbakaríinu). Heima frá 4—6 síðdegis, 14 ára telpa óskar eftir annari i kennslu með sjer, fáar stundir á viku. Reikn., rjettr. o. fl. Helgi Salómonsson, Tjarnarg. 18. Útgefandi Eirtar Gunnsrsson, cand. phil. Prentsm, Östlunds,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.