Vísir - 10.01.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 10.01.1914, Blaðsíða 3
V í S 1 R þessum hörðu og stuttorðu skila- boðum. »Segðu mjer, Ragna, fyrir guðs sakir, ert þú eiginkona þessa manns?« mælti Hugi og var mikið niðri fyr- ir. Frh- Eeglusamur maður óskar eftir atvinnu við skriftir eða verslunarstörf nú þegar. Afgr. v. á. Nýr 10 hesta Boliudermótór til sölu. Timbur-ofl kolaverslun Reykjavikur. Jónas Guðmundsson, löggilt- ur gaslagningamaður, Laugavegi 33. Sími 342. Elín Andrjesdóttir, Laugavegi 11 uppi, tekur stúlkur til kennslu í hann- yrðum. Gramalt gert nýtt, Allskonar viðgerðir á orgelum og öðrum hljóðfærum hjá Markúsi þorsteinssyni Frakkastíg 9. Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Kirkjustrœti 8. Venjulega heima kl. 10—11. § Fallegustu líkkisturnar fást j| | hjá mjer—altaf nægar birgð- I ir fyrirliggjandi — ennfr. lik- i klæði (einnig úr silki) og lik- | kistuskraut. ^ Eyvindur Árnason. k LÆKNAR Guðm.Björnsson | landlæknir. a Amtmannsstíg í. Sími 18. 1 | Viðtalstími: kl 10—11 og 7—8. M Massage-lœknir Guðm. Pjetursson. Heima kl. 6—7 e. m. Spítalastíg 9. (niðri). Sími 394. M. Magnús, læknir og sjerfræðingur í húðsjúkdómum. Viðtalstími 11—1 og f>l/2—8. Sími 410. Kirkjustræti 12, Þorvaldur Pálsson læknir, sjerfræðinguri meltingarsjúkdómum. Laugaveg 18. Viðtalstími kl. 10—.11 árd. Talsímar: 334 og 178. Þórður Thoroddsen 11 ÉS fv. hjeraðslæknir. Kja Túngötu 12. Sími 129. BKI Viðtalstími ki. 1—3. 0S «>>»«>«> KJÖTPARS og KJÖT í smákaupum er ávalt til sölu í niðursnðuverksmiðjunni. Sími 447. £&y\&suis stærsta og besta Östa\)evs\\xx\ er f Einars Arnasonar. Sími 49. Aðalstræti 8. Lúðuriklingur úr Súgandafirði fæst hjá Jöh. Ögra. Oddssyni, Laugavegi 63. "N&m 3stan& fyrir 100 árum, (Tekið eftir Aldahvörfum.) —— Frh. Aðfluttar vörur myndu að sjálf- sögðu aukast, og með því að eigi virðist hætt við því, að ástæður vor- ar, þótt nokkuð kynnu að batna, myndu Ieyfa oss að kaupa óþarfa, þá myndi jeg þakka íyrir og gleðj- ast af því að sjá, að vjer gæturn út- vegað oss þarfavörur og lífsnauð- synjar. Sjá meira efni til þess að gera við hinar hrörlegu kirkjur vor- ar, og til þess að byggja skýii fyrir sjálfa oss og fjenað vorn. Sjá út- vegu til þess að bæta fiskiveiðarn- ar og aö fullkomna, svo sem auðið er, mjólkurbú og selstöðubúskap. Sjá þægindi þau, sem myndu gleðja og styrkja, án þess að lama fjörið eða spilla sakleysi þjóðarinnar. Sárri fátækt myndi verða bægt frá landi því, er hún hefur svo lengi drottn- að yfir miskunarlaust. Það myndi kvikna kappgirni, er stutt gæti hina öflugu tilraun til þess að tryggja sjer stöðugan ágóða og éignarrjett á landinu. Landsbúar er mjög hafa týnt tölunni við hin geysimiklu hallæri, er landið varð fyrir á öld- inni sem leið, myndu þá skjótlega fjölga jafnframt bjargráðunum. Siík myndi verða jbreyting sú, er gerð væri af mannúð, mætli og viti, landi voru til handa! Þetta eru horfur, sem sönnum syni ættjarðar sinnar er Ijúft að hugsa sjer! Ef þetta eru draumar, þá eru það að minnsta kosti draumar, sem geta ræst. En — herra trúr! Hvert eig- um vjer að leita að því Ijósi, er rofið geti myrkur vort, eftir þeim armlegg, sem frelsað geti oss frá hinum miklu hörmungum, er vjer nú eigum við að búa? Er það til Danmerkur, laudsins, sem vjer eig- um fyrstar og öflugastar kröfur til? — Að litlu myndi koma að vænta slíks. Það sem hefur ein- kennt samband vort við þetta land, er sífeldur vöxtur og viðgangur alls þess böls, er nú krefur um- bóta. Vjer urðum yfirráðum þess að bráð á þeim tíma, er vjer vor- um sem verst staddir, ekki af girnd til þess að svíkja og ræna, heldur af valdafýkn og skaðvænum yfir- ráðadeilum meðal höfðingja eyar- innar. Síðan hefur fjelagslífið litið friösamlegar út og eindrægnisbönd- in liafa styrkst, en þau hafa fyrst orðið til samhliða óhappafjötrinum. Uppruni þeirra var mjög ólíkur. Hið síðartalda á rót sína að rekja til hirðuleysis og íllrar stjórnar Dana, en hið fyrtalda virðist sprottið af mannúð þeirri, sem er að þakka kristindóminum. Og vissulega ber hin núverandi eymd og hið lamaða og niðurbælda fjör þjóðarinnar glögg og ótvíræð merki um or- sökina. Það virðist ekkert óútskýran- legt undur, að einokunin, sem fje- lag þröngsýnna og síngjarnra kaup- manna rjeð fyrir, lami og drepi þjóðardugnaðinn, Þeir neyddu upp á íslendinga vöruúrkasti og fengu í staðinn okkar litlu afurðir við fast- ákveðnu og óbröytilegu verði, þannig að landsmenn gátu engan ábata haft. En þrátt fyrir öll brögð þeirra og klæki ónýtti þó þeirra eigin ó- stjórn hinn ósanngjarna tilgang þeirra, og einokunin, er kom ís- landi á vonarvöl, varð eigi til þess að auðga Hafnarkaupmennina. Engar getur þarf að því að leiða, hver hefði getað orðið afleiðing hinnar frjálsu stjórnar, er árangurs- elust var reynt að stofna hjer fyrir fám árum síðan. Ef atburðirnir hefðu styrkt byltinguna og hlynnt að henni, þá hefði þurft óvenjulega hæfileika til þess, að hrinda af stað nokkurri æskilegri breytingu. í Iand- inu sjálfu eru engin tök á því, að koma fyrir sig því eina ráði, er líklegt virðist til þess að bæta úr böli voru. Til þess að fá fje til láns, þótt lítið sje það, er vjer þurf- um, hefði orðið að njóta góðs af útlendingum. En jeg játa, að jeg get ekki gert mjer í hugarlund, hvernig maður, sem að mörgu leyti hafði komið ílla og ósæmilega fram, hefði greiðlega getað fundið menn, er fúsir væru til þess, að fá honum fje í hendur án frekari tryggingar en drengskaparorðs hans og þess, að honum kynni að lánast vel stjórnin. Þar að auki var fjarstæða sú hin mikla, að Iýsa ísland óliáð öllu útlendu valdi, enginn viðkunn- anlegur vottur um gáfur þessa herra. Það var ofdirfskuverk, sem kom af algerðu þekkingarleysi á ástandi landsins, eins og það var. Ef til viil megum vjer, þegar öllu er á botninn hvolft. vera þakklátir þeim atvikum, er kollvörpuðu þeirri stjórn, sem lofaði öllu fögru, en var auð- sjáanlega fær um Iítið eiít. Og með því, að betra er að láta sjúkdóma eiga sig, en að fara ílla með þá, grunar mig sterklega, að fratnfarir þær, er vjer kynnum að hafa tek- ið undir byltingastjórninni, hefðu einungis orðið nokkur skref áfram á brautinui til glötunar og örvænt- ingar. En hverfum nú aftur að því, er frelsisvonin snýst um. Það er hjálp Englands, sem vjer verðum að treysta, Það er England, sem vjer verðum að biðja og sárbiðja, um að standa milli vor og eyðingar- innar, sem daglega breiðist út. Eyð- ingar, er brátt hlýtur að eyða hin- ar litlu byggilegu Ieifar eyar vorrar að íbúum. Látum því nú bætt við hinn ágæta orðstýr þessa ríkis, að þaðlíti meðaumkvunaraugum á þjóð- ina og rjetti vesælum, biðjandi lýð vinarhönd. Að hinir bágstöddu og vinlausu hafi fundið náð í aug- um þess og huggun í skjóli þess. Það hefur þegar með milli- göngu1) sinni varið oss fyrir rán- um og gripdeildum, en vjer grát- biðjum um víðtækara og einbeitt- ara kærleiksverk. Vjer áköllum hjálp þess, sem hins eina, er geti frelsað oss frá vaxandi þrengingum lang- vinnra báginda. Vjer förum eigi fram á neitt það, er eigi verður í tje látið með hægu móti og svo að haldi komi. Fjárupphæð sú, er reisa myndi við framkvæmdir íslands og veita íbúum þess varanlegt viður- væri, myndi verða fyllilega tryggð. Nokkrar þúsundir dollara, sem varið væri eins og jeg hefi bent á, myndu afstýra glötuninni og breyta útliti landsins. Frh. x) Order in Council, febr. 1810.— Þá var ákveðið að láta íslandsför hlutlaus, þ. e. friður saminn við ís- land, þótt ófriður stæði við Dan- mörku,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.