Vísir - 12.01.1914, Qupperneq 1
\/ío5** erelsta— besta og út-
V Iðll bre
breiddasta
fslandi
Vísir er blaðið þitt.
Hann áttu að kaupa fyrst og fremst.
*
SJ
1
Kemur út alla daga. Sími 400.
Agr. í Hafnarstr. 20.
iga. i
kl. 11
árd.til 8 síðd.
25blöð(frá8. jan.) kosta á afgr. 50 au.
Send út um land 60 au.—Einst. blöð 3 au.
Skrifstofa í Hafnarstræti
opin kl. 12—3,
20. (uppi),
Sími 400.
Langbestí augl.staður f bænum. Augl.
sje skilað fyrir kl. 6 daging fyrir birtiugu.
Mánud. 12. jan. 1914.
Fuilt tungl.
Háflóð kl 5,29’ árd. og kl. 5,52’ síðd
A morgun
Afmœli-.
Frú Rannveig Gísladóttir.
Chr. Zimsen, ræðismaður.
Ragnar Leví, kaupmaður.
Póstáœtlun:
Norðan-og vestan póstar koma.
Ingólfur kemur frá Borgarnesi.
Veðrátta í dag:
i.oftvog £ Vindhiaði Veðnrlag
Vm.e. 765,7 2,9 S 2 Skýað
R.vík 765,0 1,6 0 Als v.
lsaf. 761,7 2,0 sv 4;Skýa5
Akure. 763,8 3,0 s 3‘Hálfsk.
Gr.st. 729,0 2,0 sv 2 Skýað
Seyðisf. 765,23,6 sv 2 Skýað
þórsh. 770,3|8,5 sv 5 Álsk.
N—norð- eða norðan,A— aust-eða
austan,S—suð- eða sunnan, V— vest-
eða vestan
Vindhæð er talin ístigumþann-
ig: 0—Iogn,l—andvari, 2—ku!, 3—
goia, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6—
stínmngskaldi,7—snarpur vindur,8—
hvassviðri,9 stormur, 10—rok,ll —
ofsaveður, 12— fárviori.
Skáleturstölur í hita merkja frost.
Bíó
Biografteaterl |3 ' '
Reykjavíkur [OlO
Glæpamannaforinginn
„TIGEREN“.
Leynilögregluleikur í 4 þáttuni;
hin áhrifamesta kvikmynd, sem
enn hefur sýnd verið. — Sýningin
stendur yfir miklu lengur en 1
kl.st.
Betri sæti 50 aura, almenn sæti
35 aura, börn 15 aura.
> j
(cp|g) Sj [JV D j1] EU 5] E!1 \R 0\
Kaupmannahöfn í dag.
Ölgerðarmaður Carl Jacobsen, eígandi ölgerðarhússins „Nýa
Carlsberg“, er dáinn.
komin (II, 1). Vitjið liennar til
Árna Jóhannssonar í Landsbank-
anum.______________________
g fkklstur fást venjulega tilbúnar
| "á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og
I gæði undir dómi almeunings. — 1
wiwinw Sínii 03. — Helgi Helgason.
K. F. U M.
Kl. 6l/2. Vœringjæfing.
Ú R BÆ NUM
Borgarafi.ndur var haldinn að
tilhlutun kaupm. Jóli. Jóhannesson-
ar í Templarahúsinu í gærkveldi.
Flutti hann þar langt erindi um veð-
deildarlögin, og bar siðah upp lil-
lögu um, að skora á næsta alþingi,
að breyta veðdeildarlögunum frá
síðasta þingi svo, að lánstíminn
verði lengdur og lánsskilyrðum svo
breytt, að ekki verði óaðengilegri,
en fyrri veðdeildarflokkanna.
fyrir 100 árum,
(Tekið eftir Aldahvörfum.)
----- NI.
Eftirmáli.
Þá er Iangt var komið prentun
framanskráðra lína, varð það opin-
bert, að Danir höfðu ákvarðað að
slíta óheillasambandi sínu við Frakka,
og voru þá líkur til friðar með þeim
og Bretum. Það liggur í augum
uppi, að aðalmarkmið bæklings þessa
hlýtur að falla um sjálft sig, ef svo
fer, sem líkindi eru til og í raun
og veru væri æskilegt, af því að
það styrkir málefni Evrópu með ný-
um kröftum og mikilsverðum. ísland
hlýtur að verða eins og það hefur
verið undirgefið Danmörku, og sam-
bandið milli hinnar háðu eyar og
aðalríkisins hlýtur að komast aftur
í gamla horfið, sem það var í áður
en ófriðurinn hófst miili Bretlands
og Damnerkur 1807.
En þótt svona færi, hefur það
verið ákveðið, að sleppa eiginje halda
eftir nokkrum hluta bæklings þessa,
þótt hann einkum væri sniðinn eftir
ástandinu, eins og það var fyrir
fám vikum, Því, er það ekki of-
dirfska, aðTláta uppi skoðun um
stefnu þá, er viðburðirnir geti tek-
ið og breytingu þá á skoðunum
og stjórnaraðferð, er hinn hvikuli
straupnir gæfu og ógæfu geti skap-
að? Og hver er, kominn til að
segja, að ámælisorðum þeim, sem
varpað er á dönsku stjórnina hjer
að framan, verði eigi staður fund-
inn? Eða að þessi bending geti eigi
upnað augu valds þessa til starfs,
sem er jafnmannúðlegt og það er
hyggilegt, sem sje þess, að breyta
.gagngert um stjórnarfyrirkomulag
og friðþægja þannig fyrir hina
hræðilegu ógæfu, sem athugaleysi
og skeytingarleysi hafa bakað lnn-
um íslensku þegnum. Að minnsta
kosti má virða á betra veg skoðan-
ir yfirlætislauss einstaklings, er ein-
ungis hefur haft hag lands síns
fyrir augum. Og þótt hann verði
að játa, að honum standi hjer um
bil á sama, hvaðan framfaraljósið
skín landi hans, þá myndi hann
fúslegar og þakklátlegar taka við
þessum bráönauðsynlegu umbótum
frá Danmörku, en nokkru öðru út-
lendu valdi, með því að það eru
vandræði, sem helst ætti að forðast,
að veikja það vald, er lengi hefur
staðið og löglega, meðan enn lifir
vonarneisti um þ3ð, að unnt sje að
öðiast endurbót, og gæta þó jafn-
framt sambandsskyldunnar. [Endirj.
BBIpbA OtlöndohB
Eldur í barnahæli.
Eldur kom upp í barnahæli í St.
Maríu klaustri í Redmond Hill í
Leeds árla morguns sunnudaginn
næstan fyrir jól. Sýndu nunnurnar
þar frábært snarræði og stillingu.
Eldurinn kom upp í þeim hiuta
klaustursins, er í sváfu 200 munaðar-
laus börn. Nunnurnar hringdu tíða-
bjöllu, vöktu börniii öll rólega og
ljetu þau klæðast í skyndi. Þeini
var ekkert sagt um eldinn og vissu
ekki að neitt væri að,— hjeldu flest
að verið væri að kveðja sig til
morgunbæna og málsverðar. Nunn-
urnar ljetu þau klæða sig í nærföt,
lengu hverju barni kerti t hönd og
fjetu þau síðan ganga öli út fylktu
liði, en fóru sjálfar með kertaljós í
hönd á undan þeim og eftir út
klausturganginn. Gasljós var ekki
unnt að kveykja vegna verkfalls í
borginni. Börnin höfðu ekki hug-
mynd um neitt, fyrri en þau voru
komin út heilu og höldnu. Reylcur
var mikill á ganginum, en nunnurn-
ar brenndu þar óspart reykelsi, svo
börnin hjeldu af ilmnum að hjer
væri um einhverja helga skrúðgöngu
til tíðagerðar að ræða. Varð þannig
ekkert manntjón að eldinum, en
mikill hluti barnahælisins brann til
ösku.
Kynvillingur.
í sjúkrahúsi í París hefur komist
upp, að maður nokkur, Jules De-
í lorme, er unnið hefur sem verka-
maður í París, Orleans, Nantes og
víðar, er kvennmaður en ekki karl-
maður, þrátt fyrir nafn sitt og at
vinnu. Delorme var fluttur í sjúkra-
hús vegna meiðslis á auga og fengu
þá læknarnir grun þann, er nú kom
í ljós, Ðelorme fór að hágráta, er
þessi kynvilla var staðhæfð við hana,
— og játaði þá, að hún hjeti Mar-
ia Juliette Delorme. Hún er tuttugu
og níu ára, hefur verið gift og er
þriggja barna móðir. Maður henn-
ar skildi við hana fyrir 7 árum;
sá hún það eitt til ráðs, til þess að
sjá fyrir sjer og börnum sfnum á
heiðarlegan hátt, að klæðast karl-
Leikfjelag Reykjavi»cur.
Föstud. (16. jan.) kl. 8 síðd.
Ljenharður
fógeti.
Aðgöngumiða má panta í
ísafold.
Ekki leikið Iaugard«17. þ. ir.
sökum stofnfundar í Eim-
skipafjelagi íslands.
mannsfötum og leita sjer atvinnu.
Hún hefur verið farandsali, dag-
launamaður og nautahirðir, og yfir-
irleitt tekið hvaða vinnu, sem feng-
ist hefur.
sfúpaftelaa'vMJu
Vestur-íslendingar eru sem óðast
að kaupa hluti í Eimskipafjelaginu
íslenska. Hafa nokkrir helstu íslend-
ingar í Winnipegborg tekið sig upp
og ferðast víðsvegar út um Islend-
ingabyggðir í hlutasölu, og auglýsir
Lögberg 11. f. m., að þá hafi ver-
ið búið að kaupa hluti fyrir frek-
lega 400 OOQ,oo krónur.
Er auðsjeð á öllu, að hjer er
mikið kapp lagt á, að duga nú
ættjörðinni í þessu velferðarmáli.
Allir þeir, er tekist hafa ferð á
hendur vestra í þágu þessa máls
ferðast á eigin kostnað og svo ger-
ir og Jón Bildfell, sá er hingað er
kominn af hendi Vestur-íslenskra
hluthafa, til þess að vera á stofn-
fundi fjelagsins hjer.
Það er í samræini við hina miklu
þátttöku Vestur-íslendinga, að þeim
er mjög annt um, að lögin verði sem
best úr garði gerð, og leggja þeir
kapp á, að gerðar verði við frum-
varpið breytingar þær, er Vísir hef-
ur nú flutt í gær og í dag.
Auðvitað er, að hin mikla þátt-
taka að vestan er ekki í gróða-
skyni gerð, heldur aðeins til velferð-
ar íslands, því vestra munu ekki
örðugleikar á, að koma fje sínu á
sæmilega vöxtu og eins trygga og
í þessu fjelagi, nú í byrjun þess.
Haldið verður áfram vestra, að
vinna að hlutasölu, og má búast við,
að þátttakan verði varla minni það-
an, en hdlf milljón króna.
Daníel Thorsteinsson,
agent, sem hjeðan fórtil Vesturheims
í fyrra, skrifaði Vísi nýlega. Lætur
hann hið besta af sjer, hefur 8 tíma
vinnu á dag, sem borgað er með
3 dölum eða 11 krónum.