Vísir - 13.01.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 13.01.1914, Blaðsíða 1
t/ícSr er e'sta— besta og út- " * ® ® breiddasta dagblaöiö á íslandi. \s\r aa * Vísir er blaðið þitt. Hann áttu að kaupa fyrst og fremsi Kemur út alla daga. Sími 400. Agr. í Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8 síðd. 25 blöð.(frá 8. jan.) kosta á afgr. 50 au. Send út um lánd 60 au.—Einst. blöð 3 au. Skrifstofa í Hafnarstraeti 20. (uppi), opin kl. 12—3. Sími 400. Langbestí augl.staður i bænum. Augl. sje skilað fyrír kl. 6 daging fyrir birtlugu. Þriðjud. 13. jan. 1914. Geisladagur. Hifióð kl. 6,15’ árd. og kl. 6,37’síðd. > A morgun Aftnœli: Frú Kristín Vigfúsdóttir. Frú Soffía Thorsteinsson. Jónas Guðbrandsson. steinsm. Ólafur Bjömsson, ritstjóri, 30 ára. Póstáœtlun: Álftaness-póstur kemur og fer. Hafnarfjarðar póstur kemur og fer. Veðrátta í da tg: Loftvog Hiti I - —. o CTl t- -C T3 C > Veðnrlag Vm.e. R.vík Isaf. Akure. Gr.st. Seyðisf. þórsh. 767,117,0 765,517,7 765,34,5 768.6 6,0 735,72,0 771.7 1,8 778,6|5,0 SA ASA S SSV SV 6 4 0 i Regn Regn Skýað Hálfsk. Ljettsk. Ljettsk. Móða N—norð- eða norðan.A—aust-eða austan.S—suð- eðasunnan, V— vest- eða vestan Vindhæð er talin ístigum þann- ig: 0—logn,l —andvari, 2—kul, 3— goía, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9 stormur, 10—rok,ll — ofsaveður, 12—fárviðri. Skáleturstölur í hita merkja fröst. Bíó Biografteaterj r> ' ' Reykjavíkur |OlO Glæpamannaforinginn tígeren. Leynilögregluleikur í 4 þáttum; hin áhrifamesta kvikmynd, sem enn hefur sýnd verið. — Sýningin stendur yfir miklu lengur en 1 kl.st. Betri sæti 50 aura, almenn sæti 35 aura, börn 15 aura. | fkklstur fást venjulega tilbúnar I á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og * gæði undir dómi almeunings. — B— Sími 93. — Helgi Helgason. Fallegustu likkisturnar fást |$ hjá mjer—alltaf nægar birgð- p ir fyrirliggjándi — ennfr. lik- 1 klæði (einn g úr silki) og lík- | kistuskraut. s Eyvindur Árnason. p Ú R BÆNUM Michelangelo, enskt botnvörpu- skip, kom í gær frá Vestfjörð- um. Með honum komu 5 far- þegar, meðal þeirra Kristján kaup- maður Torfason og Pjetur ræð- ismaður Ólafsson. Hefur skipið verið að veiðum þar úti fyrir mán- aðartíma og aflað 2000 körfur. Fór til Englands í gærkveldi. Snorri Goði kom í gær frá Eng- landi. Mars kom af fiski í gærkveldi. Skúli Fógeti kom á sunnudag- inn af fiski, hafði 500 körfur. Sagði nægan fisk í Garðsjó. Wellington, sem hjer hefur leg- ið til aðgerðar, fór út í gærkveldi, Fóru tveir af þýsku strandmönn- unum (frá Bolungarvík) með hon- um sem hásetar. Þeir höfðu komið allir hingað á sunnudaginn að vest- an nieð botnvörpuskipinu Sime- reain frá^Grimsby. S. fór út í gærkveldi, hafði veitt 1200 körfur á 7 vikum. Dáin er 9. þ. m. Margrjet Þorsteinsdóttir á geðveikrahæl- inu á Kleppi. S. d. Margrjet Jónsdóttir kona Sigurðar Þórðarsonar í Stein- húsinu, 73 ára að aldri. Gefin saman 10. þ. m„ Þórð- ur Jóhannsson, á Laugav. 84 og ekkja Jóhanna Sigr. Eiríks- dóttir s. st. Syrpa, 1. hefti 2. árg. er ný- komið hingað. Er hún með mörg- um sögum og öðrum greinum til skemmtunar og fróðleiks, alls 64 blaðsíður, eru 4 hefti slík gefin út á hverju ári. Útgefandinn ÓI. S. Thorgeirsson f Winnipeg, en hjer fæst hún hjá Árna Jóhannssyni bankarifara. Ein af sögurium verð- ur birt hjer í blaðinu sem sýnis- horn. Hlutakaup Vestur-íslendinga í Eimskipafjeiaginu var rangt höfð eftir Lögbergi í gær. Talan sem í Lögbergi stóð 111 375,00 var ein- mitt krónur, en var lesið sem dalir og breytt í krónur, því kom hin háa upphæð. Samverjinn úthlutaði í gær 200 máltíðum. Komu 146 börn, 18 karlmenn og 14 kvennmenn, en 22 var sent heim til sín. Ymsir komu í gær að athuga hvernig veitingin færi fram, að boði nefndarinnar, voru þar á meðal biskup, borgar- stjóri og nokkrir blaðstjórar. Sjö konur gengu um beina. Gjafirber- ast allt af að, einkum matargjafir — en engir hafa enn gefið kol eða steinolíu og væri það þó ekki síð- ur þegið með þökkum — er nú til efni í málfíðir handa 200 manns heilan mánuð. Eldavjelin er of lítil. Vissi nefndin að einhver hefði af- lögu stóra eldavje! myndi hún reyna að komast að kaupum á henni. G.-T.-reglan hjelt 30 ára af- mæli sitt hjer á sunnudaginn. Gengu Templarar þá í skrúðgöngu um 500 saman allvíða um bæinn undir 11 stórum fánum og með fjölda íslenskra smáfána. Gengu fremst börnin, þau voru álíka mörg og hinir fullorðnu, þá lúðrasveit og síðast fullorðið fólk. Skrúðgangan fór upp í kirkju- garð og lagði fagran blómsveig á leiði Björns Jónssonar ráðh. og þar talaöi stórtemplar Indriði Einars- son nokkur vel valin orö. Strandferðir Tullniusar. Ráð- herra hefur samið við Thor. E. Tulinius stórkaupmann um 7 strandferðir í sumar. Eru sama skipi ætlaðar ferðir þessar og á það að fara frá Reykjavík: 1. ) 15. apríl vestur um land og koma aftur 6. maí. 2. ) 13. maí austur um og koma 5. júní. 3. ) 10. júní vestur um og koma 4. júlí. 4. ) 8. júlí austur um ogkoma31. júlí. 5. ) 22. águst vestur um og koma 14. sept. 6. ) 18. sept. austur um og koma 16. okt. og 7. ) 22. okt. vestur um og koma 18. nóv. Aðalfundur var haldinn í gær í verkmannafjel. »Dagsbrún«. Reikn- ingar voru framlagðir og ullu þeir miklum og hvössum umræðum. — Formaður var kosinn Árni Jóns- son. Nýtt frumvarp til Eimskipa- fjelagslaganna hefur bráðabirgðar- stjórnin gefið út og er sent hlut- höfum í dag. Eru þar gerðar þær breytingar á hinu uppkastinu er máli skifta í þá átt, sem Vestur- íslendingar fóru fram á. Hefur hið besta samkomulag verið milli nefnd- arinnar og Jóns Bíldfells, sem fór hjer með umboð Vestmanna. Œ S\w Vestmannaeyum í gær. Aflalítið yfirleitt, en nokkrir hafa þó fengið allgóðan afla. Stormar miklir síðustu daga. Raddir almennings. Tii bráðabirgðarstjórnar Eimskipafjelagsins. Væri ekki vel viðeigandi< að hún gengist fyrir því, að "vinnu- veitendur leyfðu verkamönnum sínum að vera á stofnfundi fje- lagsins og fara sjálfir með atkvæði sitt, þar sem fundurinn er á virkum degi. Stefnir. Stjórn Eimskipafjelagsins. Mjög nálgast nú aöalfund Eim- skipafjelagsins íslenska. Þar á meða! annars að kjósa stjórn, og er mjög undir því komið að sú Ikosning takast vel, er því furða að ekki heyr- ist að nienn sjeu neitt farnir að hugsa fyrir því. Vísi hafa verið sendar uppástungur, sem hann vill birta og væntir að fleiri uppástung- ur komi á eftir, en hann tekur hvorki meðmæli með eða andmæli gegn einstökum mönnum að vera í stjorn. Nöfnin eru aðeins til að minna menn á og gefa tækifæri til að at- huga hæfilegleika manna sem upp á er stungið. Gæti þetta orðið til nokkurs gagns. I. uppástunga: Jðn Gunnarsson samábyrgðarstjóri, Páll HcJldðrsson skólastjóri, Halldðr Daníetsson yfir- dómari, Garðar Gíslason stórkauj - maöur. ÍÍFRÁ ÚTLðNDUMjg Bandaríkin svívirf í leikriii. Um jólaleytið var leikið nýtt leik- rit í Mexíkó-borg, þar sem gífur- lega er ráðist á Bandaríkjastjórn. Leikritið er að efni til saga stór- þjóðanna síðastliðna 12 mánuði í skrípadráttum og afkáragerfi. Þar er Bretland hið mikta sýnt sem dar.sstelpa, sem snoppungar Sám frænda (Bandaríkin) og bregður honurn um úrræðaleysi og bleyði- skap. — John Lind, einkafulltrúi Wilsons Bandaríkjaforseta í Mexíkó fór þegar og átti símtal við for- setann alliangt, — er grunur manna að það verði undanfari þeirra tíð- inda, er geri enda á þjóf-pólitík Bandamannagagnvart Mexíkó. Leik- ritið hefur vakið afskapa gremju í Batidaríkjunum. Guðsþjónustu á nýársnótt síðastliðna fyrirskipaði kirkjumála- ráðuneytið norska að halda og rit- aði um það opið brjef öllum prest um ríkisins 9. f. m. — Skyldi hún haldin verða til þess að þakka guði fyrir velgerðir hans við Norðmenn árið 1814 og handleiðslu hans á þeim síðastl. hundrað ár. Ljet það búa til sjerstaka helgisiði til að hafa um hönd við það tækifæri, svo guösþjónustan færi allstaðar fram á sama hátt í öllum kirkjum, og von- ast til að þetta verði til að auka eindrægni og samhug með þjóð- inni. Eva. í gamalli orðabók danskri frá 1739 stendur þetta um frum- nióður mannkynsins: Heva eða Eva var fyrsta konan hjer á jörðu. Skaparinn gerði hana af rifbeini úr Adam og gaf honum hana að konu. Hún kallast móðir hins lifandi og lærðir menn brjóta heilann um, hvers vegna hún var einmitt sköpuð úr rifi úr mannin- um. Nú er þó talið, að niðurstaða sje fengin í því rnáli. Hún var ekki sköpuð úr höfðinu, af því henni var ekki ætlað að ráða yfir manninum, ekki úr auganu, því henni var ekki ætlað að sjá allt, ekki úr tungunni, þar eð henni var aldrei ætlaður kjaftháttur, ekki úr hendinni, þar eð hún átti ekki að stela, ekki úr fætinum, þar eð hún átti ekki að hlaupa á burtu, — en úr rifbeininu, sem liggur rjett yfir hjarta mannsins, því hún á að elska hann meira en nokkuð annað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.