Vísir - 13.01.1914, Page 3

Vísir - 13.01.1914, Page 3
V I S I R Innbrotsþjdfarnir dænia, þegar innbrotsþjófarnir rjeðust inn í Konfektbúðina í Austurstræti, stálu þeir „Konfektinu“ en ekki peningunum. þeir eru þá á sama máli og allir bæarbúar, að Konfektið hjá Irma & Carla Olsen Í0ÉI" - er betra en peningar. KJÖTFARS og KJÖT í smákaupum er ávalt til sölu í niðursuðuverksmiðjunni. Sími 447. 1 dag fæst ÍTSKIFARS. stærsta og besta Östa\)evs\\xtv er Einars Arnasonar. Sími 49. Aðalstræti 8. Við Dauðahafið. --- Nl. Margar sögur hafa gengið af Dauöahafinu, svo sem þær, að fuglar dyttu dauðir niður, er fljúga út á ' það, að ekki kæmu bárur á það nema í hvassviðri, og yrðu þær þá geysilega stór.ir, að erfitt væri að synda í því og þar fram eftir göt- unum. Petla er vitanlega allt orð- um aukið. Að vísu er vatnið þyngra í sjer en venjulegt er um sjó, svo að uppúr eru herðarnar, ef synt er í því, og er mjög viðfeldið að taka þar sundtökin. Eins er það, ef vaðið er út í það, að ekki er hægt að tylla tánum í botn, þegar vatnið nær manni undir hendur. Ekki finnst það að öðru leyti að maður sje ekki í venjulegum sjó, nema þegar vatnið kemur í augu eöa munn, þá er það beiskt. Ef það nær að storkna á líkamanum, þá er það óþægilegt, því er hentast að þvo sjer í fersku vatni áður en líkaminn þornar. Eitt sinn er við lögðumst til sunds í einu lóninu, var vatnið svalt við ströndina, en þegar út kom á mitt lónið gerðist það heitt, og fundum við þá, að heit uppspretta var í botninum. Jarð- bik var þar í botninum. Við gengum meðfram vatnsbakk- anum og drógum bátinn eftir okk- ur, með því að það var fyrirhafnar- minna, helaur en að róa honum, er hann var hlaðinn. Við komum þá að uppsprettu nokkurri, góðan spöl frá vatninu, er spratt upp úr kalk- klöpp, var salt vatn í henni, einsog í öllum lindum nieðfram dauðahafi. Þarsem húm rann til hafsins, óx mikið af grænu sefi, og var það hýrleg sjón í auðninni, sem um- hverfis var. Saltkarla hittum við fyrir okkur, er höfðu sögu að segja af ránsferð Araba til haglendis nokk- urs, ekki mjög langt frá vatninu, hafði þar orðið bardagi daginn áð- ur, og rjeðu þeir okkur frá að halda lengra. En ekki urðum við þeirra ræningja varir, þó margar sögur gangi af þeirra atförum á þeim slóðum og margir ferðamenn hafi orðið fyrir þeim. Orsökin til þess- ara ránsferða er sú, að Arabar lifa við fátækt, og ef haglendi bregst af regnleysi, sem oft vill verða, þá hrynja hjarðir þeirra niður, og sjálf- ir horfa þeir fram á bjargarskort. Pað þykir, þegar svo stendur á, engin synd, heldur sjálfsagður hlut- ur, að sækja það sem vantar til náungans, ef nokkrir eru nærlendis af öðrum kynflokki, og láta hend- ur skifta, enda eru nóg hæli, gljúf- ur og skútar, að leynast í, ef gang- skör- er að því gerð, að elta þá. (»Lög' erg«). ÚR *T sAGKLÉFJÁLL' Eftir Albert Engström. ---- Frh. Mjer varð fyrst fyrir að ganga að bókahyllunni og vita hvað þar væri að sjá. Það var alls ekki lje- legt. Mest var þar af enskum bók- um, því prófasturinn hafði verið nokkur ár í Kanada. Hann skýrði okkur frá að enskan væri sitt uppá- haldsmál, sjer Ijeti betur að tala það en dönsku. Og þar eð Wulff kann ensku eins 'og »Faðirvorið«, fóru allar umræður fram á ensku þá um kveldið og daginn eftir. Pó jegtali ílla ensku, kýs jeg það þó heldur en dönsku. (Danir virðast hata mig, þegar jeg tala þeirra mál.) Við átum eftir matarskrá Troils, og prófasturinn bauð okkur meira að segja Bordeaux-vín, En meðan á máltíðinni stóð, fór skrokkurinn á mjer að krefjast rjett- inda sinna. Jeg var »hrærðari« en nokkur maður annar í heiminum, j sem kom til af því, hve lítt jeg kunni að sitja á hestbaki. Innýflin voru á ringulreið og lykkja af þarminum hafði vafist utan um hjartað í mjer. Með mikilli nákvæmni hafði prófasturinn valið besta rúm- ið uppi á lofti í þinghúsinu á Skútustöðum handa mjer, og þar mókti jeg eftir að hafa krotaö dá- lítið hjá mjer til rninnis. Herbergið fyrir framan það, sem jeg var í, hlýtur að vera fyrir einsetutnann, einhvern skrítinn náunga. Þar fund- ust merkilegar bækur, stórt skrúf- stykki, stoppaðir fuglar, og verk- færi, sem minntu mig á kukl. Mjer hafði verið sggt, að þar byggi mað- ur, sem fengist við ljósmyndasmíði og sem annars hefði ýmislegt í höfðinu. Jeg sá þetta allt, er jeg gekk um herbergið, þreyttur og með alla köggla úr liði. Jeg var of þreyttur til að geta sofnað, og er jeg hafði legið nokkra hríð, tók jeg ljósið og fór fram í herbergi granna míns, til að skoða það. Það var efnafræðislegt safn og safn af eggjum, og trjebútar og spænir og stoppaðir fuglar og óstoppaðir og undursamleg tæki. En sjálfur var hann ekki heima. Hann var ein- hversstaðar að grafa í botninn á slokknuðum eldgýgum. En jeg hef hita. Jeg fer aftur upp í rúm og læst vera að horfa í stjarnsál einhvers ópala-demants, þangað til allt verður gulgrænt undir augnalokunum á mjer. Jeg blunda í enskri járnsæng með loð- teppum, og andi reyrs og þurkaðr- ar töðu leggst yfir tilveru mína. Jeg vakna og man að á túninu stendur basaltstólpi. Við hann má binda hesta. En ungmær, dóttir prófasts, kemur inn og færir mjer vatnsflösku og glas. Jeg rjett get sjeð hið hreina meyarandlit hennar og jeg brosi, dauflega en þakklát- lega. Jeg er nærri því í algleymisværð, þegar fjelagar mínir koma inn í herbergið, að afloknum kveldverði með prófastinum, til þess að skera úr hvort jeg sje lifandi eða ekki. Jeg er lifandi. — En — jeg held áfram hugsun þeirra — allt líf hefur fæðingu og dauða að endamörkum. Jeg er löngu koniinn yfir fyna markið* Það er að eins dauðinn, sem jeg á eflir, að viðbættu því lífi, sem guð- irnir hafa lag, í ís handa mjer! í næsta herbergi heyri jeg til þeirra; þeir eru að tala um hvað geti orðið. En jeg er allt of hraust- ur núna, til þess að geta orðið veikur. — Bara ef jeg get komið görnunum í samt lag, skal jeg verða tilbúinn að ganga á móti þúsund dauðum — í hvaða mynd sem er: eldgýgum, samviskubiti eða vanalegnm, sænskum rithöfunda sljó- leik. Kalli Daníel kemur fram að rúm- inu mínu, hrærður og einlægur, með síðasta konjaksdropann, sem hann gat kreist fram úr feröapelanum. Hann hafði sömu verkanir og ýsópur — jeg gleypti hann og sofnaði eins og jeg væri skoíinn. Daginn eftir. Jeg lá kyr, og mjer var kalt. Fjelagarnir komu til mín og jeg fann, að eina ráðið var, að unna sjer hvíldar. Frh. Sendið augi. tímanlega. Violanta. (Framhald af Cymbelínu.) ---- Frh. Violanta sagði henni nú frá öllu því, er hún hafði sjeð og fyrir hana hafði borið, þangað til Giovanna kom henni til hjálpar, Gamla konan horfði á hana þegj- andi lengi vel og síundi við. Hún horfði sorgbitin á svip í augu Vio- löntu, er sakleysið og óttinn skein út úr, jafnframt hryllingi við því, er hún lýsti, og undrun yfir öllum þessum ósköpum. Þegar Violanta hafði lokið máli sínu, sagði Giovanna: »Já, barnið mitt! Jeg ætlaði að vernda þig gegn því, að sjá nokk- uð Ijótt í húsi mínu, en nú hefur það ekki tekist. Hitt hefur enn með guðs hjálp tekist að vernda þig gegn því, að þjer væri íllt gert. — Nú er einskis að dyljast lengur, — hús þetta, er jeg veiti nokkurskon- ar forstöðu, er háskaleg stofnun. En jeg mun verja þig öllum óskunda, — hjeðan verður þú ekki dregin, nema yfirlík mitt. Jeg ætla að sofa hjer inni hjáþjerí nótt,ogþá er þjer óhætt. En á rnorgun skal jeg koma þjer hjeð- an, þangað sem þú ert óhult. Hjer er við ramman reip að draga, en »Rauða augað« á of mikið undir vitund minni til þess, að það hrífi þig úr greipum mjer liíandi. Og Rubeoli Iætur okkur ekkert ílltgera, fvrir mín orð ver hann þig öllum áföllum. Violanta tók þegjandi í hönd henni og tárfelldi. V. Frakkneski ræðismaðurinn í Ne- apels, Adolphe de Morgant, sat i einkaskrifstofu sinni, er þjónn hans færði honum brjef með innsigli all- rniklu. De Morgant barón var maður við aldur, lítill vexti, rauðhærður og dökkbrýnn, en grár nokkuð í vöngum. Hann hafði niðurtyppt

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.