Vísir - 04.02.1914, Síða 1

Vísir - 04.02.1914, Síða 1
MS* —............................... -=■-*-•- S Kemur út alla daga. Sími 400. Kostar 60 au. uni mánuðinn. Skrifstofa í Hafnarstræti 2°* .(UPPO. Larigbestí augl.staður f bænum. Augl. Agr. í Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8 síðd. Einst. blöð 3au. opin kl. 12—3. Sími 400. sje skilað fyrir kl. 6 daginn fyrir birtingu Miðvikud. 4. febr. 1914 Háfl. kl. 11,13* árd. og kl. 11,55‘ síðd. t A morgun : Afmœli: Fru t*óra Halldórsdótlir. Jón Jónsson húsm. Pósiáœllun: Ingólfur kemur frá BQrgarnesi. Nofðan-ogVestaripóstar koma. Veðrátta í dag. bfl § ■ 2 i • . ‘42 X . Vmdhrað'-1 Veðurlag Vm.e. 727,8 2,5 V 2 Skýað R.vík ísaf. 727,4 13 0 Alsk. Akure. 720,2 3,5 0 Hálfsk. Gr.st. 693,7 5,5 SA 3 Skýað Seyðisf. 720,5 5,5 S 3 Hálfsk. þórsh. 741,1 7,3 vsv 5 Skýað FFF. Fundur í kveld. IRiAI Blografteaterl DlO| Revkjavíkur|DlO i gljúfrlnu. Frakkneskur sjónleikur í 2 þáttum. John Bunny sem lögregluþjónn. Amerískur gamanleikur. Cigarettuverksmiðjan A. G. Cousis & Co., Cairo & Malta, býr íil heimsins bestu egyptsku og tyrknesku sígarettur. Þær eru seldar um víða veröld. Þýskalandskeisari reykir þær og Noregskonungur. Engar aðrar sí- garettur er leyft að selja íTunis og Japan. Þaer fást .í Levis tóbaksvers’un. 8 0 R B Æ N (J M 1 Borgemeester Mönkeberg frá Bremerh.rfen kom í gær með brot- ið spil, var ekki farinn að fiska. Baldur kom frá Englandi f fyrra- kveld. Hafði selt fyrir 9000 kr. Bragi kom í dag. Hafði selt fyrir 6300 kr. Skúli fógeti hefur nýlega - selt afla sinn í Englandi fyrir 13270 kr. Pjetur Zóphóníasson hefur sagt upp samningi sínumj|við blaðið »Árvak« og er nú ekki lengur rit- stjóri þess. Manntjón. Laust fyrir hádegi í gær lagði mótorbátur Mattíasar þórðarsonar úr Geröum hjeöan ' á leið heim til sín, Er kom út fyrir miöjan Hafnarfjörð tók út vjelstjórann á bátnum og drukkn- aöi hann þar. Hinir komust við íllan leik inn til Hafnaríjarðar á bátnum, Vjelstjórinn hjet Jónas, LJENHARÐUR FÓGETI í síðasta sir.n á þessum vetri: laugardag 7. febrúar og sunnudag 8. febrúar kl. 8. Tek.ð á móti pöntunum á aðgöngumiðum að leiknum á laugardaginn í Bókaverslun ísafoldar. Trúlofunar- hrínga smíöar Björn Símonarson. Vallarstr.4. Sími 153. JloU? setvdxsve’uv frá Sendisveinaskrifstofunnl. Simi 444. var heimilisfastur suður í Gerðum og átti heitmey þar. Hann var sagður smiður góður og hinn vask- asti sjómaður. Mann tók út í gær af mótor- bát rjett við hliðina á kolageymslu- j skipinu hjer á höfninni, en náði um leið í kaðalenda frá kolaskipinu og gat haldið sjer þar. En fyrir stakt snarræði gat maður hlaupið úr skipinu niður í bátinn, áður : en hann bar frá, og fjekk bjargað bæði bátnum og manninum. Vesta var á Seyðisfirði í gær. C5 Q f tYlCir\ 0ii.t v ~ Q\xt\3^exx\Y. Stykkishólmi í dag. Br>ggjan hjer *«kemmdist nokkuð á mánudagsnóttina. Brotp- uðu nokkurir stólpar og skábönd. Sterling lá þá við bryggjuna, en hafði festar allar eftir hinum settn reglum, og verður því ekki kennt um skaðann. Tíðarfar hjer heldur gott. Sunnanfjalls er jarðleysi. Halldór Sieinsson býður sig fram til þings. Aðrir ekki komnir. Hvanneyri í dag. Búnaðarnámsskeið hófst hjer í fyrrakveld. Stóð til að þeir, sem það ætluðu að sækja, kæmu hingað á sunnudag, en þá var algerlega ótært veður hjer. Menn eru enn að tínast að og komnir um 50. Stendur náms- skeiðið ekki nema 5 daga að þessu sinni. Fyrirlestrar verða 27, halda þá kennarar skólans og frá búnaðarfj. fsl.r Jón þorláksson verkfr. um húsabyggingar og -Einar Heígason um garrðækt. Dr. Helgi Pjeturss hafði ætlað að halda hjer fyrirlestra að til- hlutun Stúdentafjelagsins, en gat ekki komið fyrir lasleika, og flyt- ur sjera Tryggvi fyrirlestra í hans stað. Fiskifjelagsfundur var haldinn í gær í K. F. U. M. Fundarstjóri Hannes Hafliðason, en skrifari Sveinbjörn Egilsen. Forseti, Mattías þórðarson útvegsbóndi, skýrði frá störfum stjórnarinnar eft'r síðasta fund í ýtarlegri ræðu. Fjelagið hefur tekið sjer 2 ráðunauta, eins og Vísir hefur áður sagt frá, en erlenda erindrekastarfið er ekki veitt enn og er frestur til um- sóknar lengdur (frá nýári) um óákveðin tíma. ísvarnargarð fyrir Ölvesárósi til að varna ógagni af ísreki fjekk ijelagið Jón þorláksson verkfræðing til að gera áætlun um og taldi hann að kosta myndi 49 þús. kr., og er því ókleyft verk í bráð. Mótorbáiahöfn í þorlákshöfn var sama manni falið að gera á- ætlun um, en rannsókn þar að lútandi hefur hann ekki lokið fyr en í vor. Aflaskýrslur hefur stjórnin lagt drög fyrir að fá úr hverri veiðistöð á landinu mánaðarlega og festa upp í bænum. Fisksöluskýrslur hefur hún og gert ráðstafanir til að fá hálfs- mánaðarlega frá þeim stöðum, sem fiskur er seldur hjeðan er- lendis, og síma þær svo til allra deilda sinna. Deildir hafa tvær bætst við á árinu, í Vestmannaeyum með 56 manns og Vatnsleysuströnd með 15 manns, eru deildirnar nú alls 15. Sú á Eyrarbakka fjölmennust (220 manns), sem er að þakka formanni hennar, Guðm. ísleifs- syni á Háeyri. í Reykjavíkur- deild eru 112 manns, þar af 58 æfífjelagar. SteínolíumáliÓ hefur stjórnin haft til meðferðar. Var nær full- samið við enskt steinolíufjelag um góðan' stuðning í því máli, en með síðasta skipi tilkynnti það, að ekki gæti orðið af samningi við það á þessu ári, þar sem það hafði snúið sjer að öðru landi, Annars voru mestu örðug- leikar fyrir stjórnina í því máli, að almenningur hafði ekki næg- an áhuga því, að ógleymdri neitun landsstjórnarinnar á einká- leyfinu fyrir steinolíusölu til handa fjelaginu. Verólaun fyrir björgun úr sjávarháska fól fundurinn stjórn- inni að koma með tiilögúr um á næsta aðalfundi. Fiskimatslögin fól fundurinn 5 manna nefnd að athuga og skýldi hpn koma með tillögur á næsta aðalfund. í nefndina voru kosriir þórsteinn Guðmundsson fiski- . í ■ v*» matsmaður og skipstjórarnir Geir Sigurðsson, Jón Ólafsson, Jón Magnússon og Hannes Hafliða- .son. Lög um hlutafjelög vildi fund- urinn að alþingi gæfi út og kaus til að undirbúa það mál: Jón Óláfsson alþm., Lárus H. Bjarna- son alþm., Björn Sigurðsson bankastjóra, Gísla Sveinssön lög- fræðing og Magnús Sigurðsson lögfræðing. Stjórn á bátum þótti ýmsum fundarmönnum mjög ábtavant og og var kosin nefnd í það mál: Páll Halldórsson skólastjóri,Magil- ús Magnússon kennari, Ellingsen slippstjóri, Geir Sigúrðsson og þorsteinn Sveinsson, skipstjórar. Um skipströnd urðu; nokkrar umræður og vitnaðist þar að laiids- Íögeru að vettugi virt (síðan björg- unarskipiðGeir kom til sögunnar), þegar skipprot ber að höndum óg björgunarskipið er kallað til. Um kaóalsnúning og hampspuna var stjórninni falið að leita upp- lýsinga um og athuga, hvort ekki mætti gera það innlendan iðnað. ViÓskiftaþingi var stjórninni falið að koma á í sumar með samvinnu við stjórn Búnaðarfjelags íslarids. Skyldu þar fulltrúar mæta fyrir kaupfjelög, sláturfjelög, smjerbú og önnur atvinnufjelög landsins og ræðaum sameiginlega hagsmuni. Var þetta eftir uppástungu cand. Halldórs Jónassonar. Fundurinn stóð frá Sll2—1V2 og voru rúmir 70 á fundi, er flest var. FRÁ UTLÖNDUM Enn frá Kyrrahafseldgosinu. Nýlíðindi fráeldgosinu, er »Vísir« gat um í gær, bárust hingað í dag. Eimskipið Makambo, er kom til Melbourne í Ástralíu 20. f. m., segir að lega eyarinnar Ambrym sje breytt orðin. Nú sje helmingur af eynni sokkinn.trúboðsstöðvarnar og sjúkra- húsin sjeu 20 stikur undir sjávar- máli, en hinumegin við eyna, þar sem áður var haf, hafi skotið upp jandi 2 enskar mílur út frá strönd- inhi áföstu við hana og hæðóttu mjög, hefur og sá helmingur eyarinnar hækkað. Skipverjar sáu og reykj- arstróka mikla stíga upp af eyunum Paama og Lovely. Að öðru leyti staðfesta ný þýsk blöð frásö ;u Visis um gosið, en búast enn við meiri eldsumbrotum á eyum þessúm eftir reyk þessum að dæma og jarð- skjálftum þar syðra, er haldast " stöðugt.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.