Vísir


Vísir - 22.02.1914, Qupperneq 2

Vísir - 22.02.1914, Qupperneq 2
Palladómar. ---- Frh. Fánataka Fálkamanna 12. júní síðastl. er öllum þjóðræknum mönn- um í fersku minni. Fánatakan snart innstu og við- kvæmustu strengi þjóðrækinna Is- lendinga, strengi ættjarðarástarinn- ar og þjóðrækninnar. Og þeir þjóðræknismenn, sem áður höfðu reyndar ekki haft neinar tiltakanleg- ar mætur á Krítarflagginu eða admiralsfárianum gríska, fengu nóg af fánatökunni 12. júní síðastl. Einn meðal þeirra manna var L. H. B. Þegar hann sá, að Danir Jögðu undir sig með hervaldi í fyllsta lagaleysi, eins og hann sjálfur hef- ur sýnt fram á, bláhvíta fánann, er þjóðin hans var að helga sjer, þá gat hann ekki lengur orða bundist eða átt sitjandahlut að því máli. Hann skar upp herör í kjördæmi sínu, ef svo mætti orða það, skaut á borgarafundi samdægurs, með hinum þingmanninum, og fjekk með Iófataki allra fundarmanna samþykkt mótmæli gegn fánatökunni. En hann Ijet ekki þar við stað- ar nema. Fyrsta frumvarpið, sem kom fram af hálfu þingmanna síðasta þingi, var frumvarp til laga um íslenskan sjerfána. Flutningsmenn frumvarps- ins voru L. H. B. og tveir þing- menn aðrir. Frumvarp þetta er svo sem ekki tómar málalengingar. Það er fá orð í fullri meiningu og hijóðar svo (Alþ.tíð. 1913. A, þgsk. 35): »Hjer á landi skal vera lög- gild rfáni. Sameinaö Alþingi ræður gerð fánans.« Ekki bar mönnum saman um að í frumvarpi þessu feldist allt það, er fánalöggjöf vor þarf að halda. Þó hefði engum átt að vera of- raun að sjá það, að hjer var svo sem ekki verið að rænast eftirsigl- ingafána, Dönum til angurs og ásteitingar. Orðin »hjer á landi« máttu auðsjáanlega úr því skera, að ekki átti eiginlega að nota sjóleið- ina út í ystu æsar með þennan fána. Vitanlega var sagt, að undir orðunum »hjerálandi« feldist ann- ars hin stærsta stjórnkænska. Þau gerðu hvorki meira nje minna en það, að heimila þennan »sjerfána« í landhelgi vorri, þar með á höfn- am, vikum og vogum, og það væri þó rjettarbót frá því, sem væri. Þá var orðið »sjerfáni«. Það átti að sýna skilmerkilega, að fáninn væri ekki sameiginlegur við aðra, ekki við Kríteyinga og ekki við — Dani. En þarna sýndist nú samt helst einhver hangur á. Gat verið að Danir grettu sig eða geifluðu við forskeytið »sjer«. En ekki mun aðal-flutningsmaður frumvarpsins hafa talið Dani hafa þar nein lög til að gretta sig eöa geifla. Loks var ákvæðið um að sam- einað Alþingi rjeði gerð fánans. Það þótti mesta kostaþing. Sam- einað Alþingi gat þ náttúrlega ráðið því, að hafa fánann t. a. m. rauðan með svörtum krossi, svo að hann væri þó ekki alveg eins og Dannebrog, og ennfremur gat _________________V '■ S I R______________ Söngvarnir úr Ljenharði fógeta eftir ÁRNA THORSTEINSSON eru komnir út og fást hjá öllum bóksölum bæarins. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Mynd af Hallgrími Pjeturssyni fæst nú hjá bóksölum hjer í bænum og víðar og kostar 50 aura. Kaupendur barnabl. „Æskan“ fá hana ókeypis áafgreiðsl- unni um leið og þeir borga blaðið. Fyrir sjómenn allskonar rúmteppi með stórum afslætti. Einnig sjómannadýmtr, vandaðar og ódýrar hjá Jónatan Þorsteinssyni, Laugaveg 31. Litíð fyrst inn, þegar á fatnaði eðajvefnaðarvöru þurflð aðghalda, til Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1. Fyrirtaks Geymslupláss í miðbænum (Hafnarstræti), er til leigu. Afgreiðslan vísar á. það ráðið því, að hafa fánann kringlóttan eins og potthlamm; því þá gat ekki verið um að villast, að hann væri þó »sjer«-fáni. Þá gat sameinað Alþingi og ráðið því, að fáninn væri alveg eins og Krítar- flaggið, og loks gat sameinað Alþ. ráðið því, að fáninn yrði bara — Dannebrog, ef Danir færu t. a. m. að gretta sig eða geifla yfir þessu »sjer« framan við fána. — Við öllu var svo sem sjeð. Sanngjörnum mönnum og vor- kunnsömum við lítið og fátækt þjóð- fjelag sitt, sýndist víst helst, að svona hlyti fánalöggjöfin vor að vera, ef hún ætti að verða oss hag- kvæm til frambúðar. Þess var og að Iyktum getið, svona í hljóði, að sfærstu og djúp- hyggnustu stjórnmálamenn vorfr segðu, að slík fánalög sem þessi yrði hverjum mannl, er til þess yrði valin, óhætt að bera upp fyrir konung í ríkisráði Dana, þótt aldrei nema núverandi ráðherra kynni að vilja veigra sjer við því. Og þetta var nú að !ra viti langstærsti kosturinn við fánafrumvarpið, eins og það kom fram í fyrstu. Þessi kostur einn gat gert það að ’verk- um, að einhver meðal bestu d$ mestu manna þjóðarinnar gerði það kann ske fyrir bænastað þingsins, að taka við ráðherratigninni, til þess að fiytja málið við konung, þótt núverandi ráðherra brysti kjark til þess. Frh. Eftir Albert Engström. ----- Frh. Hann hafði tekið guðfræðispróf í Reykjavík og aldrei komist út fyrir landssteinana. Hann hafði þvíaldrei sjeðgreni- eða furu-trje — hann brosti er hann var að skýra frá því, brosti hjarianlega að öllu, augu hans fengu gulbrúnan gljáa, og við og við varð hann að setja son sinn á knje sjer og vera með blíðuatlot við hann. Jeg sá það, að presturinn á Barði var ekki eins og fólk er flest. Mjer virtist hann lfkjast einhverjum, sem jeg þekkti, en hverjum? Jeg leitaði í minninu. — Jú, hann líktist Axel Gallén, enda þótt hann væri höfðinu hærri en hann. Hann sagði frá og spurði og sagði frá. Hann var auðvitað bóndi, ein* og allir sveitaprestar á íslandi. Notiðtækifærið Gaska og Pottar, Leir- og Glas-vörur, Þar á meðal Steikaraföt, stór og smá, Pottar og Katlar emaileraðir, Skolpfötur, Olíubrúsar og m. fl. Stór afsláttur til 1. mars, | : í verslun Jóns Arnasonar. jj Vesturgötu 39. "> >! __ _______ Því þar er engan mun að finna á daglegu lífi presta og bænda. Aftur tókum við í nefið — aftur og aflur— oghannskýrði frá ýmsu um landnám hjeraðsins. Um Þórð : Iandnámsmann. er bjó á Knapp- í stöðum hjer í nágrenninu, og Helga j' Jandnámsmann, er heygður var í i nánd við Haganes, og um Flóka, sem f kvað liggja undir öðrum hvorum j Flókasteimnna í Flókadal. Prestur- inn bauð okkur í nefið af sínu tóbaki; það var skorið heima, þurt með baun í og geymdi hann það í glerflösku, því hann átti engan baukinn. Hann varð æ fjörugri og stjórnmálamaðurinn varð að sitja hjá með nefið, sem kvefið leitaði sjer úlrásar um, og hafðist ekki að. Presturinn sagði sögur frá ýmsum stöðum — við máttum hreint ekki fara að sjá heitu Iaugina, fyr en við höfðum drukkið súkkulaði með honum. En við gátum ekki drukkið það nú, alveg ofan í kaffið, því við höfðum verið of drjúgtækir á brauðið, sem með því var. — Nú, en þá verðið þið að fá skyr ! Og nú fengum við fyrsta sinni að bragða þeunan eldforna íslenska mat, sem er verulega ljúffengur. í ferðasögu sinni frá íslandi hefur Hermann komist næst því rjetta um lýsinguna á því, er hann jafn- ar því við fromage a la creme. En það var ekki nóg með skyrið tómt. Við urðum að jeta okkur fulla upp í háls af nýum lummum með sykri ofaná. Þær eru einnig uppá- haldsmatur íslendinga. Sem betur fór bauð hann okkur ekki skyr- hákarl. Fylgja okkur til laugarinnar? Já, mikil ósköp, svo velkomið! En við höfðum nógan tíma, ekkert lá á. Vilduni við ekki koma með honum að draga á fyrir lax í Flókadalsá? Vildum? Þó það væri nú! Við þyrftum ekki að ganga, hreint ekki. Við skyldum fá að ríða þang- að með honum, hann þyrfti hvort sem væri hesta við ádráttinn. Og hann bað afsökunar á því að geta ekki boðið okkur neitt hressandi, því hann hefði það alls ekki á heim- ilinu. Hann yrði of hreifur af víni, rjeði sjer ekki, ef hann bragðaði nokkuð að ráði. Stjórnmálamaðurinn vildi ekki koma með ab veiða lax. Sagðist þurfa að þvo hendur sínar og svo væri hann líka þreyttur. »Mjer virðist stjórnmálamenn þurfi æði oft að þvo hendur sínar,« sagði jeg. Prestur leit til mín og glolti við. Frh.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.