Vísir - 05.03.1914, Qupperneq 2
V I S 1 B
Sundlaug fjelagsins er opin á
hverjum degi, og svo koma allir
meðlimir þess saman einu sinni á
viku og er þá aðallega æfð björg-
un og dýfingar.
Svo æfa þar 2 önnur fjelög og
hafa þau boðið mjer að taka þátt í æf-
ingum með sjer, og hefi jeg þegið
það. Englendingar leggja mik-
inn tíma og mikla peninga í sund-
listina.
í þessum fjelögum, sem jeg hefi
talað um, hafa þeir fengið fyrirkennara
og umsjónarmenn alla þá bestu,
sem þeir hafa getað fengið. Til
dæmis hefur Hjálmar Johansson
sænski, sund- og dýfinga-garpurinn,
sem vann konungs-bikarinn 1908,
umsjón bæði með sundi og dýfingum.
Hann tók mjer ágætlega vel, og
sjerstaklega fannst mjer það eftir-
tektavert, að í fyrsta sinni og við
sáumst, fór hann að spyrja mig um
ísland, og tala um hvað það væri
gaman fyrir okkur að tala þá tungu,
sem hefði verið töluð um öll
Noröurlönd í fornöld.
Af öllum íþróttum held jeg að
Englendingar iðki mest sund og
knattspyrnu (fótbolta), og virðist
almenningur fylgjast vel með íþrótta-
mönnum.
Jeg sá nýlega knattspyrnumót
milli besta knattspyrnufjelagsins á
Norður-Englandi og hins besta í
London. Norður-Englendingar skor-
uðu á hina. Og áhorfendurnir voru
hugfangnir og fylgdust t. d. vel
með hverri hreyfingu íþróttamann-
anna, svo unun var að.
Til dæmis einu sinni voru Norð-
ur-Englendingar komnir fast að
markinu hjá hinum, og knötturinn
var margsinnis gripinn af mannin-
um, er varði markið, þá vareins og
ailir ætluðu að sleppa sjer: sumir
hjeldu niðri í sjer andanum, en
aðrir stóðu upp, grenjuðu, blístr-
uðu og ljetu öllum íllum látum.
Hjer er allt af nóg að sjá og
heyra, og ætti að lýsa London vel
og nákvæmlega, öllum hennar hátt-
um og auöæfum, væri það efni í
margar bækur.
Mjer líður vel, hef gott tækifæri
til æfinga og hef ekki orðið fyrir
slysum eða öðru þvílíku, og enda
jeg þar með þessar línur og bið
menn að taka viljann fyrir verkið.
Erlingur Pálsson.
Verslunin Hlíf,
Grettisgöíu 26.
(á horninu á Frakkastíg og
Grettisgötu).
FRÁ ÚTLðHDÐlM
Sjálfsafneitun.
Sjera J. Shepherd, breskur frí-
kirkjuprestur, dæmdi sjálfan sig til
þess, að lifa einvörðungu á vatni
og brauði í heila viku í síðastl.
mánuði. Fæðispeninga þá, er hann
sparaði með þessu, lagði hann til
heiðingja-trúboðs. Sunnud. næst-
an eftir föstuna prjedikaði hann
tvisvar og sá ekkert á honum.
Hann er ókvæntur maður og hraust-
ur mjðg.
Söngvarnir úr Ljenharði fógeta
eftir ÁRNA THORSTEINSSON
eru komnir út og fást hjá öllum bóksölum bæarins.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Aðeins í örfáa daga verða seldar góðar
Kartöflur á kr. 7,50 tunnan (200 pundin).
Gulrófurnar góðu
eru komnar aftur.
Klapparstíg 1 B.
Sími 422.
Fyrir sjómenn
allskonar rúmteppi með stórum afslætti. Einnig sjómannadýnur, vandaðar
og ódýrar hjá
Jónatan Þorsteinssyni,
Laugaveg 31.
Brúkaðar byssukúlur.
í Balkanófriðinum var auðvit-
að eytt miljónum kúlna. Nú er
verið að tína þær upp á vígvöll-
unum og selja bær skransölum,
en þeir selja þær aftur kúlnaverk-
smiðjum. Hlaðið skip af þeim kom
nýlega til Marseille frá Miklagarði.
Kúlurnar eru notaðar í hylki um
flöskustúta og í blýpípur. Er þetta
fyrsta sinni, er menn vita að þessi
verslunarvara komi á markaðinn.
Pílagrímar ráða á skip.
í Beyrout rjeðu nýlega um 1000
pílagrímar frá Marokkó á breskt skip.
Þeir óðu út í skipið og voru svo
áfjáðir að margir fjellu í sjóinn og
drukknuðu. Svo fóru þeir niður í
skipið og kveiktu eld á glóðarkerum;
við það kviknaði í skipinu, sem há-
setum tókst þó að slökkva. Þeir
höfðu nóg matvæli meðferðis, tóku
beinlínis vald yfir skipinu og kúg-
uðu skipstjóra til að sigla til næsta
Iands. Fór hann þá með þá til
Möltu og þar fóru þeir í amerískt
skip. En er skipstjóri kom heim,
var rannsókn hafin gegn honum fyrir
að hafa siglt með fleiri farþega, en
björgunarfæri voru til að bjarga, ef
illa færi. Skipið var alls ekki far-
þegaskip og í björgunarbáta þess
komust aðeins 68 menn. Skip-
stjóri kvaöst ekkert undanfæri hafa
haft, því pílagrímamir hefðu haft
fararleyfi kaupmanna þeirra, er skipið
höfðu leigt, og þegar hann heföi
neitað að flytja lýð þennan, hefði
sjer verið hótað, að kasta sjer út-
Verslunin Hlff
er ódýrasta verslunin á Grettisgötu.
Vitið, hvort ekki^er satt.
Vel verkuð sauðskinn Brennt og malað Kaffl,
fást í gott og ódýrt, í
Versluninni Hlíf. Versluninni Hlíf.
byrðis, og þessir helgu menn hefðu
hátíðlega lofað að drepa alla skips-
höfnina og setjast sjálfir við stjórn.
Dauð á krystallsgægjum.
Auðug bresk ekkja, 69 ára, frú
Sherrin, fannst nýlega dauð af bruna
í herbergi sínu. Hún var mjög
áfjáð í dulfræði. Á borðinu Jfyrir
framan hana var krystall. Læknar
álitu að hún hefði verið á krystalls-
gægjum og rýnt í glerið, þangað til
hún hafði dáleitt sig sjálfa og í
dáinu dottið aftur á bak í eldstóna.
Hafði hún verið þrjá daga liðið lík,
er hún fannst. Fáförult var hjá
henni og hún var einbúi.
Mágur sonar síns.
Sá atburður hefur orðið meðal
hins göfugasta tignarfólks Þjóðverja,
að B/ncher furtsi er orðinn mágur
sonar síns.
Árið 1814 geröi Prússakonungur
Blúcher hershöfðingja, kappan mikla
frá Waterloo, að fursta, og nefndist
hann þá Biúcher fursti von Wahl-
statt og afkomendur hans hafa í
mörg ár borið tignarnafn þetta.
Gerhard Blúcher fursti, sá er nú
er á lífi, 78 ára, er sjervitringur
mikill. Árið 1895 kvæntist hann í
3. sinn Radziwill prinsessu, fallegr
ungri stúlku, að eins 18 ára gam-
alli.
Með fyrstu konu sinni átti furst-
inn 5 börn, með annari 2 og loks
með Wöndu Radziwill 3 börn; var
hið elsta hinna 10 barna 24 árum
eldra en hið yngsta.
Furstinn á jarðeignir miklar og
hallir í Schlesíu, en flutti sig þó fyrir
nokkrum árum til Lundúna og býr
þar ásamt Lothar syni sínum, sem
er 23 ára og hefur gengið að eiga
Lovfsu Radziwill prinsessu, eldri
systur stjúpmóður sinnar, sem þegar
er 38 ára gömul.
Þetta eru einkennilegar tengdir
og óvenjulegar yfirleitt, einkum
meðal heldra fólks, En ættarsaga
þeirra furstafrúnna beggja er líka
nokkuð einkennileg. Þær eru dætun
furstafrúarinnar Katrínar. Radziwi
er var fædd greifainna Rzevuska;
hún skildi við mann sinn til þess að
fylgja vini sínum Cecil Rhodes,
•Napoleoni Suður-Afríku« hinum
fræga, og styðja áform hans þar
suður frá.
Vargar í vjeum.
Kirkjuþjófarbrutustaðfaranótt hins
2. f. m. inn í norska kirkju. Höföu
þeir ætlað að brjóta hurðina en
ekki tekist. Skriðu þeir þá inn um
skrúðhússgluggann. Silfurgrípirkirkj-
unnar voru ekki geymdir í henni, svo
bófar gripu í tómt, en þar voru 5
flöskur áf messuvíni og þeim stálu
þeir. Svo er að sjá, sem 3 hafi
þjófarnir verið og einn þeirra kvenn-
maður.
Góðar og ódýrar
matvörur
í Verslunlnni Hlíf.