Vísir - 05.03.1914, Side 4

Vísir - 05.03.1914, Side 4
tætlum og veltbælum, að þar hef- ur leikurinn staðið lengi og borist vítt um aurmelinn.' Loks hefurærin þó getað skreiðst undir moldarbarð meljaðrinum, og þar hefur óvin - urinn gefist upp við hana. En um nóttina eftir dó hún þar (hafði gert kalsa-hret). Var öll ull rifin af báð- um síðurn frá hálsi að lærurn, og höfðu skinnsneplar víða fylgt með. Hvergi var heill blettur í skinn- inu; rispa við rispu neðan frá og upp úr. Daginn eftir, er hræið fannst, sat þar stór, gráhærður ar og nokkrir hrafnar að bráð. Nú hafa löggjafar vorir helgað •’bjargvætti. þennan á þann hátt, sem fyr greinir. Næstu 5 ár á hann að fá að hirða um fje vort í friði — nema við gerumst lög- brolsmenn. B. B. Og Wu\ kaupa G. Gíslason 8t Hay, Ltd. Ljósadúkur með ensku og frakknesku bróderíi hefur tapast frá Lækjargötu inn á Frakkastíg. Afgr. v. á. K. F. U M Kl. 81/*. Fundir í A.- -D. Aliir karlmenn velkomnir. Súkkuiaði l C o n s u m, V i k i n g u r, er nýkomið á Laúgaveg 5. Ávextir alls konar f dósum, þar á meðal Jarðarberin frægu, er ódýrast að kaupa á Laugavegi 5. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur á Laugavegi 31, uppi. Tennur dregnar út af lækni dag- Iega kl. 11 —12 með eöa án deyf- ingar. Viðtalstími kl. 10—5 síðdegis. Sophie Bjarnason. *^)u\&tav, í kössum og stykkjavís, bestir og í , ódýrastir í versl. Asgrfms Eyþórssonar, Austurstræti 18. Neftóbak skorið, ódýrast og best, í versl. y Asgríms Eyþórssonar, Austurstræti 18. Frh. frá 1. síðu. _______ Erindrekar Flskífjelagsins, þeir Ólafur Sveinsson vjelfræðingur og Matth. Ólafsson, hafa ferðast um veiðistaðina sunnanlands, Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn,og haldið þar fundi og leiðbeint mönnum og láta menn hið besta af komu þeirra þangað. Dvöldu þeir nokkra daga á hverjum stað. Ólafur fer nú um Suðurnes, til að leiðbeina með hirð- ingu og meðferð" vjela, en Matthías um Vestfirði til að halda þar fundi með deildum fiskifjelagsins og stufna nýar deildir. Einnig að leiðbeina og athuga um það, sem umbóta þarf í fiskiveiðum, Leiðarvísir um hirðingu og meðferð mótora kemur út nú með vorinu að tilhlutun Fiskifjelagsins og verður það eflaust hin þarfasta bók. Að henni' vinna Bjarni Porkelsson skipasmiður og Ólafur Sveinsson vjelfræðingur. Bjarni hefur þegar lokið við sinn hluta bókarinnar; er sá um bátasmíði, stærð og fyrir- komulag vjela og annan útbúnað. Jón Helgason prófessor hefur skrifaðgrein í blaðið Hovedstaden 16. f. m. um ísland og Dan- mörku. Þakkar hann blaðinu hið besta liðsinni það, er það hefur veitt íslenskum málum. Telur Knud Berlín og þá kump- ána auka mjög skilnaðarhug með íslendingum. En annars óski mikill meiri hluti íslendinga að halda sambandinu við Dáni og það geti farið vel, ef Danir láti undan aðalkröfum íslendinga. — í flaggmálinu undrast prófessor- inn yfir, að Danir vilji halda að okkur sínu flaggi. Þeim ætti að þykja það of gott handa þeim, sem ekki vilja það. Til formanns Leikfjelagsins. Jeg verð að biðja »Vísir« fyrir fáeinar línur, til þess að jeg geti leiðrjett misskilning formannsins, herra Á. E., og frætt hann á því, að við öll stærri leikhús ytra er það siður, að setja á efnisskrána, hve löng bið verði milli þátta, að minnsta kosti stendur œtíð á tnilli hverra þátta verði lengst bið, oft stendur þó ekki hve löng sú bið verði, en fólk veit, að þá er því óhætt að fara út. Þægindin við þetta eru augljós, þó formaðurinn virðist ekki sjá þau. Hann ætti bara að vera kominn upp á veitinga- salinn í lðnó á milli þátta og sjá, hvernig fólkið slæst um kaffiboll- ar.a, að eins af því, að það veit ekki nema hringt verði á hverju augnabliki. Og ef fólk vissi, á milli hverra þátta yrði lengst bið, þá sæti það sennilega miklu kyrr- ara á milli hinna. Og svo er þetta algerlega útlátalaust fyrir fjelagið. Hvað snertir óstundvísina, þá get jeg ekki annað en brosað, þegar jeg sá, hvað þessi meinlausa athuga- semd mín gat hleypt herra* Á. E. upp, en hræddur er jeg um að fleirum en mjer muni hafa þótt sjötta mínútan formannsins æði löng; enda gef jeg eigi fjelaginu neina sök á biðinni, heldur óstundvísi almenn- ings. § *\Uat\ aj lawdv.^ Sandgerðiseigninseld. Mattias útgerðarmaður Þórðarson hefur ný- selt Lofti Loftssyni & Co. á Akra- nesi útgerðar- lunarstöðina Sandgerði með tilheyrandi mótor- bátum ásamt veiðarfærunt og vöru- byrgðum fyrir um 70000 kr. Loftur Loftsson, útgerðarmaður í Sandgerði, mun nú stærsti mótor- bátaútgerðarmaður á íslandi. Af Mattíasi keypti hann 4 báta og átti fyrir mikinn hluta í 4 bátum og gjörir því út nú alls 8 báta og eru margir þessara báta með þeim allra stærstu, er stunda fiskiveiðar lijer við land. Frá Sandgerði stunda nú 16 mótorbátar fiskiveiðar. Auk 8 báta Lofts eru 2 bátar haralds Böðvars- 1 sonar kaupm. á Akranesi, 1 sem á Gunnar kaupmaður Gunnarsson í Rvk., 1 Einar Sveinbjarnarson bóndi í Sandgerði, 1 Þorsteinn Árnason og fjelagar í Gerðum og 3 eru frá ísafirði.____________________ Hússtjórnarnemi. Sökum forfalla getur stúlka kom- ist að í hússtjórnardeild Kvenna- skólans. 4. mars 1914. lngibjörg h. Bjarnason. Kaffl-og matsöluhúsið, Laugav. 23, selur eins og að undan- förnu heitan mat allan dag- inn, smurt brauð, kaffi, súkkulaði, öl, limonade og fl. v I Claessen. Yfrrjettarmálaflutningsmaður, Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—ll og4—6. Talsími 16. Magdeborgar-Brunabótafjelag. Aðalumboðsmenn á íslandi: O. Johnson & Kaaber. VINNA Útgerðarmaður óskast. Uppl. á Grettisg. 34. Stúlka óskastt í vist til Vest- manneya nú þegar. Gott kaup í boði. Barónsstíg 16. Margir drengir geta fengið að selja Árvak á föstud. Afgr. áLauga- 5 vegi 22. | Gramalt gert nýtt. í Allskonar viðgerðir á orgelum og j öðrum hljóðfærum hjá Markúsi þorsteinssyni. Frakkastíg 9. í, Hálslín fæst strauað á Hverfisgötu 26 B. uppi. Fljótt og vel af hendi leyst. Hjólhestar eru teknir til að.- gerðar og hreinsunar á Vitastíg 14. Sömuleiðis eru „stell" og ein- stakir hjólahlutar lakkeraðir ofn- lakkeringu. Vönduð og ódýr vinna. Drengur, 16—18 ára, getur feng- ið atvinnu nú þegar. Afr. v. á. HÚSNÆÐI Herbergi til leigu fyrir ein- hleypa nú þegar íIðnaðarmanna- húsinu. íbúð, góð og ódýr. 2—3 her- bergi og eldhús, er til leigu nú þegar og til 14. maí. Uppl. hjá Ól. Oddsyni, Pósthústræti 14 B. Stór stofa mót sól og með forstofuinngangi er til leigu frá 14. maí n. k. á góðum stað í bænum. Afgr. v. á. Góð herbergi fyrir einhleypa eru til leigu í nýu húsi frá 14. maí. Afgr. v. á. íbúðir, 1 eða 2, eru til leigu víð miðbœitin frá 14. maí. Uppl. á Bergstaðastræti 42, kl. 8—10 síðd. Stofa mót sólu, með sjerinn- gangi, er til leigu nú þegar eða 14. maí. Uppl. á Grettisg. 19 G 1 herbergi litið með sjerinn- gangi er til leigu nú þegar. Uppl. á Laugav. 67, vestanverðu. KAUPSKAPUR Kommóður og kofort til sölu með lágu verði. Halldór Jóns- son, Laugarnesspítala. Ritvjel nýleg til sölu. Afgr. v. á. Copípressa og borð til sölu. Afgr. v. á. Hestur duglegur óskast til kaups, helst í Borgarnesi, 22. mars. Komið á Hverfisgötu 2 B og semjið við Zóphonías Bald- vinsson, ökum. frá Akureyri. Flibbar, nærri nýir, á meðal- mann, íást með óheyrðu gjaf- verði. Afgr. v. á. Barnavagn til sölu, Ping- holtsstræti 33. Jeg bið þann, er eiga kynni þýð- ingu V. Rydbergs af GoethesFaust, að gera svo vel að selja mjer hana eða lána. Sömuleiðis bið jeg þann, er keypt hefur úr dánarbúi mínu „Duntzer: Erklarungen zu Goethes Faust,“ aÖ gera svo vel að lána mjer bókina. Bjarni Jónsson frá Vogí. Prívatsími með öllu tilheyr- andi er til sölu. Afgr. v. á. Góða hjólhesta en ódýra, geta menn fengið frá áreiðanlegu »Firma« í Danmörku. Skilvísir geta fengið góða borgunarskil- mála. Leitið upplýsinga hjáundirrituðum fyrir 9. þ.m. Bergur Einarsson sútari, Vatnsstíg 7 B. TAPAЗFUNDIÐ Þjer, sem tókst kjólinn á Laug- avegi 66, er best að skila honum, því það sást til þín. Þú, sem tókst skóhlífina mína við Kárastaðahúsið 2. þ. m., skil- aðu henni, annarsverður hún sókt til þín. Hverfisgötu 36 B. Köttur blár með perluband um hálsinn hefur tapast. Skilist gegn fundarlaunum á Bergstaða- stræti 24. ____ Útgefandi Einar Gunnarsson cand. phil. Östlunds-prentsmiðja.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.