Vísir - 06.03.1914, Side 2
V 1 S 1 R
Raunaleg dagbók.
Frank Harrison, trjesmiður, 25
ára, var tekinn fastur fyrir tilraun
til að stela peningum úr söluvjel á
götu úti 21. f. m. Þegar hann
var tekinn fastur, fannst póstkort í
vasa hans, er hann hafði notað til
að rita á dagbók. Maðurinn var at-
vmnulaus og átti hvergi höfði sínu
að að halla. Dagbókin hans sýnir
kjör »götunnar barna« í stórborg-
unum. Hún er þannig:
Mánudags nótt: Reikaði um göt-
una alla nóttina.
Kuldi. Matar’aus,
fjevana,
Þriðjudags nótt: Ekki bragðað mat
í 2 daga, fæ ekki
vinnu vegna vönt-
unar meðmæla.
Miðvikudags nótt: Vann fyrir 90
aurum. Keypti mat
og borðaði loks-
ins kl. 10 árdegis.
Veikur og mjög
máttvana í fótum.
Þungt í höfði af
svefnleysi. Finnst
jeg vera að gefast
upp.
Fimmludagur. Fjekk vinnu ísvipog
svaf í rúmi. Fór
í bað og rakaði
mig, — mjer veitti
ekki af því!
Föstudag, laugard,, sunnud., mánud.,
og þriðjud.: At-
vinnu ómögulegt
að fá. Tókst að
næla í nóg til að
kaupa mjer rúm
fyrir. Banhungrað-
aður og ráðþrota.
Miðvikud., fimmtud.: Úti á götuuni.
Hvergi höfði mínu
að að halla. Það
er voðalegt!
Föstudag, laugardag: Jeg er að
missa vitið. Ekkert
að jeta eða drekka.
Til hvers að halda
þessu eymdarlífi
áfram!
Gömul brúðhjén.
Nýlega giftu sig kari og kerling
í gamalmenna-hæli í London.
Brúðguminn hjet Fielding og var
81 árs, — hafði aldrei kvænst áð-
ur, — en brúðurin hjet Lucy King
og var 72 ára, ekkja. Stjórn hælis-
ins gat ekki verið að meina þeim
að ná saman, því lítil líkindi væru
til að þau færu að hlaða niður
ómegð úr þessu.
Myrkfælni veldur elds-
voða.
Stúlka nokkur, 17 ára gömul, var
ein heima að kveldi hins 18. f. m.
í húsi nokkru, er var rjett við
kirkjugarð einn í Staffordskíri á
Englandi. Hún var afskaplega myrk-
fælin. Heystakkur mikill var í garði,
áföstum við húsið, milli þess og
kirkjugarðsins. Nágrannarnir sáu
von bráðar að heyið stóð í Ijósum
loga og kviknað var í húsinu. Tókst
þeim þó með hörkubrögöum að
bjarga húsinu að miklu leyti og ná
stúlkunni lifandi. í rjettarhaldi um
brunann bar stúlkan fyrir sig, sjer
til málsbóta, að hún hefði kveikt í
heyinu til þess að verja draugun-
um að komast inn til sín úr kirkju-
garðinum, — hafði hún allt af heyrt,
að draugar fældust eld.
7
Oráðvandur klerkur.
í Palermo á Sikiley kastaði gömul,
þýsk kennslukona sjer fram af kletti
Söngvarnir úr Ljenharði fógeta
eftir ÁRNA THORSTEINSSON
eru komnir út og fást hjá öllum bóksölum bæarims.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
í d a g
nýlega ogdrekkti sjer. Hún hafðitrúað
presti nokkrum, Fautana að nafni,
fyrir aleigu sinni, um 50000 kr., f
trausti til ráðvendni hans. En
klerkur eyddi öllu fje hennar í
slæmum solli og strauk síðan. Lög-
reglan er á þönum að leita hans,
en hann er enn ófundinn.
10 40°|o afsláttur
á öllum vörum í versluninni á
Stórþjófnaðir f
Vesturheimi.
Þeir keyra svo úr hófi upp á
síðkastið, að öllum stendur stuggur
af. Nýlega hefur verið stolið á New-
York-, Newhaven- og Hartford-járn-
brautunum fje, er nemur fullum 27
milj. króna alls.
Messuspjöll.
Meðan á hámessu stóð í Maríu-
kirkju í BritonFerryi Wales á Eng-
landi, stóð allt í einu maður nokk-
ur upp í kirkjunni, steytti hnefana
og hrópaði hárri röddu, að hann
skyldi steindrepa hverteinasta manns-
barn í söfnuðinum. Lögreglan tók
manninn þegar og fór út með hann.
Hann hafði áður verið hermaður á
Indlandi.
Þar er, meðal annars, tilbúinn fatnaður og álnavara.
Kristín Sigurðardóttir.
Stór litsala
Allir þekkja hinar góðu og fallegu vörur í verslun
tlóns Þórðarsonar.
Þrátt fyrir það, þó verðið sje lágt og vörurnar nýar og góöar, verður
frá 1. marts allt selt með miklurn afslætti.
Þetta boð stendur aðeins örfáa daga, notið því tækifærið
Verslun Jóns Þórðarsonar.
Fiskiveiðahlutafjelagið
,ÍSLAND‘.
| Framhald aðalfundar fjelagsins, er frestað
var hinn 31. janúar síðastliðinn, verður nú
laugardag 7. þ. m.
kl. 5 síðdegis á „Hótel Reykjavfk".
D A G S K R A hin sama og auglýst hafði
m verið fyrir fyr-ákveðinn fundardag, 31.
XíR janúar
(jjyl Reykjavík, 5. mars 1914.
M Stjórnin.
Allir
1 sem þurfaað fá sjergóð ogódýrhúsgögn ívor, ættusem
fyrst að panta þau hjá H.J. Schram. Þar er einnigeikar-
j trjes- Buffet, mjög vandað, og fleiri húsgögn til sölu.
Vlnnustofa Hjartar Fredriksen.
Hverfisgötu 10. Sími 408.
Palladómar.
---- Frh.
27. Stefán Stefánsson,
4. konungkjörinn þingmaður.
(Fæddur 1. ágúst 1863).
Hjer er sá maðurinn, er vera
mun lýðkunnastur allra þingnianna.
Veldur því ekki þingmennskan
ein, þó góð hafi hún verið í
marga staði. Hitt mun langmestu
þar um orka, að hann hefur nú
rúman aldarfjórðung staðið alira
manna fremstur um það, að mennta
og mannbæta þá, er leitað hafa
sjer meiri fræðslu en almenns ferm-
'ngarundirbúnings eða barnaskóla-
lærdóms. Hann hefur allan þennan
tíma verið kennari við annan gagn-
fræðaskóla landsins, þann gagn-
fræðaskólann, er haldið hefur uppi
þeirri fræðslu, gagnfræðakennslunni,
með fullum skilum og baugabrota-
laust, þangað til lögtekin var gagn-
fræðadeild Menntaskólans, og síðan
henni jafnfætis og með jöfnum
rjettindum. Við þennan skóla, gagn-
fræðaskólann á Akureyri, áður á
Möðruvöllum í Hörgárdal, hefur
hann verið kennari allan þann tíma,
og um Iangt skeið af þeim tíma for-
stöðumaður skólans, skólameistari.
Og sá hróður fer ekki huldu höföi
eða felulega hjá þjóðinni, að hann
sje ágætis kennari og albrigðagóð-
ur skólameistari.
Þetta mikla og þjóðnýta starf
orkar því, að St. St. er lýðkur.n-
astur allra þingmanna. Mundu Iíka
ekki færri meðal fullorðinna manna
á landi voru, þeirra er heilum hams
halda á viti sínu, sem ekki áttuðu
sig eitthvað á því við hvern átt sje,
ef minnst er á skólameistarann á
Akureyri? Og þó mundu flestir
átta sig mun skjótar á því, að ein-
ungis væri nefndur Stefán skóla-
meistari. Með þvf nafni er hann
lýökunnastur.
En ekki var nú til þess stofnað,
að segja sögu hans sem skólameist-
ara. Verður því vikið að öðru
efni.
St. St. hefur setið níu þing, fimm
f umboði Skagfirðinga (1901—•