Vísir - 09.03.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 09.03.1914, Blaðsíða 3
V I S I R nefnd efri deildar á þrem þingum (1909, 1911 og 1913), og á tveim þingunum (1911 og 1913) verið skrifari og framsögumsður nefnd- anna. Fjárlagastarf þingsins er æfin- Iega vandaverk. Og í.raunog veru er efri deild oft vandi að höndum snúinn um fjárlögin. Hlutverk efri deildar er þar alloft það, að sníða og jafna misfellurnar eftir neðri deild, ef svo má að orði komast, og æfinlega það, að reyna að færa ekki fjárlögin í verra horf en þau voru í frá neðri deild, svo sem með því, að hefta sem mest aukning tekjuhallans — því ekki þarf að nefna tekjuafgang á seinni þing- unum —, jafnframt og sjeð er fyrir nýum þörfum og kröfum. Þessi vandi kemur ekki hvað síst ‘ við skrifara og framsögumann fjár- laganefndar efri deildar. Og að öllu ; athuguðu, mun varla hægt fað segja annað en Stgr. J. hafi farið þetta starf á marga lund vel og sköru- Iega úr hendi. Enda er sá dómur þeirra, er til mega þekkja, að það sje ef til vill vafamál, hvort nokk- urum öðrum manni á tveim síð- ustu fjárlagaþingum hafi að sumu leyti verið jafn-Ijóst fjárlagastarfið sem honum. Hann hafi oftast vitað nokkuð gerla um það, hversu fjár- lögunum viki við þegar að lokinni hverri umræðu um þau, jafnt í báðum deildum. Frh. Alliance-Francaise heitir fjelag hjer í bæ. Markmið fjelags þessa er, að glæða áhuga meðlima sinna og auka þekking þeirra á franskri tungu. Heldur fjelagiðjfrönsk tímarit og er mælt eingöngu á frönsku á fundum fjelagsins. Óhætt mun að fullyrða það, aö eigi eru önnur fjelög hjer í bæ, er veita meðlimum sínum meiri ánægju en fjelag þetta, og saknað myndi þess verða, ef það flosnaði upp.J Undarlegt samtakaleysi, að t. d. þýskumælandi menn, sem efalaust eru fleiri en frönskumælendur hjer, skuli eigi hafa með sjer fjelagsskap með líku fyrirkomulagi. Eigi virðist þó vera vanþörf á því, svo mikil viðskifti, sem vjer höfum við Þjóðverja, auk þess sem þeir eru hjer tíðir gestir, sjerstaklega á sumrum, og þýskir menn eru hjer atvinnurekendur, sem efalaust myndu styðja þess konar fjelag. Vitanlegt er það, að engir gefa þjóðinni ís- lensku meiri gaum en Þjóðverjar Eigi erum vjer heldur í neinum vafa um, að þeir myndu styðja slíkt fjelag, svo um munaði. Oæti það ekki lfka orðið þeim mönnum góð hjálp, er lært hafa eitthvað f þýskri tungu? Vjer eig- um marga svo færa menn f þessu máli, að þeir gætu orðið forgöngu- menn slíks fjelagsskapar, t. d. get- um vjer bent á Jón Ófeigsson, Bjarna frá Vogi o. fl. og víst er það, að eigi raundi skorta með- Iimi. Hjer gleypa menn mjög gráð- ugir við allskonar dönsku bóka- Camembert- Kaiserkáse Kronenkáse - Brie og Ostastangir nýkomið í verslun Einars Árnasonar, Sími 49. Þ. rusli, og er árlega flutt mikiö af »eldhúsrómönum« Dana hingað til lands. Skaðlegt gæti þaö þó varla orðið þótt menn kynntust bók- menntum annara þjóða, og þökk á sá skilið, sem fyrir því gengst, að leiða athygli manna í þá átt. Væri ekki best að hefjast þegar handa, því betra er þó seint en aldrei. H. T. ^ao^wa va\x5sW&\a. Eftir Rider Haggard. eir, sem kynnu að vilja selja holds- veikraspítalanum í Laugarmesi um 1 ár frá 14. maí næstk. að telja mjólk þá, er spftallnn þarfnast fyrir (sem sje: hjer- umbil 1200 pt. nýmjólk og 600 pt. und- anrennu mánaðarlega), heimflutta á hverj- um morgni í hús spítalans, sendi undir- rituðum tilboð sín, með tilteknu lægsta verði, fyrir útgöngu þ. mán. Laugarnesspítala 7. mars 1914. ^íav^ttssow, Frh. j I tilefni af minningarárí Hallgríms Pjeturssonar verða Passiusálmarnir með nótum seldir þetta ár (allt að 500 eintök) fyrir aðeins kr. l,oo heftir og tyrir aðeins kr. 2,oo í bandi. Áður kostuðu þeir kr. 2,50 og kr. 4,00 og sama verð verður aftur á þeim á eftir. ^ótvas ^ówssoyv. NÝ SÁPU7ERSLUN *^5estoxv$óU fcó Allskonar sápur til þvotta, 20—30 teg. af handsápum, svampar, greiður, kambar, ilmvötn o.fl. o.fl., yfir höfuð flest, sem að hreinlæti lýtur. Af sjerstökum ástæöum vantar stúlku í eldhúsið á Vífiistöðum 14. maí. Hátt kaup í boði. Lysthafendur snúi sjer til fröken Steinssen. Bátar. Jeg undirritaðnr hefi til sölu nýan, mjög laglegan bát, vand- aðan að öllu efni og vinnu, einnig báta af öðrum gerðum. Stýrimannastíg 2. Ottt Guðmundsson, skipasm. »Enginn vafi er á því«, mælti hann seinlega, »að þau eru af herr- anum af Kattrínu. »Meira að segja«, bætti hann við, > festi jeg sjálfur þennan svan við þennan sama skjöld með egin hendi fyrir fimnt árum, Gerði jeg það í heiðursskyni við herrann af Kattrínu, því að hann kvaðst engum trúa fyrir því nema þaulreyndum manni.« »Hvað segið þjer nú, herra minn af Kattrínu?* spurði hertoginn. »Jeg segi, að þetta sjeu einhver misgrip, tigni hertogi. Jafnvel ef ekki væri um slíkt að gera«, bætti hann við heldur seint. »þá gæti ruglingurinn stafað frá þeirri góðu og gildu ástæðu, að riddarar hafa skift herklæðum fyr en í dag.« »Það eru engin misgrip«, mælti Hugi hátt og snjalt. »Þessi herra sem ber mörg nöfn, ber einnig mörg herklæði, sem hann getur skift um til þess að bjarga bjórnum. Hann bar herklæði herra Pjeturs frá Hamri til þess að skjóta sjer hjá refsing Englandskonungs og hermanns þess, er hann hafði rangsleitni beitt. Hann fjekkk grið af liendi þessa manns sem hefði goldið honum önnur málagjöld, ef hann hefði grunað hið sanna, eins og hann veit vel sjálf- ur. Hann ljet eftir hinn ólánssama riddara, er hann hafði tælt til að skifta við sig búningi, til þess að falla fyrir hendi hins sama hermanns, af því að hann var haldinn greif- inn af Noyónu. Þessvegna kemur blóð þessa Hamarbyggja niðuryfir höfuð honum. En þetta eru nú aðeins eirikamál. Aðrar sakir eru þeim mikið þyngri. Þessi svikalá- varður, herra Játmundur Akkúr, hefur svarið Játvarði Englakonungi trún- aðareiða. En einmitt, er hann hafði bundist helgum eiðum, þá gerði hann samsæri til þess að steypa Játvarði konungi og koma hertog- anum af Norðmandi til valda f hans stað. Englakonungi varð kunnugt um samsæri þetta fyrir mínu tilstilli, og fól mjer að fella svikarann eður hertaka hann. En þar sem jeg kom að honum í heilagri kirkju og hugði það helgispjöll að bregða sverði, þá skaust hann undan út í myrkrið og skildi mig eftir fallinn fyrir sviksamlegu höggi. Þaöan flýði hann til Frakklands, hóf ófrið gegn lánardrottni sínum og gekk undir Qullflaugina, merki Fillips konungs. Er þegar þeta merki er til moldar dregið, þá flýV hann til reneyja og bruggar hjer ný vjel- ræði, að því er mjer er hermt. — Einu sinni, eftir ósigurinn við Cain,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.