Vísir - 09.03.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 09.03.1914, Blaðsíða 2
VÍSIK buröarstarf tókst honum með frá- bærri ástundun og afbragðsgáfum að ná þeirri þekkingu í þessum fræði- greinum í tómstundum sínum, að honum hefur verið veitt þetta em- baetti. Loftskeytasamband milli Berlín og New-York er nú kom- ið í iag að fullu. Nóttina milli 11. og 12. f. m. sendust blöð beggja borgakveðjuskeytumá í loftsíma. Leið sú, errafmagnsgneistinn fer þráðlaust, er 6460 rastir. Loftsímaturnarnir í Berlín eru frá 120—180 stikur að hæð og eru þeir allmargir á loft- skeytastöðinni, er nær yfir allmikið svæði; eru turnar þessir bæði ofan og neðan jarðar sameínaðir með þráðum. __________ I BAbyggilegasta úm m . vitnið. Málafærslumaður nokkur í H a m- borg þóttist oft hafa ^komist [að raun um þaö í málum “þeini, er hann hefði með höndum, hve mjög og hve oft vitnum hætti til að skeyta skökku við um tímaákvarð anir. Hann hugsaöi sjer í máli einu merkilegu að ganga úr skugga um, hve óhætt væri að treysta á trú- verðuleik eins aðalvitnisins í þessu tilliti. Máiið reis út af sjósiysi, er varð viö árekstur tveggja skipa. Vitni þetta meiddist við áreks ur- inn og lá enn í sjúkrahúsi. Málafærslumaðurinn fór á fund sjúklingsins, gekk að rúmi hans og spuröi hann: »Getið þjer sagtmjer, hve langur tími leið milli þess, er skipið fór frá bryggjunni, ogaugna- bliks þess, er áreksturinn varð?« sNú, það munu hafa verið 10 mínútur!« var svarið, »Hvað haldið þjer að tíu mínút- ur sjeu lengi að líða?« »Nú — auðvitað t:u mínútna tímal* svaraði sjúklingurinn eins og beint lá viö. »Já, það veit jeg, en nú ætia jeg að fá vissu um, hve langur tími yður finnst það. Það er sem sje aðalatriðið. Nú stend jeg við fótagaflinn á rúminu yðar, held úrinu mínu, og svo eigið þjer að gera mjer aðvart, þegar þjer hald- iö, að tíu mínúfur sjeu liðnar.« Sjúklingurinn fjellst á þetta, Iagð- ist rólegur út af og horfði á mála- færslumanninn, sem stóð andspænis honum við fótagaflinn og horfði á úriö. Aö nokkrum mínútum liönum sagði málfærslumaðurinn: »Nú, — hvernig gengur þaö, — hvað ætlið þjer að nú að biða lengi ?« Sjúklingurinn brosti kampinn og gaut augunum í laumi á veggjar- klukku miklu, er hjekk andspænis rúmi hans, en málafærslumaður snjeri baki að og sá því ekki. Þegar vísirinn var loks kominn á rjetta depilinn, hrópaði sjúklingur- ínn: »Tíu mínúturl« Málafæslumaður varð svo for- viða, að augun ætluðu út úr hon- um, og mælti: »Hugsið þjer, vin- ur minn góður! Þjer eruð það nákvæmasta vitni um tímaákvörð- un, er jeg hef nokkru sinni fyrir hitt alla mfna málfærslutíð!« Söngvarnir úr Ljenharði fógeta eftir ÁRNA THORSTEINSSON eru komnir út og fást hjú öllum bóksölum bæarins. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Fyrir sjómenn allskonar rúmteppi með stórum afslætti. Einnig sjómannadýnur,| vandaöar og ódýrar hjá Jónatan Þorsteinssyni, Laugaveg 31. A Laugavegi 5. Vindlar, Vindljngar, $&£***’ Munnióbak (Nobeis). Reyktóbak (fjöldi tegunda.) Neftóbak (skorið), allt þekkt fyrír að vera besta og ódýrasta í bænum. *\DeYsl\XTY\u y,exmes, Njálsgötu 26., selur fyrst um sinn: Kaffi ágætt 0,78 pd. Export 0,48 — Cacao gott 1,10 — Heilbaunir 0,14 — Haframjöl 0,15 — Hrísgrjón 0,15 — Rúsínur 0,28 — Hveiti gott 0,12 — Ótal tegundir af Kexi. Stúfasirts 1,40 - í Sykur ódýrarí enn ann- Í arsstaðar. rortepiano. Vöruhúsið hefur einkasölu á fortepíanóum frá Sören Jensen, píanóverksmiðju í Kaupm.höfn. Til sýnis í Vöruh úsinu. [Efni til að varna !\di ðU« steinmyndun í —jjj - gufukötlum. Er uppl. í vatninu í hæfilegu hlut- falli.j Ætíð til í Vöruhúsinu. HT Nauðsynlegt hverju gufu- skipi. Lítíð fyrst inn, þegar á fatnaðí eða vefnaðarvöru §|þurfið að halda, Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austur8træti 1. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstykar tennur, á Laugavegi 31, uppi. Tennur dregnar út af lækni daglega kl. 11 —12 með eða án deyfmgar. Viðtalstími kl. 10—5 síðdegis. Sophie Bjarnason. nýkomin í verslun Amunda Arnasonar. Palladómar. ---- Frh. 28. Steingrímur Jónsson, 3. konungkjörinn þingmaður. (Fæddur 27. des. 1867). Hann hefur fimm þingin setið (1907—1913), og er einn þeirra fimm sýslumanna, er skipuðu síð- asta þing1). Mun hann óhikað tal- inn þeirra snarpasturog fyrirferðar- mestur þingmaður. Stgr. J. er nokkuð ofar meðal- manni að hæð, grannur, beinvax- inn, limaður vel, og vel á sig kom- inn um allt, snarlegur og snotur- lega á fót kominn. Hann er bjart- leitur, ekki höfuð stór, nokkuð dökkur á hár, en hæruskotinn mjög, enni mikill, og er ennið hafið og vikótt og ekki breitt, gagnaugna- ber, brúnamikill nokkuð og brúna- hár mikil og jörp að lit, gráeygur og ekki úteygur, augun stór skír og föst, nefið beint og ekki þykkt, hafið og fer vel. Hann er ekki þykkleitur og þó sljettleitur, og svarar sjer vel í andliti. Skegglaus er hann á vöngum, en granarskegg hefur hann jarpt og mikið. Þykir hann hvatlegur á svip, sviphreinn og djarflegur. Þá er Stgr. J. kom fyrst á þing (1907) þótti mönnum sem hann væri svo ólatur að tala, að hann notaöi flest tækifæri til þess. En á öðru þingi hans (1909) þótti þetta eiga sjer meiri takmörk, og varð hann þó ekki kallaður mállatur. Nú þykir ræðufjölda hans við hóf stilt. Stgr. J. geröist strax hvatur og óseinn til allra þingstarfa, og svo er það jafnan. Hann er elju- og starfs-maður, sækir störfin af kappi, og er alloftast því líkast, sem hann sje ekki í rónni fyr en hann hef- ur komið af höndum sjer þeim málum, er undir hann koma í nefnd- um. Og langoftast leggst hann á málin nieð skerpu og nákvæmni Enda mundi það sjaldnast, að hann skili málum af höndum sjer slundu- samlega íhuguðum, og ekki mundu dæmi til þess, að hann skilaði þeim seint og illa köruðum. Þessa síst munu þess dæmi, að málin verði óhreyfð innlyksa í þeim nefndum, er hann skipar, eins og reyndar kemur stundum fyrir, en þó vitan- lega langhelst hjá einhverjum lítt skiprúms gengum starfleysingjum, er ekki ættu að stássa upp f þingið með hangsi sínu og hugsunarleysi. Stgr. J. er f fæstum jorðum sagt hraðvirkur afkastamaður á þingi. En vant er að koma saman flýti og afkastasemi annars vegar og svo hins vegar góöum ytra frágangi. Það er heldnr ekki mál í það bor- ið, að ytri frágangur hans á mál- unum beri af slíku hjá öðrum mönnum. Mörg stærstu og merkustu mál hafa undir Stgr. J. komið, og hef- ur ávallt gætt þess sama um starf- semina. Hann hefurskipað fjárlaga- !) Jón Magnússon bæarfógeti er vitanlega talinn hjer með sýslmönn- unum. En auk hans og Steingríms voru þessir sýslumenn á síðasta þingi: Guðm. Eggerz, Sig, Eggerz og Jóh. Jóhannesson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.