Vísir - 09.03.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 09.03.1914, Blaðsíða 4
V I S I R er jeg seiidi honum hólmgönguboð, þá vatt hann því af sjer með þeim skilaboðum, að iiann berðist eigi viö kaupmannsson — en hann gat þegið grið af hendi kaupmanns- sonar!« Frh. Úr umræðum bæarstjórnarinnar 5. marts. Bæarverkfræðingsstaðan. Borgarstjóri skýrði frá því, aö frestur sá hefði verið útrunninn 28, feb., er menn hefðu til að sækja um bæarverkfræðingsstöðuna, og engin usnsókn komið. En staöan væri laus frá 1. apríi, því ekki fyrir- sjáanlegt annað en þá yrði bæar- verkfræðingsstarfið laust, ef bæar- stjórnin geröi nú ekki neinar bráða- birgðaráðstafanir til þess að fá mann, til að gegna því embætti fyrst um sinn, og til þess hreyfði hann þessu máli, að hún ljeti í ljósi álit sitt um það. Benti á að vísa mætti málinu til veganefndar, þar verksvið bæarverkfræðingsstarfsins Iægi mest undir hennar umsjá. K Zitnsen áleit að bæarverkfræð- ingurinn starfaði eins mikið fyrir aðrar nefndir, sem veganefnd. Því ekki ástæða að vísa málinu til henn- ar. Lagði til að ný 3 manna nefnd yrði kosin til að íhuga þetta mál og gera tillögur um hvað gera skyldi. Jóh. Jóh. áleit nýa nefnd óþarfa, sagði það væri fyrir smámunasakir bæarstj. að hún hafi rekið B. Jóns- son frá starfinu, ekki viljað borga honum viðunanleg laun, og yrði nú í vandræðum, þar sem enginn sækti um stöðuna. Tími væri stutt- ur til mánaðamóta, og ekki hægt aö skapa verkfræðing á þeim tíma, sem ekki væri til. Það eina, sem hægt væri að gera í þessu máli, væri að hækka laun hans og fá hann til að vera kyrran. T. Gunnarsson sagöi þaö rangt hjá J, Jóh. að bæarstj. hefði rekið B. J., hann hefði sagt stöðunni lausri. En þótt bærinn yrði verkfræðlngs- laus eitt ár, mundu engin vandræði af því stafa. Bæarverkfræðingur hefði lítiö hjer að gjöra næsta ár og þessi störf, sem hann hefði með höndum mætti fela öðrum og væri það útláta minna fyrir bæinn að launa manni með 2700 kr. til 3000 kr, — Oóður trjesmiður gæti sjeð um húsabyggingar eins vel og B. J. Menn gætu borið möl ofan í göturnar án hans og lagt skolp- ræsi í þær o. s. frv. Sigurjón Pjetursson væri ekki óhæfari en B. J. til að vera slökkviliðsstjóri,mundi sýna eins mikinn dugnað við elds- hættu. f vetur hefði bærinn ekki fallið um koll, þótt verkfræðingslaust hefði verið, því hann hefur ekkert haft að gera. Til þess að mæla út bæarlöndin þarf heldur ekki stóran » Kunstner«, þ ví Búnaðarf jelagið getur notaö Oísla Þorbjarnarson til þess, og er ekki að fundið. Jóh, Jóh. sagði það skakkt hugs- að, að bærinn græddi á því að skifta verkum bæarverkfræðings á marga. Tr. G. hefði enga vissu fyrir því, að Sig. P. vildi taka að sjer slökkvi- liðsstjórastöðuna fyrir litla borgun. Lj ósmyndatoj e fs pj öld frá 12. júní 1913. 1. Einar Pjetursson rær úí á „skelinni". 2. Fánabátarnir koma í land. 3. Varðskipsforinginn gengur undir íslenska fánann. 4. Mótmælasamkoma í Barnaskólagarðinum. 5. Við myndasiyttu Jóns Sigurðssonar. 25 au. hvert. Öll kr. 1,00. r k afgr. Vísis. (Tr. G.: Jeg heyri ekki til bæarfull- trúans, hann hefur svo hátt, aðþað tekur of mikið undir í þilinu fyrir aftan mig.) Álít það vera hag fyrir bæinn að gjalda honum hærri Iaun, ætti að vera 4000 lcr. Tr. G. hef- ur ekkert hugsað um, hvað bæar- verkfræðingur hefur að gera, hann er altaf upptekinn við ýmislegt snatt, fyrir bæinn og bæarmenn, mig og aðra, svo hann er ætíð upptekinn við það frá morgni til kvelds. Frh. jpl Akureyrarbrjef Akureyri, 23. febr. 1914. »Langbesta blaðið, sem nú kemur út hjer á landi, er »Vísir«. Það er líka eina blaðið, sem nokkuð líkist útlendum blöðum. Palladóm- arnir um þingmenn eru andlega hressandi. »Vísir« ættu allir að Iesa. Austanpóstur hefur fengið voða- færð. Var kominn í Ljósavatn í morgun. Þegar hann lagði austur, var hann 6 tíma af Akureyri og upp á Vaölaheiðarbrún, sem annars er 2 tíma ferð. — Hafði flutning á 7 hestum. Snjór er kominn afskaplegur og illviðrin eru látlaus. Hjer á Akur- eyrargötum er mokað látlaust, en hefst ekki undan. Sagt er, að sum hús sjeu að fara í kaf á Siglufirði. Búist er við að Sigurjón póstur muni fá ókleyft yfir Öxnadalsheiði. Afli Enginn. Svarfdælir voru orðnir rauðmagavarir, en ekkert hægt að stunda þá veiði fyrir illviðrum. Pólitískur fundur á að verða á Grund næstkomandi föstudag. Skor- að er á frambjóðendur til þings að spreyta sig þar, og er búist við þeir tjaldi öllum sínum fjöðrum. E/s »Ask« erhjerað afferma kol til R. Ólafssonar. Heppilegt að fá þau nú, ef ís og óáran skyldi nú steðja að með vorinu. Enginn hefur hugmynd um það hjer enn, hver skal sitja uppi með Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarbæjar- fógeta-hnossið. Friðbjöm Bjarnason. Hundur bjargar. Nú nýlega voru tveir hundar, sem þeir Jön Grímsson bókhald- ari og O. G. Syre eiga, að leikj- um úti á ís og féll annar hundur- inn fram af skörinni. Seppi reyndi hvað eftir annað að komast upp á skörina, en rann alt af niður aftur, þar til hinn hundurinn, stór hunduraf St. Bernhardshundakyni, sem O. G. Syre á, seildist fram af skörinni og tók með kjaftinum í hinn og dró híinn upp á skör- ina. Á þetta horfðu margir menn. (Vestri.) þessi er send Vísi að norðan til birtingar. Er hún um einhvern »góðkunningja« okkar suður í Höfn. íslands saga er söm og jöfn, síst mun gjörast undur, þó að óður út’ i Höfn urri danskur hundur. Á. + B. Gróðafyrirtæki. Duglegur maður, með góðri reynslu, vill fá sjer mann í fjelag við sig, er lagt gæti fram í peningum 1000 krónur á móti öðrum þúsund krón- um í mjög arðsamt og með öllu áhættulaust fyrirtæki. Viðkomandi maður hefur svo mikla trú á fyrir- tæki þessu, að hann vill vinna til, að veðsetja væntanlegum fjelaga sín- um sinn hluta í fyrirtækinu. Fyrirtæki þetta er þannig lagað, að ekki þarf seinna að auka stofn- fjeð (2000 kr.) neitt. Það gengur af sjálfu sjer, og ætti nú þegar í ár, að gefa í arð 100°/o minnst, eða 1000 kr. hvorum stofnandanum. Tilboð sendist í lokuðu umslagi til ritstjóra »Vísis« innan 5 daga, merkt: »Gróðafyrirtæki.« LÆKNAR Guðm.Björnsson landlæknir. Amtmannsstíg 1. Sími 18. Viðtalstími: kl 10—11 og 7—8. Massage-læknir Guðm. Pjetursson. Heima kl. 6—7 e. m. Spííalastíg 9. (niðri). Sími 3 49 M. Magmís læknir og sjerfræðingur f húðsjúkdómum. Heima kl. 11 — 1 og 6X2—8. Sími 410. Kirkjustræti 12. íbúð, góð og ódýr, 2—3 her- bergi og eldhús, er til leigu nú þegar og til 14. maí. Uppl. hjá Ól. Oddsyni, Pósthústræti 14 B. 3 stofur og eldhús (neðri hæð) ásamt geymslu í kjallara er til leigu frá 14. maí. Uppl. á Njálsg. 40 uppi. 1 stofa eða 2 lítii herbergi og eldhús óskast frá 14. maí, helst í uppbænum. Afgr. v. á. Til leigu er frá 14. maí stór kviststofa og svefnherbergi, eld- hús og geymsla með öðrum. Aðgangur að þvottahúsi og þurk- lofti. Afgr. v. á. 4 herbergi ásamt eldhúsi og geymslu óskast frá 14. maí n. k. Helst sem næst miðbænum. Afgr. v. á. KAUPSKAPUR Bær lítill, laglegur, er til sölu í Hafnarfirði. Semja ber við Ein- ar þorgilsson í Hafnarfirði. Sófi, vandaður og fásjeður mjög og fínn, til sölu á Vesturg. 17. Knattborð (Billiard) með öllu tilheyrandi er til sölu af sjerstökum ástæð- um á Laugaveg 23, íslensk dýraiækningabók til sölu með góðu verði. Sýnd á afgr. Vísis. Barnavagn til sölu Þing- holtsstræti 33. Jeg bið þann, er eiga kynni þýð- ingu V. Rydbergs af GoethesFaust, að gera svo vel að selja mjer hana eða lána. Sömuleiðis bið jeg þann, er keypt hefur úr dánarbúi mínu „Diintzer: Erkliirungen zu Goethes Faust,“ að gera svo vel að lána mjer bókina. Bjarni Jónsson frá Vogí. SI leiga 2 drátiarhestar duglegir eru til leigu frá 1. maí. Á sama stað fæst til kaupseða leigu skemmtivagn með aktýgjum. Afgr. v. á. Peningar tapaðirá veginum milli Hafiiarfjarðar og Reykjavíkur. Skilist á afgr. Vísis. Þú sem tókst skófluna mína við Kárastaðahúsið 2. þ. m. Skil- aðu henni á Hverfisgötu 56 B, ellegar jeg læt annan sækja hana heirn til þín. Silfurnál fundin. Vitja má á Hótel Reykjavík. Útgefandi Einar Gunnarsson cand. phil. Östlunds-prentsmiðja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.