Vísir - 09.03.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 09.03.1914, Blaðsíða 1
m Vísir breiddasti og ódýrasta dagblaðið á Islandi. Vísir er blaðið þitt. Hann áttu að kaupa fyrst og fremst. (3 Ketr.ur út alla daga. Sítm 400. Afgr í Austurstr. 14. kl. 1 lárd.til 8 síðd. Kostar 60 au. um mánuðinn. Kr. 1,80 ársfj. Kr. 7,00 árið (380—400 tbl.) Skrífstofa í Austurstræti opin kl. 12—3 14. (uppi), Langbesti augl.staður i bænum. Augl. Sími 400. sje skilað fyrir kl. 6 daginn fyiir birtlngu. iVIánud. 9. mars 1914. Háfl. kl. 3,25' árd.og kl. 3,19’ .síðd. Afmœli: Sigrún Einarsdóttir. Á morgun Afmœli: Frú Steinunn Briem. Bjarni Snæbjörnsson, stud. med. Quðm. Guðmundsson, íshúsvörður. Póstáœtlun: Keflavíkurpóstur fer. Bíó Biografteaterl O í A rjOiU Reykjavíkur Koimngur merkurinnar. Amerískur leikur í 2 þátttum. Ástfangin í lækninum. Einstaklega skemmtilegur amerískur sjónleikur. íkklstur fást venjulega tilbúnar á Hverfisg. 6. Fegurð, verö og gæöi undir dómi almennings. — wan Sími 93. — Helgi Helgason. Cigarettuverksmiðjan A. G. Cousis & Co., Cairo & Wlalta, býr til heimsins bestu egyptsku og tyrknesku sígarettur. Þær eru seldar um víða veröld. Þýskalandskeisari reykir þær og Noregskonungur. Engar aðrar sí- garettur er leyft að selja íTunis og Japan. Þær fást í Levis tóbaksverslun. Trúlofunar- hringa smíðar BjörnSímonarson. Vallarstr.4. Sími 153 set\d\sve\tv frá Sendisveinaskrifstofunni. Sími 444. GÓÐ HJÓN, sem kynnu að vilja þiggja að gjöf mjög efni- legt piltbarn á fyrsta ári, óskast til viðtals á Lindarg. 43. (kjall- aranum). K F. U M Kl. 6 l/.i. Værjngjaæfing, mœti allir. Borðeyri í gær. Þingmálafundir Strandmanna. Fyrir alllöngu fór Guðjón Guð- laugsson alþm. norður að Árnesi, að tala við kjósendur í nyrðri hluta kjördæmisins og gerðist þar ekki sögulegt. Þriðjudaginn var hjeldu þeir þingmannaefnin Magnús læknir og Guðjón þingmálafund að Kaldrana- nesi og varð hann allfjölmennur. Var þetta um leið leiðarþing Guð- jóns og sagði hann þingsöguna síðustu. Carlsbergs brugghúsin mæla með Carlsberg myrkum skattefri alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum og haldgóðum. Carlsberg skattefri porter, hinni ekstraktríkustu af öllum portertegundum, og Carlsberg sódavatn er áreiðanlega besta sódavatn. Engir töluðu aðrir en þing- mannaefnin og engin ályktun var gerð á fundinum. / fánamálinu lýsti Magnús yfir því, að hann væri óánægður með konungsúrskurðinn, en Guðjón taldi hann betri en frum- varp þingsins. Innan skamms verður enn hald- inn þingmálafundur á Borðeyri. Björn þórðarson, sýslumaður Húnvetninga, hjelt þingmálafund í gær á Hvammstanga. Fáir sóktu hann sökum ófærðar. Björn Magnússon símstjóri fór nýlega yfir í Dalasýslu að tala við kjósendur. íllviðri og ófærð var svo mikil, að ekki varð komið á fundum. Hann fór í Hjarðarholt, Búðardal og Ásgarð. Þar var hann 3 daga hríðtepptur. Kong Helgi kom til Húsavíkur í gær frá Dýrafirði. Þá var Ingólf- ur kominn til Akureyrar. Hann fór í nótt aftur til Dýrafjarðar. lngólfur liggur á Akureyri. Stykki, sem bilaði í vjelinni, hefur verið pantað frá útlöndum og bíð- ur hann þess að það komi. íshroða lítilsháttar sá Kong Helgi fyrir Horni og nokkra jaka undan Dýrafirði. Harðindi. fllviðri með afarmik- illi snjókomu hafa gengið lengi um Norður- og Vestur-land og liggur allstaðar djúpur snjór yfir landinu. Sjera Ólafur í Hjarðarholli segir, að aldrei hafi komið þar um slóðir eins mikill snjór, síðan hann kom þar, sem í vetur. f Hrútafirði eru öll skörð og gil full. Heldur er snjórinn minni er austar dregur. í Skagafirði er einnig jarðlaust með öllu á stórum svæðnm. Stykkishólmi í gær. Ótið er hjer stööugt. Sterling hefur ekki komist inn að bryggjunni í Stykkishólmi sök- um íss, Varð að skipa vörum og pósti í land fyrir utan kaupstaðinn. Heyleysi er allmikiö um Snæ- fellsnes. Nýlega kom Ingólfur til Búða, hlaðinn fóðurbæti (og salti) úr Reykjavík. Ágætur afli er í Ólafsvík og Sandi, þá sjaldan aö gefur á sjó. £atvdaY vesUa, ]| Frá J óhannesi J ósepssyni glímukappa. i. Um alllangt skeið hefur Jóhannes glímukappi sýnt listir sínar í leik- húsum víðsvegar í Bandaríkjum Norður-Ameríku.Ferðast hann þar með konu sína og börnin tvö, telp- urnar Heklu og Sögu. Hvarvelna er honum tekið ágæta vel og, þar sem fleiri atriði eru á dagskrá, þykir ætíð mest til hans koma, jafnvel þó frægir leikarar sjeu annars vegar með leika sína. Þegar þeir eru klapp- aðir upp þrisvar er Jóhannes gjarn- an klappaður upp tíu sinnum. Þó eru það stundum menn, sem fá þúsund til 2 þús. dala kaup um um vikuna. Blöðin keppast um að hæla Jó- hannesi og eiga ekki orðgnótt næga til að róma hann. Jóhannes gengur ekki í felur með þjóðerni sitt, eins og oft vill verða um þá íslendinga, er frægð hljóta. Hann hefur brennt inn í hugskot sitt uppáhalds orðtæki sitt »íslandi allt«. Á undan hverri sýningu sem hann hefur, talar hann nokkur orð að inngangi og er það allt um fsland, Hann segir frá legu þess, stærð, þjóðerni landsmanna, stjórnarskipun o. s. frv. Hann hefur ekki að ráða yfir nerna um 3 mínútum til þessa, svo ekki getur þetta orðið ýtarleg lýsing, en hún er samt góðra gjalda verð og enginn veit nema hann sái þar einhvern tíma því frækorni, sem getur orðið þjóð hans að mikln Iiði. Það er auðsjeö á öllu, að hann vildi gera miklu meira til þess að kynna mönnum land sitt, en tími lians er mjög takmarkaður. Þegar ekki eru sýningar, er oft fullt hjá honum af blaðamönnum. Hann gat þess eitt sinn í brjefi til kunn- ingja síns hjer að sjer væri mjög kært, ef einhver vel ritfær maður rítaði fræöandi greinar um ísland og sendi sjer, því hann ætti hægt meö að koma þeim á framfæri í góðum blöðum, sökum kunnugleika síns við blaðamenn. Síðast hefur frjettst hingað af Jó- hannesi 31. jan., hann var þá í Detroit, Mich. í Bandaríkjum og leið þeim öllum vel. Hann hafði von um að fá hækkað kaupgjald sitt verulega innan skamms, þar hann hefur nú margsýnt, að hann hefur vel unnið til þess. Frh. Enskar verksrniðjur á fslandi. »Politiken« segir svo frá 19. f. m. Umboðsmaður fyrir »The English and British Colonial Animal Pro- duce Company« í Liverpool, C. Friend forstjóri hefur keypt á íslandi hva!bein,hrossbein og kindabein fyrir 30000 kr„ er hann sendir til Eng- lands. Eftir því, sem sagt er frá Reykjavík, hefur hann framvegis 15 íslendinga í sinni þjónustu til þess að kaupa þessar vörur fyrir sig. í vor ætlar fjelag hans að setja upp verksmiðju í nánd við Reykja- vík, þar sem 75 manns verða í vinnu auk skrifstofufólks og verk- stjóra. íslendingar, bæði kcnur og konur, fá aðallega atvinnu í verk- smiðjunni. Hún verður í 2 deild- um; í annari á að smíða greiður og beinsköft, en í hinni á að sjóða niður kindakjöt. Næsta ár er í ráði að reisa aðra verksmiðju áNorður- andi. Tíu ára myndasmiður. Robert Ullmann heitir drengur einn þýskur í Hilden, nálægt Dússel- dorf. Þegar hann var hálfs þriðja árs, fór hann að teikna og bar á ótrúlega bráðþroska gáfum hjá hon- um í þá átt; jafnframt geröi hann þá skuggamyndir af ýmsum dýrum. Þegar hann var á 5. ári, fór hann þegar að móta myndir og 8 ára komst hann í yngstu deild Iistiðn- aðarskólans í Vínarborg. Myndir og líkneski, er hann hafði gert af eigin hugviti sínu, voru sýnd í list- iðnaðarsýningunni, og dáðu menn mjög afbrigðagáfu drengsins. Nú er drengurinn 10 ára og allir undr- ast hæfileika hans. En drengurinn er fátækur, foreldrar hans bláfátæk og því óvíst, hvort gáfur hans geta notið sín. En sennilega verður ein- hver, sem efni, vit og mannúð hefur, til þess aö láta ekki listahæfileika þessa fara forgörðum og hjálpa honum. Hækkaður í tignlnni er hollenskur brjefberi nokkur (»bæ- arpóstur« f Amsterdam). Hann er sem sje orðinn prófessor í þjóðfje- lags- og ríkis-hagfræði við háskól- ann þar. Maðurinn hefur ekki veriö iðjulaus. Þrátt fyrir erfitt brjef- i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.