Vísir - 15.03.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 15.03.1914, Blaðsíða 4
V 1 S l R bann hugði. appinn Ambrósíus [ tók fyrst að ókyrrast allmikið á * gólfinu, en er Rikki herti á, engcl- j ist hann sundur og saman af kvöl- | um. Loks rak hann upp ámátlegt \ vein. »Hvað gengur ad þjer?« spurði fjeiagar hans. »Hvað gengur að«, sagði hann, þegar Rikki sleppíi takinu. »Það, að þessi erki-fjandi hefur sfálkló í handar stað.« Hann sýndi þeim hönd sína, og lagaði blóð undan hverri nögl. Fjelagar hans úr lífverði hertog- ans horfðu undrandi ýmist á liann eða Gráa-Rikka, þokuðu þeir sjer heldur fráRikka. Ambrosíus muldr- aði eitthvað um, að hann hefði skorað mann á hólm, en ekki íllan anda. En nú var of seint að snúa aftur með það, enda hafði hertog- inn engan gaum gefið atviki þessu og var farinn út úr salnum. Hugi og Grái-Rikki gengu nú, ásamt herra Godfreði og varðmönn- unum, gegn um prúðbúna mann- þröngina út úr höllinni. Bar Rikki boga sinn í annari hendinni, en í hinni hjelt hann á herklæðum þeim, sem greifanum af Noyónu hafði ekki þótt við eiga, að krefjast sjer fengin í hendur aftur. Pað var dauðaþögn, er þeir gengu fram salinn, enginn virtist nú hafa háðsyrði að segja um þá hvorugan. Að vísu mælti einhver um leið og þeir hurfu út um dyrnar, að herrann af Kattrína og risinn Ambrósíus ættu vissulega að ráðstafa sínum veraldlegu og andlegu efnum, áður en sól risi næsta morgun. Frh. Tilhlýðileg lotning væntist. Ingólfur í gær segir frá einkenni- legri sögu útaf tilraun umboðsversl- unar hjer að fá umboð dansks verslunarfjelags. Sagan er á þessa leið. G. Eiríkss umboðssali skrifaði 1. mars í fyrra dönsku firma um að fá umboð fyrir það hjer á landi, en það svaraði ekki. Löngu síðar minnti G. E. fjelagið á brjef sitt með þessum orðum: -»Jeg leyfi tnjer að staðfesta brfef mitty dagsett 1. mars s. /., sem þjer því miður hafið ekki ennþá svarað og vœri yður þakklátur, ef þjer vilduð aíhuga það nánar. Jeg leyfi mjer að vœnta heiðraðs svars yðar og kveð yður.— Virðingarfyllst.<s. Þetta litla brjef var á ensku, af því oft þarf að skrifa alveg sams- konar brjef til ýmsra landa, og var preritað enskt eyðublað notað, sem er notað jafnt til allra Ianda, þar sem vænta má að öll verslunarfirm,a sem erlenda verslun reka, skilji ensku — En nú stóð ekki á svarinu, það var á þessa leið (hjer útlagt á ís- lensku): «Vjer viljum ekki versla á íslandi með þessum kjörum. Frá dönsk- um þegnum fáum vjer ætíð brjefin ádönsku*). Virðingarfyllst.« G. Eiríkss svaraði þegar á þysku á þessa leið: *) Leturbreyting blaðsins. Rammalistar, ódýraslir að vanda í Verlsun jóns Zoega. NY SÁPU7ERSLUN Allskonar sápur til þvotta, 20—30 teg. af handsápum, svampar, greiður, kambar, ilmvötn o.fl. o.fl., yfir höfuð flest, sem að hreinlæti lýtur. Cam embert- Kaiserkáse Kronenkáse - Brie og Ostastangir nýkomið í verslun Einars Árnasonar, Sími 49. „Jeg hef meðtekið brjef yðar, dags. 21. júní, og sje jeg á því, að þjer hafið ekki í hyggju að stofna til verslunarviðskifta við ísland. Um brjef það, er jeg skrifaði yður á ensku, vil jeg geta þess, að þótt svo kunni að vera að þjer sjeuð eingöngu vanur brjefaskriftum á dönsku, kemur mál þetta að mjög litlu haldi hjer, og er það vel, og þar sem enda með nokkrum rjetti má búast við, að sjerhvert verslun- arfirma nú á tímum skilji ensku, er ekki óeðlilegt að nienn noti frekar þetta heimsmál en norræna mállýsku. Samt sem áður leyfi jeg mjer að rita yður brjef þetta á þýsku, sem sennilega mun veitast yður ljettari viðfangs en enska. Jeg vona að aldrei komi til neinna verslunarviðskifta í neinni mynd okk- ar í millum. Virðingarfyllst G. Eiríkss.« Lesarinn skilur vonandi »púðrið« í sögunni. Dönsk blöð eru eitthvað farin að fjargviðrast út af atburði þessum. Óskaölegt mönnum og húsdýrum. Söluskrifstofo: Ny Östergade 2' Xaupið loftMtimarvjel- arnar amerísku 1 Ms yðar! þeim má auðveldlega koma fyrir í flest hús, þótt gömul sjeu. — þær flytja útiloftið upphitað inn í herbergin, jafnt og stöðugt, °g tryggja með því góða heilsu að miklu leyti. þær spara elds- neyti og daglega vinnu, afstýra miklum óþrifnaði og óþægindum. M. Magnús, læknir og sjerfræðingur í húðsjúkdómum. Heima kl. 11 — 1 og ó1^—8. Sími 410. Kirkjustræti 12. Massage-læknír Guðm. Pjetursson. Heima kl. 6—7 e. m. Spítalastíg 9. (niðri). Sími 3 49 Stúlka góð og þrifin óskast nú þegar, til að hjúkra veikri konu og helst að hún geti saum- að dálítið. Uppl. hjá Jóni Ólafs- syni, Miðstræti 8 B. Telpa, 13—14 ára, óskast til að gæta barns úti, frá 1. maí. Afgr. v. á. Saumar eru teknir í þingholts- stræti 7 niðri. Valgerður Jóns- dóttir. Stúlka óskar eftir afgreiðslu- starfi í bakaríi nú þegar eða 14. maí. Afgr. v. á. Stúlka getur fengið atvinnu frá 14. maí hjá Petersen frá Viðey, í Hafnarstræti 22. Þarfanaut fæst altaf á öllum tímum í Bráðræði. Sveinjón Einarsson. KAUPSKAPUR Fermingarkjóll til sölu á Grund- arstíg 7 niðri. Hörpuheftið er til sölu. Afgr.v.á. Skrifborð ágætt til sölu. Kosta- kaup. Afgr. v. á. Peningaskápur brúkaður óskast til kaups nú þegar. Afgr. v. á. Flibbar ágætir fást á 10 aura. Áfgr. v. á. Kvenngrímubúningur fallegur er til sölu eða leigu. Afgr. v. á. HÚSNÆÐI Góð 4 herbergja fbúð mót sól er til leigu frá 14. maí. Ódýr. Afgr. v. á. Fullorðin hjón barnlaus óska eft- ir húsplássi í sumar. UppL á Kára- stíg 2. 2 stofur eru til leigu frá 14. maí í Þigholtsstræti 25, uppi. Hent- ugar fyrir skrifstofur eða handa einhleypum. 1 herbergi er til leigu nú þeg- ar í Þinghoitsstræti 25. uppi. 2 eða 3 herbergi samliggj- andi og með forstofuinngangi á ágætum stað í miðbænum eru til leigu frá 14. maí handa einhleyp- um. Afgr. v. á. Reglusamur maður getur feng- ið ágæta stofu móti suðri á leigu með öðrum frá 14. maí. Uppl. Klapparstíg 19. 3 herbergja íbúð óskast til leigu frá 1. júní. Skrifl. tilboð, merkt „A 16“ afhendist á afgr. Vísis. Stofa ódýr, mót sól, með for- stofuinngangi óskast til leigu yfir sumarið frá 14. maí fyrir einhleyp- an mann. Tilboð, merkt „666“, sendist Vísi fyrir 16. þ. m. Tóbakspípa hefur tapast. Skil- ist á afgr. Vísis. Lyklar tapaðir á leið fráHafn- arfirði til Reykjavíkur. Skilist á afgr. Vísis. Skóhlíf töpuð í Tjarnargötu- Skilist á afgr. Vísis gegn fundar- launum. Útgefandi Einar Gunnarsson cand. phil. östlunds-prentsmiðja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.