Vísir - 16.03.1914, Side 4

Vísir - 16.03.1914, Side 4
V fSl K elta, — ómögulegt að vita, hvert meö hana yröi farið. En stóð hun kyrr í sömu sporum stundarkorn,— stappaði svo allt í einu fæti til jarðar, bar höfuðið hátt og hjelt áfram rakleiðis — í San An- tonio klaustrið. X. Orímumennirnir fjórir báru Vio- Jöntu á milli sín burt, — svo skjótt gripu þeir liana aö hún mátti ekki vörn við koma; — þeir hlupu með hana áfram stíginn, sömu leið og þær Giovanna höfðu komið. En er stíginn þraut, var hún meðvit- undarlaus orðin af ótta. Þar var lokaður vagn fyrir og báru þeir hana inn í hann.— Violanta raknaði úr rotinu við það, að rykkur kom á vagninn. Hún sá ekkert, því myrkt var í vagn- inum. Hún reyndi að þreifa fyrir sjer, en fann að haldið var um úln- liði sjer sem væru þeir festir í skrúf- stykki. Hún rak upp lágt hljóð, enjafn- skjótt var gripið fyrir munn henni, svo henni fannst hún ætla að kafna. Hún þóttist vita að hún sæti þar milli tveggja manna og sjer væri haldið. Jafnskjótt sem gripið var fyrir munn henni, heyrði hún hvísl- að sjer: »Þjer verðið aö þegja, ungfrú! Þjer megið ekki hljóða, — yður er gagnslaust að hrópa á hjálp, — þjer þurfið þess ekki heldur, — yður skal ekkert mein verða gert!« Frh. í dag verður selt mjög ódýrt karlmannafatnaðir og fataefni, vetrarkápur fyrir kvennfólk, nokkrir yfirfrakkar og verk- mannabuxur. Allt seit mjög ódýrt í dag í Vöruhiísinu. Uppgerðar-málleysi. Á Englandi hefur síðustu áratug- ina oft átt sjer stað, að stúlkur, sem hafa haft algerlega heil og óskemmd málfæri, hafa gert sjer upp málleysi, — oftast til þess að ná sjer í pilt. Dæmi eru líka til þess að karlmenn hafi gert sjer upp málleysi. Ein þeirra var stúlka í Liverpool, sem reyndar var komin á örvænting- araldurinn. Hún kynntist hjá vina- fólki sínu manni nokkrum heldur við aldur, er henni geðjaðist svo vel að, að hana langaði heldur en ekki til að krækja í hann. Hún komst að því, aö hann var ekkju- maður, en engan veginn fráleitur því, að kvongast aftur, En þaö hafði hann allt af sagt frá því hann varö ekkjumaður, að þvi að eins fengi hann sjer aftur konu, að ein- hver mállaus stúlka vildi ganga að eiga sig, því konan hans sáluga hafði aldrei getað þagað eina einustu mínútu, heldur látið málbeinið ganga allan liðlangan daginn, og jafn vel talað upp úr svefni á nóttunni. Þessi giftingarglaða snót missti allt í einu málið, er hún homst á snoðir um allt þetta og — þau urðu hjón. Eiginmaðurinn lifði í ágætri sambúð við »mállausu« konuna og hún erfði stórfje að honum látnum. — Af tvíburasystrum í Birming- ham var önnur mállaus. Þær urðu báðar ástfangnar af sama piltinum, En honum leist betur á þá mállausu, bað hennar og trúlofaðist henni. Þegar rjett var komið að brúðkaupi þeirra, varð brúðurin allt í einu bráðkvödd. Systurnar voru svo líkar í sjón, að vel mátti villast á þeim og höfðu þær búið einar út af fyrir sig. Sú, er eftirlifði, Ijek nú hlutverk hinnar látnu. Ljet gefa út dánarvottorð með sínu nafni. Brúðguminn átti heima í Lundúnum. Hún sendi honum nú dánarskírteini tilvonandi mágkonu hans. Hann kom og varö ekki var við hverjum brögðum hann var beittur, því svo vel ljek stúlkan, er málbeinið hafði heldur verið uppi á áður, málleysi syatur sinnar, en hún haföi verið fædd mállaus. Brúð- kaupið var haldið og samkomúlag hjónanna ungu var hiö besta. En til lengdar átti þessi lánssama kona bágt með að halda áfram þessari eilífu þögn. Hún beitti þá enn brögðum og ári eftir brúðkaup- ið Ijet hún sem hún væri smámsaman að fá málið. Og þá fyrst varö nú maðurinn hennar himinlifandi glaður og er það enn í dag. — Dæmi til uppgerðar-málleysis eru einnig í Vesturheimi. Eitt skal hjer nefnt, en ólíkar eru orsakirnar og endalokin dæmunum ensku, er nú voru sögð. í nánd við Boston ætluðu ung hjónaefni að halda brúökaup sitt í júlímánuði 1852. Brúðurin var ung- frú nokkur, Ouilford að ættarnafni, tvítug stúlka af góðu fólki, en brúð- guminn var kennari þar í bænum. William Simpson að nafni. En þegar á átti að heröa, drógu for- eldrar brúðarinnar sig í hlje og lögðu bann fyrir ráðahaginn, af því að bæarslúðriö gaf brúðgumanum meðmæli í lakara lagi, — en eins og síðar kom í Ijós var þorpsslúö- ur þetta ástæðu- og átyllu-laus rógur. Stúlkan unni kennaranum hugástum og sagði viö foreldra sína: »Jeg skal ekki Ijúka upp munni mínum til að tala eitt einasta orð í 50 ár, ef þið meinið mjer að eiga manninn!« Karl og kerling tóku hótun þessa ekki í alvöru og lýstu festum slitið milli þeirra. En nngfrú Guilford hjelt orð sfn Frá þeirri stundu mælti hún ekki eitt einasta orð frá vörum. Foreldrar hennar dÖu, hún var hjá systkinum sínum tii skiftis, allstaðar vel látin og allstaðar velkomin; en til þess. að tala var hún allsendis ófáanleg. Daginn, sem hún hefði átt að halda gullbrúðkaup sitt, ef allt hefði farið að skilum, hinn 18. júlí 1902, komu allir vinir hennar og skyld- menni til hennar, til þess að ganga úr skugga um, hvort hún færi nú aftur að tala samkvæmt því er heit- orð hennar hljóðaði fyrir 50 árum. Klukkan tvö, á þeirri stundu, t:r brúökaup hennar átti forðum að byrja, kom hún brosandi inn, þar sem fólkið beiö hennar prúðbúiö. Hún var sjálf búin brúðarskarti því, er hún ætlaði sjer forðum að giftast í, og lauk nú upp munni til þess að kasta kveðju á fólkið, En — hún gat ekki komið einu einasta orði upp, — ekki svo mikið sem nokkrt hljóði. Raddböndin, sem ekki höfðu verið notuð allan þennan árafjölda, voru orðin ófær til notk- unar. Hún varð sjúk af skelfingu, svo læknir var þegar sóktur. Málið gat hann ekki gefið henni aftur. Það gátu ekki sjerfræðilæknarnir í Boston heldur, er hún leitaði, og hún varð að láta sjer lyndajað bera ógæfu þá til æfiloka, er hún hafði sjálf bakað sjer af eigin hvöt, af þrjósku og gremju fyrir hálfri öld. Þakkarávarp. Við höfum nýskeð orðið fyrir því þunga mótlæti, að sjá á bak efnilegum syni okkar, 18 ára göml- um. En í þessari miklu og sáru sorg okkar hefur guö vakið marga til þátttöku og samhyggðar á einn og annan hátt. Fyrir þetta, sem og allt annað, þökkum við guöi og biðjum hann jafnframt í nafni sonar síns, sem ekki lætur ólaunaöan einn vatnsdrykk, sem í kærleika | er veittur, að minnast þessara manna ' af ríkdómi sinnar eilffu náðar. Já, : að *hann leyfi þessum mönnum, ) sem hann hefur notað sem verk- í færi í sinni hendi okkur til góðs, > að njóta blessunar sinnar, þegar þeim liggur mest á. Þetta er okkar hjartans mál, tjáð af djúpri þakk- lætis tilfinningu. Jón Benediktsson. Martn Qísladóttir. VINNA Telpa, 13—14 ára, óskast til að gæta barns úti, frá 1. maí Afgr. v. á. Saumar eru teknir í þingholts- stræti 7. niðri. Valgerður Jóns- dóttir. Stúlka óskar eftir afgreiðslu- starfi í bakaríi nú þegar eða 14. maí. Afgr. v. á. Stúlka getur fengið atvinnu frá 14. maí hjá Petersen frá Viðey, í Hafnarstræti 22. w LEIGA Þarfanaut fæst altaf á öllum tímum í Bráðræði. Sveinjón Einarsson. TAPAЗFUNDIÐ Karlmannshrlngur, einbaugur hefur tapast. Skilist til Sigurðar Hjaltesteð bakara, Klapparst. 14 B. KAUPSKAPUR (t Flibbar ágætir fást á 10 aura. Áfgr. v. á. Karlmannsalfatnaður úr góðu og fallegu efni, en nokkuð brúk- aður, er til sölu. Verð kr. 7,25. Afgr. v. á. Kvenngrímubúnlngur falleg- ur er til sölu eða leigu. Afgr.v.á HUSNÆÐI 2 herbergl með aðgangi að eldhúsier til leigu á Frakkas. 19. Fullorðin hjón barnlaus óska eft- ir húsplássi í sumar. Uppl. á Kára- stíg 2. 3 herbergja íbúð óskast til leigu frá 1. júní. Skrifl. tilboð, merkt »A 16“ afhendist á afgr. Vísis. Ctgefandi Einar Gunnarsson cand. phll. östlunds-prentsmiðja.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.