Vísir - 28.03.1914, Síða 1
»
Vísir
er elsta — besta — út-
breiddasta og ódýrasta
dagblaðið á Islandi.
Keffiur út alla daga. Sími 400.
Afgr. í Austurstr. 14. kl. 1 lárd.til 8 síðd.
Kostar 60 au. um mánuðinn. Kr. 1,80 Skrifstofa i Austurstræti 14. (uppi), Langbesti augl.staður i bænum. Augf.
ársfj. Kr. 7,00 árið (380—400 tbl ) opin kl. 12—3 Sími 400. sje skilað fyrir kl. 6 daginn fyrfr birtingu.
liaugard. 2§. marz 1014
23. v. vetrar.
Háflóð kl. 6.9 árd. og kl. 6.25 síðd.
D í a| Biografteater |dj '
Dl Oj Reykjavíkur J D10,
Hinnsta aéfikveldið.
Sjónleikur í 2 þáttum.
Aðalhlutverkið ieikur:
Mlle Polaire, París.
Besiur hinna þriggja.
Vitagraph gamanleikur.
Alúflar þakkir votta jeg
öllum þeim, er heiðruöu út-
för móður minnar sáluðu.
Þorsteinn Jónsson.
§ StmjtjeUu.
Akureyri í gær.
Sýslufundur stenduryfir. Aðal-
málið er um ábyrgð fyrir »Gefjuni«
ullarverksmiðju.
Nuddlæknir er kominn hjer til
bæarins, hinn fyrsti, er sest hjer aö.
Það er Soffía Sigurjónsdóttir frá
Laxamýri.
Hákarlaveiði góð hjer á Poll-
inum. Er hann dreginn »vitlaus«
upp um ís. Einn veiddi 12hákarla
í gær.
Sjúkrahúsið hjer hefur birt árs-
skýrslu sína í Norðurlandi. 157
sjúklingar hafa verið þar síðastl. ár,
samtals 4890 d. Þrettán menn dóu.
Sparisjóð hafa Ólafsfirðingar
stofnað hjá sjer í vetur. Formaður er
sr. Helgi Árnason og gjaldkeri Þor-
steinn Jónsson. Eru þegar komnar
inn í hann um 6000 kr. í smá-
innlögum.
Sveitamenn ) eru hjer komnir
margir til þess að sjá Ljenharð leik-
inn annað kvöld.
Stórhríðir hafa gengið hjer
undanfarið og sjest hvergi á dökkan
díl. Brautirnar inn Eyafjörð og út
Þelamörk eru komnar í kaf.
Hestís er nú á Pollinum út undir
Oddeyrartanga.
Eyrarbakka í gær.
Yfirgangur botnvörpuskipa er
nú með mesta móti. Gott veður
hefur verið í gær og í dag og allir
rjeru. Afli ágætur, en nú hafa botn-
vörpuskip sópað burtu netum manna.
Alls eru horfin 18 net í nótt. Varð
verst úti af netatapi Jón Sturlaugs-
son á Stokkseyri. Símað hcfur verið
til eyauna um að tValurinn komi
hitigað til aðstoðar. Númer nokkurra
botnvörpunganna náðist.
Slys varð í Þorlákshöfn í gær.
Óatt skip ofan á mann og marðist
fóturinn upp að hnje. Maðurinn
heitir Brynjólfur Magnússon frá Bár
í Flóa. Læknir var þegar sóktur og
var maðurinn fluttur hingað.
Kvöldskemmtu n
heldur
SoYlgJlofetlttY . ^r. M. yi
í kvöld kl. 9.
Tll skemmtunar:
Söngur, Harmóníum- og Píanó-sóló, gamanvfsur og
upplestur.
Aðgöngumiðar fást á laugardaginn hjá kaupmanni Jes Zimsen,
Jóni frá Vaðnesi og í Landstjörnunni og við innganginn, og kosta
kr. 0,50 fyrir fullorðna og kr. 0,25 fyrir börn.
Vœnst er, aó fjelagsmenn og velunnarar fjölmenni.
Ágóðanum varið til styrktar sjúkum fjelagsbróður.
Lelkfjelag Reykjavikur.
Augu
ástarinnar.
smn
sunnud 28. mars kl. 8 síðd.
Aðgöngumiða má panta í bóka-
verslun ísafoldar.
D r e n g u r
óskast til sendiferða.
Uppl. i Sanitas, Lækjargötu 10.
M-Mir í Wi
(laugardaginn 28. mars) í Templarahúsinu Rl. 8l/s.
Umræðuefni: Alþingiskosningarnar.
Margir ræðumenn.
Allir kjósendur velliomnir.
Af ísafirði.
Aflí. Vjelarbátarnir, er fóru hjeð-
an suður til veiða, hafa allir aflað
mjög vel. Undir Jökli hefur og
verið mikið fiskihlaup undanfarið.
Hefur eimbáturinn Varanger haldið
þaðan úti til fiskiveiða, og var bú-
inn aö leggja á land 8 þús. fiska
síðari hluta vikunnar.
Afli hjer mjög lítill hjá þeim, sem
á sjó hafa farið. Fyrri hluta vikunnar
fengu þó nokkrir bátar í Hnífsdal
á 3ja þúsund pund í róðri.
Bolvíkingar rjeru almennt í gær.
Sjónleikar hafa verið sýndir hjer
öðru hvoru undanfarið, Vesturfar-
arnir og ýmsir aðrir smáleikir.
Vestri.
Brjef úr Skaftafelissýslu.
A.-Skaftaf. sýsIu(Lóni) 20. febr. ’ 14.
Veturinn hefur hjer um slóðir
verið umhleypingasamur, en frosta-
lítill og hagasamur fram að þorra;
en þá skifti um og' tók að snjóa,
og er nú víðast haglaust um Lón
og Álftafjörð, eins er sagt haglítið
(sumstaðar) fyrir sunnan Horna-
fjarðarfljót, en góðir hagar í Út-
Nesjum. — Heilbrigði almenn, slysa-
laust og stórhappalaust. — Korn-
birgðir miklar í Höfn, en steinolía
þrotin, enda notkun hennar farið
stórum í vöxt á síðustu árum.
Austri.
Ú R BÆNUM
Fánanefndin. Það er sagt, að
fánanefndin hafi nýlega skrifað
skipstjórafje'aginu »Aldan«. Hafði
hún tjáð fjelaginu, að enginn
grískur fáni, hvorki á landi nje
sjó, væri tiltakanlega líkur íslenska
fánanum og jafnframt spurst fyr-
ir um það hjá fjelaginu, hvort
það teldi íslenska fánann svo
líkan sænska fánanum, að ástæða
væri til að breyta gerð hans.
»Aldan« hafði kveðið nei við
spurningunni, og lagt tilaðgamla
gerð íslenska fánans væri látin
halda sjer.
Árvakur.
Undir fiskáskorunina, sem birt
var í síðasta blaði, hafa nú skrif-
að á annað hundrað manns. Hún
er lögð fram í bóksölu ísafoldar
og Sigf. Eymundssonar. Sein-
ustu orðin í 1. málsgrein eiga
að vera: megi eigi fara yfir.
Með áskoruninni voru í gær
tvö nöfn; það voru þeir, sem
fyrstir skrifuðu undir, en of
mikið rúm tók að prenta allar
undirskriftirnar.
Njörður kom í gær með 40 þús.
Jón Forseti kom í gær með um
40 þús.
Hödd, norskt botnvörpuskip,
kom i gær með 30 þús.
Elisa, kolaskip, kom i gær til
Chouillou.
Njáll, mótorbátur úr Garði,
kom í morgun hlaðinn af fiski,
sem hjer er seldur. Ágætan afla
segja þeir í Garðinum.
Nordjylland, aukaskip frá Sam-
einaða, fer frá Kaupmannahöfn
9. n. m. beint hingað.
Duro, aukaskip Sameinaða,
kemur hingað i n. m. umhverfis
land.
Eggert Óiafsson kom í morgun
með góðan afla.
Trúlofuð eru Guðm. Sigurðsson
skipstj. og ungfrú Póra Jóhanns-
dóttir frá Laugarnesi.
Messað er i frikirkjunni kl. 6
annað kvöld, en ekki hádegis-
messa.
Kveldskemmtun verður í kveld í
K. F. U. M. Verður þar margt til
skemlunar og ættu menn að fjöl-
menna, og því fremur sem þetta
er gert til slyrktar bláfátækum
manni og sárveikum.
t Guðrún Guðmundsdóttir ekkja,
Nýlendugötu 11, dó 21. þ. m.,
79 ára.
t Elin Hallgrim8dóttir, Lindar-
götu 19, dó 22. þ. m., 26 ára.
t Guðrún Klængsdóttir frá Mel-
koti, dó 25. þ. m., 81 árs.
t Þórunn Jónsdóttir ekkja dó
21. þ. m. á Landakotsspítala, 81
árs.
Dómkirkjumessur á morgun kl.
12: sr. Jóhann, og kl.5: sr. Bjarni.
FRÁÚTLÖNDUMÍl
Svika-krónprins
hefur verið að skemmta sjer í Lund-
únum um miðjan þennan mánuð.
Sigðist vera krónprins frá Wiirt-
ernberg og var honum tekið með
kostum og kynjum í hóp heldri
manna. Loks varð þýski sendi-
herrann þess vísari, að sá rjetti
prins var heima hjá sjer og hefði
hvergi farið, en hiun hvarfþá allt
í einu og hefur ekki spurst til
hans síðan. En gaman er hent
að þeim Lutidúnabroddum, sem
ljetu blekkjast og gerðu stáss að
þessum svikara.