Vísir - 16.06.1914, Blaðsíða 2
v í S I R
VISI R
Síœrsta blað á íslen 'ka tungu.
Árgangurinn (400—500 blöð) kostar
erlendis t i),00 eöa 2’/a dollars, innan-
landslr.'í 00. Ársfj.kr. 1,75,mán kr.0,60.
Skrifstofa og afgreiöslustofa í Austur-
• iraeti 14 opin kl, 8 árd til ki. 9 síðd.
Sími 400. Pósthólf A. 16.
Bitstióri Einar Gunnarsson
senjulega til viötals kl. 5—7.
:?<endisvelnast50in (Sími 444) annast út-
curð um austurbælnn nenia Laugaveg.
Miuicíösla til utanbæjarkaupenda er á
: kólavörðustig 16 (Simi 144, Póst-
bólf A. 35)].
»
Opíumreykingar varda
lífláti.
Kínastjórn berst meö oddi og egg
gegn ópíumreykingum og hefur sett
strangt bann viö þeim með þung-
um refsingum. Frá 1. júní þ. á,
veröur hver sá maöur skotinn, yngri
en fertugur, sem hittist við ópíum-
reykingar í hjeraðinu Changtu. Eldri
menn en fertugir sæta hörðu fang-
eisi.
Mestu skipskaðar,
er orðið hafa í heiminum síöustu
fjörutíu árin, hafa nú verið rifjaðir
upp í sambandi við hið mikla slys
er zEmpress of lreland« sökk og
1024 menn fórust, eins og skýrt
hefur verið frá í Vísi fyrir nokkru.
Hjer kemur skrá yfir mestu slysin:
Áriö Manntjón
1913 okt. —Volturno, af eldi, 126
1912 apr.—Titanic,rakstájjaka, 1543
1910 febr.— General Chanzi,
strandaði, 200
1909 júlí — Waratah, hvarf, 211
1908 nóv. — Sardinía, af eldi, 123
1907 febr. — Berlín, strandaði, 128
1906 ág. — Sirio, strandaði, 300
1905 nóv. —Hilda, strandaði, 128
1902 júní — General Slocum,
af eldi, 1000
1899 mars —Stella, strandaði, 105
1898 júlí — La Burgogne, við
árekstur, 545
1896 júní—DrummondCastle,
strandaði, 247
1896 apr. — Elbe, við árekstur, 334
1893 júní — H. M. S. Victoría,
við árekstur, 359
1891 mars — Utopia, viðárekst-
ur, 564
1890 des. —Shanghai, af eldi, 300
1883 jan. — Cimbria, sökk, 455
1876 júlí — Gt. Queensland,
hvarf, 569
1874 nóv. — Cospatrick, af
eldi, 470
1873 sept. — Princess Alice,
sökk, 600
Harðstjórn Rússa
á Póllandi.
Nýlega voru ákærðir 82 menn í
Varsjá á Póllandi fyrir þær sakir,
að þeir væri í fjelagi, er hefði það
mark og mið að brjóta landið und-
an Rússum og endurreisa hið forna
ríki. Af þessum mönnum voru 24
dæmdir til hegningarvinnu frá fjór-
um árum upp í 15 ár. Þrjátíu
voru gerðir útlagir, en 14 sýknaðir.
Tíu höfðu getað strokið úr varð-
haldi.
Kelsara-lelkhúsið
f Moskva brann,
eöa nokkur hluti þess, 16. f. m. og
er skaðinn metinn hátt á aðra miljón
króna.
Sprenging
mikil átti sjer stað við Seizanne í
Frakklandi 7. þ. m. Var verið að
undirbúa að senda loftskip af stað,
en vindur feykti belgnum á trje
nokkur svo hann rifnaöi. í sama bili
kviknaði í gasinu af einhverjum
ókunnum ástæðum og varð voða-
leg sprenging. Sextíu menn meidd-
ust, þar af 25 svo mjög, að flytja
þurfti til sjúkrahúss og talið tví-
sýnt um líf sumra þeirra.
H
Eimskipafjelag
íslands.
Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að þeir, sem skrifa sig
fyrir hlutum í fjelaginu fyrlr 1. júlí næstk. verða aðnjótandi
sömu rjettinda sem stofrthluthafarnlr.
Umboðsmenn fjelagsins taka enn við áskriftum fyrst um sinn
Forboðin jarðepli frá
Danmörku.
Rjett fyrir mánaðamótin fundust
sveppir (tpowdery scab«) í tveim
sekkjum af jarðeplum, sem flust höfðu
frá Danm. til Bandaríkjanna. Petta
varð nóg til þess,að Bandaríkjastjórn-
in bannaði þegar allan aðflutning á
jarðeplum frá Danmörku. Olli þetta
rekistefnu og rannsókn í Danmörku
og sannaðist þá, að jarðepli þessi
höfðu verið frá Borgundarhólmi.
Fengu Danir Bandaríkjastjórn þá
til þess að afnema aðflutningsbann-
ið á dönskum jaiðeplum — nema
frá Borgundarhólmi. Pau eru enn
forboðin.
til þess tíma.
Hlutabrjefin munu verða tilbúin í júlímánuði þ. á.
Reykjavík 28. maí 1914.
Pjelagsstjórniii.
Tækifæriskaup á morgun 17. júní.
Minningarspjald Jóns Sigurðssonar verða selda á 50 aura í
stað krónu áður.
þessu kjarakaupi ættu sem flestir að sæta til minningar um
Jón Sigurðsson forseta. Spjaldið fæst í öllum bókaverslun-
um bæjarins og svo i Safnhúsinu.
Góður
plægingamaður
með góðum hestum og verkfærum fæst leigður í nokkra daga í vor.
Sfml 422.
Á Njálsgötu 22
fæst ágætt Amerískt hveiti og haframjöl, á óvanalegu lágu
verði í 10 pd. og þar yfir. Reynið þaðl
dularfullra fyrirbrigða.
Bók Schrenck- Notzings.
----- Frh.
IV.
það sem sagt er frá hjer að fram-
an er aðeins dæmi upp á hið helsta
sem kom fyrir á þessu fjögra
ára tilraunaskeiði Dr. v. Schrenck.
Hefði auðvitað mátt segja frá
því miklu ítarlegra, því að nóg
er efnið í bókinni, hún er yfir
500 síður í stóru broti (4 to)
En með því að tilraunirnar eru
mjög svo hver annari líkar og
þetta er ekki ætlað sem neinn
vísindalega nákvæmur útdráttur,
þá verður þetta að nægja til þess
að gefa mönnum hugmynd um
aðalefnið.
það sem einkum grípur mann
við það að kynna sjer tilraunir
af þessu tagi er það, hvað þær
eru ákaflega erfiðar viðureignar
og auðvitað því erfíðari, því sam-
viskusamlegar sem maður vill
gjöra þær. það er allskonar til-
lit sem taka þarf. Miðillinn eða
sjálft rannsóknarefnið er vera
í mannsmynd, sem ómögulegt er
að fara með eins og skynlausa
skepnu eða dauðan hlut, jafnyel
þótt tekið væri það óyndis úr-
ræði að ganga næst lífi hans, þá
er hætt við, að það færi líkt og
fyrlr manninum í þjóðsögunni,
sem átti hænu, er varp gulleggi
við og við. Hann varð óþolin-
móður og vildi strax fá öll þau
egg, er hann gæti búist við, drap
því hænuna og krufði hana. En
hann greip í tómt. Líkt fer með
miðilsgáfuna. Hún virðist vera
mjög næmur eiginleiki og mjög
svo bundin við það skilyrði, að
miðlinumlíði vel og að hann
finni sig óhultan innan um menn,
sem hann veit að vilja honum
vel. Að það verkar ekki vel
á miðla frekar en aðra menn, að
finna að þeir sje almennt grun-