Vísir


Vísir - 26.06.1914, Qupperneq 3

Vísir - 26.06.1914, Qupperneq 3
) að menn draga andann eins og hundar á hlaupum og anda' aldrei vel að sjer nje Frá, svo að brjóstiö dregst saman og lungun visna upp af loftleysi. — Rjettgerðar öndun- aræfingar eru þvf eitt af bestu með- ulunum til að verjast tæringu og halda við heilsu sinni. Meira. ? Sundið og iaugarnar- ---- Frh. Með þessum hug, og til þess að reyna að vinna sundnámi . landsins þetta gagn, hefur Páll f gengið þangað á hverjum degi alla j veturna, jafnt í færu veðri sem ófæru, liggur manni við að segja, og ekki haft í aðra hönd annað en það, sem einn og einn nem- enda hans Jiefur látið af hendi rakna, en bærinn og landið ekki styrkt með einum eyri. það er ekkert þæginda verk, að vera þarna eða standa hálf- boginn yfir lauginni aðhlynning- arlaust allan daginn, og alla daga, enginn sunnudagur og enginn há- tíðisdagur er frí, þá er einmitt aðsóknin hvað mest á þeim dög- um, þá aetiast allir tii, að sund- kennarinn sje þar inn frá. En með þessari trúmennsku og þrautseigju hefur Páll Erlingssynl lánast, að reisa svo við athygli og áhuga þjóðarinnar á sundinu, að mean kosta sig nú langa vegu að, til þesa að njóta hjer kennslu hans um stund, og það um miðj- an veturinn. Margir menn hafa þegar kom- ið auga á þetta, og sjá hvert starf hjer er af hendi int, og hitt, sem ekki er einskis virði, að nálega hverjum nemanda Páls er inni- lega hlýtt í hug til hans, og for- eldrar barnanna trúa honum fyr- ir þeim eins og sjálfum sjer. þetta mundu í hverju landi ekki vera lökustu meðmælin með manninum og áhugastarfi hans. það mun því ekki eiga svo mjög langt í land nú, að bæjar- stjórnin gangist fyrir því, að kom- ið verði upp sæmilegu húsi við iaugarnar, þar sem sundkennar- inn gæti búið með fólki sínu, og leita til þess alþingis, að það verði ekki svo öreigalega úr garði gert að allir þurfi að sjá, að það sje fátæklingur, sem bærinn og land- íð er að hálfsvelta þarna, ogelj- an ogt rúmennskan ein heldur uppi við kennslu þessarar íþróttar. Margir hafa og nefnt það að fyrrabragði, að nú verði ekki von- ast eftir því, að meira verði teygt úr kröftum Páls, hvað líður, en bærinn og landið sje svo hepp- ið, að eiga þar Erling son hans, sem vel hefur hjálpað föðursín- um síðustu árin, og unnið það til að gera það alit kauplaust, svo að allt fari ekki í strand, einmitt af því, að hann hefur erft áhug- ann á sundíþróttinni og hefur verið svo heppinn, að hljóta á svo ungum aldrl lofsorð góðra manna bæðl Innan lands og ut- ao og að þingið hefur sýnt hon- Basar Thorvaldsensfjelagsfns ræður sjerstakiega þeim sem vllja selja fslenskan iðnaö, t. d. hannyrðir, ullarvinnu, smíðisgripi, o. s. frv., tfl að leggja mun- ina sem fyrst inn á Basarinn til sðlu, með því að bráðlega er von á mörgum ferðamönnum og birgðir Basarsins með minna móti, þareð mikið hefur selst í vor. Iðunnardúkar, ágætt fataefni fyrir karla og konur, fást á Basarnum með sama verði og i verksmiðjunni. 5 STULKUR vanar fiskverkun, gcta fengið atvinnu á Austurlandi. Hátt kaup í boði og hlunnindi að auk. Nánari upplýsingar fást hjá * SNORRA JÓHANNSSYNI Grettisgðtu 46. Kartöflur þær bestu í bænum fást hjá Jes Zimsen Skotskar kartöflur þessar ágætu og ódýru fást einungis i NÝHÖFN. Atvinna. 8 stúlkur geta fengið síldar- vinnu á Siglufirði frá 10. júlí, góð kjör. Nánara á Bergstaða- stíg 42 (niðri) eftir kl. 8 síðdegis. um þann heiður að styrkja hann ofurlítið til frama sjer. Hjer hefur nú verið sagt í sem skemmstu máli, hvernig laugun- um og sundkennslunni og sund- inu er farið, sem stendur, oglít- ur það að því leyti betur út en verið hefur oft1 áður, að «ú er það viiji margra góðra manna, að laugarnar hjer geti orðið bænum og landinu til sóma t augum út- lengdinga, og okkar sjálfra, og að þeim sje ekki alveg gleymt, sem slíta þar lífi sínu og kröftum. Mais og maismjöl fæst í Nýhöfn. Nýtt. komnir í Kaapang. 1,40 kr. pundið. Rulleskinke og síðuflesk ávalt tfl I Nýhöf n. Ágætt maismjöl fæst í Kaupangi. Fallegust og best Karlmanns- föt fást á Laugaveg I. Jón Hallgrimssotu Klæðaverksmiðjan mm kaupir fyrst um sinn alhknn r tuskur fyrir peninga út í hönd. Falleal, livíti púkinn Eftir Gay Booihby, ----- Frh. »Jál Þetta er skipið. Viö vorum orðin lafhrædd um ykkur þegar viQ sáum til kuggsins. Jeg er hrædd um, af frásögn fjelaga yðar að dæma, að vistin þar hafi ekki orðið yður tii mikillar ánægju.« »Mig langar ekkert til þes9 að fara slíka ferð aftur, það veit sá sem allt veit,« svaraði Jeg og mjer var það fylista alvara. — »Sá bíð- ur þess síðla bætur, er í slíka raun kemst. En vel á minnst: hvernlg iíður fjeiaga mínum? Jeg vona að hann hafi náð sjer eftir þennan harða hildarleik.* »Verið óhræddur um lianni Hann er þaulvanur slíku ferðalagi og veigr- ar sjer lítt við svaöilfarirnar eins og þjer hafið sjálfsagt tekið eftir. Hann er nndir þiijum sem stendur, en jeg skal láta hann koma til yðar jafnskjótt sem hann kemur upp. Nú ættuð þjer að Ieggja yður fyrir aft- ur og reyna að sofa dálítið lengur. Þjer verðiö að hafa það hugfast, að okkur ríður á því framar öllu öðru, aö þjer náið fullum kröftum aftur sem fyrst.* »Jeg held jeg skilji yður ekki fyllilega. En, áður en við förum frekar út í þá salma, — viljið þjer gera svo vel og segja mjer, hvaða snekkja þetta er og hverjuia jeg á líf og lausn að þakka?« »Þessi snekkja heitir Rákistjarn- an*, svaraði hún, »og jeg er eig- andinn. Og um leið og hún sagði þetta, leit hún á mig fremur skrít- in á svipinn, að nijer þótti. En jeg ljet sent jeg sæi það ekki og spuröi annarar spurningar: »Jeg er mjög hræddur urn, að yður þyki jeg æði hvatvís og nær- göngull, en jeg vona aö þjer af- sakið þótt mig langi að vita nafn yðar?« »Yður er velkomið að heyra það ef yður langar til þess,« sagöi hún og hló við kalt og hálfkær- ingslega, að mjer fannst, »En jeg býst við því, að yöur finnist fátt um þegar þjer heyrið þaö. Jeg heiti rjettu nafni Alle. En góðvilj- aöir íbuar þessa hluta veraldar nefna mig öðru og glæsilegra auknefni.* Hún þagnaði. Og mjer lá við andköfum af undrun og geðshrær- ingu. Ljós tók aö renna upp fyrir mjer. »Og það er —«, sagði jeg og reyndi af öllum mætti að halda málróm og málblæ í skefjum. »Fallegi, hvlti púklnn!« svaraði hún og brosti aftur þessu eln- kenniiega brosi, er jeg hef aldrei sjeð hjá öðrum konum, Að svo mæltu kaliaði hún bolabítlnn til sín, hneigöi sig fyrir mjer, snerist á hæli og gekk i hægðum sínum aftur-eftir þilfarinu og fór ofan. Jeg Iagöi mig aftur út af i hengi- hvílunni — með hjartslætti sem eim* bulla gengi upp og niður í brjósti mjer, — jeg vissi ekki hvers vegna, og reyndi að hugsa um hagi fnína eins og nú var þeim komið. Frh.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.