Vísir - 09.08.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 09.08.1914, Blaðsíða 3
V t S 1 R VASABIBLIAN er nú komin og fæst hjá bóksölunum í Reykjavík. Bókaverslun Slgfúsar Eymundssonar. Kenslubækur, fræðibækur, sögubækur, barnabækur og söngbækur fást í bókaverslun Guðm. Gamal'ielssonar Lög um mælingu og skrásetningu lóöa og landa í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. 1. gr. Bæjarstjórn Reykjavikur lætur mæla allar lóöir og lönd innan takmarka kaupstaöarlóöar Reykjavíkur og gera nákvæman uppdrátt af þeim. Þaö, sem ákveöið er í eftirfar- andi greinum um lóðir, gildir einn- ig um önnur lönd í kaupstaðarlóð- inni. 2. gr. Mælikvaröi uppdráttarins skal ekki vera minni en i : 500. Skal uppdrátturinn sýna greinilega takmörk hverrar lóöar og afstöðu til nágrannalóöa, og grunnflöt húsa þeirra og mannvirkja, sem á lóðinni eru. 3. gr. Bæjarstjórnin ræöur mann til að mæla lóðirnar og gera uppdrátt af þeim. Mælingamanni Og aðstoöarmönnum hans er frjáls umferð um lóðir manna meðan á mælingunni stendur, og skulu eig- endur lóða eða umboðsmenn þeirra skyldir að láta þeim þær upplýs- ingar i'tje, er þeir æskja og þurfa til þess að geta framkvæmt starf sitt. Áður en mælingamaður ákveður merki lóðar, skal hann gera eig- anda eða umboðsmanni hans, svo og eigendum nágrannalóða eöa umboðsmönnum, ef kunnugt er um þá, enda sjeu þeir heimilisfastir í Reykjavík eða þar staddir, við- vart með 3 sólarhringa fyrirvara um það, hve nær merki verði á- kveðin. Er þeim rjett að sækja merkjastefnu, er halda skal á lóð- inni, og segja mælingamanni til um lóðamörk. Ef menn verða á- sáttir um lóðamörk, getur mæl- ingamaður þess í dagbók sinni, enda er hún þá og lóðamerkja- bók, ef þeim ber saman, lögsönn- un fyrir stærð og légu lóða. Nú sækja eigendur lóða eða um- boðsmenn þeirra eigi merkjastefnu hvort sem því veldur, að eigi er kunnugt um þá, þeir eru fjarver- andi eða neyta eigi rjettar síns til að vera þar við, og ákveður mæl- ingamaður þá merki eftir skýrsl- um þeirra lóðareigenda, sem stefn- una hafa sótt, eða umboðsmanna þeirra, og öðrum gögnum. Eigendur eða umboðsmenn lóða, er eigi hafa sótt merkjastefnu, geta, ef þeir vilja eigi hlíta merkja- setningu, gert mælingamanni inn- an 4 vikna eftir merkjastefnu við- vart, og fer um dómsvald á ágrein- ingi lóðarmerkja, þegar svo stend- ur á, eftir lögum þessum. 4. gr. Bæjarstjórnin löggildir bók, sem nefnist lóðamerkjabók. Skal mælingamaður rita í hana lýsing á merkjum hverrar lóðar og setja hjá eftirrit af aðalupp- drættinum yfir lóðina og mörk hennar, ef honum þykir þurfa til skýringar, eða ef ágreiningur er um merki. I hana skal rita stærð lóða, bygðra og óbygðra. Mæl- ingamaður, lóðareigandi eða um- boðsmaður hans og eigendur ná- grannalóða eða umboðsmenn þeirra, skulu undirskrifa lýsing- una, en rjett er lóðareigendum að gera fyrirvara um ágreining, ef samkomulag fæst eigi um merkin, og skal þá sýna á eftirritinu af uppdrættinum svo greinilega sem unt er, hvað milli ber um merkin. Mælingamaður getur þess þó jafn- framt, hvora merkjalínuna hann telur rjettari, eða geti hann á hvor- uga fallist, hvar hann telur merki rjettast eftir öllum atvikum. 5. gr. Úr öllum þrætum um merki lóða sker merkjadómur. Merkjadóm þennan skipa 3 menn. Kýs stjórnarráðið einn; skal hann vera lögfræðingur, og er hann for- maður dómsins. Annan hinna tveggja kýs landsyfirdómurinn, en bæjarstjórnin hinn. ÞrírNvaramenn skulu og kosnir á sama hátt. Vara- maður tekur sæti i dóminum, ef aðalmaður deyr, eða forfallist sá, sem hann er varamaður fyrir. Ef bæði aðalmaður og varamaður deyja eða forfallast, skal sá, sem kaus þá, velja mann í staðinn. 1 dóminum ræður afl atkvæða úrslit- um. Um óhæfi (inhabilitet) merkjadómara gildas ömu reglur sem um óhæfi reglulegra dómara, samkvæmt landslögum. Áður en merkjadómari byrjar störf sín í dóminum, skal hann skrifa undir eiðspjall. Hverjum merkjadómara ber 4 kr. í þóknun fyrir hvern dag, er hann situr að merkjadómi. 6. gr. Nú verður ágreiningur um lóðamörk, og sendir þá mæl- ingamaður formanni merkjadóms uppdrátt af þrætulóðunum ok skýrslu um það í hverju ágreining- urinn sje fólginn. Formaður merkjadóms kveður málsaðilja sið- an til þess að sækja merkjadóm- þing með hæfilegum fyrirvara, er venjulega sje eigi lengri en 3 sól- arhringar. Skal einn löggiltur stefnuvottur birta ryrirkallið. Á merkjadómþingi leggja málsaðilj- ar fram gögn sín og leiða vitni, ef með þarf. Dómendur ganga á merki, ef þeirn þykir það nauð- synlegt, áður eða eftir að vitna- leiðsla hefur farið fram. Vitnum er skylt að mæta fyrir merkjadómi með einnar nætur fyr- irvara. Ákvæði N. L. 1—13—13 gildir eigi. Frestir skulu sem stytstir vera, og eigi lengri en 3 sólarhringar, nema brýn nauðsyn beri til. Merkjamál þarf ekki að leggja til sátta. Nú sækja aðiljar, einn eða fleiri, eigi merkjadómþing, enda þótt löglega sje til stefnt, og skal þá dómur ganga um málið alt að einu, enda skipi dómurinn þá talsmann hverjum þeim, er eigi sækir dóm- þingið, en að öðru leyti skal mál- ið fara eftir rjettarfarsreglum j einkamála. 7. gr. Dómur í merkjamáli skal I uppkveðinn innan 3 sólarhringa i eftir dómtöku, nema mál sje ó- | venjulega umfangsmikið, enda má » dómuppsögn aldrei dragast leng- | ur en 14 daga. í merkjadómi skulu lóðamerki J ákveðin. Tilkynnir form. merkja- | dóms málsaðiljum og mælinga- manni, hvar og hve nær dómur verði uppkveðinn. Mælingamaður afmarkar síðan lóðina á uppdrætt- inum, eins og merkjadómur hefur ákveðið hana, og innfærir í lóða- merkjabók. Merkjadómur kveður og á um það, hver málsaðilja skuli greiða málskostnað, þar á meðal um kaup til dómenda. Nú þykir merkja- dómi eigi ástæða til að kveða á um greiðslu kaupsins til dómenda, og greiðist það þá úr bæjarsjóði. Merkjadómi má fullnægja sem öðrum dómum. Fullnægjufrestur er 3 sólarhringar eftir uppsögn. 8. gr. Merkjadómi má skjóta til landsyfirdóms áður liðnar sjeu 4 vikur frá dómuppsögn. Áfrýjunar- leyfi má eigi veita eftir að 3 mán- uðir eru liðnir frá dómuppsögn. Ákvæði N. L. 1—2—3 um stefnu til dómara gilda eigi um þetta mál- skot, enda sje merkjadómendum eigi stefnt til ábyrgðar fyrir dóm sinn eða málsmeðferð. Að öðru leyti gilda almennar rjettarfars- reglur einkamála um meðferð merkjamála bæði fyrir merkja- dómi og yfirdómi, að því leyti sem við á. 9. gr. Þegar lokið er merkja- setningu og mælingu allra lóða og landa í kaupstaðarlóðinni, skal bæjrstjórnin láta skrásetja allar lóðir og lönd með framhaldandi númerum í bók, sem þar til er lög- gilt af stjórnarráði íslands. Stjórn- arráðið setur, að fengnum tillögum bæjarstjórnarinnar, reglur um, hvernig skrásetningunni skuli hag- að. 10. gr. I þessa skrá og á aðal- uppdráttum skal jafnóðum rita breytingar þær, er verða á lóðum og húsum, og skipar bæjarstjórn- in mann til að hafa starfa þenna á hendi. 11. gr. Nú verða eigendaskifti að skrásettri lóð, 0g má þá eigi þinglýsa skjal eða skjölum þar um, nema lóðarskrárritari hafi rit- að vottorð sitt á skjalið eða skjöl- in um það, að eigendaskiftanna sje getið í lóðaskrá. Ef skrásettri lóð er skift í hluta, tvo eða fleiri, má eigi þinglýsa skjali eða skjölum um skifting- una, nema því eða þeim fylgi vott- Orð byggingarnefndar um sam- þykki hennar á skiftingunni. 12. gr. Lóðaskrárritari lætur þeim, er þess óska, i tje staðfest eftirrit úr skránni og einnig af uppdrætti lóðarinnar. Fyrir hvert eftirrit greiðist 2 kr. Sama gjald greiðist fyrir vottorð þau, er ræð- ir um í 10. gr. 13. gr. Bæjarstjórnin getur á sama hátt látið skrásetja og mæla lóðir og lönd utan kaupstaðarlóð- arinnar, en innan lögsagnarum- dæmisins, er þá færist á aukaskrá. Um aukaskrána gilda hin sömu ákvæði, sem hjer að framan eru sett um aðalskrána, en mælikvarði uppdráttar, sbr. 2. gr., má þó vera minni. 14. gr. Allur kostnaður við mæl- ingu og skrásetningu lóða greið- ist úr bæjarsjóði, sbr. þó 7. gr. 15. gr. Lög þessi koma til fram- kvæmda, þegar bæjarstjórnin veit- ir fje það, sem til þess er nauðsyn- iegt. SKBIPSTOFA Umsjónarmanns áfengiskaupa Grundarstíg 7, opin kl. 11—1. Sími 287. y Ymsar fágætar gamlar bækur fást í bókaverslun Gruðm. Gamalíelssonar. Líkkistur og líkklæði. y Eyvindur Arnason Pappír, ritföng, brjefspjöld fást í bókaverslun Gruðm. Gramaiíelssonar Jón Kristjánsson læknir Amtmannsstíg 2. Talsími 171. Massage, sjúkraleikfimi, rafurmagn, böð. Heima kl. 10—12 IÐU N NAR-TAU fást á Laugaveg 1. JÓN HALLGRÍMSSON. Ritvjel brúkuð óskast til leigu nú þegar Afgr. v. á. Reiðhestur gæðingur mikill til sölu nú þegar, með tækifærisverði. Afgr. v. á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.