Vísir - 09.08.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 09.08.1914, Blaðsíða 2
V i S I R. Stœrsta blad á islenska tungu. Argangurinn (400—500 blöð) kostar erlendis kr. 9,00 eða 21/, dollars, innan- lands kr.7 00. Ársfj.kr. 1,75, mán.kr. 0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur- s'raeti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstjóri Einar Gunnarsson veniuiega til viðtals kl. 5—7. GrEELA- EAOTSÓOA- STOFA Gísla Guðmundssonar Lækjargötu 14B (uppi á lofti) er venjulega opin 11-3 virka daga. ^addu atmeYVYiuigs. Tollmál og póstmál í Efri deild. Jeg kom á efrideildrpalla í gær og hlustaöi á u'mræður um það at- riði tolllagabreytingar, hvort rjett væri að heimila póstmönnum að rannsaka innihald böggla, ef grun- samlegir þætti. Þessu mótmælti þingm. Vest- manneyinga og kvað það alger- lega óhafandi að alls konar póst- mönnum og þeirra Jjjónum væri heimilað að vaða í póstböggla annara. T. d. fengist alt að 50 manns við pósstörf í Vestmanna- eyjum og svipað ástand gæti ver- ið víða. Það sæi hver maður, að takmarka yrði þessa heimild svo, að póstafgreiðslumaður einn fengi að fara í bögglana. Framsögumað- ur virtist þessum rökum heldur andvígur og svo var um fleiri. Þó fjekkst málið tekið út af dagskrá til betri íhugunar. í dag kom svo þingmaður Vest- manneyinga með breytingartillögu sína, sem fór í þá átt, er áður segir, að póstafgreiðslumenn einir mætti skoða i bögglana og því að eins að viðtakandi væri viðstaddur. Nú mælti framsögumaður með breyt- ingartillögunni, enda var hún sam- þykt. Nefndin hafði sent póstmeistara frumvarpið til umsagnar og er álit hans prentað sem fylgiskjal við nefndarálitið. Hann mælir með heimildinni og telur hana nauðsyn- lega þegar ræði um böggla, sem afhentir eru í fjarveru við- takanda, því að sá sem sendur sje eftir bögglum í pósthús viti oft eigi um innihaldið og J)á sje mest J)örf á að rannsaka það, en síður ef viðtakandi vitjar bögglanna sjálfur og geti fullyrt hvað í þeim sje. Þessar tillögur metur deildin einskis, heldur snýr þeim alveg við og fer þveröfugt við þær. Með þeirri breytingu sem efri- deild gerði í gær, eru það að eins póstafgreiðslumenn, sem gæta eiga tolllaganna, en brjef- hirðingarmönnum er fyrirmunað að gera það. Nú eru um 35 póst- hús á landinu sem eiga því láni að fagna, að þar sje póstafgreiðslu- maður, en samkvæmt síðustu land- l agsskýrslum eru nákvæmlega 200 póstafgreiðslumannsvana pósthús hjer á landi (þ. e. brjefhirðingar) sem eftir lagasmíð efrideildar í gær eiga alls ekki að hafa nejtt eftirlit með því, að tollskyldar vör- ur gangi eigi tolllausar í pósti, ef svo vill verkast. Sem betur fer fær nú neðrideild málið til athugunar af nýju, og er J>á vonandi að úr frumvarpinu verði annaðhvort fugl eða fiskur, Jj. e. þetta ákvæði numið burt úr lögunum, eða komið einhverju viti í það. Athafnir efrideildar eru fálm og fjarstæða. Kaupmaður. BAKARARNIR. Það var hjer á dögunum verið að þakka hlutafjelaginu „Kveld- úlfi“ fyrir að láta bæjarbúa fá kol með lítilfjörlegri verðhækkun, og fyrir Jjað á það Jjakkir skilið. En það er önnur stjett hjer í bæ, sem ekki á minna þakklæti skilið af bæjarbúum. Það eru b a k a r- a r n i r. Þeir hafa ekki hækkað verð á brauðunum um einn eyri. Þeim hefði Jjó ekki verið það lá- andi, því þeir höfðu Jjar góða fyr- | irmynd, þar sem kaupmennirnir jí eru. Kaupmennirnir hafa hækkað S verð á allri nauðsynjavöru, þó jj ekki hafi þeir fengið eitt pund af nýrri vöru. J e g þakka að minsta kosti bökurunum fyrir Jjeirra á- gætu framkomu. Húsmóðir. Gott Isl smjör á 90 aur. pd. (í 10 pd.) fæst í Bogi Brynjölfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður, Hótel ísland. Annari hæð. Herbergi M 26. Venjulega heima kl. 12—1 og 4—6 Talsfml 250 Kaupangi. 'tj&rjjvjujwvjvjw kÍÓ-CAFÉ ER BEST. SÍMI 349. HARTVIG NIELSEN.; Jxí Efri deild. Fundur í gær. 1. m á 1. Frv. til laga um breyting á lög- um um vegi nr. 57, 22. nóv. 1907; ein umr. Afgreitt til ráðherra sem lög frá alþingi. 2. m á 1. Frv. til laga um sandgræðslu; 3. umr. Afgreitt til ráðh. sem lög frá alþingi. 3. mál. Frv. til laga um breyting á lög- um nr. 11, 20. okt. 1905 um lands- dóm; 2. umr. Frv. vísað til 3. umr. með öllum atkv. 4. m á 1. Frv. til laga um notkun bifreiða; ein umr. Afgreitt til ráðherra sem lög frn alþingi. 5. mál. Frv. til laga um breyting á toll- lögum nr. 54, 11. júlí 1911 og lög- um um vörutoll nr. 30, 22. okt. 1912; framh. einnar umr. Endursent neðri deild. Neðri deild. Fundur í gær. 1 m á 1. Frv. til laga um breytingu á 6. gr. í lögurn nr. 86, 22. nóv. 1907 um breytingu á tilsk. 20. apríl 1872 um bæjarstjórn í Reykjavík; ein umr. Frv. samþ. með 17 atkv. samhlj. og afgreitt til ráðherra sem lög frá alþingi. 2. m á 1. Frv. til laga um að landstjórn- inni veitist heimild til að láta gera járnbenda steinsteypubrú á Langá i Mýrasýslu; 3. umr. Frv. samþ. með 13 atkv. samhlj. qg afgreitt til ráðherra sem lög frá alþingi. 3. m á 1. Frv. til laga um kosningar til alþingis; 2. umr. Nefdin hafði klofnað. Varð á- greiningurinn um 7. gr. frumv., kjördæmaskiftingu landsins. Meiri hlutinn vill halda sömu kjördæma- skipun sem nú er. Minni hlutinn (Magnús Kristjánsson) var þar á móti samþykkur 7. gr. frumv. — Urðu nú um þetta allmiklar um- ræður, svipaðar þeim, sem voru við 1. um. og fluttar voru í Vísi þá. Sv. Björnsson, H. Haf- stein ogMagn. Kfistjáns- s o n töluðu fyrir 7. gr. röggsam- lega og færðu til rangsleitni þá, er Reykvikingar eru beittir með nú- verandi kjördæmaskipun, sem svo er afskapleg, að sjö Reykvíking- ar hafa sama rjett sem einn maður í öðrum kjördæmum sumum. Einar Arnórsson, ráð- herra og Einar Jónsson andmæltu 7. gr. og töldu ekki höfðatölu eina mega vera grund- völl kjördæmaskipunar hjer. — Sögðu og Reykvíkinga mundu eiga jafnan tak í þingmönnum annarra kjördæma. Þær urðu lyktir á, að 7. gr. frv. var feld með 18 atkv. gegn 6 að viðhöfðu nafnakalli. Gegn 7. gr. greiddu atkvæði: Guðmundur Hannesson. Benedikt Sveinsson. Bjarni Jónsson. Björn Hallsson. Björn Kristjánsson. Einar Arnórsson. Einar Jónsson. Guðmundur Eggerz. Hjörtur Snorrason. Jóhann Eyjólfsson. Jón Jónsson. Matthías ólafsson. Sigurður Eggerz. Sigurður Gunnarsson. Sigurður Sigurðsson. Skúli Thoroddsen. Þórarinn Benediktsson. Þorleifur Jónsson. Með 7. gr. greiddu atkvæði: Hannes Hafstein. Jón Magnússon. Magnús Kristjánsson. Pjetur Jónsson. Stefán Stefánsson. Sveinn Björnsson. 4. mál. Frv. til laga um stofnun kenn- arastóls í klassiskum fræðum við Háskóla íslands; 2. umr. SigurðurSigurðssonog Matth. ólafsson voru and- stæðir frumvarpinn og töldu jafn- vel rjettast að taka upp aftur grískunám í latínuskólanum og auka latínukenslu þar. Jóhann Eyjólfsson var samþykkur frv. Þegar um væri að ræða veg og sóma landsin3, væri öllum skylt, bændum sem öðrum, að styðja þar að. Það væru ekki stjórnmálamennirnir nje fjármála- mennirnir, sem haldið hefðu uppi nafni íslands, heldur væru það bókmentir landsins og bókmenta- inenn. Einar Jónsson talaði á móti frv. Þótti honum margt Jxirf- ara kalla að en þetta. Hefði og háskólinn reynst dýrari miklu en ráð var fyrir gert, þegar hann var stofnaður. Frv. samþ. og vísaö til 3. umr. ___________ Frh. Fyrirspurn til ráðherra um fána- nef ndarko stnað inn. Flutningsmaður: Einar Arnórsson. Hversu mikilli fjárhæð hefur veriö varið úr landsjóði til greiðslu kostnaðar (kaupgjalds og annars) við nefnd þá, er skipuð var 30. des. f. á., til þess að taka gerð íslenska fánans (sbr. kon- ungsúrskurð 22. nóv. 19^3) fH 1_ hugunar, eða hversu mikilli fjár- hæð verður varið til þess, ef eigi hefur þegar veriðgreiddur kostn- aðurinn að einhverju leyti eða öllu? Lög um varadómara í hinum konung- lega íslenska landsyfirrjetti. 1. gr. Prófessorarnir í lagadeild Háskóla Islands eru sjálfkjörnir varadómarar í landsyfirrjettinum, hvort sem heldur losnar þar sæti, dómari forfallast uin stundarsak- ir eða víkur úr dómarasæti. 2. gr. Nú losnar sæti í landsyfir- rjettinum, dómari víkur úr sæti eða forfallast, og tekur þá dóm- stjóri eða sá, er veitir dómi for- stöðu í hans stað, einn prófessor- anna með hlutkesti í rjettinn. Ef enginn hinna reglulegu yfirdómara skipar sæti sitt, þá ganga 3 pró- fessorar lagadeildarinnar i rjett- inn. 3. gr. Sá af prófessorunum, sem hverju sinni verður kjörinn í dóm- inn, tekur hið auða sæti. Nú eru fleiri sæti auð en eitt, og fleiri prófessorar kjörnir í einu en einn, og taka þeir sæti í dóminum eftir embættisaldri. 4. gr. Nú losnar sæti í landsyfir- rjettinum, og tekur þá varadómari helming launa þeirra, er því sæti fylgja, þar til skipað er í embættið. Þá er yfirdómari forfallast eða víkur sæti fær varadómari 40 kr. fyrir hvert mál, er hann tekur þátt í dómsuppkvaðningu þess. Þá er varadómari gegnir störf- um yfirdómara, án þess að hann sje forfallaður eða hafi orðið að víkja úr dómi, greiðir yfirdómari þóknunina. 5. gr. Ef eigi er unt að taka varadómara úr lagadeild Háskól- ans, setur landstjórnin dómara í hið auða sæti. 6. gr. 2. málsgr. 6. gr. í tilsk- 11. júlí 1800 er úr gildi numin lögum þessum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.