Vísir - 15.08.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 15.08.1914, Blaðsíða 2
Ví SIR V í S I R. Stœrsta biað á íslenska tungu. Árgangurinn (400—500 blöð) kostar erlendis kr. 9,00 eða 21/,, dollars, innan- iands kr.7 00. Ársfj.kr. 1,75, mán kr- 0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur- s'ræti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstjóri Einar Gunnarsson veniulega tii viðtais kl. 5—7. (jEKLA- RAMSÓKM- STOFA Gísla Guðmundssonar Lækjargötu 14B (uppi á lofti) er venjulega opin 11-3 virka daga. 3íovBuválJ\xs^\B\B, Hrottaskapur þjóðverja. Svívirðingu mikla segja bresk blöð, að þjóðverjar hafi sýnt rúss- neska sendiherranum og sveit hans við burtför hans úr Berlín. Skríllinn kastaði grjóti að vagni sendiherrans, og í skríl þessum voru margir menn er virtust vera af hærri stiguin, gerðu hróp og köll að sveit hans og svívirtu hana á allar Iundir. C h r a p o- w i t z k y sendisveitar ritari var sleginn höfuðhögg mikið svo blóð fossaði úr sárinu og er nú undir læknishendi í Kaupmannahöfn.— Belosselsku prinsessu, sem er amerískur þegn, lúbarði prúð- búinn gráhærður öldungur með staf á höfuðið, bakið og herðar og skríllinn hrækti í andlit henni. Margar hefðarkonur og meyjar sendisveitarinnar voru barðar, særðar og hrækt á þær en menn stórmeiddir, — þar á meðal var prestur sveitarinnar stórmeiddur. Til allrar hamingju voru börnin neðst í vagninum svo þau urðu varin fyrir meiðslum. Gremja Rússa yfir framferði þessu er afskap- leg sem,von er.Urðu lögreglumenn í Pjetursborg að verja með vopn- um höll sendiherraj Austurríkis! brutumennörninaafstangartoppi á fánastöng þýska sendiherrans og brendu og brutu húsið að nokkru Ieyti, sem áður var frá skýrt í „Vísi“. IAGKLEFJALL“. Eftir Albert Engsiröm. ----- Frh. »Við hittumst á íslandi, hann var þegar búinn að ákveða ferðalag og bauð okkur að fylgjast með. Við tókum boðinu þakksamlega — — en það kom á daginn að hann ætlaði að hafa not af okkur, og þegar við vorum ekki eins leiðitam- ir og hann vildi, varð hann illur Og svo þetla andstyggilega grey, sem stöðugt sefurá hnjám hans!--- Bæheimskur prófessor í sönglist, sextugt reifabarn, gengur meðal manna og talar um Bach og »fúgur,« Af því hann er góðsemin sjálf að utan að sjá, getur maður þolað hann nokkra stund, en það er nú fleira til í Iífinu en Bach og fúgur. Jeg tók honuin of vel í fyrstu, þess vegna heldur hann að jeg þrái hann stöðugt. Og einn dag segi jeg það beint fram að mjer hafi aldrei fundist neitt til um sönglist, sjerstaklega hafi mjer ekki geðjast að Bach og að mjer verði óglatt hvenær sem jeg lieyri talað um fúgu. Hann leggur hönd sína á öxl mjer setur upp raunasvip, og horf- ir í augu mjer og brosir vandræða- lega: »Já, en, herra minn, þjer sögðuð þó----------- »Fyrirgefið, jeg hef ekkert sagt, og jeg er hræðilega þreyttur, skal og jeg segja yður. Jeg hangi varla uppi, afsakið þjer!« Og jeg stend upp og geng að borði því er dr. Martin situr við. Bæheimsmaðurinn með góðsemina á andlitinu hristir sorgbitinn höfuð- ið, svo að hvítu lokkarnir blakta, og fer svo á stað að leita sjer að nýrri bráð. — Þeim mun skemtilegra var að kynnast prófessor Birni Magnússyni Ólsen, hinum nafnkunna föðurlands- vini og ágæta mentaða fornfræðingi einhverjum djúpfróðasta manni í sögu íslands og íslenskri tungu. Og jafn ánægjulegt er mjer að minnast Ólafs Johnsens, fyrverandi yfirkennara við stiftsskólann í Óðins- vjeum; hann var gamall íslending- ur með íslenska góðvild og evró- peiska kurtcisi. Og etatsráð Ásgeir Ásgeirsson, konungurinn á ísafirði hinn mikilhæfasti maður, er við Wulff eigum að þakka einstæða gestrisni, að ónefndri hvalslönn handa hvorum okkar fyrir sig, dýr- mæta minjagripi frá íslandi. En hann ljest nýlega á Indlandi. Og öðrum góðum mönnum kyntumst við þar, starfsmönnum við Hið sameinaða, hermönnum, vís- indamönnum. Það er ekki hægt annað en kynnast fólki á langri sjóferð. Það virðist vera auðveld- ara á skipsfjöl en á landi, að miusta kosti fyrir mig. — Danskur herra einn, sem auð- sjáanlega hefur ferðast mikið um Suðurlönd, er stöðugt að halda fyr- irlestra með ógnarlega miklum til- burðum, sem koma manni til aö halda að annaðhvort hafi liann ver- ið í Hjálpræðishernum, eða hann sje að æfa sig undir fyrirlestraleið- angur, Hann er góður í málum, talar frönsku, þýsku og ensku, og ekkert mannlegt er honum ókunn- ugt um, frá hinum þyngstu við- fangsefnum heimspekinnar til hins hversdagslegasta skyrtuhnappakryts — allragagn sem sje. — Ungur íslenskur stúdent auð- sjáanlega úr afskekktri sveit, er að ráfa um skipið eins og aflrauna- maður á Iandsbyggðinni, og er dá- lítið innskeifur. Hann ætlar sjer til Kaupmannahafnar. Hann er sagður vera gott efni í stærðfræðing og er það atfðsjeð á hinum daufu og dreymandi augum hans. Hann hefur aldrei komist út fyrir land- steina íslands fyrri. Og í Leitli mun hann fyrsta sinni líta trje — því jeg tel ekki lágt birki — bif- reið, hundruð bifreiða. Og í Edin- borg mun hann fá að sjá einhverja fegurstu borgargötu í heimi, marg- lyft hús, skraut — dálítið fjarlægt að vísu, en enda þótt! Og hermenn, skoska pípublásara í fylkingu, sem eiga ekki sinn líka í afskekkta bæn- um þar sem hann hefur alist upp í forsælu basaltfjallanna. En ef til vill hefur hann þegar sokkið of djúpt niður í hyldýpi stærðfræðinnar til þess að láta slíkt og þvílíkt fá nokkuð á sig. — Að loknum kveldverði syngur íslenskur stúdent, verulega vel og með djúpum og þýðum hljómblæ. Hann er á Icið til Ameríku, ætlar að ryðja sjer braut þar — eitt strá á hafi mannlífsins. En úti á þilfar- inu syngja stúdentarnir sem eru á leið til Hafnar, þeir sem hafa ekki ráð á að ferðast á fyrsta farrými. Þeir syngja Eldgamla ísafold og Bellmanns-söngva — kynlega út- Iendingslega — og fleiri sænska söngva. Þeim geðjast betur að Sví- þjóð en Danmörku. Jeg heyri það og veit það. Frh. Jón Krisijánsson læknir Amtmannsstíg 2. Talsími 171. Massage, sjúkraleikfimi, rafurmagn, böð. Heima kl. 10 — 12. Bogi Brynjölfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður, Hótel ísland. Annari hæð. Herbergi M 26. Venjulega heima kl. 12—1 og 4—6 Talsími 250 Piöniusmjörið Öraa sem fæst nú í JtijWóStt er besi os ódýrasi. IÐUNN A R-T A U fást á Laugaveg 1. JÓN HALLGRÍMSSON. Líkkistur og líkklæði. Eyvindur Arnason MAGDEBORGAR BRUNABÓTAFJELAG. Aðalumboðsmenn á íslandi: O. Johnson & Kaaber. SKRIFSTOFA Umsjónarmanns áfengiskaupa Grundarstíg 7, opin kl. 11 — 1. Sími 287. Fallegi, hvíti púkinn Eftir Guy Boothy. ---- Frh. Alie þýddi fyrir konunni það sem jeg sagði, cn gaf henni víst einhverja von til húghreystingar, því hún fjell til fóta mjer og kysti báða skóna mína með dýpstu lotningu. Svo hneigði hún sig fyrir Alie og hvarf milli trjánna. Alie leit til mín, stundi djúpt og mælti: »Jæja, Normanville læknir, — nú skulum við fara að líta á sjúkling- ana, ef þjer eruð reiðubúinn.« Jeg kvað svo vera. Við fórum út úr hliðinu og hjeldum niður stíg- inn sem leið lá til nýlendunnar. V. Við gengum í boga umhverfis fossinn fagra, er áður var getið, of- an að húsunum á sljettunni. Var sú leið vel valin, því hvergi sást bet- ur yfir þessa svipfríðu sveit og þorpið alt á hásljettunni. Við fór- um gegnum kjarrskóginn, er jeg kom yíir að húsi, eða rjettara sagt, höll Fallega, hvíta púkans, — vöfð- ust þar iðgrænar bergfljettur um pálma og platanviðu, en blómprúð brönugrös teygðu fram kollana milli þeirra, mörg þeirra skrítin mjög og skringileg eins og skæl- andi barnsandlit. Enginn fær lýst litblæ þeim og skrauti, er ljek yfir þessari bendu af pálmum, blómum, bambusrunnum og fjöllitum flækju- grösum. Fiðrildi og bjöllur, svo fagrar, að mig kitlaði í fingurna að ná þeim í safnkassann minn, iðuðu þar, liðu og skriðu blóm af blómi, en páfagaukar, Nikobar-dúfur og aðr- ir austrænir fuglar voru þar svo margir, að augað hætti að veita þeim eftirtekt. Sumstaðar var laufið svo hátt og þjett, að hvergi sá til himins gegnum það, en annarstað- ar voru rjóður, þar sem sá á gnæf- andi gnípur, er teygðust sem turn- ar upp í fagurblátt himinhvolfið. En þótt alt þelta væri dásamlega fallegt, bar þó dularfulla konan af því öilu, sú er nú gekk við hlið- ina á mjer. Á leiðinni röbbuðum við margt saman, — um stjórnmálahorfur í Norðurálfu, sem hún viriist þekkja út í æsar, — um fegurðina í Aust- urheimi, bókmentir og Iistir. En þó var því einhvernveginn svo far- ið, að hve langt sem við fórum frá því, snerist samræðan alt af aftur að starfi því er fyrir mjer lá og drepsóttinni, er olli þessari æfin- týraför minni til eyjarinnar. Loks komumst við út úr kjarr- skóginum og bjugguinst til að ganga ofan snarbrattar brekkur, er gerðar voru á einskonar tröppur úr trje, svo auðveldara væri um að fara, og lá trjerið þelta alla leið þangað, er aðalgata þorpsins hófst. Þesú litli bær var Ijómandi snotur í sólskininu skæru og heitu, göt- urnar beinar og snotrar með trjá- röðum á hvora hlið, húsin lagleg með Norðurálfugerð milli austrænna kofa, einkennilega hlýlegra á svip.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.