Vísir


Vísir - 15.08.1914, Qupperneq 3

Vísir - 15.08.1914, Qupperneq 3
V I S 1 R Ótrúlegt virtist í fljótu bragði, að dauði og drepsótt ættu þarna að- setur, þar sem alt var jafn þrifalegt og hollustusamlegt á að sjá. Satt að segja varð jeg svo hugfanginn af fegurð bæjarins um stund að jeg stóð steinþegjandi og starði á hann sem í Ieiðslu. Svo leit jeg á föru- nautinn minn fagra. Frh. PERLA. Eftir Guy de Maupassant. ---- Frh. IV. Hr. Chantal þagði. Hann var sestur á knattborðið; í vinstri hendinni hjelt hann á einum knett- inum, en krepti hina utan um tuskuna, sem við þurkuðum af töflunni með. Á meðan hann tal- aði horfði hann í gaupnir sjerog virti vera viðutan. Hann hafði sökt sjer niður í endurminning- arnar, sem aftur vöknuðu í huga hans, alveg eins og þegar maður gengur til skemtunar á gömlum fjölskyldugarði, þar sem hvert trje, hver jurt, hver trjágöng, hver rós yriviðurinn með stóru rauðu fræunum, hvert skref vekurend- urminningar úr liðnu lífi, einn af þessum litlu ógreinilegu, en þó hrífandi viðburðum, sem á mik- inn þátt í gleði lífsins, líkt eins og fyrirvafið gerir klæðið betra. ,. . Jeg stóð rjettfyrir framan hann og hallaðist upp að veggnum og hjelt á knattstafnum. sem jeg var hættur að nota. Eftir eina mínútu byrjaði hann aftur: „En hvað hún var fögur þegar hún var átján ára . . . og svo yndisleg. Fögur . . . góð ... göfug . . . og tæru augun. . . . Jeg hef ekki sjeð önnur eins“ . . . Hann þagnaði aftur. „Af hverju giftist hún ekki ?“ spurði jeg. Hann svaraði,Jen þó ekki mjer. það var orðið „giftist“ sem kom honum til að úthella hjarta sínu fyrir mjer. „Hvers vegna. Hvers vegna ? Hún vildi það ekki. Hún hafði 30 þús. kr. í heimanmund og margir urðu til að biðja hennar, ... En hún vildi það ekki. Ástæðuna fengum við aldrei að vita. . . . þá kvæntist jeg frænd- stúlku. sem jeg hafði verið trú- lofaður í sex ár. Jeg leit á hann, mjer fanst jeg lesa huga hans, lesa eitt ef þess- um voðalegu leikritum, (Drama), sem að eins koma fyrir þau|ráð vöndu hjörtu, sem ekkert hafa að afsaka sig fyrir — eitt af þess- um leikritum sem enginn hefur þekt, ekki einu sinni þau sem voru mállausar og dapurlegar fórnir þess. Alt í einu kom í mig djörf for- vitni og jeg sagði: . „þjer hefuð átt að kvænast henni hr. Chantal. Hann fór að skjálfa, leit á mig og sagði: „Jeg kvænast ? . . . hverri?“ „Ungfrú Perlu.“ „Og af hverju.“ YASABIBLIAN er nú komin og fæst hiá bóksölunum í Reykjavík. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonat. r Stórt urval af ailskonar niðursoðnutra 1 svo sem: Jarðarber, Kirseber, Plómur (grænar og rauðar), Fruit Salat o. m. m. fl. í stórum og smáum dósum nýkoinið í verslun * Jlviaasonav. Sími 49. Nokkrar stúlkur geta nú þegar fengið atvinnu viðfiskverkun hjá H. P. Duus. Tveir litlir bátar nýir eru til sölu. NIC. BJARNASON Sauðskinn selur Jón frá Vaðnesi. Nokkuð af þvottasápu er nýkomið til JónSfráVaðnesi. HEYBINDINGAVJEL af bestu gerð er til sölu lyá G. Gíslason & Hay „Af því að þjer elskuðuð hana meira en frændstúlku yðar“. Hann leit á mig með einkenni- legum afskræmdum uppglentum augum og stamaði: „Jeg elskaði hana! ... en . . . hver hefur sagt þjer það ?“ „það er nú ekki mikill vandi að sjá og það hefur náttúrlega verið hennar vegna, að þjer geymduð hjónabandið svona Iengi“. Hann slepti kúlunni sem hann hjelt á í vinstri hendinni. tók tuskuna með báðum höndum, faldi andlit sitt í henni og fór að gráta. Grátur hans var bæði ör- vinglaður og hlægilegur. Tárin streymdu út úr augunum, munn- inum og nefinu, eins og svamp- ur væri undinn. Svo hóstaði hann hrækti, hnerraði, þurkaði sjer úr augunum og fór svo aftur að kjökra með þessu slokhljóði eins og þegar menn skola hálsinn. Jeg skammaðist mín, og mig langaði ákaflega mikið til að hlaupa í burtu. Jeg vissi ekkert hvað jeg átti að gjöra, eða finna upp á . . . og nú heyrði jeg rödd frú Chantal í stiganum: „Hafið þið nú ekki bráðum reykt nóg?„ Jeg opnaði hurðina og kallaði: „Já frú við komum bráðum“. því næst þaut jeg til hans, greip í handlegginn á honum: „Gætið nú að yður hr. Chantal. Konan yðar kallar á yður. Reyn- ið nú að jafna yður! Við verð- um að fara niður“. „Já, já . . . nú hvernig . . . veslings stúlkan . . , segðu að jeg komi strax. „þá fór hann að þurka sjer vandlega í framan með tuskunni, sem í tvö; þrjú ár hafði verið notuð til að þurka af töflunni. Hann varð hræðilegur í andlitinu, ennið, nefið, kinnarnar og hakan, alt út klístrað í krít. Jeg tók í hendina á honum og dró hann inn í svefnherbergið hans. þjer verðið að fyrirgefa að jeg hef hryggt yður. . . . Jeg hafði enga hugmynd um“. Hann tók hlýlega í hendina á mjer, „ Já . . . já. . . . það eru marg- ir erfiðleikar í þessu lífi“. því næst deif h ann höfðinu niður í þvottafatið. Jalnvel eftir að hann hafði gert þetta, virtist mjer hann ekki vera svo útlits að hann gæti ládð sjá sig. En þá datt mjer ráð í hug. þareð hann varð órór þegar hann sá sjálfan sig í speglinum, sagði jeg við hasn: „þjer getið sagt að það hafi farið ruslkorn upp í augað á yð- ur, og þá getið þjer grátið eins mikið og þjer viljið, án þess að til þess verði tekið“. Við fórum niður og hann neri augað með vasaklútnum. Fólkið varð hrætt, og ætlaði að fara að leita að þessu sandkorni; sem ekki var til, og svo var byrjað að segja frá slíkum tilviljunum, þegar þurft hefði að senda eftir lækni. En jeg gekk til ungfrú Perlu og starði á hana gagntekinn at ákafri forvitni, sem smátt og smátt

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.