Vísir - 04.10.1914, Page 3
* -f
V í S IR
eru
$0&&ttt\tUX
um ttttva seld meö
15°|o afslætti.
Eins og kunnugt er, er hvergi betri né ódýrari
Vefnaðarvara
n* V. B K
Mikið úrval. “SSí
*\3exstut\\t\ ^VÓttt yv\st\it\ssou.
en
Haustull
kaupir háu verði
Jes Zimsen
GÆRUR
kaupir
Slggew TSovJasotu
Vindlar,
Sígarettur, og
Sælgæti
fæst í úrvali í versl.
Yegamót
Laugaveg 19.
og kaffibrauð
er altaf eiiis gott og ódýrt í versl.
Vegamót
Laugaveg 10.
Dívan
sérlega góöur (sem nýr) til sölu.
Uppl.
á Skólayörðustíg 33 B
uppi.
Hinir ágætu vindlar
E1 Arté
og
Cobden
fást ruí hjá
Hs\msou.
Vefnaðarvörur, Prjónavörur, Smávörur, &
best og ódýrast hjá m
Jóni Björnssyni & Co.
Bankastræti 8.
Um tíma er gefinn
15 prc. afsláttur af
Sjölum — (öðrum en cachemirsjölum) —
Notið nú tækifærið!
800 til 1000 FJAR
varður slálrað í þessari viku hjá
Siggeir Torfasyni
(Laugaveg 13).
Matvöruverslunin
Yegamót
Laugaveg 19
býður öllum að líta inn og
reyna vörurnar, verð er sann-
gjarnt og varan er góð.
Peningabuddur
og veski
rtýkomin i járnvörudeild
Jes Zimsen.
Athugið!
Húsnæði og ágætt fæði fæst á
Bjargarstíg 15, með tækifærisverði
nú í dýrtíðinni.
Hentugt fyrir Mentaskóla- Kvenna-
skóla- og Kennaraskólanemendur.
Skrlfstofa
Elmsklpafjelags íslands,
í Landsbankanum, uppi
Opin kl. 5—7. Talsími 409.
M
Massage-læknir
Gruðm, Pétursson
Heima kl. 6—7 e. h. — Sími 394.
Auglýsendur eru vinsamlega
beðnir um aö koma auglýsingum
sínum tímanlega á afgr. Vísis.
Höilin
í
Karpatafjöllutium,
Eftir
Jules Verne.
Frh.
Þessir hvellir ætluðu að gera út
af við læknirinn. Þegar hann heyröi
þa, hljóp hann hræddur til hliðar,
skimaði í allar áttir, og þá gat það
komiö fyrir að trjákvistur festist í
eyra honum, og fanst honum þá
að klær læslu sig í hann til að
halda honuni föstum. Veslingsmað-
urinn vissi að líf hans var hér í
stórhæltu, og nú var svo komið
fyrir honum, að hann þorði ekki
að snúa einn við, og neytti hann
því allrar orku til þess að verða
ekki aftur úr félaga síniun.
Stundum urðu á vegi þeirra stór-
ar sléttur, þar sem dagsljósið
gat alveg notið sín; stórir flokkar
af svörtum storkum, fældust er þeir
komu og flýðu úr hreiðrum sfnum
í háu greinunum, og flögruðu garg-
andi fram og aftur. En það þreytti
þá ennþá meira, að fara um þessa
staði í skóginum, en að brjótast
gegnum þétta runnana. Stærðar
tré, sem stormurinn hafð' brotið,
eða ellin hafði lagt að velli, lágu
hér í stórum hraukum, alveg eins
og að öxi skógarhöggsmannsins
hefði felt þau. Það var sorgleg sjón,
að _sjá þessi stóru tré, rotna hér
sundur. Það var hörmulegt tii þess
að vita, að þau yrðu aldrei nein-
um að gagni, að þeim yrði aldrei
ekið niður í Sílfljótið, þaðan sem
mætti flytja þau í sögunarmyllur,
og þannig afla landinu mikiis fjár.
Það var ekki öiðugt að sjá, að hér
lá óhreyföur auöur, og ekki þurfti
nema dálítinn dugnað til þess að
afla hans. En eins og lesarinn hefit
fyrir löngu komist að raun um, þá
var framtakssemin ekki aöaleinkenni
íbúanna í þessum héruðunt.
Nick Deck og félagi hans áttu
fult í fangi með, að klöngrast yfir
þessar torfærur; en stundum voru
þeir neyddir til þess, þegar ómögu-
legt var, að komast fram hjá þeirt,
þó að skógarverðinum, sem bæöi
var liðugur og sterkur, tækist það
nokkurn veginn, þá kom það oft
fyrit að Patak lækni, sem bæði var
kiofstuttur og með ístru lá við falli,
og þá varð Nick Deck aö koma
honum tíl hjáipar. »Þér sjáið, Nick,
að við höfum ekkert upp úr þessu,
anr.að en að eg fótbrýt mig,« stundi
Patak læknir, hvað eftir annað.
»Jæja, þá læknið þér yður sjálfur.t
»Gerið þér það fyrir mig, ungi
maður, að gá nú vel að yður. Það
er ekki til neins, að keppa að því,
sem ómögulegt er.«
En áður en hann hafði lokið
máli sínu, var Nick Deck kominn
langt á undan og læknirinn sem
sé, að engu tauti var við hann
komandi, flýtti sér á eftir honum.
Þeir urðu að gæta allrar varúðar,
aö verða ekki áttaviltir og að halda
stefnunni á kastalann. Þeir vonuðu
aö skógurinn tæki brátt enda, því
þ ;ir höfðu stöðugt gengið upp í
móti, en það varð ekki fyr en um
ndn. En fyrir ofan eiginlega skóg-
arsLtðið upp að Orgalhásléttunni,
tók samt við belti grænna trjáa,
þótt þau stæöu ekki þétt saman,
heldur á strjáli, eins og útverðir,
og urðu þau því færri, því ofar
se.n dró.
Hér kom einnig Nyadsáin í ljós
milli hamranna og var það eins og
Nick Deck hafði búist við. Hann
sá því, að hann hafði valið stystu
leiðina, því áin virtist kotna upp
í klettasprungum á hásléttunni.
Nick Deck gat ekki neitað lækn-
inum um, að hvíla sig svo sem
klukkutíma. En það voru ekki ein-
göngu fæturnir sem hvíldar þurftu
með, heldur fór nú sulturinn líka
að gera vart við sig. Þeir hötðu
nógan mat í pokanum sínum og
ferðapelar þeirra voru fullir af rakian.
Auk þess höfðu þeir ágætt lindar-
vatn rétt hjá sér, og hvers var þá
hægt að óska frekar? Mennirnir
tóku báðir ósleitilega til matar síns,
því þeir voru orðnir mjög að-
þrengdir eftir ferðalagið.
Frá því þeir lögðu af stað hafði
lækniritin rarla getað talað neitt við
Nick Deck, því hann hafði alt af
gengið svo hratt á undan honum.
En þar sem þeir sátu nú á bakka
Nyadsárinnar, hugsaði hann sér nú,
að bæta sér upp þessa löngu þögn.
Ef hægt var að segja um Nick
Deck að hann væri lítill málskrafs-
maður, þá mátti með engu minni
sanni segja, að læknirinn væri gef-
inn fyrir, að nota tungu sína.