Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1914næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 16.10.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 16.10.1914, Blaðsíða 3
VISIR Langt er þangað til önnur eins kjarakaup bjóðast. ISTotið því tækiiærið! 10 -40 § afsláttur af öllum vörum. Sturla Jónsson. Haframjölið g-ó-ð-a er aftur komið í versl. NÝHÖFN. Cigarettur miklar birgðir, þar á meðal Prjnee of Wales nýkomnar í lóbaksverslun R. P. Levf. Nýkomiö í versl. f Asgríms Eyþórsonar Austurstræti 18 Epli, Bananar, Laukur, Citrónur, nýtt .ísl. Smjör, Saltfiskur þur og ö!I nauösynjavara með lágu verði. Verslun r Asgrínis Eyþórssonar Austursfræti 18. Sími 316. Atvinna við jarðrækt fæst nú þegar. Uppl. hjá ÖGMUNDI HANSSYNI, Hólabrekku. £\\)evpooL •' Sími 43. Póstar 5. hverja mínútu. Yélastjórar og stýrimaður, alt duglegir, vel vanir og reglusamir menn, geta fengið atvinnu á botnvörpung. Skriflegum umsóknum veitir afgreiðslan viðtöku. "Utan a$ favd\. Akureyri í gær. (Símfr.) Stúdentafundur var haldinn hér í gærkveldi. Stjórn kosin: Bjarni Jóns- son útibússtjóri for.m., Árni Þof- valdson ritari og Lúðvík Sigurjóns- son gjaldkeri. A ldarfi órðungs-afmæli. Hinn 29. ág. síðastliðinn voru 25 ár liðin frá því, er séra Oddg. Guðmundsson fékk veifingu fyrir Vestmannaeyjaprestakalli. Eyjarbú- ar mintust þessa afmæíis að kvöldi þess dags á þann hátt, að prest- inum var færð að gjöf dýrniœt blekbytta full af gutlpeningum. Fór afhendingin fram í Templarahúsinu að viðstöddu fjölmenni, iiúsfylli. | Halldór læknir Gunnlaugsson flutli mjög hlýja tölu í garð séra Oddg. og afhenti honum síðan gjöfina. Prestur þakkaði með ræðu og var gerður að henni góður rómur. Sungið var fyrir og eftir og tókst söngurinn mæta vel. Samkoma þessi þótti hin ánægjulegasta, þó engar væru veiiingar. Vm. KRYDD ALLSKONAR nýkomið í vesiun OSTAR margar teg. sérstaklega ódýrir nýkomnir í versl. Breiðablík Vestmannaeyjar. Eftir Sigurð Sigurðsson. 1. Eins og kunnugt er, liggja Vest- mannaeyjar undan Landeyjasandi. Eru þar ailmargar eyjar í hvirfing, svo sem Heimey, Bjarnarey, Elliða- ey o. fl. En þótt svo sé venjuleg- ast til orða tekið, að þessi eða hinn eigi heima í Vestmannaeyjum, er það ónákvæmt og bendir til þess að bygð sé á fleirum en einni eyjunni; en svo er ekki. Heimaey er ein bygð. Hinsvegar hafa eyjar- skeggjar margvísleg not af hinum eyjunum, sem ntfndar eru »úteyjar«, svo sem slægjur, ágæta fjárbeit og mikla fugltekju. 'Almenna Iýsingu af náttúru og landslagi eyjanna hafa þeir Þorvald- ur prófessor Thóroddsen, Þorsteinn læknir Jónsson o. fl. skrifað svo ítarlega að þar mun fáu markverðu við að bæta. Ennfremur hefir Ás- grímur málari Jónsson málað hér margar myndir úr eyjunum og gefa þær ágæta hugmynd um fegurð nátt- úrunnar hér, sem að ýmsu leyti er frábær. Eins og áður er sagt liggur bygðin öll á Heimaey; meginið af henni og kaupstaðurinn liggur á víð og dreif norðan í s'akka Helga- fells, alt niður að sjó. Samt mun Iítið sem ekkert af henni sjást úr Iandi, með því fjöll sky^gja á og mynda þau vík þá eða höfn, sem skip leggjast á, millum Heimakletts og aflíðanda Helgafells: Undirlendið, sem aðalbygðin stendur á, er sem sé ekki annað en smálækkandi brekka undan fellinu. Efst og yst í þessari brekku er bygðirt strjáiust og túnrækt tals- verð, en eftir því sem nær dregur sjónum verða túnin þéttari og meira kaupstaðarsnið á plássinu. Veðrattufari er svo hagað, að frost og snjóar eru hér fátíðir; því er það, að óvíða á íslandi mun myrkrið í skammdeginu þéitara en hér — snjóinn, sem víðast dregur með sængurfatnaði merktur Daníel Daníelsson tapaðist við uppskipun frá Ceres. Sá sem kyi.ni að hafa orðið var við þennan poka, er vin samlega beðinn að gera aðvast á afgr. Vísis. KAFFI (brent og óbrent) er best að kaupa í versl. BREIÐABLIK Lækjargötu 10 B. úr jarðdimmunni, leysir fljótf, ef hann kemur, og kemur sjaldan. Hins vegar er hér mjög storma- samt og úrkoma afarmikii; hefir hvorttveggja mikla þýðingu fyrir hagsmuni eyjarskeggja — storm- arnir fyrir sjávarútveginn og úrkom- an enda líka. Gæftir eru hér oft mjög stirðar, einkum að vetrinum, þegar helst er veiðivon, og úrkom- an gerir fiskþurk tafsaman og dýran, Þrátt fyrir hina miklu úrkomu sjást hér þó hvorki lækir né tjarnir svo teljandi sé — hraun undir öllu jarðlaginu, sem drekkur hvern dropa í sig. Því mundi holræsagerð, bað- hús, vatnssala til skipa o. s. frv. miklum erfiðleikum bundin. En úr- koman, þótt hvimleið sé oftogein- att, gerir þó lífvænt hér—rigningar- vatnið, sem safnað er í steinþrær eða brunna við hvert hús, er éin- asta vatnið, sem hér er notað. Er það hvergi nærri eins leiit til heim- ilisnotkunar sem ætla mæfti, að ó- reyndu; ef þakrennum er haldið vel hreinum og vatni ekki hleypt í brunna þegar eftir þurka, brunn- arnir hafðir stórir og iðulega hreins- aðir, má vatnið heita gott og gleym- ist fljótt að rigningarvatn sé.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 1197. tölublað (16.10.1914)
https://timarit.is/issue/69724

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1197. tölublað (16.10.1914)

Aðgerðir: