Vísir - 16.10.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 16.10.1914, Blaðsíða 4
VISIR II. Heimaey byggja nú 1700 heim- ilisfastir íbúar. En auk þeirra sækja hingað um 4—5 hundruð manns á haustin og fram undir vertíð og stunda hér sjómensku til vors. Þetta fólk býr nú í 226 íbúðarhúsum, eða til jafnaðar á vertíð utn 10 uianns í hverjuhúsi; með því húsin eru flest lítil, er húspláss víða af skornum skamti, þegar fjölmennast er, enda bygð ný hús nú á hverju ári. Húsin eru flest úr timbri og járn- varin og flest þokkalega máluð; mjög víða eru steyptar breiðar og góðar stéttar kringum þau, og veg- irnir furðu þurrir og góðir, þrátt fyrir alla úrkomuna. Stöku stein- hús eru hér og fáein hús með »stíl« eða »sniði«, svo sem hús þeirra Ágústs útgerðarmanns Gíslasonar og Guðna verslunarmanns Johnsens. Sömuleiðis er kirkjan vandað og þokkalegt hús, utan og innan. — Á hverju lifir nú alt þetta fólk á þessari litlu eyju? Aðallega af sjávarútvegi, en líka af landbún- aði, verslun, handiðn og fuglatekju. Landbúnaður er stundaður hér, en eðlilega í smáum stíl. Bændur, sem grasnyt hafa, eru um 50 að tölu; stunda þeir flestir sjómensku aðallega, en hafa þó margir góðan stuðning af landbúnaði. Nautgripir eru um 100, hross hálfu færri, sauð- fé rúmt 1000; iifir það mikið á útigangi, en er þó feitt og vænt, Kálgarðar rúmar 24 dagsláttur (1913), sem gáfu af sér 900 jarð- eplatunnur. Túnin eru 175 dag- sláttur, heyfengur rúmir 3000 hest- ar, þar með falinn útheyskapur. Töluvert er hér flutt af heyi og fóðurbæti. Túnin eru í sæmilegri rækt og að mestu slétt; ekki sjást hér plógar né sláttuvélar. Hagagangan er léleg í Heimaey, jarðvegur víðast þunnur og gróður rýr. Skóg og kjarrlaust með öllu. Yfirleitt má segja, að landbúnað- urinn sé ófullkominn og á að lík- indum naumast mikla framtíð, með- al annars vegna þess, að landsvæðið er mjög svo takmarkað; nokkuð mætti samt auka hið ræktaða land og bæta það, sem þegar er ræktað. Ennfremur mætti sennilega fá meiri arð aí nautpeningi en nú er og sömuleiðis af sauðfénu, þótt ekki væri nema með böðunum, sem hér mun lítið eða ekkert um. Af fuglaveiðum hafa bændur hér töluverðan tekjuauka; árleg veiði skiftir fugum þúsunda (lundi og fíll). Fuglaveiði þessi er í raun og veru íþrótt, erfið og oft hættuleg, en eyjarskeggjar eru eins og kunn- ugt er framúrskarandi »fjallamenn« eða fuglaveiðarar. Sjávarúivegur er og verður að líkindum aðalbjargræðisvegur Eyja- manna, sem hagur þeirra byggist á. Hann er nú aðallega stundaður á mótorbátum, 60 að tölu (1913). Árið 1911, sem var eitt hið fiski- sælasta ár hér, voru flutt út tíu þús- und skippund af fiski, töluvert af lýsi og fleiri sjávarafurðum. Auk þess selt þá sem endranær töluvert af fiskiföngum til sveitamanna og þar að auki fíuttist mikið á land af .fiski, sem eyjarskeggjar hagnýttu Þeir sem enn eigi hafa greitt áfallin safnaðargjöld til hennar eru vinsamlega beðnir að greiða þau hið fyrsta ti! undirritaðs. H Hafliðason sér til heimilis; var og er það afar- mikið, en af mörgum alls ekki taiið né reiknað meö Árið 1913 nam útflutningur á saltfiski um 3 miljónir punda og auk þess útflutt tcluvi.rt af heilag- fiski. Útflutt lýsi var þá um 2500 tunnur. Þeíta ár þótti lélegt fiskiár. Sjómenskan er hér að vonum stunduð af miklu kappi og dugn- aði, enda hafa ýmsir hinna hepnari og duglegri formanna og bátaeig- enda orðið vel stæðir menn á stutt- um tíma. Stormar og botnvörp- ungar eru útgerðinni til mestu erf- iðleika, miklu fremur en fiskiskort- ur í sjónum. í sambandi við þennan mikla og á seinni árum svo mjög aukna sjávarútveg sfanda hinar ýmsu og mikilsverðu framfarir Eyjanna, sem hér skal að Jokum lítið eitt skýrt frá. Er þá fyrst að telja hafnargerð, sem þegar er byrjað á og mun, ef alt fer að óskum, Iokið að tveim áruni liðnum. Áætlaður stofnkostn- aðúr er 260 þús. krónur, Þótt höfn þessi uppfylli ekki, að rninsta kosti ekki fyrst um sinn, fylstu óskir manna, þá er enginn efi á því, að hún mun koma að miklu gagni og tryggja bátaeign Eyjamanna, sem er nú mjög nukils virði. Þá er ennfremur byrjað á raf- veitu, en hætt við, að Evrópustyrj- öldin verði þess valdandi, að leng- ur dragist að koma henni upp, en til stóð. Að þessi tvö stóru framfarafyrir- tæki eru þegar komin í framkvæmd mun mikið að þakka áhuga sýslu- nefndarinnar og ekki síst oddvita hennar, Karli sýslumanni Einarssyni. Þá má enn telja til nýrri þarf- legra framkvæmda hér í plássinu verksmiðju, sem Gísli kaupmaður Johnsen hefir stofnað í fé'agi við Englendinga. Verksmiðja þessi vinn- ur fóðurmjöl úr fiskiúrgangi. Auk þess sem fyrirtæki þetta veitir tals- verða atvinnu er verksmiðjurekstur þessi til mikils þrifnaðar og þar af leiðandi til heilbrigðis fyrir plássið. Væri óskandi að fyrirtæki þetta yrði latiglífara og arðvænlegra en svipað fyrirtæki, sem Frakkar höfðu liér nýlega með höndum með Brillouin í broddi fylkingar. Fór það alt í handaskolum og standa nú stór- hýsin ein eftir, auð og mannlaus. Þá má telja hér stórt og mikið íshús; verkefni þess er einkum að tryggja það, að hér sé nægileg síld til fiskiveiða, en auk þess geymir það nokkuð af matvælum. Enn eru hér tvær smiðjur, sem ætlaðar erii til aðgerða á mótorum og annarar stórsmiði. Aðra á dansk- ur maður, Thomsen að nafni, en hin er félagseign ýmsra útgerðar- manna hér. j Skrifstofa Elmskipafjelags íslantís, || í Lamlsbankanum, uppi Opin ki. 5—7. Talsimi 409. £ef\e-§kemei&a\}eT\ byggir sérstaldega botnvörpunga og breytir vanalegum gufuvélum skipa í yfirhitunarvélar. Umboðsmaður okkar hr. Sigfús Blöndahl Reykjavík—Hamburg 11 gefur allar frekari upplýsingar. KAUPSKAPUR WÝJA VERSLUNIiSJ — Hvcrfisgötu 34, áður 4 D — Flestalt (utast og inst) til kven- fatnaðar og barna og margt flewa. GÓÐAR VÖRUR. • ÓDÝRAR VÖRUR. Kjólasaumastofa. Á b u r ð kaupir Laugarnesspíiali. M o r g u n k j ó I a r og svuntur fást ódýrastar í Grjótagötu 14 niðri. M o r g u n k j ó I a r fallegir og ódýrir fást í Doktorshúsi við Vest- urgötu. B a r n a s t ó I I til að breyta í borð til sölu, einnig silfurskúfhólk- ur a Laugaveg 52. Nýleg föt til sölu. Sýnd á afgr. Vísis. S t ó r og góð undirsæng fæst keypt. Uppl. Hv.g. 88. HÚSNÆÐI *** B ú ð til leigu nálægt miðbæn- um. Afgr. v. á. Tvær stúlkur geta fengið húsnæði ásamt fæði hjá Kristjönu E.íasdóttur Laugaveg 27. Stór og góð stofa til leigu. Uppl. á Vesturg. 23 kjallara. Herbergi til leigu fyrir karl eða konu á Barónsstíg 18. Fæði og þjónusta fæst ef öskað er. L í t i ð herbergi eða án húsgögn- um til leígu á Njálsgötu 9. Á g æ t stofa með forstofuinn- gangi í Doktorshúsinu. 1 h e r b e r g i til leigu. Uppl. á afgr. Vísis. I fg L E i G A 0| Frítt-standandi maskína óskast STRAX (il leigu. Uppl. á Vesturg. 17. L í t i ð brúkaður ofn óskast til leigu eða aups. Styrimannast. 8. Prentsmiðja Sveins Oddssonar. FÆÐI »♦** F æ ð i fæst keypt á Hverfis- götu 37 (niðri). F æ ð i og húsnæði fæst á Laugaveg 17. F æ ð i og húsnæði fæst á Lauga- veg 23. Kristín Johnsen. F æ ð i og húsnæði fæst í Berg- slaðastræti 27.—Valgerður Briem. F æ ð i og húsnæði fæst í Mið- stræti 5. F æ ð i og húsnæði fæst í Lækj- argötu. Afgr. v. á. | TAPAÐ —FUNDIt) B ó k og bréf með nafni Guðm. Felixson hefir tapast. Skilist á afgr. Vísis. Þ ú sem tókst yfirfrakkann í for- stofunni á Njálsgötu 15 í fyrra dag, skilaðu honum aftur í kvöld, ann- ars fer ver. Það sást til þín gegn- utn gluggann. >♦« VINNA *** S t ú 1 k a húsvön getur fengið vetrarvist fyrri hluta dags eða all- an daginn í Aðalsíræti 9. Reinh. Andersen. E f y k k u r vantar vanan mat;n til að höggva og salfa niður kjöt þá er hann að hitta á Bergstaða- stræti 20. T e k i ð saum á undirtaui og peisufötum, einnig fæst þjónusta, Smiðjustíg 7 3. loft. S t ú I k a óskast í vist. Uppl, á Vesturg. 42. U n g 1 i n g u r vanur öllum al- gengum störfnm óskar eftir atvinnu. Uppl. á Laugaveg 70. S t ú I k a óskast fyrri hluta dags. Afgr. v. á. S t ú I k a , sem vön er öllum matartilbúningi óskar eftir vist hálf- an eða allan daginn. Afgr. v. á. *+* KENSLA Ó d ý r a kenslu í e n s k u og d ö n s k u fyrir byr}er,dur veitir Margrét Jónsdóttir, Grettisgötu 46 uppi. U n d i r r i t u ð tekur stúlkur í hannyröatíma sunnudaga og aðra daga. Sömuleiðis teikna á. Guðrún Ásmundsdóttir Laugaveg 33A. M a r g r é t J ó-n s d ó 11 i r, Grettisgötu 46 uppi tekur að sér að kenna börnum innan skóla- skyldualdurs. Mentaskólanemendur, sem lesa utan skóia, geta hjá und- irrituðum fengið tilsögn í stærð- fræði og eðlisfræði. — Einnig kenni eg byrjendum ensku og dönsku. Bjarni Jósefsson Tjarnargötu 24. M e ð góðum kjörum geta stúlk- ur fengið að læra strauningu. Þing- holtsstræti 25 uppi. Guðrún Jóns- dóttir. Þorsteinn Finnboga- s o n Bókhlöðustíg 6B kennir börn- um og unglingum dönsku, og ensku byrjeudum o. fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.