Vísir - 06.11.1914, Síða 1

Vísir - 06.11.1914, Síða 1
1222 V í S 1 R Stærsta, besta og ódýrasta blað á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um árið. Verð innanlands: Einstök blöð 3 au. Mánuður 6C au Ársfj.kr.1,75. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 2V2 doll. m V 1 S 1 R VISIHi kemur út kl. 12 á hádegi hvern virkan dag.~ Skrit- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opin kl. 7 árd. til 8 síðd. Sími 400.—Ritstjóri : GunnarSigurðsson(fráSela- læk). Til vlðt.venjul. kl.2-3siðd. Föstud. 6. nóv. 1914; Háflóö árd. kl. 6,50, síðd. kl. 7,15. A f m æ 1 i í d a g : Björn Oddsson, bifrdöarstjóri. Afmæli á morgun: Ci. Sylvia Siggeirsdóttir, ungfrú. Ásgeir Ounnlaugsson, kaupm. Abelfna Gunnarsdóttir, versl.mær. Árni Sighvatsson, kaupm. Gísli Björnsson, verslunarmaður. Anna Kolbeinsdóttir, húsfrú. Áslaug Lárusdóttir, mjgfrú, Þorleifur H. Bjarnason, adjunkt. Gamla Bió Hin afbragösfallega mynd Skipsbruninn á Atiandshafinu Afar gagntakandi sjónleikur í 4 þáttum, leikinn af heimsfræg- um ítölskum leikendum. Sýningin stendur yfir fulla kl.sf. Aðgöngumiðar kosta (talsettir) I 50 og 30 aura. Biöjið um aðgöngumiða í síma nr. 475. Aðgöngumiðar seldir við leik- húsiö. Opið kl. 8. Án eta er þetta merkasta mynd- in, sem þér getið séö um þetta I leyti. Erlendis hefir þessi kvikmyndll farið sanna siguiför. Myndir reynist að vera bestar í Gamla Bíó. Peningafölsun. Þegar farþegarnir af »Flóru« komu hér á land í gærdag, gaus upp sá kvittur, að tveir af farþeg- unum hefðu verið teknir fastir í Stykkishólmi, áður en Flóra fór þaöan, fyrir að hafa með höndum falsaða peninga. Vér hringdum þegar á Stykkis- hólm og áttum tal við mann þann, verslunarþjón hjá Sæm. Halldórs- syni, er hafði kært þá, og sagðist honum svo frá: Menn þessir höfðu verið inni í Tangsbúð og ætlað að borga þar með seöli, sem verslunarþjónninn sá þegar, að var falsaður og neit- aöi aö taka. Komu þeir síöan til okkar, keyptu þar eitthvað smávegis og ætluðu að borga mér með 100 króna Nationalbanka-seðli. Fgsáað seðillir.n var falsaður, kvaðst ekki hafa næga peninga við hendina og þurfa að sækja þá. Fór eg beina leið til sýslumanns og skýrði hon- um frá málavöxtum og brá hann þegar við og setti mennina fasta; en er rannsakaðar voru föggur þeirra fundust á þeim um 1500 krónur í seðlum, þar af 900 krónur í eftirgerðum 10 og 100 króna Nationalbanka-seðlum, sem þeir neituðu að gefa nokkra skýr- ingu á, hvernig þeir hefðu komist yfir. Seðlar þessir eru Ijósmyndir og báru þeir þá óbrotna í veskjum sínum og höfðu með þeim rakt blað til að halda þeim mjúkum. Menn þessir eru: Gunnar Sig- urðsson veitingamaður frá Sauðár- króki og Þórður nokkur Kol- beinsson. í gær komu svo skeyti til Stykk- j ishólms bæði frá fsafirði og Patreks- firði nm, að hafa hendur í hári þessara manna, því á þeim stöðum báðum hafði þeim tekist að koma út þessum eftirgerðu seölum. Enn- fremur hafði bryti skipsins með höndum 40 krónur í þessum seðl- um, sem hann hafði tekiö við sem borgnn frá þeim, Símskeyti fengum vér frá Stykk- ishólmi í gærkvöldi um það, að próf hefðu verið haldin yfir þeitn til kl. 1 í fyrrinótt og síðan allan i daginn í gær, en þeir gefa ekkert j upp um seðlana. j Talið er víst, aö fleiri séu með- sekir. St'mað var frá Hólmavík t' gær, að Guðjón Guðlaugsson fyrrum alþm. hefði í höndum einn af þess- um fölsuðu 100 kr, seðlum, sem hann fékk, er Flóra var þar. Sendir hann seðilinn hingað með næsta pósti. Sagt var oss í morgun í síma frá Stykk:shó)mi, að Gunnar hafi nú loks játað, aö hann hafi fengið seölana hjá Jóni Pálma Jónssyni Ijósmyndara á Sauðárkrók. Var þeg- ar símað til Sauðárkróks og sýslu- maður, Magnús Guðmundsson, beð- inn að taka Jón Pálma fastan. Við ranttsókn hjá honnm fundust ljós- myndapiötur af seðlunum. Nýja Bíó sýnir í kvöld og næstu kvöld s 1 V A N H O E (ívar Hlújárn). Mikilfenglegur og undrafagur sjónleikur í 3þáttum, sniðinn eftir samnefndri skáldsögu, sem allir unna og aldrei fyrnist, frægustu skáldsögu höfuðskáldsins breska WALTHER SCOTT- Sjónleikur þessi er leikinn af frægum enskum leikurum og allur útbúnaður gerður af hinni mestu vandvirkni og ræktarsemi við hið fræga skáldrit og minningu skáldsins. Sjálfstæðisfélagið templaiía-húsinu" Laugardaginn 7. þ.m. Sveinrt Björnsson alþm. flytur erindi um Ameríkuförina. Sjálfstæðismönnum einum er leyfður aðgangur SÍMSKEYTI London 5. nóv. kl. 10,i5 e. h. Opinber fregn frá Berlín segir að þýska beiti- skipið Yorck hafi rekist á tundurdufl við innsiglingu í Jahdeflóann og sokkið. Helming skipshafnarinn- ar varð bjargað. Breska sjómálaráðaneytið segir, að samkv. þýskum skýrslum hafi 5 þýsk beitiskip barist við breska flotadeild hjá Valparaiso, að staðhæft sé, að breska beitiskip'ð Monmouth hafi sokkið og Good- hope iaskast mikið. Breska sjómálaráðaneytið hefir enn þá enga tilkynning fengið. París: Bandamenn vinna stöðugt lítið eitt áán fullnaðarúrslita. Bæjarstjórnarfuiadur var haldinn í gærkvöldi. Þar var fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár til 1. umræöu og vísað til 2. umræðu. Auk annara venjulegra mála var það rætt um kvikmyndahúsin, hvort ekki væri vegur til að þau hetðu færri sýningar vikulega, en nú ætti sér stað. Til að leita sér upplýs- inga um það mál var kosin 3 manna nefnd. Nánara verður frá fundinum skýrt í Vísi á morgun. »F!óra« kom í gærdag norðan og vestan um land. Meðaí farþega: Skm- stjórarnir Hialti lónsson og Koi- beinn Þorsteinsson, Bergm. Rósin- Jahdeflói er í Oldenburg. Monmouth bygður 1903 9300 smál. vopnaður með 14 x 6 þuml. fallb. og hefir mílu hraða. Goodhope bygður 1902 14100 smál. vopnaður meö 2 x 9.2 þuml. og 16 x 6 þuml. og hefir 24 mílna hraða. kranzson kaupm. frá Flateyri með tvær dætur stnar, Kolbeinn Árna- son kaupm. á Akureyri, Eggert Jónsson frá Nautabúi með konu og systur o. fl. o. fl. »Ceres« fer frá Leith á morgun (7. þ. m.). Gifting. í gær voru þau Böðvar Kiistjáns- I ?on og Guðrún Thorsteinsson gefin saman í borgaralegt hjónaband. Skautafélagið heldur dansíeik annan laugard. Hjartaniega þökkum við öllum þeim er sýndu okkur hluttekningu við fráfall okkar hjartkæra sonar. Bakkast. 3, þ. 6. nóvember 1914. Sigríður Rögnvaldsdóttir Jóhannes Sveinsson. "Mtau aj tar . Trúlofun: Nýlega ertt trúlofuð Skúli Tnorarensen í Kirkjubæ og Vigdís Jónsdóttir á Geldingalæk,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.