Vísir - 17.11.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 17.11.1914, Blaðsíða 2
VIS 1R Mikið úrval af Gólfteppum komið til TH. TH. Islenskan vestan hafs. íslenska hefir nú í rúm 10 ár verið kenslugrein við Wesley Coi- lege í Winnipeg. Að vísu hafa eigi verið fengnir til þess starfa sérfróðir menn héðan að heiman, er háskólamentun hefðu í þeirri grein, og hefði þó átt svo að vera, ef vcl hefði verið, en þrátt fyrir það má þó ætla, zQ kensla þessi hafi komið að allmiklu gagni. Bæði má ætla að þeir, er kenslunnar nutu, hafi orðiö betur að sér í málinu eflir en áður, og er þess síst vanþörf, því að mjög er yngra fó kinu þar að minsta kosti ábóta- vaní í þeirri grein, sem vonlegt er, — en þó var öllu meira um hitt vert, að n eð þessu var stigið spor í áttina til þess, að þoka íslensk- unni upp í það tignarsæti við h'ið tungumála annara mentaþjóða í æðri skólunum, sem hún á svo mæta vel skilið. Nú er svo komið, að *colleg«in þar vestra eru að skila af sér kensl- unni til háskólans í Manitoba, og tekur hann að sér skilyrðislaust kosfnað og umsjón kenslunnar í þtim námsgreinum, er »colleg«in hafa kostað og séð um áður. En nú var sá hængur á með íslensk- una, að hún hafði eigi verið að sama skapi föst og regluleg kenslu- grein við Wesley College, sem önnur tungumál, landar sjálfir kost- að kensluua að nokkru leyti o. s. frv. Nú lá því á að vinda bráðan bug að því, að koma kenslunni svo fyrir, þann tímann, sem eftir var, að /slenskan kæmist í þann flokk kenslugreina, er háskólanum var skylt að taka að sér. Blaðið Heims- kringla vakti röggsamlega máls á þessu þ. 17. sept. s.l. og eggjaði Ianda lögeggjan að láta eigi leggja niður kensluna í sínu máli við þann háskólann, er þeir hafa sótt mest og haft mest áhrif við, einmitt þeg- ar Norðmenn og Svíar eru að róa að því öllum árum, að fá tungu- mál sín tekin upp á kensluskrá mið- skóla og háskóla í öllum ríkjum Bandaríkj'mna, þar sem þeir búa. — Síðan átti blaðið tal um þetta við Dr. Stewart, forseta Wesley Col- lege, og skildi hann það svo, að Wesíey College ætlaði að ganga svo frá þessu, sem áður var sagt, að þurft hefði að gera, og yrði ráð- inn til skólans fastakennari í ís- lensku, en jafnframt hafði hann kvartað um tekjuhalla, sem skólinn hefði áður beðið af kenslunni og óskaði að landar vildu bæta það upp. Þótti blaöinu nú vænlega horfa. En þ. 1. okt. er komið annað hljóð í strokkinn. Segir þá biaðið, að Dr. Stewart hafi safnað eitthvað 300 dölum hjá Winnipeg-íslend- ingum, en að því búnu samið við Jóns Bjarnasonar »Akademíið« (o: skóla íslenska-kirkjufélagsins) um það, að sá skóli tæki að sér ís- lensku-kensluna. Sakar blaðið þá landa, er að þessum lúterska kirkju- félagsskóla standa, og þá einkum séra Runólf Marteinsson, er samn- ingana gerði, um það, að bafa « cið þar að öllum árum, að ná einka-umboði með allri íslensku- kenslu í Winnipeg fyrir þann skóla, — athugandi ekkert, hvað hún væri að gera með því í s 1 e n s k u m fræðum til skaða ognið- urdreps, er íslenskan væri síitin burt úr háskólanum, en blínandi á það eitt, að með því væri hún að efla þennan skóla, er aldrei getur orðið neitt, og síst af öllu það, sem talist gæti háskólaættar*. Afíur telja þeir sém Runólfur og ffirkjufélagsmenn það ekki nema eðlilegt, að það félag, sem frá upp- hafi hafi mestu kostað til kensl- unnar, taki hana nú að sér, er það hefir eignast sinn eiginn skóla, og að það sé einmitt hvöt fyrir há- skólann til þess, að koma á ís» lensku-kenslu, að frá þessum ís- lenska skóla komi nú árlega nein- endur þangað fiamvegis. Hér er um mál að ræða,erhlýt- ur að sverta afar-viðkvæman streng í brjóstum vor íslendinga hér heima. Landar vestra eiga að gjöra garð vorn frægan út í frá og hafa gjört það á margan hátt og sé þeim þökk og heiður fyrir., Vér eigum einatt örðugt með það hér, að botna í kirkjumáladeilum þeirra þar vestra og gagnsemi þeirra, en ef þær eiga að verða til þess, að spilla fyrir gengi íslenskrar tungu þar í landi, — tungunnar, sem er aðal-afltaug þjóðernis vors, og oss þykir því vænst um af öllu — þá er hætt við, að þessar deilur verði oss meira en ráðgáta, verði oss bæði heimska og hneyksli. Það getur verið valt að trúa á framtíð íslensk- unnar meðal alþýðu þar vestra, en hitt er heilög skylda allra íslend- inga að halda henni fram til virð- ingar meðal mentamála við æðri skóla. Það sæti á hún alstaðar, og þarna var tækifæri til þess að veita henni það, A. Friðarskilmálar Bernstorffs greifa »Times« birtir þessa smágrein eftir Qeorges Clemenceau, og tekur blaðið hana eftir L’Homme Libre: Kunningi minn í Ameríku hefir skýrt mér frá kynlegu samtali milli þýska sendiherrans, Bernstorffs greifa, og mikiis meganda banka- stjóra þarlends. Bankastjórinn gaf þýsku deild »Rauða krossins« all- mikið fé, og er hann hafði gefið út ávisun fyrir upphæðinni, spurði hann Bernstorff greifa, hverjum kostum Frakkar myndu verða að sæta hjá keisaranum, er hann hefði hlaðið þeim. Svaraði hann mjög rólega og taldi upp friöarkostina á fingrum sé”: 1. Láta af hendi allar franskar nýlendur, þar á meðal Marocco, Algeria og Tunis. 2. Alt Norðaustur-Frakkland að beinni Iínu milli Saint-Valery og Lyon. En það er meira en fjórö- ungur Frakklands og búa á því svæðí 15 miljónir manna. 3. 10 miljarða franka í herkostn- aðarbætur. 4; Að flytja megi allar þýskar vörur til Frakklands um 25 ára skeið án þess, að tollur sé greiddur af þeim, án þess, að Frakkar njóti sömu hlunuinda í Þýskalandi. Að þeim tíma liðnum á Frankfurtsamn- ingurinn að gilda á ný. 5. Að eigi sé gert útboð í Frakk- landi um 25 ára skeið. 6. Að öll frönsk vígi skuli eyði- lögð. 7. Að Frakkar skuli láta af hendi 3 miljónir riffla, 2 þús. fallbyssur og 40 þús. besta. 8. Vernduh allra þýskra einka- leyfa, án þess, að Frakkar njóti sömu hlunninda í Þýskalandi. 9. Að Frakkar segi skilið við Rússland og Bretland. 10. Geri samninga um, að vera í sambandi við Þýskaland um 25 ára skeið. Frá hlutlausu ríkjunum, (Eftir þýskum blöðum.) erfingja sínum til þessa skömmu fyrir andlát sitt, og hafi síðustu orð hans verið þessi: »Hlífðu föður- landinu, útheltu engu blóði!« Fer- dinand konungur kvað og hafa lýst yfir því, að hann ætli sér ekki að breyta á móti þessari síðustu ósk fyrirrennara síns. Þykir Þjóöverj- um þetta vel orðað, því að áður var tekið að draga talsvert saman með Rúmenum og Frökkum. En hins vegar kemur anuað hljóð í strokkinn, þegar þeir minnast á Portúgal, sem fyrir skömmu var hlutlaust, en nú hefir gengið í ófriðinn með Bretum. Að vísu segjast þeir fyrir- líta þetta kotríki, sem sé alveg í vasa Breta, og af þessum 50—60,000 hermönnum, sem þeir hafi (Bretar segja nú yfir 100,000), muni þeir eigi geta sent til vígvallar nema 20—30,000, og muni lítt um það. En hins vegar má heyra á þeim gremju út af því, að mörg þýsk skip höfðu leitað hælis í portúgölsk- um, þegar í byrjun ófriðarins, og verða þau nú auðvitað tekin þar griðalaus. Segja þeir að þetta sé ekki nema einn liðurinn í hinni svívirðilegu sjóráns-styrjöld af Breta hálfu og ofsóknum á þýskt við- skiftalíf. I Vetrarspáin. (Leiðrétting.) Forsætisráðherraskiftin á Ítalíu höfðu valdið Þjóðverjum nokkurar áiiyggju, því að San Giuliano, sá er nú er dáinn, hafði verið vinur þeirra mikill. En nú eru þeir ánægðir yfir því að forsætisráð- herrann nýi, Salandra, hefir lýst yfir því, að stefna stjórnarinnar í utan- ríkismálum muni verða söm og áður (sem sé hlutleysi), en þannig, að unt verði að bregða við fljótt, ef til þarf að taka. Englendingar hafa verið að stappa í ítali stálinu. í »Saturday Review* ha.ði staðið grein um það, að Ítalía yrði að ákveða sig. Evróp2 gæti ekki borið virðingu fyrir þjóð, sem biði eftir því að sjá, nverjum betur gengi eins og Gröndal sagði um Dani forðum). En nú hefir ítalska blaðið Vittoria svarað þessu fullum hálsi, Þjóðverjum til mikillar ■ gleöi, og sagt, að íiölum komi þes»i breski ófriður ekkert við. Grein með þessari fyrirsögn kom í M.bl. í fyrradag og stendur þar meðal annars; »í fyrra þuldi gömul norn á Vesturlandi þessa vísu: Kemur á með kólgu’ og hríð kaldur snjóavetur, víst eg spái verstu tíð, vita fáir betur«. Hér er rangt með farið, því vísa þessi er gamall húsgangur, þektur um land alt. Eg hef tekið hana í alþýðuvísnasafn mitt á Akureyri fyrir 7 árum. Ólafur lögfr. Lárusson frá frá Selárdal kveðst hafa numið hana þar vestra. Eg hefi átt tal við fleirí menn af Vesturlandi og ber þeiifl öllum saman um, að vísa þessi sé þar á hvers manns vörum og má því vel vera að hún sé þar ort í fyrstunni. R i t s t j. Sfðustu orð Karls Rúmeníu- konungs. Það er haft eftir Carp, er áöur var ráðaneytisforseti í Rúmeníu og foringi íhaldsflokksins, að konungs- skiftin muni eigi breyta í neinu stefnu stjórnarinnar, Rúmenía muni varðveita hlutleysi sitt eftir sem áður. Er mælt, aö Karl konungur hafi ráðiö Skrifstofa , Elmsklpafjelags íslands, { í Landsbankanum, uppi Opin kl. 5—7. Talsími 409. (STENOGRAFI) — ,H.H;T.’ Sloan-DuployaB' kennir Helgi Tóniasson, Hverfis götu46. Talsími 177, heima 6-7e_ Bæði kend „Konlora- # bat“ Stenografi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.