Vísir - 22.11.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 22.11.1914, Blaðsíða 3
y í 91 r . rr' I h C.0XV2LXV JDoxxtes, ».u. eru byrjaðar að koma út í heftum í mjög vandaðri íslenskri þýðingu, Hvert hefti er 32 blaðsíður að stærð, en kostar aðeins 25 aura. 1. bindið er KVÖLDVÖKURNAR I. heftið I. LEÐURKVERKIN II. BITLAVEIÐARINN er komið út. 2. heftið kemur i næstu viku. Steinolíu káupa menn helst í versl. VON Laugaveg 55. Send heim kaupendum. Sími 353. * 3sfex\s^a fvvaBxUun (STENOG RAFI) — ,H.H.r Sloan-Duployan - kennir Helgi Tómasson, Hverfis- götu46. Talsími 177, heima 6-7e.m. Bæði kend „Koniora- & „De- bata Stenografi. ■i Tóbaks- ög s'ælgæilsbúðin á Laugaveg 5 selur allskonar tóbak og sælgæti, best og ódýrast í bænum. AXvoat aj vammalvstum hjá Eyv. Árnasyni, Laufásveg 2. Frh. »Nei, það held eg ekki«, svaraði Alie. Eg býst við að mig hafi mint eftir Kíenerw Vesey í. Wall Street, sém verslar mikið með svínakjöt. — En hver er þessi fallegi hvíti púki, sem alstaðar heyrist svo mik- ið talað um?« Nú varð þögn, en eg hafði mig hægan og leyfði Ebbington að iáta dæluna ganga. »Já, þarna kömið þér mér nú í vanda«, byrjaði hann og var þegar orðinn hreykinn af öllu því, sem eg sá, að hann ætlaði að segja. »Sumir segja að hún sé Noröur- á.fukona, aðalsættar, og hafi orðið vitlaus. af því, ,að ,lesa Captain Mar- ryat og Clarke Russel. Aðrir full- yrða, að hún sé alls ekki kvenmað- ur, heldur karlmaður í kvenbúningi. En eg er nú á því, að sannleik- urinn sé sá, að hún sé dóttir gam- als og drykkfelds æfintýramanns, sem einu sinni var í enska sjó-: hernum og síöan hélt mönnum ár- um saman hræddum hér í höfun- um«. Þegar eg heyrði hann fara svona með sig, leit eg út undan mér til Alie og bjóst hálft í hvoru við því, að hún myndi missa valdið á sjálfri sér og gera út af við hann þegar í stað. En hún Iét ekki á sér sjá nokkur merki þeirrar reiði, sem eg vissi, að hún bjó yfir, nema hvað dálítill kipringur kom í munn- vikin. Húr, hélt áfram spurningun- um með jafnstillilegum málrómi, eins og þegar hún var að spyrja til vegar út Whampoa-garðana um morgúninn. »Eg er svo meira en hissa. Og hvað hefir þá þessi . . . hvað kall- ið . þér hana nú aftur? — Þessi fallegi hviti púki gert til þess, að halda uppi orðstír ættarinnar?* Þarna sá Ebbington sér aftur slag á borði. Hann var málskrafs- maður og var ekki seinn að grípa tækifærið. »Þér ættuð heldur að spyrja, hvaö selur á kr. 2,oo pr. 5. kgr. ÍTotið tækifærið Sími 353. Reynið brenda og malaða Skrifstofa Elmskipafjelags íslands, J i Landsbankanum, uppi Opin kl. 5—7. Talsími 409. BREIÐABLIK Til sölu birkihrís í 40 punda böggum á 1 kr. Hverfisgötu 71. Skógræktarstjórinn. hún hefir e k k i gert. Hún hefir numið á brott soldáriinn af Sura- baya, rajahinn frá Tavoyj-Vesey frá Hong Kong og svo sem kúgildi af kínverskum höfðirigjum að minsta kosti. Hún hefir látið greipar sópa um Veetis Queen og Ooloomoo, og það þótt landshöföinginn f Hong Kong væri þar á skipsfjöl, Og ekki eru nema þrír mánuðir síðan hún stöðvaöi Oudnadattá í Ly-ee-moon sundinu, þegar hún þuklaði um fjárhirsluna með hálfri annari miljón í, rétt við nefið á varðskipunum. »En hvernig ver hún þá þess- um miklu auöæfum, þegar hún er búin að raka þeim saman?c spurði nú Mrs. Beecher kyrlátlega. »Notar hún þau þá ekki til þess, að gera neinum gott?« »Gott!« svaraði mannræfillinn, allsendis óvitandi um þau vand- ræði, sem hann var að steypa Sér í. »Hvað! Hún hefir aldrei gert nokkrum manni neitt gott á æfi sinni. Nei, nú skal eg segja yður, hvað hún gerir við peningana. Hún kvað eiga athvarf einhversstaðar f Kyrrahafinu á eyju í hitabeltinu, og þar er sagt, að fari sitthvað fram á miíli ránsferðanna, sem jafnvel gæti komið egyptskri múmíu til þess að roðna.« »Yður er auðsjáanlega mjög illa við hana«, svaraði eg, æstur. »En e g hefi nú heyrt alt annað um hana, og meö allri viröingu fyrir yður, Mr. Ebbington —» Þarna vildi mér það til allrar hamingju, aö eg rankaði við mér og gat gripið tækifærið, þegar þjónn- inn kom til þess að taka frá okkur kaffibollana, til þass að hafa hemil á tungu minni. Þegar pilturinn var farinn, fór Alie að taia um eitt- hvað alt annað, og var síðan öllu óhætt aftur. Það jók enn á ánægju okkar, að um kl. 10 kom annar þjónn og sagði Mr. Ebhmgton, að einhver maður vildi finna hann í reykingasalnum, og bauð hann okkur því góða nótt og fór að finna hann. Þá kvaddi og Mrs. Beecher okkur og fór til herbergis síns, og vorum við þá tvö ein eftir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.