Vísir - 22.11.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 22.11.1914, Blaðsíða 4
 .y.is.iR. mím K*« l»IÍ1i -K<| jiMMll Frá bæjarstjórnarfundi 19. nóvember. Frh. Borgarstj. gat þess, að samkvæmt meðfylgjandi bréfi frá C. France vawi (852 kr. 42 aur, tap á rekst- ursreikningi gasstöövarinnar, er hann teldi stafa af hækkun á kolaverði, og að lítiö hefði verið lagt af nýj- um gasleiðslum; samt sem áður liti C. F. björtum augum á fram- tíð gasstöðvarinnar. Bækur og fylgi- skjöl haföi honum ekki verið hægt að láta fylgja reikningunum að þessu sinni, sökum ófriðarins, en mundi senda þau svo fljótt sem færi gæfist. Reikningnum var vísað til gas- nefndar til yfirlits og athugunar. 8. Umsókn um afnol leikfimis- húss barnaskólans. Vísað til skóla- nefndar til úrshta. 9. Samþ. aö kaupa lóðarræmu er verður utan girðingar við Grund- arstíg, eftir mati byggingarnefndar (30—40 ferm.). 10. Nefndarályktun um kvik- myndasýningar. Sig Jónsson skýrði frá starfi nefndarinnar, og hafði hún komist að þeirri niðurstööu, að ekkert væri hægt að gera, að svo stöddu. En þar breytingar ætti að gera á lögreglusamþykt bæjarins um næstu áramót, teldi nefndin heppi- legt að koma inn í hana ákvæði um kvikmyndasýningar, annaðhvort að takmarka aldur bama er sýn- ingarnar mættu sækja, eður hafa eftirlit með hverjar myndir sýna mætti. Engin ákvörðun tekin um þetta mál. 11. Áætlun um tekjur og gjöld hafnarsjóðs (2. umr.). Samþ. án breytingar. 12. Áætlun um tekjur og gjöld bæjarsjóðs (2. umr.) frestað, þar sem enn voru ókomnar athuga- semdir fjárhagsnefndar við hana, er stafaði af því, að reikningur bæj- argjaldkera fyrir 1913 var ei til- búinn. S. Björnsson spuiði hverju það sætti, að reikningur bæjargjald- kera væru svo síðla tilbúinn. Borg- arstj. kvaðst ekki geta gefið full- nægjandi skýringu á því, kvaðst þó hyggja að nokkru mundi valda, að gjaldkeri var lengur en til stóð er- lendis f sumarleyfi sínu, sökum hindrana skipaferöar í byrjun óftið- arins, og að sum gjöld, er inn- heimta bar, hefðu komið seint inn, og ennfremur að bókfærsla hjá gjaldkera væri þannig, að Iangan tfma tæki að gera reikninga eftir bókum hans. Þetta síðasta hefði fjárhagsnefnd- in tekið til athugunar, og legði til, að skrifstofufé gjaldkera væri auk- ið næsta ár, til þess að gera breyt- ingu á fyrirkomulagi við bókfærsl- una, svo að hún yrði gleggri og auðveldara að gera reikninga upp eftir ,henni. Einnig befir nefndin ákveðiö að loka ætti reikningi fyrir yfirstandandi ár 31. jan., þar hún áliti óhafandi að gera reikning gjaldkera svo sveintsem nú ogáð- ur hafi átt sér stað. En þar af leið- andi yrði aö gera nokkuð hærri lið fyrir ófengnum gjöldum en áöur, þar talsvert fé kæmi oft inn eftir 1 þann tíma, tilheyrandi f. á. reikn- ingi. Frá Tr. G. voru lagðar frr.nt breytingatillögur við fr.v. hjárh.n. þ. á. m., tillögu um að kaupa Dús- kot og Ciróubæjarlóð. En Tr. G. sagöist þess viss að breytingatillög- ur sínar yrðu allar drepnar. 13. Brunabótarvirðingar sam- þyktar á: Nr. 32 við Vesturg. kr. 16147,oo — 9 — Bankastr. — 11334,oo — 47 — Laugav. — 6416,oo — 46 — Klapparst.— 6187,oo Að því- loknu var ákveðiö að halda skylJi aukafund í bæjarst. í næstu viku til framhalds á 2. umr. fjárhagsáætlunar. Fundi slitið, Hrafukell. BÆJARFRETTIR m í’! Háflœði í dag. Árdegis háflæði kl. 8,46 Síðdegis háflæði kl. 9,11. Afmæli á morgun. Jón Jensson, yfirdómari. Magnús Hjaltesteð, úrsmiöur. Kr. Lovísa ísleifsdóttir. Vigfús Sigurðsson Grænlandsfari kom að austan með Pollux. Lætur henn vel yfir árferði þar í sumar og haust. Verð á kjöti og gærum mjög hátt, 1 kíló af gærum á 97 aura og kjöttunnan á 72—75 kr. þar á staönum. Annars er fé mest selt þar á fæti, og voru minnst gefnir 16 aurar fyrir pund- ið í því. — Féð hefir og verið mi’ð vænna móti i haust þar eystra, með alvigt á dilkum sumstaðar um 80 pund. Vigfús verður hér eitthvað fram- vegis og býst ef til vill við að sýna myndir frá Grænlandsför sinni. Lofthitunartæki er nú verið að setja niður í dóni- kirkjuna; komu þau með »Ceres«. Viðgerð á kirkjunni er þegar lokið, eu veriö að mála hana. >GerminaI« allir 5 þættirnir verða sýndir á Nýja Bíó í kvöld. Þeir, sem hafa haft tækifæri til að sjá þessa mynd, gleyma henni ekki aftur — svo snildarlega er hún leikin. Líf náma manna, kúgun v<nnuveitandans og hætturnar, sem stöðugt bíða þeirrs í námunum hlýtur, að vekja samúö hvers manns. Jafnvel bæjarfulltrú- arnir, sem mest eru á móti hvik- myndasýningum hafa haft sýnilega ánægju af að horfa á þessa mynd. Slys. Bát með 8 mönnum seni verið höfðu aö uppskipun úr Sterl- ing, hvolfdi hér við bæjarbryggjuna f gærkveldi, rendi upp á bryggj- una. Náðust menn allir lifandi, en einn þeirra var mjög að fram kom- inn og lést hann í nótt. Hann hét. Rútur Jósepsson, og átti heima á Laugavegi 57. Lætur hann eftir sig ekkju og tvö börn. Verslunarmannafélagið hélt skemtifund í gærkveldi á »Hótel Reykjavík*. Fór hann hið besta fram, og var skemtun ágæt. Göðir stórir fallegir hestar óskast til kaups. J. BJERG. Vöruhúsinu. Grænmeti margar teg. nýkomið f NÝHÖFN. utm • * 0 0 • 7f9f9f9f9Rf9f tra-geftirspurða er nú komin aftur 1 Liverpool. Isvarinn fiskur fæst daglega f Zimsens-porti. með ’STERLING*. . ..... Borðlampar, hengilampar og allsk. lampaáhöld og eldhúsgögn. LAURA NIELSEN. (JOHS. HANSENS ENKE). VI N N A Sendisveinar fást ávalt í Söluturninum, opinn frá 8—11 simi 444. S t r a u n i n g fæst í Grjótag. 11. G ó ð s t ú I k a óskast um lengri eða skemri tíma. Afgr. v. á. Á skólavörðustíg 45 geta menn fengið föt sfn pressuð og stykkjuð, ef óskað er. Guörún Gísladóttir. E f yður vantar mann til að fóðra herbergisveggi yðar fyrir jólin, þá er hann að hitta á Skólavöröustíg 45, uppi. TAPAЗFUNDIÐ R a u ð kvenbudda með pening- um tapaðist á götum bæjarins. Finn- andi beðinn aö skila henni á Klappar- stíg 13. Karlmannsúr fundið vitjist á Hverfisötu 4 F. Kjailaranum, !KAUPSKAPUR NÝJA VERSLUNIN — Hverfisgötu 34, áöur 4D — Flestalt (utast og inst) til kven- fatnaöar og barna og margt fleira. GÓÐAR VÖRUR. ÓDÝRAR VÖRUR. Kjólasaumastofa. 2ja m a n n a rúmstæði til sölu með tækifærisverði. Hverfisgðtu 40. Helgi Helgason. Á Bergsstaðastræti20eru tekin til sölu gömul föt og gamlir munir. Lítil ómakslaun. N ý j a r kvðldvökur frá byrjun til sölu með tækifærisverði. Afgr, v.á. N ý trollarastigvél til sölu Ný- lendugötu 21. Vandaður fermingarkjóll til sölu með lágu verði á Grettisg. 32. FÆÐI )M« F æ ð i og húsnæði fæst íBerg- staðastræti 27,—Valgerður Briem. F æ ö i og húsnæði fæst I Lækj- argötu 5. Afgr. v. á. HUSNÆÐI T i 1 I e i g u stofa fyrir einhleypa á Skólavðrðustfg 15 B. Prentsmiðja Sveins Oddssoaar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.