Vísir - 01.12.1914, Side 2

Vísir - 01.12.1914, Side 2
V IS1R Þýskir forlngar í breskum einkennisklæðum. Sem dæmi fífldirfsku þýskra njósn- armanna má gefa sögu, sem er í »Temps« 17. f. m.: Stór grámáluð bifreiö með tveim flöggum —annað þeirra var flagg >Rauða krossins* — ók um þorp nálægt Aisne; í framsætunum sátu fveir Iiðsforíngjar í breskum ein- kennisklæðum. Lögregluþjónar stöðvuðu bifreið- ina og kröfðust að fá að sjá vega- bréf þeirra og heimildarskjöl. Drógu Jreir þá upp vegabréf á hvítum papp- ír undirritað af franska hermálaráð- herranum. Einn lögregluþjónanna kvað slík vegabréf eiga að vera á rauðum pappír. »En þetta er eig- inhandar undirskrift hermálaráðherr- ans sjálfs«, sögðu liðsforingjarnir. • LögregluþjÓnninn lét sér þá skýr- j ingu nægja og leyfði þeim að halda leiðar sinnar. í næsta þorpi, sem bifreiðin kom til var hún stöðvuð á nv. Liðsfor- ingjarnir sýndu vegabréf sín, en lög- regluþjónninn, sem stöðvað hatði vagninn í þetta skifti var tortrygn- ari en embættisbróðir hans hafði verið, sagði aö vegabréfin æ 11 u að vera rauð og að sér nægði ekki undirskrift hermálaráðherrans, þreif til skammbyssu sinnar og skipaði liðsforingjunum að stíga niður af bifreiðinni og fylgja sér til lögreglu- stöðvanna. — Þar kom í ljós, að þeir voru þýskir foringar, sem í ró og næði voru að kynna sér herstöðvar bandamanna. 50 gegn 5000. Þegar Iið Belga hörfaði frá Ant- werpen veitti belgiskur íþróltamað- ur, Nyssen að nafni, Þjóðverjaher mjög örðugt viðnám með fimtíu manna sveit, sem hann var fyrir. Þeir voru ein smásveitanna, sem ætlað var að hamla því, að ráðist yrði á meginherinn meðan hann væri á undanhaldi. Á þessa fá- mennu sveit réðust 5000 Þjóðverj- ar hjá St. Laurent, og skoraði yfir- íoringi þeirra á Belga að gefast UPP> °g sagði þeim hvílíkt ofur- efli þeir ætti við að etja og að hann hefði þar að auki heihnikið af stór- skotaliði, ef til þyrfti að taka. En Nyssen svaraði sendiboðan- um : »Segið yfirforingja Þjóðverja, að eg vænti ekki skipana hans, heldur áhlaupa hers hans, og að það séu hermenn frá Liege, sem hér séu gegnt honurn*. í bardaganum, sem nú hófst, gekk Nyssen fram sem hetja, og þótt hann særðist þegar í byrjun, hvatti hann menn sína og barðist þar til ómegin seig á hann af sárunum. Þjóöverjar og HoIIendingar. Fyrjr nokkru skaut þýsk hersveit á hermenn úr landamæraverði Hol- lands nálægt Nieuwenschaus. Varð þýska stjórnin að afsaka þetta og færði það til málsbóta, að þýska hersveitin hefði álitið,' að Hollehd- ingamir væru tollsmyglar. Flóttamenn í Berlín. »LIoyds Weekly News« getur þess 22. f. m., að samkvæmt sviss- neskuiublööum hafi þá verið komnar til Berlínar milli 70 og 100 þús. flóttamanna, sem flúið hafi undan Rússum frá Austur-Prússlandi og Silesíu. Roberts lávarður. Eins og þegar hefir fréttst hing- að með skeytum, lést einn hinn elsti og æðsti hersböföingi Bretaveldis, Sir Frederick Sleigh Roberts, yfir- hershöfðingi og jarl, sviplega á her- stöðvunum í Norður-Frakklandi Iaugardaginn þ. 14. nóv., 82 ára að aldri. Róberts lávarður fæddist af írsk- um ættum í Cawnpore á Indlandi 30. sept. 1832. Hann komst ungur í enska herþjónustu, og var upp frá því ætíð þar, sem mest var mannhættan í skærum þeim, er Bret- ar áttu í nýlendum sínum í Asíu og Afríku, og jukust honum æ með aldri völd og virðingarmerki. Lengst var hann í Indlandi, og var hann þar æðsti hershöfðingi. Þá hafði hann og yfirstjórn Bretahers í Búa- stríðinu. Eftir það settist hann um kyrt, hlaðinn heiðursmerkjum og 100,000 sterlings punda heiðurs- launum frá þinginu. Nú þegar indverski herinn var kominn til vígstöðvanna, langaði karlinn til þess að heilsa upp á fornvini sína, Hann hafði verið af- arvinsæll af þeim, enda kunni hann tungumál Indverja flestum Norður- álfumönnum betur og var auk þess sagður hið mesta ljúfmenni. Hann ferðaðist í bifreið víðs vegar meðal aðalstöðvanna, en þá var veður vott og ka'.t, svo aö hann fékk köldu og upp úr því Iungnabólgu, er dró hann til bana. Útför hans var gjörð með hinni I mestu viðhöfn heima á Englandi. Konungur reit ekkju hans samúðar- bréf með eigin hendi, og er slíkt ekki títt. Asquith yfirráðherra minntist hans í »ParIamentinu« og kallaði hann elsta óg ágætasta her- mann ríkisins og tóku ýmsir helstu þingskörungarnir undir það. Her- málaráögjafinn, Kitchener, samverka- í maður lians í Búastríðinu, minntist ! hans og í lávarðadeildinni, mjög hlýlega. Útlendingar„ og jafnvel fjandmenn Breta í þessum ófriði, unna Robert lávarði einnig sannmælis. Þannig er hans t. d. minst í þýska blaðinu »LokaIanzeiger«: »Til eru augnablik, jafnvel f ó- friði, þá er hermaðurinn heilsar 3 óvini sínum með sverðinu, í stað i þess að höggva því til hans, og eitt af þeim augnablikum var, þeg- ar Roberts lávarður dó«. Roberts Iávarður var hvasseygur og snöfurmannlegur og ágætur reið- maður, en lítill vexti. Því var það eitt sinn, er einhver »longintes« ætl- aði áð gerá gys að honum og sagilí: »Eg héfi oft heyrt talað um yður, en —« (og hér skygði hann hönd fyrir auga og rýndi) »eg hefi aldrei séð yður«. En þá svaraöi Roberts: »En eg hefi oft séð yður, en aldrei heyrt yðar getiö!< — Hann var drenglundað- ur, enda trúði öðrum til dreng- skapar, og aflaði þetta honum vin- sælda. Liösmenn hans dýrkuðu hann sem goð og óvinir hans urðu að unna honum sannmælis. Þegar Cronje'Búaforingi gafst upp, bjóst hann við að verða skotinn, en Ro- berts tók í höndina á honum og sagði: »Þér hafið varið yður á- gætlegac. Á efri árum gaf Roberts sig nokkuð við ritstörfum. Árið 1895 kom út bók eftir hann um Welling- ton, og önnur 1897, sem hann nefndi »Fjörutíu ár í Indlandi«. — Hann er sonlaus, einkasonur hans féll í orustu í Suður-Afríku, og erfir því afsprengi dætra hans lá- varðstignina. Eimskipafélagið. Þegar ófriðurinn byrjaði, báru menn kvíöboga fyrir því, að skip Eimskipafélags íslands yrðu eigi fullger á hinum ákveðna tíma. En uú höfum vér fengið vitneskju um, að annað skipið, (Suður- og Vestur- Iandsskipið) mun verða fullsmíðað á hinum tiltekna tíma, eða því sem næst. Fyrir þessu skipi á Sigurður Pét- ursson að vera, sá er áður var 1. stýrimaður á Austra, og kynti sig mjög vel. Hann dvelur nú í Dan- mörku við loftskeytanám, því bæði skipin eiga að vera útbúin með loftskeytaáhöldum og á Sigurður skipstjóri að annast loftskeytastöðina á sínu skipi. Jón Erlendsson, sem nú er stýrimaður á Sterling, verður 1. stýrimaður á Suður- og Vestur- landsskipinu. Júlíus Júlínusson skipstjóri kvað hafa fengist til að taka að sér stjórn Austur- og Norðurlandaskipsins. Munu allir íslendingar bfða komu hinna nýju skipa með glaðri eftir- væntingu og hyggja gott eitt til þeirra manna, sem stjórn skipanna hefir verið falin á hendur. (Austri.) Orkneyjarog Shetland, er fiskUaust sem stendur. (Ægir.) Leiðrétting. Herra ritstjóri! Viljið þér svo vel gjöra að ljá mér rúm í heiðruðu blaði yðar fyrir örstutta leiðréttingu á skrif- um hr. Jóns Halldórssonar og samherja hans Harun ben Ali. þeir slíta báðir orðið „auðvirði- leg“ út úr setningu og láta mig hafa haft það við um „útsetningu* eða meðferð Busoní’s á laginu wEcossaises“. það hefði ekki verið svo ónýtt vopn á mig (!) hvað það lag snertir, ef þarna væri ekki með vilja reynt að halla réttu máli. Jeg segi með vilja, af því eg veit, að Jón Hall- dórsson er vel læs maður og hygg, að þessi Harun ben Ali sé það líka, þótt nafnið sé tyrkneskt eða persneskt. þessi umrædda setn" ing mín er prentuð í Morgun- blaðinu 28. tölublaði og hljóðar svo: „Eg skal játa það, að mér fanst þessi „útsetning“, sem kve vera samin áf prófessor Bu- soni í Berlín, auðvirðileg í saman- burði við meðferð D’Alberts.“ það sér hver helvita maður, sem á annað borð er læs, að það er önnur merkmg, sterkari, í orðinu „auðvirðilegur“, einu út af fyrir sig, eða auðvirðilegur í saman- burði við eitthvað annað betra. Dæmi: Harun ben Ali er auð- virðilegur listdómari, eða Harun ben Ali er auðvirðilegur listdóm- ari í samanburði við Jón Hall- dórsson. Annað hirði eg ekki um í grein- um þeirra félaga. Mér finst þar flest ekki svara vert og að vel mætti ræða um mál þetta án þess að hleypa í það hita, óbil- girni og dylgjum, sem ekki er gott að skilja. Jeg skil t. d. ekki hvað Harun á við, þar sem hann í sambandi við mig talar um að „þegja í hel“ listamannséfni og lít því á þetta sem nokkurskon- ar óráð, hrotið úr penna hans af eintómum ákafa. Reykjavík 30. nóv. 1814. Árni Thorsteinsson. Síld- og fiskveiðar. Hinn 19. október höfðu veriö fluttar frá íslandi til Noregs 107,927 . tunnur af síld, er norsku skipin hööu veitt. Hinn 14. október var síldarafli Hollendinga orðinn alls 302,086 tunnur, og var verð á henni frá 18-22,50 gyllini fyrir hverja tunnu. í sunnanverðum Norðursjónum hefir verið ágætur síldarafli, og .byrjaði veiðin frá Yarmouth og Lowestoft, um miðjan október. Að eins fá skip stunda þá veiði nú, því auk þess að hættan er mikil innan um tundurduflin, þá er fjöldi fiski- manna kallaður til herskipanna, en þau fáu skip, sem hafa árætt á j sjóinn hafa feng.ið ágætan afla-. j Viö austurströnd Skotlands, viö i Yrt á asna. Hafi það verið meining þess manns, sem sendi »Vísi« »kálhausa- braginn*, að svívirða mig með því að stela minu fulla skímarnafni og setja það undir þennan kálgrautar- kveöling sinn, þá læt eg þenna mann-níðing vita, að eg þekki hann og get flett af honum gærunni þótt hann sé ferfaldur í roðinu. — Máls- hátturinn segir, að asninn sé auð- þektur á eyrunum, og eins er þess' náungi auðþektur af öllum hér a »kálhausnum með gleraugun. Reykjavík 29. nóv. 1914. Pétur Páísson, skrauíritari..

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.