Vísir - 12.12.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 12.12.1914, Blaðsíða 2
V I S I R ,Snæ!jós‘. Kvœði eftir Jakob trésmið Thor- arensen. — Rvk. 1914. — ♦Vötnin leggur og vetrarél veltast um láð og skríða«,- (Jak. Thor.). Land vort hefir lengi verið auð- ligt að skáldum. Einkum er hér ótðluleg mergð fornra og nýrra kvæðahöfunda. Nokkur ijóðskáld vor hata komist í tölu hirina ú t - v ö 1 d u. Þau hafa náð dýpstu og hæstu tónunum á þá bragstrer/gi, er lengi munu enduróma í brjóstum íslenskra manna. Eg á hér við þau skáld, sem aldrei fyrnast, sem ávalt eiga ljóð sín á vörum margra, tneðan íslensk tunga og íslenskar bókmentir lifa. En meinið er, —- að það eru fæstir af Ijóðahöfund- um vorum, sem þannig hafa numið s:r andieg óðui. Kvæði sumra manna vantar alla skáldskaparlega festu, og þau endast, sum hver, ekki mikið lengur en tréspónninn, sem fuðrar upp, þegar kveykt er á honum. Því skal ekki neitað, að sum kvæðin í »SnæIjósum« Jakobs Thor- arensens eru ekki ólagleg. — Hug- myndaflugið er að vísu ekki hátt. Höf. lætur best að láta »Pegasus« lötra með sig um móa og lága götutroðninga. En komi það fyrir, að skáidfákurinn ætli að bregða til flugs, þá á þessi höf. örðugt með að sitja hann. — J. Th. hefir ali- gott vald á hversdags máli, og er undarlega Iaginn á að tína upp í ljóðagerð sína ýms gróf og óhefl- uð orð, sem þó eiga ofurvel við hann, og einkenna öllu best skáld- skap hans. —Jónas kveður: »Fýk- ur yfir hæðir og frostkaldan mel«. — En þegar Jak. Thor. talar um vetrarélin, þá Iætur hann þau »velt- ast« og »skríða«, (sbr. vísuorðin að ofan). — Og skáldið »veltíst í blóm- um«, sbr. kvæðið; »Úti’ á víða- vangi«. Annars eru allgóðar hend- ingar í því kvæði, svo sem eins og þessi vísupartur: »Yfir völl og voga veltur Ijóssins alda, vorið brýst til valda« o. s. frv.— Það er eitthvaö viðkunnanlegra, að »Ijóssins alda« velti yfir völl og voga, heldur en að horfa á skáldið sjálft veltast um blómgróna brekku. Þegar eg nú hér á eftir minnist lítið eitt á einstök kvæði, þá gríp eg í þau af handahófi, en fylgi ekki neinni röð. Fyrst opnast fyrir mér : »Ágúst- nótt í Reykjavík*. Það kvæði er allmikið að vöxlum, tekur yfir meira en tvær opnur, en innihaldið er ekki að því skapi mikið eða merki- legt. — Ekki verður þó komisí hjá því, að taka hér sýnishorn af þessu einkennilega kvæði. Byrjunin er svona: »Líkt og sveinn til svanna lítur, sem að æskufríðleiks nýtur, Snæfellsjökull hvirfilhvítur hvessir augu á Reykjavík, sumarkvöldin sólskinsrík. Tindrar í hans augnaráði oftsinnis á mar og láði kend, sem okkar ást er lík«. Skáldið gerir Snæfellsjökul aö elsk- un. Það sér í sínum eigin beim- kynnum : »Vofa yfir næsta dag — víxlaföll og vaxta-jag« o. s. frv. Svo rekur hver undrasýnin aðra: »Forvítnin, sem flesta hendir, fram í holtið augum bendir: illa tamdar ástakendir ólmast þarna bak við stein. Stúlku þar eg sé og svein. Heldur stjakar hér — að vonum — hæverskunni úr atlotonum skipun holdsins hrein og bein. — Oftar víst en einu sinni, eftir lítil gatnakynni, mætast hér í holtum inni hálar fýsnir vífs og manns, einkanlega eftir dans« o. s. frv. Vitanlega er þetta víst hugmynd (fantasi), en ekki raunsjón hjá skáld- inu. En einkennilega grípur þetta um sig í huga hans, og »veltur« svo fram í rími. Skylt er Iesendunum að taka til- lit til þess, að skáldið er hér að leitast við að »bletta« siðferðis- mannorð Reykvíkinga, og þá eink- um unga kvenfólksins. — Slíkar skáldsýnir sem þessar eru eigi mjög stórfenglegar, og líkjast litt hugsjón- um stór-andanna, svo sem Bjarna Thorarensens cða hans Iíka. — Eg skal svo eigi verða orðfleiri um þetta kvæði, en að eins bæta því 0 á ýmsum muniim úr dánarMi JóL Jólianues- sonar kaupm. lieldur enuþá áfram í dag (laugardag) ÍG.T.HÚSINU o$ o^ \ e. huga Reykjavíkur, og hann (jök- ullinn) h v e s s i r augu á Reykja- vík. En í þessu hvassa augnaráði »tindrar« þó »kend, sem okkar ást er iík«. — Mér hefir alt af fundist, að augna- ráð þeirrar veru, sem Iítur clskhuga sinn eða unnustu, hljóti allajafna að vera d r a u m 1 j ú f t og b I í 11, en ekki h v a s t. — Jökuliinn heldur nú áfram að elska Reykjavík, og kemst svo 'angt, að hann biður hennar: »Vilíu enki verða mín ? Bíð eg þín með opnum armi« o.s.frv. Það mundi nú mörgum þykja hæp- ið, að segja »opnum armi« í stað- inn fyrir opna arma (fteirt.). — Skáldiö heldur þó víst ekki, að það sé sama þýðing í orðinu a r m u r og faðmur? — Nei, það gelur ekki verið. Skáldið lætur nú Reykjavík vera trega til ásta víð Snæfellsjökul, en jökullinn getur samt ekki látið linna þessu glóðheita! ástamáli. Þar á meðal segir hann: »Yfir flóann oft eg gái1) eftir hinu þráða »jái«« o. s. frv. Þegar hér er komið kvæðinu hólm- ast það í sundur, og ýmsa miður fagra útúrdúra ber fyrir skáldaug- 1) Leturbr. gerð af mér. kaupir ennþá velverkaðar sauðargærur fyrir kr 1.40 pr kíló og góða haustull fyrir kr 2,30 pr kíló við, að eg tel það eitt með lök- ustu kvæðum í »Snæljósutm. — »Kamburinn« nefníst eitt kvæðið. Það hefði miklu fremur átt að heita 1 ú s a k v æ ð i, þar sem þaö er alt — að undanteknum smá-aukaatrið- um — um Iýs frá upphafi til enda. Eg ætti máske að gefa lesendum Vísis svolítinn smekk af byrjun kvæðisins: »Hún var ekkert smáræði mannúö þess manns, það miklar hans lofstír og prís, að sjálfráöar lifðu á höfðinu hans hundrað og þrjátíu lýs«. — Skárri er það nú lúsaleitin, sem skáldið hefir lagt af stað í. Það er engu líkara en aö þaö væri þerna að i telja kvíaærnar sínar. — Eg ætla nú ekki að reita meira upp úr þess- um óplægða akri skáldsins, heldur snúa mér að aldinunum og hveit- inu. — Eins og áður hefir verið sagt eru til allgóð kvæði í »Snæljósum«. Má þar á meðal nefna »Vetrarhim- inn«, sem er fyrsta kvæðið í bók- inni og jafnframt eitt hið fegursta, sem þar er að finna. Kvæðið hefst með þessu mjög svo laglega erindi: »Sál minni lyftir og sál mína betrar sjái eg bros þín um skammdegið grátt, einasta sameignin sumars og vetrar, sóibjarmans vagga, þú heiðloftið blátt*. »Trékyllisheiði« er fremur skáld- legt kvæði, einkum 3 erindin fyrstu. Þriðja erindið hljóðar svo : GUÐM. ÓLAFSSON yfirdómslögmaður. Miðslræti 8. Sími 4 88. Heima kl. 6—8. ÓLAFUR LÁRUSSON yfirdómslögm. Posthústr. 19. Sími 215. Venjulega heimakl. 12— 2 og 4—51/,. A. V. TULINIUS Miðstræti 6. Talsími 254. Eldsvoðaábyrgð hvergi ódýrari. Sæábyrgðarfél. Kgl. oktr. Skrifstofutími 10—11 og 12 — 1 Btami P. Johnson yfirdómsiögmaður, Sími 263. Lækjargötu 6A. Heima 12 — 1 og 4—5. Bogi B ynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstiæti 6 (uppi). Venjul heima kl. 12-1 og 4-6 S'ðd. Talsfml 250. -i- > —rc—r—$ ,w=ð) Skrl' jl Eimsklpafje i Landsbanl Ju Odíh kl. 5—7 Skrlfstofa msklpafjelags íslands, ip, Landsbankanum. uppi Opin kl. 5—7. Talsimi 409. NYJA VERSLUNIN — Hverfisgötu 34, áður 4 D •— Flestalt (yst og inst) til kven- fatnaðar og barna og margt fleira. GÓÐAR VÖRUR. ÓDÝRAR VÖRUR. Kjólasaumastofa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.