Vísir - 12.12.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 12.12.1914, Blaðsíða 3
VISIR »Og einverunnar beygur svo hafís kaldri hönd minn huga snart á þessum dimma vegi; mér fanst, sem sjálfur dauðinn sér dýíði í mína önd, og dragi gang af völtu lífsins fleyi, Því vængjum minnar gleði var varpað þar í bönd, og vonir mínar brostu þarna eigi«. »Vakir nokkur< er eitt af tilþrifa- meiri kvæðum í bókinni. Meðal annars kemst skáldið þar svo að orði um trúarbragðafjöldann : »Því hundruð trúnna hnattarbúar reyna, og hrein og trygg er hver á sínum stað. Já, hver ein trúin sögð hin eina, eina, sem aldrei skeiki, — Hvernig ræt- ist það?c Og svo er framhaldið : »En haldið fast á hjartans vonar- auði, með helju fyrir Iífsins sumarmál* °. s- frv. — Þetta er fallega fram sett. — — »Sumar á Síðu« á að vera kröft- ug náttúrulýsing, sem í reyndinni er þó fremur bragðdauf hjá skáld- inu. — Það er t. d. ekki mikill frumleiki eða þróttur í þessum hriurn : »H:ð efra liggur geimur grænna heiöa; í gróðursæld þar una hjarðir lengi. En neðra slétt og umfangsmikil engi uin allar jarðir loðinn faðminn breiða«. Er það eigi hálf óviðkunnanlegt, að tala um I o ð i n n faðm ? Minna mætti hér á allmörg frem- ur lagleg kvæði, þó ekki sé rúm til að birta neitt úr þeim hér. Þessi kvæði eru : »Hrygðarsjón«, »Hann stal«, »Hjá gálganum«, »Fækkum hlekkjum, en fjölgum ekki«, »Tóan svanga* og ef til vill nokkur fleiri. Rímið á kvæðum Jak. Thor. er víðast hvar óþvingað og kveðand- in lipur; að þessu leyti stendur hann eigi mikið að baki sumum góðskáldum vorum. En kvæði hans eru yfirleitt þur, og svala þess vegna lítt þorsta ljóðþyrstrar sálar. Yersl. JjDIITBOEfi’. H VERGI BETRI KAUP TIL JÓLANNA. IO°( AFSLÁTTUR Á 10 ALLRI VEFIAÐAE- JAM- 0& GLERYðEU FRÁ 15. DES. TIL J Ó L A. MARGT FALLEGT OG NÝTT KOMIÐ MEÐ s/s »BOTNÍU«. VERSL. ,E D I N B O R G’. — Ekki verður heldur séð af »Snæ- ljósum*, að höf. þeirra ryðji nýjar brautir með skáldskap sínum. — Vcgna þess, hve míkið lof hefir verið borið á þennan höf., væri á- stæða til að ætla, að hann fylti upp skarð einhvers hinna eldri eða burtförnu þjóðskálda vorra. En frá mínu sjónarmiði gerir hann það bókstafiega ekki. — Hann á hvergi til lipurö eða viðkvæmni Jónasar eða Steingríms, ekki báfleygi Bjarna eða Matthíasar. Ekki hugmynda- gnótt Gröndals eða kraft Gríms, og því síst ljóðsnild Þorsteins Erlings- sonar. — — Höf. »Snæljósa« verður að Ieika Ijóðhörpu sína mýkri mundum, — slá oftar á næmustu og viðkvæm- ustu strengina, ef ljóð hans eiga að finna leið til hjartnanna, eða ef hann á að geta erft sæti einhvers þeirra ljóðkonunga, sem eg áður hefi nefnt. En það er í raun og veru óþarft, að vera að gera neinar áætlanir um skáld-framþróun þessa höf. — Mig grunar, að hann muni aldrei kom- ast í tölu þjóðskáldanna, því til þess virðist hann skorta ekki e i 11 heldur a 11. — í nóv. 1914. P. P. * (STENOGRAFI) — H H.T, Sloan-Duployan- kennir lielgi Tómasson, Hverfis- götu46. Talsími 177, heima 6-7e.m. Bæði kend „Konior“- & „De- bat“ Stenografi. OG BEST HJÁ 3es Xvmsew Versl. »Hlíf« (Grettisg. 26 seluraðeins vandaðar vörur. Verðið er sanngjarnt. D. C. M. rjóminn nr. 1, kominn aftur. Oerlarannsóknarstofa Gísla Guðmundssonar Lækjargötu 14 B (uppi á loftl) er Venjulega opin 11—-3 virkadaga. Lj ósmy ndastof a 7 Carls Olafssonar Laugaveg 46 Talsími 291 stæktéár. ljósmyndir í öllum stærðum. Verðið er sanngjarnt. Vinna og verkefni hið vandaðasta^ A v a 11 kærkomin jólagjöf. Ejötfars Fiskifars er nú til sölu daglega í Niðursuðuverksmiðjunni Norðurstíg 4. Eallegi livlti púkinn. Eftir Guy Boothby. Frh. »Nú sést víst til póstskipsins. Hafið þér gefið skipanir yðar mönn- unuin. sem á því eru? Haldið þér að þeir skilji til fullnustu hvaða verk bíður þeirra?* »FylIilega«, svaraði hann, »eg hefi sjálfur búið þá undir. Þér megið vera vissir um að þeir gera engin axarsköft. Mateson er fyrir þeim, og hann hefir aidrei brugð- ist hingað til.c »Undir hvaða yfirskyni ferðast þeir?« »Mateson er á trúboðsferð til Shanghai, Calderman er ferðamað- ur á Ieið til Nagasaki, Burns te- kaupmaður á )eið til Tu-chou, Al- derney blaðfréttasnati á leið til Austurlanda, Braham er amerískur ^ylnueigandi á heimleið gegnum ^okohama og San Francisco, Bal- der er indverskur borgari, sem feng- ið liefir leyfi til að ferðast til Japan«. »Það er gott, og skipanirnar?« »Verða framkvæmdar nákvæm- Ifga. Þegar þeir nálgast lystiskipið og hafa komið auga á neyðar- flaggið hjá okkur, þá eiga þeir Mateson og Balder að fara upp á stjórnpallinn, ógna verðinum með skammbyssum sínum og skipstjór- anum sömuleiðis, ef hann er þar. Síðan neyða þeir hann til að stöðva skipið. Burns tekur sér stöðu við uppgönguna á fyrsta farrými, en Alderney á öðru farrými. Calder- man verður við dyrnar á vélarúm- inu og Braham við uppgönguna fram á. Þá skjótum við báti og sækjum manmnn.c »Það er gott, Mr. Walworth. Þér hafið komið þessu ágætlega vel fyrir og eg er yður mjög þakk- Iát«. Ánægjuroða brá fyrir á andliti mannsins, sem annars var venjulega fölt. Hann svaraði engu, en hneigði sig aðeins og fór upp á þilfar. Aiie sneri sér þá að mér. »Dr. de Normanvillec, mælti hún. »Eg hefi ekki þakkað yður ennþá hjálp yðar í þessu seinasta ævin- týri voru. Eg efast um að mér hefði verið unt að koma því svo heppilega í kring, ef yðar hefði ekki notið við.« »Þér skuluð ekki vera að þakka mér«, svaraði eg. Þér getið því nærri, að eg myndi aldrei hafa lát- ið þorparann svíkja yður. Þér vitið, Alie, hversu mjög eg —, en um þetta hefi eg gefið yður loforð, svo að eg má ekki segjs það sem mig langar til.c »Ekki ennþá«, sagði hún blíð- lega. »Einhvern tíma kemur að því, að þér megið segja það svo oft sem þér viljið. En þangað til verð- um við að starfa. Viljið þér koma upp á þilfar, eða viljið þér heldur vera kyr hér niðri ?« »Eg vildi gjarna koma upp með yður«, svaraði eg, og gengum við svo saman upp stigann. En sú breyting, þegar við komum upp! Eg glápti, og gat varla trúað mín- um eigin augum. Fyrir einni klukku- stund höfðu gnæft þarna tvö ljóm- andi falleg siglutré með öllum reiða, en nú hékk þar hrafl af bjálka- brotum og kaðlaflækjum. Fyrir fram- an framsiglu var skjólboröið alt brotið niður bakborðs megiu, eða virtist vera það, og hékk þar út af borðstokknum annað sýnishornið af brotnum reiða. Þrátt fyrir hið við- feldna sóltjaid á afturþiljunum og R. C. Y. S. merkið á rárendanum, leit Reikistjarnan út eins og full- komið flak. En það var mér ráð- gáta, hvað alt þetta ætti að þýða. Þess var nú samt sem áður ekki mjög langt að bíða, að eg yrði þess vísari. Alie hafði gengiö aftur á og hallaði sér nú upp að borðstokkn- um á bakborða og virti fyrir sér í sjónauka stórt eimskip, sem óðum hækkaði, yst við sjóndeildarhring- inn. Eg reikaði í áttina þangað mátulega snemma til þess, að eg heyrði hana segja við Waiworth og yfirmanninn, sem á verði var, er báðir horfðu á skipið: »Það stefnir beint til okkar. Drag- ið upp enska flaggið í hálfa stöng, Mr. Patterson, og þegar þér hald- ið að það sé komið nógu nærri. þá sýnið þér enn brýnni merki um það, að við þurfum hjálp.c

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.