Vísir - 15.12.1914, Síða 2
V I S I R
Annaðhvort -- eða.
(Þytt úr »Köbenhavn«).
Hið dansk-íslenska fánamál og
hið íslenska stjórnarskrármál nálg- j
ast nú sín fullnaðarúrslit. Samt sem
áður rfkir í dönskum blöðum — i
að undanskildu blaði því er ég hefi
þann heiður að rita í — dauða- !
þögn um þetta mál. Það er engu
líkara, en að ísland væri óviökom-
andi, hættulegt stórveldi, sem jafn-
litlu ríku og Danmörk riði lífið á
að reita ekki til reiði.
Þannig er það ekki á íslandi.
Þar bera menn auðsjáanlega ekki
hina sömu virðingu fyrir hinu danska
ríkisvaldi, enda getur maður ekki
tekiö fast á íslendingum fyrir það,
eftir undanhald hinnar dönsku stjórn-
ar í því máli. Þar ræða menn með
óþolinmæði um, hvort konungur
muni hlýðnast hinum íslenska þjóð-
arvilja, eða það, hvort búast skuli
til framhaldandi baráttu fyrir sjálf-
stæði íslands.
Hljóðið í íslenskum blöðum er
ýmist ógnandi, eins og t. d. hjá
Bjarna Jónssyni frá Vogi, er ritar í
»ísafold«, 31. okt. Hann ógnar þar
með ráðherraverkfalli — samtökum
um að taka ekki við ráðherrastarf-
inu, — ef íslendingar fái ekki að
öllu vilja sínum framgengt. Aftur
á móti er það ekki eins hávært í
ritstjórnargrein í »ísafold« sama
dag, er segir,, að íslendingar kjósi
heldur að stjórnarskrárfrumvarpinu
sé algerlega neitað staðfestingar.
Það er því heldur ekki óskiftur
áhugi fyrir þessu frumvarpi —, en
að því sé slegið föstu með kon-
ungsúrskurði, að framburður ís-
lenskra sérmála í hinu danska rík-
isráði skuli ekki lengur vera islenskt
sérmál. Um órjúfanlega hollustu
við Danmörk undir öllum kring-
umstæðum, ef alþingi fái vilja sinn,
heyrist nú ekki framar talað um,
enda mundu þau orð ekki hljóma
eins vel og áður, eftir að besti mað-
ur íslensku fánanefndarinnar, hinn
konungkjörni alþingismaður Guðm.
Björnsson, hefir opinberlega látið í
Ijósi, að nýi fáninn íslenski eigi
einmitt undir þeim atvikum, að
Danmörk lendi í alheimsstyrjöld-
inni, að notast til fullnaðarskilnað-
ar íslands frá Danmörku.
Það ber að viðurkenna að af-
staöa »ísafoldar« er mjög skynsam-
leg, er hún vill heldur að stjórnar-
skrárfrumvarpinu sé algerlega syn-
jað staöfestingar, en að það sé stað- j
fest meö konungsúrskurði með fyr- !
irvara af hálfu konungs eða hinn-
ar dönsku stjórnar. Þetta má einn- |
ig frá dönsku sjónarmiði skoða í
sem hina bestu afstöðu, enda hefir
það verið grundvallarafstaða mín. !
Þeir menn mundu teljandi, bæði |
í Danmörk og íslandi, er skilið ;
gætu í því, að konungur staðfesti,
stjórnarskrárfrumvarpið með þeim
fyrirvara, er alþingi fyrirfram hefir
ótvírætt látiö í ljósi, að það muni
ekki virða.
Aftur á móli skjátlast »ísafold«
er hún Jeitast við að sýna fram á,
að aðeins geti verið hætta með að
stjórnarskrárfrumvarpið fái ekki fram-
gang, en um fánann sé öðru máli
Aiklieðið ’
MARGEFTIRSPURÐA KOMIÐ AFTUR.
ENNFREMUR MARGAR TEGUNDIR AF
Dömuklæði
Jjónsson.
SSRammlista
korn með s/s Bolnia og eljast með
mjög lágu verði til Jóla
Verksmiðjan
Laufásveg . .
9
Gerlarannsóknarstofa
Gísla Guðmundssonar
Pálmasmjör
besta smjörlíki bæjarins fæst í
»Hlíf«
(Grettisgötu 26).
G-ardínutau
margar tegundir
kom nú með s/s Botnia
Lækjargötu 14 B (uppi á lofti) er
Venjulega opin 11 —3 virka daga.
Sturla Jónsson
Alfatnaðir. Einnig
Sérstakir jakkar - buxur °svesti
MÖRG HUNDRUÐ ÚR AÐ VELJA.
VERÐA SELDIR MEÐ ÓVANALEGA
LÁGU VERDI TIL JÓLA. :: :: ::
SturJa |ónsson
Skrifið þetta bak við
eyrað:
«Botnía* hefir fært okkur talsvert af vörum, hið helsta skal nefnt:
JÓLAHVEITI, HAFRAMJÖL, GRJÓN, HÆNSNABYGG,
BANKABYGG, MARGARÍNE, PLÖNTUFEITI, KAFFI o. fl.
KEXI og KAFFIBRAUÐ, 10 teg.
RtJÓL, RULLA, VINDLAR.
CHOCOLADE margar tegundir.
ÁTSÚKKULADE, BRJÓSTSYKUR, LUKKUPOKAR, VÍK-
ING-MJÓLK í V, og V2 dósum.
EPLI, VÍNBER og APPELSÍNUR.
Allskonar KRYDD, þar á meðal GERDUFTIÐ fræga.
Reynið jólahveitið »VÍKING»’
SKELJAKASSARNIR eru komnir, tryggið ykkur
þá fallegustu í tíma.
V É R vonumst til að geta gert viðskiftavini vora á n æ g ð a
um jólin nú, eins og að undanförnu.
JóL Ög'm. Oddsson,
Laugaveg 63. Sími 339.
að gegna. Blaðinu og íslending-
um í heild ætti að skiljast það, að
þau tvö mál hljóta að sæta sömu
forlögum, og að þeir skoða í raun
og veru fánamálið sem mest um
vert, bæði frá þjóðernis og póli-
tisku sjónarmiði, sérsfaklega þö ut-
anríkis-stiórnfrœðislega. Hvað Dön-
um og íslendingum ber á milli í
stjórnarlögunum munu fæstir skilja.
Hvernig þeir herrarnir Zahle og
Hafstein hafa getað tvinnað saman
spurningum um afskifti ríkisráðsins
í hártogunardeilu um það, hvort
konungsúrskurði verði breytt með
nýjum konungsúrskurði eða ekki,
mun flestum menskum mönnum
um megn að gera almenningi skilj-
anlegt. En hvað það hafi að þýða,
að danski fáninn sé dreginn niður
á íslandi og á öllum íslenskum
skipum, skilur hvert barn bæði í
Danmörk — að Fœreyjum með-
töldum — og á fslandi. Það munu
einkum útlöndin, er láta sig það
skifta, alt of vel skilja.
Danska stjómin stendur því í
raun og veru nú við takmörkin:
annaðhvort — eða. Annaðhvort
helst danski fáninn framvegis á ís-
landi og þá sérstaklega á íslenskum
skipum, og þá leiðir það af sjálfu
sér, að sérmál íslands, vegna stöðu
þess sem hluta hins danska ríkis,
verða að berast upp fyrir konungi
í danska ríkisráðinu. Eða þá að
danski fáninn verður afnuminn á
fslandi með sérstökum íslenskum
lagaþætti, þvert ofan í lögin frá 2.
jan. 1871 um stjórnarfarslega stöðu
íslands í ríkinu, sem auðvitað við-
urkenna ekki fánann einingarmerki
ríkisins út á við, sem íslensk sér-
mál. Þá mundi Guðm. Björnsson
helsti forvígismaður fánamálsins ís-
lenska, að undanskildum hinum
ákveöna skilnaðarmanni Bjarna Jóns-
syni, hafa rétt að mæla, er hann
í hinni miklu ræðu sinni á þing-
inu, taldi fánamálið íslenskt utan-
ríkismdl, sem ekki kæmi Danmörk
við. Þá hafa menn slegið stryki
yfir lögin frá 2. jan. 1871 og grund
vallarlögin er þau lög byggjast á.
Til hvers væri þá að vera að halda
dauðahaldi í það frá danskri hliö
að islensk sérmál skuli samt sem
áður framvegis berast upp í hinu
danska ríkisráði, er ísland væri af
Danmörk viðurkent sem land, er
að engu leiti væri háð grundvallar-
lögum hins danska ríkis, og notaði
ekki le-igur hinn danska fána? Hver
mundi þá skilja framhaldandi til
gangslausar flækjur og stríð um
vafasamar stjórnmálaskýringai, sem
íslendingar mundu þó altaf hafa
yfirhöndina í, — eftir að hinn
danski fáni væri afnuminn á íslandl.
Því fáninn er þó það síðasta, sem
ein þjóð fórnar Þegar fáninn er
dreginn niöur, verður ekki lengur
barist.
Vorir íslensku landsmenn — því
enn þá eru þeir þó landsmenn vor-
ir — hljóta því að skilja það, að
fánamálið og stjórnarskrármálið verð-
ur ekki á þessum tíma aðskiiið.
Það gildir því um hvorntveggja
skýrt og ákveðið;
Annaðhvort — eða.
Knud Berlin.