Vísir - 09.01.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 09.01.1915, Blaðsíða 4
v U I K Bæjarf rétti r , Frh. frá 1. síöu. Steinkudys er verið að grafa upp í dag eftir fyrirlagi Matthíasar fornmenjavarð- ar, par eð tekið hafði verið mikið af grjóti bæði ofan af og utan úr dysinni. Eins og kunnugt er var Steinunn frá Sjöundá dysjuð þarna árið 1805. Hún hafði verið dæmd til dauöa fyrir það, að hafa ráðið bónda, sem einnig bjó á Sjöundá og Bjarni hét, tii að drepa bæði mann hennar, Jón, og konu Bjarna, Guðrúnu. Vísir cyrjar á morgun á þætti um þessi frægu glæpamál, Sjöundármálin, eftirbestu heimildum. Leiðrétting. f kvæðinu »Rökkvaði óðum að aftni* í Vísi 7. þ. m. stendur: >AIIar bylgjur*, á að vera »Illar bylgjur*. ííýárskveðja keisarans. Á nýársdag sendi Vilhjálmur keisari her sínum og flota kveðju guðs og sína svo hljóðandi: »Eftir þungan og strangan bar- daga í fimm langa mánuði tekur við nýtt ár. Ágætir sigrar hafa unn- ist og árangurinn er mikill. Þýski herinn er nálega hvervetna staddur í Iandi óvinanna, og ítrekaðar til- raunir mótherja vorra til þess, að vaða inn á þýska grund með her- sveitir sínar, hafa mistekist. Skip mín unnið sér hina tr.estu frægð á öllutn höfum, og skips- hafnirnar hafa sýnt það, að þ æ r kunni ekki einungii að vega til sigurs, heldur að þcr kunna og að deyja svo sem hetjum sæmir, er þær mæta ofurefli. Að baki landhersins og fiotans stendur öll þýska þjóðin með dæma- lausri samúð, reiðubúin til þess, að fórna hjartablóði sínu fyrir hinn heilaga heimilisarinn, sem vér erum að verja gegn hinum svívirðilegu árásum. Margt hefir við borið á Iiðnaár- inu, en ennþá höldum vér óvinum vorum fastlega í skefjum. Sífelt spretta upp nýjar og nýjar sveitir gegn her vorum og vorra tryggu bandamanna, en vér hræðumst eigi fjölda þeirra. Þótt tímarnir kunni að verða al- varlegir og hlutverk það, sem fyrir oss liggur, örðugt, gétum vér litið fram í tímann með hinu öruggasta trúnaðartrausti. Næst guðs vísdóms- fullu handleiðslu treysti eg hinni óviðjafnanlegu hreysti hersins og flotans og veit, að eg og öll þýska þjóðin erum eitt. Látum oss því ótrauða heilsa nýja árinu í von um ný stórvirki og nýja sigra fyrir vort elskaða föðurlandc. Líkkistur lfkkistuskraut og líkklæði mest úrva) hjá EYV. ÁRNASYNI Laufásveg 2. Ekkert biað gefur nýjum kaupendum eins góðar kaupbæt- ru sem Vísir. Samverjinn. Hér'með Ieyfum vér oss í nafni umdæmisstúkunnar nr. 1 í Rvík að tilkynna, að vér ætlum að byrja úthlutun á matgjöfum föstudag- inn 15. þ. m. á sama stað og með líku sniði og áður. Flestum kom saman um að starf Samverjans væri gott og nauðsynlegt sem best kom í ljós ' f því að bæjarbúar veittu oss, alveg óvönum slíku starfi, svo ágætt liðsinni að oss skorti aldrei efni til að veita þeim, sem leit- uðu til vor meðan Samverjinn starfaði. Vér leyfum oss því að ieita aft- urá náðir velmegandi bæjarbúa um hjálp og framlög, svo að fyrir- tæki þetta geti heppnast, eins og í fyrra, og vér fulltreystum því, að oss verði sýnt sama traust og þá, og þar sem þörf fátœkra mun því miður vera meiri og almennari en í fyrra, væri ósk- andi að styrktarmönnum vorum fjölgaði. Söfnun gjafanna verður eins og í fyrra. Æskilegast er að þeim sé komið til einhvers okkar undirritaðra, en vörum þó sér- staklega vörum í G.-T.-húsið til ráðskonu Samverjans, Maríu Pét- ursdóttir, sem verður þar jafnan meðan Samverjinn er opinn — frá kl. 11 árd. til kl. 2 síðd., — en vitanlega getum vér látið sækja þær, ef þess er fremur óskað. Ennfremur treystum vér því að ritstjórar blaðanna, sem flytja þessa grein, geri svo vel að taka á móti gjöfum eða gjafaloforðum til Samverjans og flytja kvittun fyrir gjafir eins og í fyrra. Húsnæði fær Samverjinn ókeyp- is eins og áður í G.-T.-húsinu, og vér væntum að félagssystur vorar og aðrar bæjarstúlkur, sem mega vera að því, hjálpi til með framreiðsluna eins og áður. Vegna þess að matreiðslan er svo mikil en eldhúsiðjítið, verð- ur að jafnaði ekki afgreiddur mat- ur til ílutnings út um bæinn. Efnaiitlir menn, sem kunna ekki við að láta gefa sér að borða, geta fengið miðdegismat þegar tíminn leyfir fyrir 25 aura. Stuðningsmenn starfsins og engu síður þeir sem eitthvað hafa við það að athuga, eru vel- komnið að líta inn til Samverjans þegar hann er að störfnm, skoða gestabókina, kynna sér starfið og hverjum hjálpin er veitt. Reykjavík þ. 7. jan. 1915. Sigurbjörn Á. Gislason form. | Páll Jónsson ritari. í‘_í Fl°si Sigurðsson I gjaldkeri. 1 FRÁ SassVól zx Ef þið vlljlð fá góðar og ódýrar vörur þá komið á Hverflsg. 50 Þar fæst t. d.: reyktur lax kæfa norðl. sauðatólg margarine viking-mjólk sultutau abrikoser perur epli appelsfnur kex, marg. teg. sykur kaffi haframél hrfsgrjón hveiti sakogrjón kartöfiumél rúsfnur kókó o, m. ffl. sápa sódi Ennfremur steinol ía hvergi betri né ódýrari í bænum. Stumpasirs 1,50 pr^kg. Þórður Jónsson fyrrum hreppstjóri á Brekku ( Norðurárdal. andaðist að heimili sínu 5. þ.m.;var þarhjá fóstursyni sínum. Þórður var fæddur 27. júní 1832. Var hann tvfkvæntur. Þótti hann mesti sómamaður, stoð sveitarinnar, gieðimaður mikill, gestrisinn og höfðingi heim að sækja. VI N N A Undirritaður keyrirösku fyr- ir lægstu borgun. — Sigurgeir Krist- jánsson, Hverfisg. 54. Sendisveinar fást óvalt í Söluturninum. Opinn kl. t—11. Sími 444. Á Bergstaðastræti 20 eru saumuð alskonar föt. É G undirrituð tek að mér að mér aö sauma morgunkjóla, telpu- kjóla og ef óskað er geri við föt. Þórunn Bjarnadóttir, Grettisgötu 31, uppi. HUSNÆÐI Stofa fæst til leigu fyrir dans- leika eða aðra skemtauir. Afgr.v.á. H e r b c r g i með húsgögnum fæst til leigu nú þegar. Afgr. v. á. KAUPSKAPUR þ> K o m i ð strax með brúkaðan karlmannafatnað á Bergstaðatsr. 20. Fljót og áreiðanleg viðskifti. Lítil ómakslaun. B e s t a skraatóbakið fæst i Sölu- turninum. Smakkið! Á g æ t u r ódýr saltfiskur og »príma« síld fæst á Bergstaðastr 20. skóatnaður hvergl ódýrari en á Hverfisg. 50. 10—40 % geflnn af öllum : Karl man nsfatnaði, Drengjafatuaði. Nærfatnaði. og öllum tilbúnum fatnaði. Gerlð svo vel og Ifflð inn í búðina á Hverfisg. 50, yður mun ekki yðra þess. Með virðingu Gruðm. Einarsson Trollarastigvél, götustíg- vél, borð, skápur, rúmstæði, ýmsar bækur og margt annað til sölu með afarlágu verði á Laugaveg 22,(steinh). ÁHverfisgötu i7 er eins og að undanförnu tekinn til útsölu gamall fatnaður, líka eru þar keyptir gamlir jakkafatnaðir. B e s t a neftóbakið fæst í Sölu- turninum. Reynið! ÁGÆTAR KART0FLUR OG EPLl FÁST Á NJÁLSG0TU 22 MEÐ TÆKIFÆRISVERÐI. JAPAÐ-..FUNDIÐ Undirritaður tekur að sér að hreinsa ogflytja burtu ösku fyrir lægra verð en aðrir. Ólafur Ólafsson, Bjarnaborg. ”“““m FÆÐI S j a I fundið. Vitjist á afgr. Vísis. T a p a s t hefir í laugunum 5.þ.m. bláköflótt sængurver. Skilist á Lind- argötu 16. Gullhringur sléttur með plötu merktri E., tapaðist um jólin. Skilist gegn fundarlaunum á afgr. Vísis. S v ö r t silkisvunta tapaðist í Nýja Bíó 3. þ. m. Skilist í Þingholtsstr. .18, niðri. F æ ð i fæst á Laugaveg 17.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.