Vísir - 09.02.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 09.02.1915, Blaðsíða 2
V í S I R Excelsior. Excelsior ! Eg er á leiðinni upp á kvistinn minn. Þreifandi myrkur, eg fálma mig áfram af gömlum vana. Það er gripið fyrir kverkar mér. Eg hefi aldrei sterkur verið og því síður áflogahundur, enda datt mér ekki í hug að veita viðnám. »Vægð!« hrópa eg, og reyni að komast áfram, en það var engin vægð né miskunn hjá Magnúsi. Alt í einu slitnar eitthvað og mér er síept. Skyrtum, brókum, nærskjól um og serkjum rignir r.iður fyrir fætur mér. Þvottasnúran á loftinu fyrir framan dyrnar hjá mér hafði skorist í sundur á barkakýlinu á mér. Eg kemst að hurðinni og opua. Kaldan gust leggur á móti mér. Eg er kominn heim til mín. Eg kveyki Ijós, fer úr frakka frá Anaeraen og f!eygi mér upp í dívanskrifii frá Jónatan, svo brakar í. »Þú hefir cinhvern tíma borið þyngra* (eg er lítill og pervisalegur), segi eg ön- ngur við dívaninn og var eins og 3. löppin ýskraði »já«. Eg fór að hugsa, því í kvöld ætlaöi eg að skrifa og verða heims- frægur maður. Excelsior! En sá andskotans kuldi. Eg upp af dívaninum hrtð- skjálfandi. Griðkan hefir þá gleymt að Ieggja í. Á boröinu liggur miði (pappír- inn frá Jóni Ólafssyni): »Ko'alaust«. Eg fer að efast um, að eg verði frægur fyrir kvöldið það í kvöld, tek á rás hringinn í kring um borðið með bæxiagangi og boðaföllum og elti skuggann minn, líkt og Echo forðum elti Narcissos, eða Kjartan rakari Helga í Brennu í kring um Austurvöll á kvöidin, er þeir kömu úr leikfimi frá Túlla. En mér hitn- ar ekki að heldur. Eg verð hræddur um, að »íde- urnar« kunni að frjósa úr mér, og fer að leita að föstu hugsunarsam- bandi. Excelsior! Hærri. Alt hækkar. Kol'n hækka, sólin hækk- ar og litli strákurinn, sem eg eign- aðist í fyrra með henni Gunnu á Laugaveginum, hækkar hjá mér skuldasúpuna um leið og hann hækkar sjálfur. Skítt með það! Eg ætlaði einu sinni að verða ritstjóri og fékk mér því sinn ár- ganginn af hverju, Morgunblaðinu og Vísi, til þess að læra ritháttinn, Blöðin lágu í bunka í ofnskotinu. Eg þríf handfylli mína af Morgun- biaðinu, treð því inn í ofninn, helli á brensluspíritus — leyfum mínum frá því í gær — og ber eldspítu að. Það lifnar ekki. Eg ríf blöð- in aftur út úr ofninum. »Það er engin von að lifni í Morgunblað- inu«, segi eg í vonsku, treð fjórð- ung af Vísi inn í ofninn og reyni að kveykja sem fyr. Það vill ekki loga. Eg verð hissa og gæti að hvað valdi. Jú, myndi ekki blaðið með blávatnsgreininni hans Péturs Pálssonar hafæ slæðst með inn í ofninn, Jæja. Það átti ekki fyrir mér að •iggja) aö kveykja upp í ofnskratt- anum og því síður að drepast úr kulda á einu kvistherbergi í Rvík, svo eg lét duga að bölva á þess- um 7 tungumálum, sem eg hefi lært, og þaut niður stigann. Tungl- ið var fult og óð f skýjum. Eg vafði að mér frakkanum, fékk mér skro og spýtti út um hægra kjaft- vikið eftir megni. Mér verður geng- j ið niður að Iðnó. Þar er verið að I leika Galdra-Loft. »Það er þó heilt þarna inni«, hugsa eg — og inn með hann, Funheitt og notalegt. Leikurinn er að byrja. Eg renni augunurn yfir áhorfendur. Hægra megin — upp við vegginn — höll- \ uðust hálfsprotnar ungmeyjar þessa bæjar, en vinstra megin stóðu nokkrir \ taðskeglingar og sendust þau ást- arörfum á þvert yfir salinn, yfir höfuð feöra sinna og mæðra — og yfir höfði Jóni — og lenti ein þeirra í appelsínu, sem Guðjón úr- ari var að láta upp í sig. Nú er tjaldið dregið upp. Leik urinn byrjar. Allir líta aö vísu við, en flestir eiga þó enn þá eitthvað óunnið fyrir sjálfa sig. Suinirhósta, aðrir ræskja sig, einn spýtir um tönn, noklcrir taka í nefið. Kven- fólkið skrælir appelsínur, sýgur þær í ákafa eða rjálar við bréfpoka, sem þær éta sætindi úr. Stilla, o, stilla. — Eg venst smám saman þessum klið og reyni að fylgjast með, því eg finn, að þjóð- söguandi leikritsins er sern óðast að koma yfir mig. Galdra-Loftur er nú kominn á klæðið og syngur : »Fljúgðu, fljúgðu klæði« elc. og eg er í 7. himni. Alt í einu rífur nýr hávaði mig upp úr þessum sæludoða. Hurðinni er hrundið upp og inn kemur, að því er mér virtist, lög- regluþjónn; líktist hann þessutn margeftirspurða milliliði á milli manns og apa. Stappaði hann nið- ur ca. 100 pd. þrúgum, eins og til að minna Galdra-Loft á, að halda sér á mottunni. Enda flaug hann skamt. Það hljóðnaði aftur. Eg kemst í »stemninguna« að nýju og vagga mér þar um hríð. Ekkí, hrekk upp á ný ! En það eru ekki illu andarnir hans G.-Lofts, heldur einhverjir uppi á lofti, sem ríða nú húsum. Stendur heima. Mér er sem eg heyri »óminn af Morgunroðanum á fslandi, sem aldrei gengur til við- ar« vera í eltingaleik við Svein há- vaða út af hálfnöguðum hangikjöts- legg. Eða var það kanske engill, sem féll — ofan stigann ? Eg týndi »stemningunni« og fann hana ekki alt kvöldið. Eg varð fullnr og hefi verið þaö síðan. Ef svo skyldi vilja til, að eg findi ræfilinn af »stemningunni« seinna, skal eg láta ykkur vita, En eg heiti afleitlega löngu nafni, þið fyrirgefið. Verið þið sæl. Nomina sunt odiosa. tec>sU\t\a frá J, Schannong. Umboð fyrir ísland : Gunhild Thorsteinsson, Reykjavík. Um veðrið e f t i r Jerome K Jerome. ---- Frh. Eg óska, að þessi kaleikur víki frá mér, en eg hræddur um, að það gaugi ekki vel. Mér líður hörmulega á hverjum degi þegar j for er, og það er eins og himnesk fróun fyrir mig, þegar eg get farið úr forinni í rúmið, burt frá öHu saman. Mér finst alt ganga öfugt í vondu veðri. Eg veit ekki hvern- ig á því stendur, en einhvern veg- in er það þannig, að mér finst vera fleira fólk á götunurn þegar rigning er, heldur en annars, fleiri hendur, fleiri barnavagnar, fleiri kerrur og fleiri vagnar heldur en nokkurntíma áöur, og alt þetta rakst miklu fremur á mig þá en ella; mér finstað allir séu afleitir — nema eg sjálfur — og þetta gerir mig alveg óðan. Svo finst mér líka, að eg beri miklu meira þegar rigning er, held- ; en þegar veðrið er gott. Og þeg- j ar eg hefi stóra tösku, þrjá aðra pinkla og dagblað í höndunum, j og svo fer alt í einu að rigna, þá | er mér ómögulegt að opna regn- ; hlífina mína. Þetta minnir mig á eina tegund af veðri, sem mér er meinilla við, og það er hið svokallaða aprílveð- ur, (það er kallað þetta af því, að það kemur aldrei fyr en í maí). Skáldunum finst það fjarska fallegt. Þeir líkja því við kvenfólkið, af því að það stendur aldrei á steini með það fimm mínútur í einu, og svo halda þeir að það hljóti þess vegria að vera ákaflega yndislegt. Mér fyrir mitt leyti finst ekkert í það varið. Slíkar leiftur-breytingar geta, min vegna, verið góðar hjá kvenfólkinu. Það er ekki vafi á því, að það er meira en lítið gam- an að fást við fólk, sen. hlær eina stundina aö engu og grenjar svo á næsta augnabliki út af því sama. Fólki sem fussar og sveiar, sem er öskureitt og ástúðlegt, sem er bæði í illu og góðu skapi, sem er nöldr- andi og þegjandi, sem er heitt og kalt, alt á einni mínútu. (Þiö mun- ið, að það er ekki eg, sem segi þetta, það eru skáldin, og við skul- um láta þá vita það). En veörið er sýnilega hálfu verra en hitt. Tár kvennanna gera mann þó tæp- lega rennandi blautan, en það gerir regnið. Varla fær maður kvef og hæsi af kulda konunnar, en í aust- an stormi er það daglegt brauð. j Eg get búið mig út í vont veður, ’ en þessi hálfvelgja af öllum teg- i undum geöjast mér ekki. Það erg- j ir mig, að sjá breiðan himininn rétt yfir hausunum á mér, þegar eg geng rennandi blautur eftir göt- unum, og það er í meira lagi ergi- legt, að sjá sólina þegar hún gæg- ist brosandi út undan skýjunum, ; eftir hellirigningu, og lýtur út eins j og hún vildi segja: »Þér eruð þó i ekki oröinn blautur, herra minn. 1 Eg er nú alveg steinhissa. Eg var bara að leika mér«. Þú hefir ekki tíma til að opna eða loka regnhlítinni þinni í ensk- um aprílmánuði, ekki síst, ef það er »automat« — regnhlífin, en ekki apríl, meina eg. Eg keypti einu sinni í aprfl »automat«-regnhlff, og fekk nóg af henni. Mig vantaði regnhlíf, og eg fór inn í búð f Hafnarstræti og sagði búðarmanninum það, og hann sagði: — Já herra minn; hvers konar regn- hlíf viljið þér helst? Eg sagðist vilja fá regnhlíf, sem væri vatnsheld og sæji um það sjálf, að hún væri ekki skilin eftir í járn- brautarvagni. »Reynið »antomat«, sagði búöar- maðurinn. »Hvað er »automat*?«, sagði eg. »Ó, það er afbragðs verkfæri«, sagði búðarþjónninn, og fyltist guð- móði. »Það opnast og lokast af sjálfu sér«. Eg keypti svo »automat«-regn- hlíf, og fann undir eins, að mað- urinn hafði sagt alveg satt. Hún opnaðist og lokaðist af sjálfsdáðum. Eg gat alls ekkert við það ráðið. Þegar fór að rigna, og þaö gerði það um þann tfma árs einu sinni á hverjum fimm mínútum, þá reyndi eg að opna vélina, en hún hreyfð- ist ekki, og þarna stóð eg og barð- ist um á hæl og hnakka, hristi bölvaöa regnhlífina, sór og bölvaði, en regnið streymdi í stórum gus- um úr loftinu. Þegar svo hætti að rigna, þá skall hún alt f einu opin með háum hvelli og harðneitaði að láta loka sér; og eg varö að gera svo vel og ganga með útþanda regnhlífina yfir mér, þótt sólin helti geislaflóði á jörðina, þá óskaði eg oft, að þaö færi að rigna aftur, svo að fólk áliti ekki að eg væri bandvitlaus. Þegar regnhlíiin lokaðist, þá gerði hún það svo skyndilega, að eg hafði engan tíma til að forða hatt- inum mfnum, og hún sló hann af mér. Frh, *UUt\ aj Ut\d\. i i Símskeyti. Svohljóðandi skeyti barstmanni hér í bænum, frá Eigilsstöðum, á sunnudaginn: Bændanámsskeiðsfundur á Eið- uti í gær, telur framkomu ráð- herra á ríkisráðsfundinum sam- kvæma fyrirvara alþingis; sam- þykt með 45 atkv. gegn 10. Fundurinn vill framgang og tel- ur upptöku ríkisráðsákvæðisins í frumvarpið ekki frágangssök, samþykt með 30 samhljóða at- kv. Fundurinn skorar á alþingi að aðhyllast eina fánagerð, helst þann þrílita; samþykkt með 40 atkv. gegn 4. Héraðsþingmenn 3, (Þórarinn, Björn og Jón á Hvaná) samþykkir öllum tiilögum. Mannorðsþjófurmn. Eiturspýir, illum hlýjar, æru rýir náungans, sora drýgir, sæmdum mýjar, sálir lýja störfin hans. M. G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.