Vísir - 24.02.1915, Blaðsíða 2
v I s l R
Svar íil hr. A. B.
Það er kunnugt, að blaðamenn
vilja gjarna eiga síðasta oröið, og
»art gerlegt fyrir þá, sem enthvað
hafa nytsamara að starfa, að eiga í
blaðadeilum við þann flokk mann-
kvnsins. nema brýna nauðsyn
Deri til.
Samt vil eg skjóta fáeinum orö-
um til ritstjóra Vísis út af athuga-
semdum hans í blaðinu í dag við
grein tnína, en hugga skal eg lcs-
endur Vísis með því, að það skulu
verða síðustu orð mín í þessu máli.
1. »Samtiden« var lánuð út af
salnum í þetta eina sinni,
er eg gat um í grein minni og
kom aftur eftir 3 eða 4 daga, svo
að ritstjórinn hlýtur að hafa leitað
illa eða sjaldan, hafi hann ekki
fundið hana í salnum, í hyllum
safnsins eða höndum lesenda. En
víst er um það, að eg get ekki af-
hent hr. A. B. hana né önnur
»Skandinavisk« tímarit »glæný úr
póstpokunum«, eins og harn kemst
að oröi, með því að eg fæ þau
öll frá bókaverslun ísafoldar. Auk !
þess kemur »Samtiden« af skiljan- |
legum ástæðum jafnaðarlega nokkru
seinna hingað til landsins en dönsku
tímaritin.
2. »Outlook« og »Das Echo*
hafa eigi — eins og fá má út úr
ónákværnum orðum t grein minni
— venjulega verið lánuð viku göm-
ul tveim gömlum stjórnarnefndar-
mönnum safnsins ; þau hafa oftlega
legið framini vikum og mánuðum
saman, áður en þeir hafa beðið um
þau og fengið þau. Og auðvitað
skila þeir þeim svo aftur til lestr-
arsalsvarðar, sem á að gera þeim
aðvart, ef dráttur verður á skilum.
Útlán þessi liafa beint orðið al-
mer.ningi að notum, þar sem ýms-
ar góðar og gagnlegar hugvekjur í
blöðum á íslenska tungn eru þeim
að þakka.
3. Tímaritin liggja einmitt missiri
frammi á Iestrarsalnum, eða jafnað-
arlega þar til þau eru irinbundin,
svo að athugasemd hr. A. B. um
það atriði er með öllu óþörf,
4. Eg hefi grun um, að hr. A.
B. sé eigi mjög tíður gestur á lestr-
arsalnum, þar sem hann hefir aldrei
séð læknatímaritin lesin þar. Hefði
hann snúið sér til þeirra prófessor-
anna, Quðmundar Magnússonar,
Guðmundar Hannessonar, Sæmund-
ar Bjarnhéðinssonar, héraðslæknis-
ins, Matthíasar læknis Einarssonar
o. fl. lækna, mundi hann hafa kom-
ist að raun urn, að einmitt þessi
tímarit eru meira og ræk'legar not-
uö á safninu en nokkur önnur.
Hjá þeim hefði hann einnig getað
fræöst um, hvort þeir hefðu orðið
fyrir vanskilum eða drælti af minni
hendi.
5. Öll þau tímarit, sem til safns-
ins koma, eru afgreidd frá mér sam-
dægurs beina leið inn á lestrarsal,
eða næsta dag, ef sending kemur
síðla dags og mikið berst að í einu
af bókabögglum og tfmarita; en
hins hefi eg orðið var, að safnið
fær stundum seinna ýms tímarit, en
einstakir menn, sem panta þau, og
mun það ýmist stafa af því, að
meiri afgreiðsla tekur Iengri tfma
og hins vegar af því. að skiftavin-
irnir erlendis vilja spara safninu
burðargjald sem mest, og draga
því uft smælkið saman í stærii
sendingar. Hefi eg skrifað þeim
fyrir nokkrum tíma og æskt þess,
að öll t í m a r i t yrðu send safn-
inu mánaðarlega.
Að loku.n skal eg geta þess, að
eg mun jafnt í þessu cfni sem öðra
haga mér eftir því, sem eg tel rétt-
! ast og sanngjarnast, en eigi eftir
fyrirskipun V'ísis eða annara blaða.
Og kæmi t. d. það slys fyrir hr. A,
B. að tótbrotna — sem vonandi
eigi veröur — mundi eg lána hcn-
um, ef hann óskaði, eitt hefti af
»Samtiden« eða oðtu því tímariti,
sem hjarta hans girntist, þótt eigi
hefði legið ftammi á lestrarsal
nema vikutíma.
Reykjavík 22. íebr. 1915.
Jón Jakobsson.
* * *
* * * * * *
Aths. Eg þarf ekki að ergja
herra landsbókavörðinn á því, að
feygja langt úr »síðasta orðinu*.
í þessu svari sínu er svo langt frá
því, að hann hafi haggað við því,
er hann haföi áður játað og sýndi
að eg hafði rétt fyrir mér í aðfinslu
minni, að hann flýtir sér jafnvel að
kannast við annað, sem eg vék að
í síðari grein minni, að safniö niætti
ekki svo búið vera láta, sem sé það,
að það fái sum u'maritin seinna en
einstakir menn. Það er gott, að
hann gengst við þessu, og enn þá
betra, að hann segist hafa ge t ráð-
stafanir til þess, að það verði lagað.
Það gleður mig og, að hann skuli
vera mér samdóma um það, hve
lengi tímaritin eigi að liggja frammi
á safninu, — bara að þau liggi
þar þá þann tíma.
Eg skal eKkert vefengja það, að
lestur þessara tveggja manna á rit-
unum hafi borið góðan ávöxt, en
engu aö síður væri það æskilegt,
að þeir læsu þau í safninu eins og
aðrir menn, sem ekki vilja eða geta
keypt þau sjálfir.
Það var síður en svo, að eg
drótlaði að satnstjórninni vanhirðu
á læknatímaritum. Eg tók þau ein-
mitt til dæmis um það, að sum
tímarit gætu þó verið með skilum
í safninu, og eg tók þau til vegna
þess, að mér þótti bera fullmikið á
þeim þar í samanburði við önnur
alþýðlegra efnis, svo miklu færri
sem þó hafa þeirra not. Síðan hefi
eg reyndar heyrt, að læknarnir borgi
þau að einhverju leyti sjálfir. Hitt
vona eg að landsbókavörður fyr'r-
gefi mér, þótt eg fari ekki að skifía
mér af því, hve mikið þeir lesa
þau. Má vera, aö það sé mikið,
en e g hefi ekki séð það.
Eg þakka herra landsbókaverðin-
um fyrir góðvættlegt og gamansamt
tilboð hans í endi greinarinnar, en
þótt eg legðist í rúmið af tómri
mannvonsku, vona eg þó, að eg
vilji honum aldrei svo ilt, að eg
fari að freista hans til þess, að ljá
mér handbækur eða tímarit af lestr-
arsalnum og baka honum þannig
réttláta reiði almennings.
Tyrkland og ófriðurinn
---- Nl.
5. Balkan.
Þaðan kom nú aö vísu íkveykjan
f þessum ófriði, eða svo var kall-
að aö minsta kosti. En þótt Serbar
og Svartfellingar berðust við Aust-
urríkismenn, þá var þó enginn
kominn til þess, að segja það, að
hinar aðrar þjóðir á Balkanskagan-
um flæktust inn í ófriðinn þar fyrir.
Þá fyrst, er Tyrkir skárust í hann,
rnögnuðust ófriðarhorfurnar á Balk-
anskaga að marki.
Um þau ríki, sem enn eru þar
hlutlaus, togast nú stórvelda-banda-
lögin á, eins og hrátt skinn, og veitir
ýmsum betur. Nú er að líta á það,
hvernig ástatt er um þau rfki,
Búlgaría gekk, eins og menn
muna, einna harðast fram gegn
Tyikjum í fyrri Balkan-styrjöldinni
um árið, enda hafði hún ætlað til
launa fyr.r það. Hún vildi fá Ma-
kedoniu með borgínni Saloniki og
jatnvel Þrakíu og Miklagarð. Þetta
»fór nú alt með dauða barninu*, f
síðari styrjöldinni, og kendu Búlg-
arar Rússum — vinum sínum, er
veriö höfðu — uin það, hve af-
skiftir þeir urðu af herfanginu.
Metir síðan verið fátt með þeim og
Rússum. Að vísu reyndu Rússar aö
hafa þá góða meö því, að útvega
þeim lán hjá Frökkum, en þá urðu
Þjóðverjar fljótari til, lánuðu Búlg-
uium hálfan miljarð og fengu i not-
um þess leyíi til þess, að leggja
járnbraut um landið alt til sjávar.
Er nú stjórn landsins mjög undir
á"irifum Þjóðverja, en hins vegar
er enn allmikill flokkur meðal þjóö-
annnar, se n heldur trygð við Rússa.
í kúmeníu er ástandið alveg öf-
ligt. Það Iand hafði ætið fylgt Aust-
urríki, en veriö móihverft Rúss-
landi, síðan í Tyrkjastríðinu 1878.
En er Auslurríki tók að efla Búl-
garíu gegn fjandþjóð sinni, Serbíu,
þá sneri Rúmenfa við blaðinu og
vingaðist við Rússa. Þóttu það stór-
tíðindi, er Czarinn ferðaðist þang-
að sjálfur, rétt áöur en ófriðurinn
rnikli hófst. Þá hafa Frakkar ogal-
veg ætlað að kæfa Rúmena með
blíðlátum. Þar í landi er því stjórn-
in þeim megin, en mikill flokkur
meðal þjóöarinnar man Rússum
fornan fjandskap.
Franian af ófriðinum var svo að
sjá, sem bæði pessi lönd myndu
taka höndum saman og nota sér
neyö oerbíu til þess að hafa út úr
henni allmikil landsvæði. Vildi
Seibía mikið til vinna, að Búigaría
yrði hlutlaus, og enn meira til þess,
ef hún vildi ganga í ófriðinn með
sér. En er Serbar fengu hjálparlið
frá bandamönnum sfnum og ráku
Austurríkismenn af höndum sér,
voru þeir ekki seinir á sér að taka
aftur allar þær ívilnanir, er þeir
hötðu haft við orð að veita Búl-
garíu, og urðu Búlgarar þá auð-
vitað fokvoudir. Þó hafa þeir ekki
hafst neitt verulegt að ennþá. Að
visu hafa nokkrir þingmenn þeirra
strokið til Miklagarðs í bræöi sinni,
en stjórnin hefir verið að þinga
við ftalíu um þessi mál.
Ítalía er sem sé að verða Balk-
an-stórveldi. Albanía, sem á að
heita eitt af sjálfstæðu ríkjunum á
skaganum, hefir öll verið í upp-
námi, og þar hefir Ítalía skorist í
leikinn, og stendur Grikkjum eink-
um stuggur af framfetði þeirra þar.
Þeir eru enn eitt hlutlausa ríkiö á
skaganum, og hafa s'g Iftt eða ekki
í frammi, enn sem komið er. Kepp-
ast nú allir viö að smjaöra fyrir
Ítalíu, ekki síst Rússar, og lofa þeim
UPPBOÐ
verður haldið í Lækjarhvammi
við Laugaveg á laugardaginn
27. þ. m. kl. 2 e. h.
Verða þar seldar 5 kýr, 2 til 3
hestar og nokkuð af töðu.
23. febr. 1915.
Bæjarfóg’etinn í Eeyiíjavík.
Vínber, Epli, Appelsínur,
Sítrónnr
—:c:— —:o:— komu nú með »STERLING« til —:o:— —:o:~
JES ZIMSEN.
A. B.