Vísir - 25.02.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 25.02.1915, Blaðsíða 2
V I ^IR Þrælaverslun. Eftir Þórólf Sigurðsson, Þegar rætt er um ánauð og kúg- un og myrkur-tímabil þjóðanna, er venjan sú, að v.tna til fyrri alda, er einveldið ríkti og þrælaverslun- in. Flestir líta svo á, að slíkt til heyri einungis liðna tímanum og telja, að við lifum á frelsis- og þingræðisöld. Enda verður það naumast rengt eftir yfirborðinu að dæma. En þegar nánar er krufið og athuguð kjör fjölmennustu stétta þjóðfélaganna, reyníst þetta gróflega falsld. Mikill hluti af verkamanna- lýð stórborganna á við verii kjör að búa og meira ranglæti, en títt var á einveldistímunum. Og ýkju- laust má segja, að ennþá sé versl- að með mennina eins og þræla til þcss að vernda sérréttindi — eða réttara sagt órétt — einstakra auð- manna og stétta, sem hafa verri af- leiðingar en keisaraeinveldi. Meiri hluti ráðandi manna meðal þjóðanna lokar augunum fyrir þessu og vill ekki skilja það. Vér íslendingar höfum minna haft af þessu að segja, sem betur fer. En í þess stað fengum vér að kenna á verslunareinokunin ,i og mörgu fl. Þeir atburðir, sem gerðust forð- um í Tyrkjaránsferðinni hingað til lands, geyma þó minningar þræla- verslunarinnar blóði skráðar um ald ur og æfi í sögu vorri. Þá voru fieiri tugir íslendinga brendir inni og skotnir, og 3—4 hundruð manns seldir í ánauð1). Til sönnunar því, sem eg sagði um kúgun og kvöl mannkynsins nú á tímum, vil eg benda á nokkur atriði úr þjóðlífi helstu menning- arþjóðarinnar, eigi eldri en frá síð- astliðnu ári. Fyrir skörnmu las eg greinar- korn í útlendu blaði um verslun- arsamning, sem tveir auðmenn höfðu gert með sér í Lundúnaboig síðastl. vor. Annar maðurinn var hertog- inn af Bedford, en hinn þingmað- ur úr neðri málstofunni í flokki afturhaldsmanna. Eru það talin ein- hver stærstu kaup, sem *prívat«- menn hafa gert sín á milli. Her- toginn seldi þingmanninum dálítinn lóðarskika í Lundúnaborg fyrir 180 milj, kr. Slík viðskifti má telja samboðin öðrum eins höfðingjum. En hvað var það svo í raun og veru, sem þessir heiðursmenn versl- uðu með ? Var það lóðin ein út af fyrir sig, eins og talið er? Nci, alls eigi! Grundvöllurinn einn hefði aldrei orðið seldur fyrir þetta verð — það voru einungis m e n n og mannréttindi. Blátt áfram 1) Ágætt yfirlit yfir þessa við- burði hafa menn nýskeð fengið í fyrirlestrarsal háskólans. En þar hefir áreiðanlega verið rýmra á á- heyrendabekkjunum, hel Jur en í Bíóleikhúsunum þau kvöldin ; gef- ur það ásamt mörgu öðru furðu merkilegar upplýsingar um þroska og mentunarþrá meiri hluta höf- uðstaðarbúa! sagt: hvítir menn, frjálsir(l), inn- fæddir Englendingar, komnir af hinum engil-saxneska kynþœtti, voru seldir við þessu verði. Ef þú skilur þetta eigi, lesari góður, skal það útskýrt nokkru nán- ar. Og taktu nú eftir! Vegna hvers viidi hinn auðugi þingmaður borga fyrir nokkra □ metra af landi þessa geysimiklu fjárupphæð (180 milj. króna) ? Skyldi hann ætla að plægja blett- inn og gera úr honum aldingarð, eða að byggja þar hús ? Fjarri fer því. Tilgangurinn var sá, að fá af- stöðu til þess, að taka framvegis í sinn vasa það 1 ó ð a r g j a I d , sem hertoginn hafði áður krafist af þeim mönnum, sem bjuggu á lóðinni. Það búa um 100,000 manns á þessari umræddu lóð. Þ e i r eiga að borga skattinn, r ú m 1 e g a renturnar af hinni áðurnefndu upp- hæð (180 milj.). Höfðingjarnir meta þrælana þessu verði, með það fyrir augum, að þeir strjúki ekki úr vistinni — þ. e. flytji eigi burt af lóðinni. Þá er hætt við, að lóð- in yrði eigi meira virði, en dálítill kartöflugarður, og hinn nýi eigandi grípi heldur í tdmt. En það eru engar líkur til, að þeir flytji burtu; hvert sem þeir færu, mundu þeir fyrir hitta jafnstrangan húsbónda og skattgírugan, Þess vegna halda þeir kyrru fyrir og greiða framvegis sínar álögur möglunarlaust. Fimm af hundraði af 180 milj. kr. eru 9 miljónir króna í ársrentu. Blessaður löggjafinn hefir því fram- vegis rétt til þess, að heimta 9 milj. króna í skatt á ári af þeim, sem á lóðinni búa — og auðvitað miklu meira, ef hann getur fengið það — án þess að gera nokkurn skapað- an hlut annan, en gefa kvittun fyrir peningunum. Hann skipar þeim að gera svo vel og koma með peningana, ann- ars verða þeir reknir út á gaddinn. Almúgamennirnir strita og sæta færi til þess, að komast sem Iengst, hver gegn öðrum. Þeir pretta hverir aðra, skammast og örvílnast. Sumir komast af, en aðrir mega víkja út á götuna og niður í fá- tækrahverfi borgarinnar, heimkynni glötunarinnar (sannkallað helvíti). Lóðareigandinn skeytir því engu; skipar þeim aö koma með pening- ana, eða fara burtu ella. Enn fremur verða þeir að greiða aðrar álögur, til samgöngu- og lög- reglumála, skóla og spítala, fátækra- frainfærslu o. s. frv. Skattarnir eru margir og miklir, sem almúgamað- urinn veröur að greiða, *(vort sem nokkuð verður eftir af kaupi hans til fæðis og klæða handa fjöl skyldunni. Hvað sem því líður, heimta lóð- areigendurnir miskunnarlaust ' sína peninga, og geta spent bogann eftir vild, án þess að stjórn og löggjaf- arvald ríkisins sporni nokkuð við því. Frh. Gefið til Samverjans. Það gleður þá sem bágt eiga. Þýskar fregnir. Þýsk blöð á ensku. Mikið vinna Þjóðverjar til þess, að afla sér fylgis hlutlausra þjóða, og þó einkum Ameríkumanna. Eitt er það, að þeir gefa út sérstök stór- blöð á ensku, til þess að breiða út skoðanir sínar meðal enskumæl- andi manna í Evrópu, fyrst og fremst Ameríkumanna, og reyndar beggja megin hafsins. — »The Continental Times« kemur í einu út í Rotterdam, Lucerne, Berlín, Geneva, Wien og Róm, og má því nærri geta, að það hafi meira en litla útbreiðslu. Vísi hefir, meðal annars borist eintak af því frá 10. þ. m., og er þar heldur saumað að spjörum Breta á tungu sjálfra þeirra. Harðar sakargiftir, F aðið segist unna Japansmönn- um sannmælis um það, að þeir hafi fylgt alþjóðalögum í því, að fjandskapast ekki við friðsama borg- ara, þýska og austurríska. Einkum er þess getið, að þeim hafi verið látið það frjálst, að skjóta málum sfnum til dómstólanna í Japan, hvenær sem var. Aftur á móti hafi Bretar ekki hagað sér svo diengilega, og telur blaðið svo upp svndaregistur þeirra á þessa leið: 1 Þegar eftir það, er lýst hafði verið yfir því, að friðinum væri slitið, voru allir karlkyns þegnar Þýskalands og Austurríkis & Ung- verjalands frá 17 til 55 ára, þeir er f Englandi voru, eða nýlendum krúounnar (öðrum en Ástralíu, Canada og Nýja-Sjálandi) reknir saman á Iiðsgeymslustöðvar. 2. Þýskum og austrísk-ungversk- um »firmum« var bannað að eiga nokkur viðskifti framar. Þau áttu að fá sér enska eða hlutlausa um- boðsmenn, til þess að binda enda á yfirstandandi viðskifti. 3. í. nóvember kom sú fregn frá Hong Kong (og síðar sams konar skýrslur frá öðrum lýðlend- u«n), að öllum Þjóðverjum, sem þar voru, hefði verið stungið í einum hóp inn í fangelsið kínverska. Hafði þeim verið skipað að hætta atvinnurekstri sínum og enskir keppi- nautar þeirra oftast settir til þess, að gera upp búin. 4 f þýsku nýlendunum í Vest- ur-Afríku voru allir Þjóðverjar, karlar og konur og einnig trúboð- ar, teknir höndum og látnir vera Blámöniium til athlægis. Karlmenn- irnir voru látnir í hergeymslu-kvíar, en kvenfólkið var flutt, alveg eins og búfénaður, til Englands, undir um- sjón svertingja og með þeim mesta sóða-aðbún- aði, sem hugsast getur. 5. Yrkt lönd og bústaöir Þjóð verja var alt sainan upptækt gert með valdboði og selt við uppboð fyrir VlO eða x/5 hluta sannvirðis. Þ. 7. desbr. voru sett ný lög í Sundanýlendunum (Strait Settle- ments) og Indo-China, er bjóða að Ioka skuli meö valdi öllum veislunum óvinaþjóðanna, þar á meðal þeirra félaga, er lögskráð eru í Bretalöndum, ef l/B hluti hlutaíjár eða stjórnar eða meira er þýsk&r eða Austurrísk-Ungverskur. Starf »skifta-ráðendanna« segir blaðið að sé það, að selja eignirnar og slíta félagsskapnum, eða starfseminni. Fyrir þetta fá þeir 2 % af fénu að ómakslaunum. Síðan eiga þeir að gera reiknings- skil og borga afganginn inn í ein- hvern banka, sem landstjórinn nefn- irtil. Að því búnu á að ónýta allar bækur, bréf, skír- teini, skýrslur og gögn félaganna, og enn frem- ur greinagerðir skifta- ráðenda sjálfra. — Þetta segir blaðið að sýni það best, til hvers refarnir séu skornir. Þessum mönnum sé óhætt að hafa í frammi rán og fjárdrátt alveg blygöunar- laust, án þess að óttast þurfi að nokkuð kornist upp, því að sann- anirnar séu úr sögunni f krafti lag- anna! Óvœnt efnl, — Bretar fullir! Blaðið bætir því við, að þessar nýlendur séu ekki undir stjórn breska þingsins, heldur nýlendu- málaráðuneylisins beinlínis, og sýni þetta bæði spillingu stjórnarinnar og vandræði, er hún grípi til slíkra ráða. í annari grein í sama blaði er og mikið sagt af því, hve margt gangi nú á tréfótum hjá Bretum. Eitt er það, að herliðið, sem verið er að æfa, sé heldur í rneira lagi drykkfelt. Er einkum látið af því urn Canada-liðið. Átti að hafa orðið að loka gildaskálum, nema frá kl. 11 tii kl. 9 á daginn, og menn þó að vera orðnir þreifandi fullir fyrir miðjan dag, jafnvel fyrirliðar(I). — Þá eru og venjulegar sögur af því, hve Bretum gangi iiia að safna hernum, þótt allra bragða sé til þess neytt. T. d. átti ekki að hafa fengist nema einn maður af 30 þús- undum, sem staddir voru við knatt- leik einn o. s. frv. Steinsmiðurinn. (Arabisk saga). Það var einu sinni fátækur stein- smiður, sem lifði á því, að höggva steina úr bjargi miklu. Hann hafði nóg til síns viðurværis, og rétt hjá kofa hans rann silfurtær lækur. — En hann var samt ekki ánægður. Nálægt honum var borg mikil, og í henni bjó dómari, sem allir urðu að lúta. Þessu reiddist steinsmið- urinn. Einn dag, þegar hann hvíldi sig í forsælu trés eins, óskaði hann að hann væri dómarinn. —---- Hvað varð ? Þetta! Hann sat í sal miklum, klæddur dýrindis fatn- aði með gullsaumaðan túrban á höföi sér, og sjá, salurinn fyltist fólki, sem leitaði ráöa hans ogallir lutu honurn til jarðar. — En þá kom stórvesír landsins, og dómar- inn varð að krjúpa fyrir þessum volduga manni. Úr andliti hans skein auðmýktin, en innan brjósts ólgaði rciðin. — »Bara að eg væri stórvesír«, óskaði hann. — í sanra andartaki stóð hann frammi fyrir hásæti kalífans. — Allir hinir göf- ugustu í ríkinu krupu fyrir fótunj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.