Vísir - 27.02.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 27.02.1915, Blaðsíða 2
Þrælavers!un, Eftír Þórólf Sigurðsson. ---- Nl. a þeim tímum, er svertingja- ánauðinni var svæsnast beitt í Suð- ”r-Evrópu og öðrum heimsa'lfum, iétu hinir bestu menn þjóðanna það mál svo til sín taka, að þrælaversl- unin var ioks bönnuð að fullu og öllu. Á þessari öld á þó fjöldi manna af hvíta kynþættinum við þrælkun að búa í föðurlandi sínu, undir stjórn sinna eigin samlanda. Mannréttindi þeirra eru höfð sem verslunarvara, jafn miskunnarlaust og tilfinnaniega eins og svertingj- anna forðum, eigi að eins á Eng- landi, heldur líka í öllum öðrum menningarlöndum. Þetta má eigi skilja á þann háft, að ekkert sé nú hugsað eða unnið að því meðal menningarþjóðanna, að bæta úr þessari ánauð og kvöl. — Síðustu áratugina hefir það ein- mitt verið aðal-viðfangsefni ýmsra bestn manna og þjóðmegunarfræð- inga erlendis, að finna leið út v.r þessu ánauðar-völundarhúsi. Marg- ar stefnur hafa komið fram í þá átt, en þeim erum vér fslendingar alt of ókunnugir. Blöðin láta sér annara um það, sem minna er í varið ; dægurþras og skeyti um ytri viðburði prenta þau hvert upp eftir öðru, og af því eru óteljandi út- gáfur. En um skoðanir og stefnur, sem rísa upp eða eru ríkjandi í félagsmálum og þjóðmálum erlend- is, flytja þau naumast nokkurt orð, sem verulegur fróðleikur er í, þó að þar sé einkum að finna orsakir til viðburðanna. Sama má segja um tímaritin, að eins með örfáum undantekningum. Nú kann einhver að álíta, að okltur varði alls ekkert um þetta. Hér á landi eigi menn eigi við neina þrælkun að búa. En fyrst og fremst rná vera, að eigi virðist það úr vegi fyrir oss, að fylgjast með, kynnast þeim kenn- ingum, sem skifta þjóðunum í flokka og sníða stakkinn fyrir framtíðina. í öðru lagi er það mjög mikil fjarstæða, að við séum lausir við það böl, sem þjakar öðrum þjóð- um. Reynir eigi hver atvinnustétt í landrnu að komast það, sem hún getur gagnvart hinni, og draga í sinn vasa ? Höfum við ekki tölu- vert af sníkjudýrum, sem lifa án þess að framleiöa sjálfir lífsviður- væri, t. d. með því að vasast í verslun og vöruviðskiftum annara stétta, og skamta sér óhæfilega drjúg- an hluta fyrir snúð sinn ? Virðist dagl2unamönnunum svo auðgert að ná hlut sínum og sanngjörnu kaupi hjá þeim, sem vinnuna þiggja, eða kjörin að öðru leyti svo, að þeir geti lifað þolanlegu lifi ? Qeta þeir sætt sig við óbeinu skattana, tolla á nauðsynjavörum, sem harðast koma niður á þurrabúðarfólki og altaf hækka, ásamt húsaleigu o. fj.? Er þaö heilbrigt, að opinber gjöld skuli aftur á móti ekkert hækka á jörð- um, sem margfaldast í verði fyrir eftirspurnin?, t. d. í grend við Reykjavík, og eru því sama sem lokaðar fyrir þeim efnaminni ? Eru ' VÍSIR A - sveitirnar) vantar fólk til þess að ; rækla jörðina og vinna haria upp, og fólkið í kauplúnunum vantar land tii þess að framfleyta á lífi sínu, Á miklu fleiri atriöi mætti benda, sem þjaka þjóðinni. Mér virðist brýn nauðsyn að ráða franr úr þeim mótsögnum, sem hér menn sáttir með, að leggja á sig gjöld, er stöðugt aukast, til þurfa- manna, sem eru fulívinnandi. Skyn- samlegra væri að leiðbeina þeim og hjálpa til að fá sér jarðnæði í sveit- um eða þá atvinnu. Landið (þ. e. er ber.t á. Sumstaðar erlendis er I mikið gert til þess, að bæta úr ; neyðinnimeö ýmiss konar góðgerða- stofnunum, og það vinnur lítið nieira í áttina, en þótt vatni væri ausið í botnlausa tunnu. Þess vegna eru ýmsar stefnur að ryðja sér til rúms. Af þeim nefni eg að eins jafnaðarmannasamtökin, margskonar samvinnufélög til vöruframleiðslu og verslunar, verkamannatélög, sem gæta réttar vinnulýðsins og síðast en eigi síst félög, sem vinna að róttækum breytingum á skattalög- gjöf þjóðanna og afstöðu almenn- ings gagnvart jörðinni og náttúru- gæðunum, þannig að opinber út- gjöld hvíli á auðsuppsprettum og náttúrugæðum eftir verðmæti, en eigi á atvinnu manna og lífsviður- væri. í einu orði sagt fe'ur þetía í sér breytingar á ríkjandi skipu- lagi þjóðanna, og hnúturinn verður , ekki leystur á annan hátt, en með j bættu skipulagi. Þessum málefnurn s verður þjóðin að kynnast sem best, ■ og ef til vill gefst síðar tækifæri til að útskýra þau nánar. Fyrsta grund- vallarskilyrðið fyrir framförum þjóð- arinnar er að mentast sem best í þessa áit, til þess að hún geti sprengt af sér fjötra vanans og van- j þekkingarinnar, sem gefa kaupsýslu- j j »agentum« og gróðabrallsmönnum j tækifæri til að versla með eignir og ! réttindi alþýðumanna, eins og þeir j væru þrælar. Ef hún hefði samtök og þekking til þess að hafa beinni og haganlegri verslun og vöruvið- j skifti en nú, mundi það út af fyrir j sig auðga þjóðina um margar milj. króna. Þetta get eg sannað með dæmum af árangri og ágóða bestu kaupfélaganna hér á landi síðustu árin. Alþýða manna í sveitum og kaupstöðum og starfsmenn þjóðfél- agsins eiga að taka höndum saman | um þessi mál með félagasíofnun- j um, nema burtu allar tálmanir sín j á milli og óþarfa miðla. Líkræðuskjall. »Logið hrós uin Iátinn mann. lénar enga kátínu, l tils met eg þvætting þann þó hann sé á látínu*. Svo vaið gömium hagyröing að orði, er hann sá íburðarmikið lof- ; kvæði á latínu um látinn mann. Og eg er ofboð hræddur um, að kunnugum komi eitthvaó svipað í hug, er þeir lesa það, sem Svein- björn Björnsson yrkir og skraul- ritarinn P. P. skrifar um Bakkus heitinn. Vitaskuld er eðlilegt, að menn yrki og mæli hlýlega eftir iátinn vin sinn, enda þótt hann hafi verið gallagripur í flestra manna augum, og að því leyti er mönn- unum vorkun. En galli þykir það á líkræðu hjá presti, ef hann skjallar svo, að knnnugum finst stappa nærri nöpru háði, og eg er hálfhræddur um, að flestu heimilisfólkinu á þeim heim- iluir, sem Bakkus dvald' að stað- aldri á meðan honum entist aldur til, finnist skjallið svipað háði, þeg- ar talað er um »kærleiksuppsprett- una«, og »guðdómseðlið« sem bú- ið hafi í Bakkusi. — Það mætti spyrja konur drykkjumanna, hvort þær féllust á það. En vitanlega situr ekki £ óvinum Bakkusar, sem hafa gert hann land- rækan, að fárast um þótt líkræðu- skjallið takist svona óhönduglega, og vinir hans verði til að benda á, að »mannvitið«, sem flotið hafi úr leglum Bakkusar, hafi verið í meira lagi froðukent og flónskunni einni til ánægju. — Sbr. vísuorðin. »Úr legiinum mannvitið froðukent flaut svo flónskan hún þurfti ekki meira«. Annað mál er hitt, hvort ekki sé rétt að klappa í bróðerni á öxlina á skáldinu, og biðja hann að gæta sín fyrir öfgum og ofstæki, þegar hann fer að skamrna leiðtoga bann- manna, og nefna þá t. d. orðglópa. Öðru visi hann áður kvaö um þann manninn, sem skrifaði einna áhrifa- mest á móti Bakkusi, sem sé Björn heitinn Jónsson, fyrv. ráðherra. Mörg eru skáldaleyfin að vísu, j en naumast er þó skáldi vansalaust að lýsa svo þjóð sinni, sem Sv. B. leyfir sér í þessari vísu: f »Hver þolir að sjá slíka þjóðkrílis- mynd, sem þefar af snaikandi báli, um leið og hún krýpur og kútvelt- ist blind á kviksyndi af lygum og táli«. Það er heldur ekki beinlínis fjarri ofstækinu, þegar P. P. gefur í skyn, að »heimskan, hræsnin, lítilmensk- an og drotnunargirnin* hafi oröið til að reka Bakkus úr landi. En lökust eru slík stóryrði þeim, sem lætur þau úti, og því þarfleysa að skifta »ér af þeim. í alvöru talað, lýsir bragur Svein- bjarnar ótrúlega litlum kunnugleik á bölinu, sem Bakkus hefir valdið, bæði hér í bæ og annarsstaðar, ein- staklega miklu þröngsýni gagnvart starfi bannmanna og fádæma lotn- ingarskorii gagnvart heilögum guði. Það er ótrúlegt, að skáldið hefði ekki getað lofað Bakkus og skamm- að bannmenn, án þess að vera að lasta guð og níða alla þjóðina, eins og mér virðist gert með ann- ari eins vísu og þessari: En Jehóva grét, því að guðsmynd var spilt, hann grét, en hann varð þó hálf feginn að losast við þjóðskrímslið afskræmt og ilt, sem asnaðist glötunarveginn*. Annar eins samsetningur dæmir sig sjálfur í augum ahra gætinna manna, hvað sem skoðun þeirra á bannlögunum líður. Hjalti. 18. febrúar. Vísi hafa borist bresk blöð frá 18. þ. m., deginum, þá er Þjóð- verjar höfðu boðað að hefja skyldi árásirnar á verslunarflota Breta fyrir fult og alt. Eru þar tekin upp um- mæli eflir »Norddeutsche Allgemeine Zeitung« um horfurnar framvegis frá þýsku sjónarmiði. Þýsk ummæll. »Þýskaland getur ekki búist við miklum árangri á fám dögum«, stendur þar. »Þjóðverjar gera ráð fyrir því, að England muni halda sínum skipum heima í höfnum og hleypa að eins út hlutlausum skip- um, í því skyni, að koma Þjóð- verjum til þess, að sökkva þeim og lenda þannig í missætti við hlut- Iausar þjóöir Þýskaland verður því að fara gætilega fyrst um sinn. Ekki verður pað auglýst opinber- lega, hvað kafbátar vorir hafast að, fyrr en hálfum mánuði eftir þ. 18. febr. Tundurdufl fyrir enskum höfnum. Yfirmenn þýsku kafbátanna munu gera það, sem hægt er til þess, að greina þjóðerni verslunarskipanna, Auðvitað ætlum vér að leggja tund- urdufl úti fyrir enskum höfnum, og er oss það fyllilega leyfilegt, þar eð allar enskar hafnir hafa verið ófrið- lýstar. Kafbátar vorir hafa útbúnað til þess, að leggja tundurdufl og munu neyta þess, sem mest þeir mega. Foringjar kafbátanna geta gert athuganir til þess, að þekkja hlutlaus skip úr, en duflin eru blind, og verða sjófarendur hlutlausra þjóða að láta sér skiljast þetta fyllilega*. — Blaðið bætir því við, að Bretar séu vissir að þegja um tjón sjálfra sín, og geta einungis hlutlausra skipa, sem Þjóðverjar hafi sökt. Jafnvel hjálparskip. Enn hafa Bretar þá fregn frá Bandaríkjunum eftir sendiherra Þjóð- verja þar, að hjálparskip, sem komi inn á ófriðarsvæðið, geti átt það á hættu, að verða fyrir kafnökkva- árásum. Það er fullyrt, að bresk kaupskip hafi þótst vera hjálparskip. Bretar sjálflr þykjast ekki munu draga úr skipa- ferðum sínum, en all-áhyggjufuliir viröast þeir þó vera yfir horfunum, enda drifu að fregnir allmargar þessa dagana um kaupskip, sem Þjóðverjar höfðu sökt. T. d. fann eitt skip í Ermarsundi eigi fyrr en skeyti gekk í gegnum það. Skips- höfnin koir.st í bátana, allslaus, en ilt var í sjó og náttmyrkur, og vissu menn eigi hvað varð af einum bátn- uin, er 9 manns var á, en hinum bjargaði tundurspillir einn, er þar var á slangri. Kafnökkvinn sjálfur, sem skeytið hafði sent, kom upp rétt sem snöggvast, en hvarf síðan. — Mikið kapp segja blööin að sé í Bretum, að búast til varnar gegn kafbáta-ófögnuðinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.