Vísir - 01.03.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 01.03.1915, Blaðsíða 1
1344 K~ m V 1 S I R Stærsta, besta og ódýraita . blað á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um árið. Verö innanlands: Einstök blöð3au. Mánuður 60 au. Arsfj. kr. 1,75. Arg. kr. 7,00. Erl. kr. 9.00 eða 2*/a doll. VISIR Mánudaginn 1. mars 1915. v I s i R kemur út kl. 12 á hádegi hvern dag. Skrifstofa og afgreiísla cr i Austurstræti 14. Opin kl. 7 árd. til kl. 8 síðd, Sími 400. Ritstjóri. Gunnar Signrðsson (frá Selalæk). TiIviðt.2-3 m- JDveWð ,Sati\tas’ sttroti o$ feattupavuv. S'«\\ V9Ö -o- -Q- Gatnla Bfá. -o--o- 7ta s\ó 0$ taxvdu Ágætur Astarsjónleikur í 4 þáttum. Aðalhlutverkið leikur hin fræga leikkona HENNY PORTEN. BÆJARFRETTIR Afmeeli á morgun. Eíríkur Einarsson lögmaður Paul Smith símaverkfr. Magnús Erlendsson gullsmiðut Aftru íiskort fást hjá Helga Árnasy- í Safnahúsinu. V'eiirið ; dag: Vm. i. ,ftv. 758 n.kul h. Rv. íf. Ak. Gr. Sf. Þh. 760 logn “ 764na.storm “ 763nv.andv.“ 723na.sn.vd.“ 759 na. st.k. “ 747 logn « 3.2 7.2 2.5 6.5 7,0 0,9 0,7 »HeIgi magri« kom norðan frá Akureyri í gær. Með honum kom Jón Bergsveins- son síldarmatsmaður o. fl. »FIora* kom í nótt. Farþegar: Carl OI- sen stórkaupm. og J. Fenger um- boðsmaður. Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi lítinn gamanleik á laugar- dagskvöldið var, fyrir fullu húsi. Skemtu menn sér hið besta og þóttu leikendur fara mjög vel og náttúr- |ega með hlutverk sín. Félagið endurtekur Ieik þenna nú í vikunni. Sig. Eggerz ráðherra er fertugur í dag. Skautakapphlaupinu lauk svo í gær, að Sigurjón Pét- ursson vann Iengra hlaupið (1800 metra), en Ólafur Magnússon hið styttra (500 metra). í dag verður 5000 metra hlaupið, og er það úrslitahlaup um bikarinn. Hljömfeikar Bernburgs, tr haldnir hafa verið í Gamla B ó tvö undanfarandi kvöld, hafa ekki verið eins vel sóttir eins og þeír áttu skilið, og mun það helst sla'a af því, að aörar skemtanir voru samtímis bæði kvöldin. Annars er ■ fiokkurinn orðinn vel æfður, hon- um hefir farið mjög svo fram síð- an hann lék þar síðast. Það má vænta af hljóðfærasveit þessari, að hún verði framvegis höfuðstaðnum til ánægju og uppbyggingar. Þess | skal getið, að oss þótti söngskrá | flokksins full löng. Kvöldskemtun kvenréttindaféi. , Svo fór sem oss uggði, að margan mundi fýsa að sjá frú Bríeti í vinnu- ; konugerfi, enda fór henni hlutverk- ! ið prýðilega. Áhorfendurnir ætluðu að tryllast af gleði í hvert skifti sem hún kom fram á leiksviðið, og var auk þess margkölluð fram eftir Ieikinn. Alkunnur gæðaleikari eins og vesling »Drési«, lenti al- gerlega í skugganum með frú sína fyrir frægðar-»gIoríu« frúarinnar. Bræðurnir spiluðu vel að vanda. Karlakórinn hafði marga góða söng- menn, en var illa satnæfður. Gunn* þórunn las upp gamansöguna »Brennivínshatturinn« eftir H. Haf- stein. Félagið endurtekur skemtunina í kvöld, sökum þess, hve margir urðu frá að hvcrfa í gær, þeirra sem ætluðu að sækja hana. »Vesta« kom til Vestmannaeyja kl. 9 í mrgun. Fallegi hvíti púkinn endar í þessu blaði, en á morg- un hefst ný íslensk smásaga. Fróðlegan fyririestur hélt Björn bankastjóri Kristjánsson • gær, um tollmál, fyrir verzlunar- mannafélagið «Merkur«. Félagið ætlar að láta prenta fyrir- lesturinn. Þerriblaðsvísur, eftirlíking á öllum helstu íslensk- um skáldum á 19. öld, hefjast í blaðinu á morgun og verða í nokkr- um næstu blöðum. Mgrgir kanr,- ast við vísur þessar, en þær hafa aldrei verið prentaðar áður. Höf- undur þeirra er **. Vísur þessar nrunu verða mörg- um kærkomnar. Ungverjar og stríðið Ungverskur blaðamaður frá Buda- pest, sem um mörg ár hefir haft n.ikil áhrif á stjórnmál þar í landi, en á nú heima í hlutlausu laadi, skrifar á þessa leið: Eg hefi nú gott tækifæri til þess, að afla mér góðrar þekkingar á ástandinu í Ungverjalandi. Eg hefi komist að þeirri niðurstöðu, að hvorki óskir stjórnarinnar né minnihlutans né þjóðarinnar, fari í þá átt, að leita til Englendinga. Það er ekki einn einasti maður í Ungverjalandi, sem vildi láta í Ijósi óánægju sfna yfir því fyrirkomulagi, sem nú er á því landi, heldur þvert á móti eru allir samtaka um að berjast stríðið á enda. Eg er þess fullviss, að ófriðarhollari þjóðflokkur en Ungverjar eru, finst ekki innan keis- aradaemisins. Ef það eru til menn )í Lundúnum eða annarsstaðar, sem hafa í hyggju að vinna í nafni Ungverja, þá veri þeir vissir um, að þeir vinna einungis fyrir sína eigin æfintýralöngun. Það getur verið, að það virðist óhugsandi, en það er nú engu að síður fullvíst, að Ungverjar eru með lífi og sál í þessum ófriði og vinna í eindrægni við Austurríki, og að þeir skoða sambandið við Þýskaland ekki ein- ungis heppilegt í stjórnarfarslegu tilliti, heldur og sem skilyrðið fyrir tilveru sinni. Þessi ófriður hefir leiðrétt margan misskilning og með- al annars þá röngu hugmynd, að Ungverjar mundu yfirgefa sambands- menn sína við fyrsta tækifæri. Ung- verjar gera sitt besta til þess að sýna það, að þeir séu óvinui, og sern slíkan vilja þeir láta skoða sig. Það hafa raunar borist greinar í enskum blöðum, sem auðsjáanlegt er að einhverjir Ungverjar hafa skrif- að, sem hafa gefið átyllu til að ætla að svo gæti farið, að Ungverjar segðu skilið við Austurríki. Tvö stærstu og áhrifamestu blöðin í Ungverjalandi, hafa lýst yfir því, að þau hafi aldrei birt greinar, sem hafi gengið í líka átt og þessar Kvenréttindafélagið endurtekur skemtun sína í kvöld i (joodtemlara- húsinn Aðgöngumiðar fást í bókaverzlun fsafoldar og í Goodtemplara- húsinu trá kl. 4. Nýja Bfó Vilji stálkonungsins, ágætur danskur sjónleikur í 3 þátt- um og 35 atriðum. Aðalhlutverkið leikur; Clara Wieth. Myndin er m.a. leikin í skipasmíða- verksmiðjum Burmeister & Wain, þegar vélarnar eru í gangi. Sá sem kynni að hafa til geymslu handtösku mrk. A. G. Breidal geri svo vel að segja til hjá Eyjólfi Jónsnyni rakara Reykjavík. ensku greinar gera. Þessar skemti- legu frásagnir um atburði í þing- inu, eru einungis grýlur, því að þingið hefir ekki komið saman í fleiri mánuði; og ávarpið sem Justh og aðrir pólitískir leiðtogar áttu að hafa skrifað undir, hefir enginn Iif- andi maður séð. Þessar upplýsingar staðfesta sím- skeytin, sem segja að engir berjist eins grimmilega og Ungverjar. Harðindin. Oflangt þykir enn tif vors, eyðist heyjaforðinn, sumir óttast heimsókn hors, hann er kunnur oröinn. Þá er ilt í efni mest, yfir vofir dauöi, þjakar kú, en kreystir hest, kyrkir ær og sauði. Þá er orðið seint að sjá síngirninnar megin, og það, að sett var of margt á ill og lítil heyin. Spói. ÞRÁTT FYRIR VERÐHÆKK- UN Á EFNI, SELUR EYV. ÁRN AS0N L.ANG- ODÝRASTAR, I íj. VANDAÐASTAR L-liV- FEGURSTAR klStUT, LÍTIÐ Á BIRGÐIR MÍNAR OG sjáið mismuninn ÁÐUR EN þÉR FESTIÐ KAUP ANNARSSTAÐAR. TALS. 44.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.