Vísir - 01.03.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 01.03.1915, Blaðsíða 2
V tSIK Yser baráttan. Söguleg frásögn. Það má svo lieita, að flestum sé ókunnugt um alla nánari alburði í baráttunni um Yser, utan fáeinum nermönnum. Sigurinn, sem Belgir unnu, eftir simfelda orustu allan seinni hluta októbermánaðar, er einhver þýð- ingarmesti sigur belgiska hersins, jafnvel frægari en viðnámið, sem þeir veittu við Liége. Þessum sigri var það að þakka, að Belgjum tókst að stöðva framgang Þjóðverja til Calais, meðan Frakkar voru að víg- girða Dunkirk og landið þar fyrir austan. En Beígir lögðu Ifka mikið í sölurnar. Pví að auk þess, sem þessi hálfsmánaðarorusta var einhver i hin mannskæðasta í öllum ófriðn- 1 um, þá lögðu Belgir frjósamasta hérað landsins í eyði um minsta k >sti næstu þrjú ár, með því að veita sjónum á það. Þýsku liðsveitirnar, sem unnu Antwerpen, eltu belgiska herinn, sem undan komst. Þegar flóttaliðið kom á Yserbakka, nam það staðar og bjóst til varnar. Yser er Iítil j árspræna eins og síki, suðvestan til í ! Belgíu og þá öllum ókunn, nema bæudunum, sem bjuggu beggja meg- in hennar og ræktuðu hið frjósama land umhverfis. Er hér var komið ófriðnum, eftir orusturnar við Liége, Aerschot, Termonde og Antwerpen, voru ekki eftir af belgiska hernum nema einar 60 þúsunair. 15 þúsund mistu Belgir við Antwerpen eina, þar með taidir fallnir, særðir og herteknir. í október síðastliðnum var því ekkert til tálmunar Þjóðverjum sunn- an megin Ysers; þeir gátu þvf, svo að segja óhindrað, haldið áfram alla leið til Calais og Dunkirk. En frá þessum haínarbæjum eru aðalsam- göngurnar viö Brelland. Mönnum getur því skilist, hve geysimikla hernaðarlega þýðingu það hafði fyrir bandamenn, að hafa þessa bæi á valdi sínu. Það var þess vegna nauðsynlegt, að belgíska flóttaliðið veitti Þjóðverjuin viðnám einmitt þarna, svo að hægt væri að víggirða og búast til varnar á landamær- unum. Það var farið fram á það við belgiska herinn, að hann veitti Þjóð- verjum viðnám í 3 daga; en það sýnir best dugnað þeirra og her- kænsku, að þeir vörðust Þjóðverj- um í hálfan mánuð. 150 þús. gegn 60 þús. Belgiska liðið var, eins og áður er sagt, einar 60 þúsundir, þrír fjórðu hlutar þar af fótgöngulið. Þjóðverjar aftur á móti voru um 150 þús. eða nær 27a sinnum fleiri. Auk þess var stórskotalið Þjóðverja mjög vel útbúið, þar sem það hafði 42 cm. umsátursfallbyssurnar frá Antwerpen, en Belgir þar á móti höföu ekki nema léttar fallbyssur. Það voru þessar gríöarstóru fall- byssur, sem ollu mestu tjóninu meðal Belgja. 17. október hófst orustan við Yser. Það var á að giska 10 mílna Fyrir aftan fylkingarnar Fyrir aftan fylkingarnar í orustunum nú, er mikið líf og starf- semi. það þarf að starfa mikið þar daglega, elda mat handa hern- um, gera að sáraumbúðum, smíða tæki handa hernum, gera að fatn- aði o. þ. u. 1. Alt þetta starf fer fram á vögnum, sem eru hafðir fyrir aftan fylkingarnar, og er meginið af vögnum þessum tekið frá íbúunum á þeim stöðum, sem herinn er á. Á mynd þeirri, er hér fylgir, sést aðeins örlítill hluti af þessum vögnum. Sem dæmi þess, hversu mikið er slíkra vagna og starfsemi, má geta þess, að herfregnaritari danskur, er á ferð var í Austurríki, fór í bifreið 10 mílna veg meðfram austurrísku herfylkingunni, og var þar fult vagna, sumir voru til brauðgerðar, aðrir til smíða, þriðju til geymslu, fjórðu matarforðabúr, fimm heyhlöður o. s. frv., og þar að auki voru vagnar, er flytja áttu heim særða hermenn. (enskra) svæði, sem Belgir þurftu að verja Þjóðverjum. Á þrem stöð- um var orustan áköfust. Þessir staðir voru Lombaertzyde, þorp eitt nyrst á herlínunni, nes nokkurt á miðri herlínunni og Dix.nude, syðst á línunni. Það var um að gera fyrir Belgi, að verja Lombaertzyde, því annars gátu Þjóðverjar komist yfir Yser hjá Nieuport og komist þannig aö baki þeim. Nesið var Belgjum sannkallað helvíti, því þar gátu Þjóðverjar skotið á þá á þrjá vegu. Hvað Dixmude snerti, þá reið þeim á að verja þá borg vegna þess, að annars gátu Þjóðverjar í skjóli húsanna sett ofurefli liðs yfir Yserfljót og sótt þannig að þeim báðum megin. Þjóðverjar réðust á Dixmude á hverri einustu nóttu frá 17. til 30. október. Á einni einustu nóttu gerðu þeir 15 grimmilegar árásir og orustan var í rauninni jafn áköf og hún var óslitin. Heilar hersveitir þýskar féllu, svo ekki stóð uppi einn einasti maður. Um morguri- ; inn þ. 18. okt. voru stórar land- ! spildur gersamlega þaktar af fölln- um þýskum hermönnum. Og þar eð enginn þorði að snerta búkana til þess að grafa þá, sendi haust- sólin geisla sína dag eftir dag á þetta hræðilega lákn inannlegrar grimdar. Þegar Þjóðverjum vanst ekki á við Dixmude, geröu þeir árásir á smábæi meðfram ánni og þó eink- um á Lombaertzyde. Þessum 60 þús. Belgjum varð vitanlega ekki skift niður á marga staði, og hlut- verk þeirra var og aðallega að tefja fyrir Þjóðverjum meðan verið væri að víggiröa landið fyr.r sunnan. Framh. 1 Leiðrétting. Vísir hefir flutt nokkrum sinnum í vetur greinar með fyrirsögninni »Alþýðufróðleikur«. Það eru al- þýðuvísur og skýringar á tildrög- um þeirra, og er víða greint frá nöfnum höfundanna. Vísurnar eru margar fallegar og skemtilegar. Upp til sveita úir og grúir af þess konar alþýðuvísum, sem aldrei hafa komiö á pappírinn. Nálega hver sveitamaöur og kona kann marga fallega stökuna, og sumir furðu margar. Oft eru höfundar gleymdir og löngu látnir. Enginn hefir kynt sér til hlítar þetta geysimikla vísnasafn, sem berst frá hug til hugar og lifir með þjóðinni. Og það veröur varla hægt að gera sér grein fyrir, hve mjög sál þjóðarinnar hefir nærst á þessum skáldskap. Vísur þessar eru myndir úr lífi og hugsunarhætti alþýðunnar. Hug- saga hennar er hvergi betur skráð eri þar; vinnumaðurinn og vinnu- konan hafa mótað í vísuna lífs- reynslu sína, baráttu heila og handa. Margar eru þær þunglyndislegar. Eru þær minna á lofti en hinar, sem eru glaðlegar eða kæruleysis- legar og léttúðugar. Sumar eru heitar eins og Hekluglóðir, aðrar líka grimmilegar og kaldar eins og jökulvatnið og sumar dreymandi eins og unglingssálin. Oft virðist sem þeim sé varpað af munni fram, en tíðara mun hitt, að þær séu hugsaðar áður og svo kastað fram við tækifæri. Þessar raddir frá fjalli og firði eru myndir af þjóðarhugsun okkar. Þær eiga fullan rétt á sér, og má ekki rangfæra þær eða tildrög þeirra, því þá verður myndin ekki sönn, og þá er ekki að græða á henni neina þekkingu á þjóðlífinu á þeim tínia, sem hún er ort á. Menn verða því að vera ná- kvæmir, þegar þeir láta prenta þær, og mega ekki smíða tildrögin eftir nútímans skapferli, nema rök séu fyrir, því þá verða þær ekki speg- ill tíðar sinnar. Alþýðuvísum okkar mætti skifta í tvo flokka: Fyrst þeim, sem standa óbreyttar í fyrstu frummynd, og í ööru lagi vísum, sem hafa runnið saman í einn bálk og skapað þannig nýja sögu ólíka vísunum áður en þær tengdust saman. Alltítt er, að menn eru látnir yrkjast á vísur, sem kveðnar eru með margra ára millibili, og eiga ekki saman frá öndverðu. Verða þannig til þjóðsögur utan um vís- urnar. Ein þessu lík þjóðsaga kom útí Vísi þ. 4. þ. m. Þar var birt vísa, sem ort er fyrir 38 árum. Hefir hún bundið félag við aðra, sem er 35 ára. Utan um þær er svo komið allskrítið æfintýri. Vísurnar eru birtar þannig: »Maöur sendi unnustu sinni svo- hljóðandi uppsagnarbréf: Okkar þrjóta yndiskjör í hafróti kífsins. Skilja hljótum, veigavör, á vegamótum lífsins. Hún svaraði: Veit eg beinn minn vegur er. Verður neinn ei skaðinn. Kemur einn þá annar fer, ungur sveinn í staðinn*. Síðari vísan var fyr ort. Hún er eftir Sigríði Jónsdóttur, konu hér í Rvík. Hermdi hún mér nákvæm- lega frá, hvernig vísan var til komin. Sigríður var þá vinnukona á Hofi í Vatnsdal. Þar var önnur vinnu- kona, fremur illgeðja. Hún hafði átt krakka með manni, sem þá var kominn eitthvað út í veöur og vind. Henni var geysiiega í nöp við hatin. Eitt sinn, er þær yoru úti á túni að vinnu, og mann þenna bar á góma, varð henni að orði: »Það vildi eg að eg sæi hann norður og niður í« o. s. frv. Um veturinn sátu þær einu sinni hver á stnu rúmi og voru aö spinna. Sigríöur sá, að hinni bjó ofsi í skapi, því að hún þeytti rokkinn allsnúðugt. Þær þögðu báðar. Þá hugsaði Sigríður vísuna, tók svo í nefið á eftir og kastaði pontunni til stúlkunnar og kvað vísuna, sem var þannig: »Vel ef beinn að vegur er« o. s. frv. Þetta varð til þess, að koma stúlk- unni í besta skap, eins og líka var ætlun Sigríðar. Þaö er kynning Sigríðar við þessa geðveikluðu stúlku, sem mótar vís- una. Henni hefir runniö til rifja ógæfa hennar, og gjarnan viljað hjálpa henni til að líta bjartar á lífið. Stúlkan var afargeðvond og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.